Fleiri fréttir

Þetta er almennilegur hrukkubani - myndband

Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Harpa Þórðardóttir okkur hvernig line filler frá Mac fyllir upp í andlitshrukkurnar. „Við ætlum að nota line filler frá Mac sem er algjör snilld," sagði Harpa. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá hvernig Harpa notar umræddan hrukkubana.

Lena keppir aftur fyrir Þýskaland í Eurovision

Ákveðið hefur verið að sigurvegari Eurovision, hin þýska Lena, snúi aftur til að verja titilinn að ári. Þjóðverjar eru byrjaðir að undirbúa næstu Eurovision-keppni af kappi. Þeir buðu yfirmönnum keppninnar á fyrsta fund um hana í Hamborg í gær.

Tróð Íslendingi í verk Ravenhills

Leikaraneminn Einar Aðalsteinsson tekur nú þátt í lokasýningu breska leiklistarskólans Lamda. Hann er einn af átta nemendum við skólann sem valdir voru til að leika í sýningunni.

Kyntröll í kjól

Aðdáendur Leonardo DiCaprio geta nú jafnvel átt von á því að sjá sjarmatröllið í kjól þegar hann setur sig í hlutverk J. Edgar Hoover.

Skorar á þjófa að skila barnamyndum

„Ég er búin að halda í vonina að löggan finni eitthvað, en það hefur ekki gerst,“ segir leikkonan Hrefna Hallgrímsdóttir, Skrítla úr Skoppu og Skrítlu. Brotist var inn í fjölskyldubílinn við heimili Hrefnu í Kópavogi á mánudaginn í síðustu viku. Á meðal þess sem var stolið var myndavél sem geymir myndir af síðasta hálfa ári í lífi fjölskyldunnar.

Hudson opnar sig um myrta móður

Jennifer Hudson hefur nú í fyrsta sinn opnað sig um hið hræðilega atvik sem átti sér stað árið 2008, þegar móðir hennar, eldri bróðir og sjö ára frændi hennar fundust myrt.

Spássían yfir alla síðuna

Sumarkiljurnar, játningar útrásarvíkinga og The Wire eru meðal umfjöllunarefna í Spássíunni, nýju tímariti um bókmenntir og listir.

Níu manna fjölskylda freistar gæfunnar

„Ég rakst á þessa síðu á netinu og ákvað að að skrifa stutt um mína stóru fjölskyldu, enda höfum við aldrei getað farið í frí öll saman,“ segir Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir húsmóðir sem skráði sína 9 manna fjölskyldu í lukkuleik Radison Sas hótelkeðjunnar.

Styrkja Ellu Dís

Sérstakir styrktartónleikar verða haldnir í Grafarvogskirkju á morgun til styrktar Ellu Dís sem er langveik, fjögurra ára gömul stúlka.

Sendi Kylie SMS

Söngvari Scissor Sisters fékk Kylie Minogue til að syngja með hljómsveitinni á Glastonbury um helgina

Níumenningarnir í Nýlistasafninu

Fjöldi listmanna tekur þátt í listviðburði sem fer fram í Nýlistasafninu á laugardaginn. Viðburðurinn ber titilinn Skríllinn gegn ákæruvaldinu! og er haldinn til stuðnings níumenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi.

Fékk þráðlausan síma sí svona - mynd

Gunnar B. Ólafsson á Reyðarfirði vann aukaverðlaunin í Ljósmyndasamkeppni Panasonic og Vísis þessa vikuna. Við óskum Gunnari innilega til hamingju. Hann fær sendan þráðlausan síma frá Panasonic að verðmæti 5999 krónur. Vertu með því keppnin heldur áfram og sendu inn ljósmyndir fyrir 21. ágúst 2010. Sjá nánar hér.

Þessi rödd bræðir ALLA sem fíla Toy Story - myndband

Leikarinn Magnús Jónsson sem talar fyrir Bósa Ljósár í kvikmyndinni Toy Story 3 varð á vegi okkar í dag fyrir algjöra tilviljun. Við notuðum tækifærið og báðum leikarann kurteislega um að leyfa okkur að heyra rödd Bósa sem hefur brætt heimsbyggðina í kvikmyndunum um leikföngin hans Adda.

Erum við að tala um ljósbláan hrylling? - myndband

„Ég leik Þórdísi sem er kærasta karaktersins sem Darri Ingólfsson leikur," sagði leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir þegar við spurðum hana út í kvikmyndina Boðberi (Bodberi.com) sem verður frumsýnd um land allt í Sambíóunum 7. júlí næstkomandi. *við spáðum líka fyrir Ísgerði (sjá óbirt efni).

Ef allir eiginmenn væru svona - myndband

Í dag 29. júní eru Íslendingar hvattir til að skrifa bréf sem ber yfirskriftina „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar" af því tilefni mæltum við okkur mót við Eldar Ástþórsson framkvæmdastjóra Kraums og kynningarstjóra Gogoyoko.

Hjaltalín styrkt til að kynna landið

„Við vildum sýna að hægt er að nota íslenska tónlist á markvissan hátt við að kynna land og þjóð,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín.

Megan Fox gengin út

Leikkonan Megan Fox gekk að eiga unnusta sinn til margra ára, Brian Austin Green, á Hawaii í síðustu viku.

Perez Hilton sendir Jóhönnu kveðju

Slúðurbloggarinn Perez Hilton óskaði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til hamingju með að hafa gengið að eiga Jónínu Leósdóttir þegar ný hjúskaparlög tóku gildi á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra.

Eftirsótt að leika kærustu Buddy Holly

Á sunnudaginn spreyttu um 50 stúlkur sig á hlutverki Maríu Elenu, kærustu Buddy Holly sem Ingó Veðurguð leikur í hressum söngleik Austurbæ í haust.

Freddy Krueger: tvær stjörnur

Máttlaus unglingahrollur sem virkar í besta falli fyrir 14 ára krakka á fyrsta stefnumóti. Hér er gert heldur lítið úr áhrifamætti Freddys Krueger sem á betra skilið. Hér hefði verið hægt að gera fínan hroll en tækifærinu er klúðrað.

Vertu með og sendu okkur verðlaunamynd

Ljósmyndasamkeppni Panasonic og Vísis er hafin. Okkur hafa borist fjöldinn allur af frábærum myndum í keppnina. Deildu bestu myndum þínum með okkur og þú átt möguleika á glæsilegum verðlaunum. Vertu með og sendu inn ljósmyndir fyrir 21. ágúst 2010. Sjá nánar hér.

Þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu í Gauragangi

Hin 21 árs gamla Hildur Berglind og hinn tvítugi Alexander Briem fara með hlutverk Lindu og Orms í væntanlegri kvikmynd Gunnars Björns Guðmundssonar byggða á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson.

Rokk og ról?

Paul McCartney er ekki vel liðinn í Hvíta húsinu þessa dagana, en McCartney gerði grín að fyrrum forseta Bandaríkjanna, Georg W. Bush. Ekki voru allir á eitt sáttir um húmor McCartney, en hann gerði sumsé grín að því að nú væri loksins kominn forseti (Barack Obama) sem vissi hvar bókasafnið í Hvíta húsinu væri, eftir langa, átta ára fjarveru forsetans frá því. McCartney kærði sig kollóttan þótt ummæli hans hafi fallið í grýttan jarðveg og ásakaði starfsmenn Hvíta hússins um húmors­leysi. „Come on, it‘s rock and roll!“ sagði McCartney.

Ragnhildur Steinunn eignaðist stúlku

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona eignaðist hárprúða 16 marka stúlku klukkan eitt í nótt en hún gekk 3 daga framyfir settan tíma. Stúlkan er fyrsta barn Ragnhildar Steinunnar og unnusta hennar, Hauks Inga Guðnasonar knattspyrnumanns. Visir óskar Ragnhildi og Hauki innilega til hamingju með frumburðinn.-elly@365.is

Sigurvegari Bleiku slaufunnar 2010 - myndband

„Þetta er alveg þvílíkt flott fjöður í hnappagatið," sagði Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir vöruhönnuður sem sigraði samkeppnina um Bleiku slaufuna 2010. Á áttunda tug tilllagna bárust í keppnina sem haldin er af Krabbameinsfélagi Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands, en samhliða tilkynningu á sigurvegara var efnt til sýningar á völdum tillögum sem bárust í keppnina.

Vilja að pabbi Beyoncé stígi til hliðar

Ofurstjarnan Beyoncé Knowles er brjáluð út í föður sinn eftir að upp komst að hann hélt fram hjá móður hennar og eignaðist barn með ástkonu sinni. Beyoncé talar ekki við pabba og það er byrjað að hafa áhrif á feril hennar þar sem hann er og hefur alltaf verið umboðsmaður hennar.

Nokkrum kílóum of þung - myndband

„Hún er nokkrum kílóum of þung og nokkrum mínútum of sein," sagði Tobba þegar hún lýsti Lilju Sigurðardóttur sem er aðalpersóna metsölubókarinnar Makalaus. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt efst í fréttinni ef þú vilt sjá viðtalið við Tobbu.

Svona færðu sléttan maga - myndband

Það er ekki bara nóg að æfa. Þetta er samspil margra þátta," sagði Sigurbjörg sem hefur starfað hjá World Class síðustu 18 ár. Sigurbjörg sýndi okkur nokkrar góðar magaæfingar í gær.

Íslensk hönnun á útimarkaði í sumar

Fyrstu helgina í júlí fer af stað útimarkaður í portinu bak við danska sendiráðið á Hverfisgötunni. Markaðurinn ber nafnið Reykjavik Creative Market og mun bjóða upp á alls kyns íslenska hönnun. Markaðurinn mun vera í gangi allar helgar í júlí og ágúst, laugardaga og sunnudaga.

Með gullfallegan lífvörð í eftirdragi - myndband

„Þessi passar að ekkert komi fyrir mig," svaraði Gísli Örn Garðarsson sem var staddur í Mál og menningu á Laugavegi í gær ásamt lífverðinum sínum, dóttur hans og Nínu Daggar Filippusardóttur.

Ræður bara fegurðardrottningar í vinnu - myndband

„Hér er skrifstofan. Ekkert allt of mikið pláss..." sagði Sigmar Vilhjálmsson annar eigandi Hamborgarafabrikkunnar þegar við kíktum á hann í gærdag. „Já já," sagði Simmi án þess að hika spurður hvort hann ræður eingöngu fegurðardrottningar í vinnu. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt viðtalið við Simma.

Verðandi kvikmyndastjarna það er á tæru - myndband

„Það var bara í gegnum Facebook. Hann sá mynd af mér einhversstaðar ég veit ekki einu sinni hvar það var," sagði Athena Ragna þegar við hittum hana fyrir utan Kringluna í dag þar sem hún vinnur. „Fyrst var ég bara eitthvað já já leikstjóri frá Kanada..." sagði Athena meðal annars eins og sjá má ef smellt er á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt .

Piparmeyjan elskar Ísland

„Það var kannski kalt á Íslandi, en ferðalagið var vel þess virði. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ísland er stórkostlegt land og ég sá eitthvað öðruvísi en ég á að venjast á hverjum degi.“

Þessi stelpa er að meika það - myndir

„Ég er búin að vera að læra fatahönnun hjá Istituto Marangoni í London í þrjú ár. Núna er ég í stafsþjálfun hjá William Tempast en byrja síðan að vinna hjá Walsh í næsta mánuði. Áður hef ég verið í starfsþjálfun hjá meðal annars Hussein Chalayan, PPQ og Poltock & Walsh,“ svarar Vera Þórðardóttir en hún útskrifaðist síðasta þriðjudag, 22. júní, sem fatahönnuður.

Norðurlöndin sópa að sér íslenskum sjónvarpsþáttum

„Þetta er svakalega stórt fyrir okkur að selja íslenska þáttagerð til Norðurlandanna,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson hjá Saga Film. Saga Film hefur selt íslenska sjónvarpsþáttinn Pressa, eftir Sigurjón Kjartanson og Óskar Jónassyni, til norska ríkissjónvarpsins, NRK 1.

Íslensk tíska blómstrar

Pop up-verslun stóð fyrir tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur á fimmtudaginn. Viðburðurinn var í samvinnu við Jónsvöku, listahátíðina sem er í gangi í miðbænum alla helgina. Íslenskir hönnuðir létu ljós sitt skína og mikið var um litríka og skemmtilega hönnun. Áhugamenn um tísku söfnuðust saman og fylgdust grannt með því sem fór fram á tískupallinum.

Sjá næstu 50 fréttir