Fleiri fréttir

Hljómskálanum troðið í Hörpu

„Þetta leggst mjög vel í mig. Eina vandamálið er hvernig við eigum að troða Hljómskálanum inn í Hörpuna. Það er verkfræðilegt úrlausnarmál en við hugsum í lausnum,“ segir Bragi Valdimar Skúlason.

Stjörnustílistinn Rachel Zoe í SoHo

Stjörnustílistinn Rachel Zoe og eiginmaður hennar Rodger Berman voru á ferðinni í New York um helgina með rúmlega eins árs gamlan son sinn, Skyler Berman. Hjónin sáust meðan annars í verslunarleiðangri í SoHo hverfinu. Eins og við er að búast af stílistamömmunni var sonurinn fallega klæddur frá toppi til táar.

Engir stjörnustælar

Leikkonan Nicole Kidman heldur á dóttur sinni, Faith, á stórglæsilegri forsíðu ástralska tímaritsins Harper’s Bazaar klædd í svartan Gucci kjól. Eldri dóttir leikkonunnar, Sunday Rose, var einnig á staðnum þegar myndatakan fór fram...

Mark Wahlberg viðrar kroppinn

Leikarinn Mark Wahlberg sást viðra kroppinn um helgina á svölum hótelsins sem hann dvelur nú á í Miami.

Jennifer Garner og stúlkurnar

Leikkonan Jennifer Garner, 40 ára, var mynduð ásamt dætrum sínum Violet, 6 ára, og Seraphinu, 3 ára, þar sem hún fylgdi þeim í danstíma í Santa Monica í Kaliforníu á laugardaginn var...

Hrafnhildur og Bubbi eignast stúlku

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og eiginkona hans Hrafnhildur Hafsteinsdóttir verkefnastjóri MBA í Háskólanum í Reykjavík eignuðust stúlku í nótt. "Óendanlega þakklátur falleg heilbrigð stelpa komin í fangið á okkur hjónum fæddist 12.59 07.05.2012,"skrifar Bubbi Morthens á Facebooksíðuna sína í dag. Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, sagði frá því að Hrafnhildur væri barnshafandi í byrjun árs. Saman eiga þau dótturin Dögun París. Lífið óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingu með prinsessuna.

Kjólar vikunnar

Stjörnurnar komu víða saman í Hollywood í síðustu viku og að vanda fer pressan yfir þær best og verst klæddu.

Pokabuxur koma sterkar inn í sumar

Leikkonan Jessica Alba var mynduð á LAX flugvellinum í Los Angeles í Kaliforníu á laugardaginn ein síns liðs. Eins og sjá má var Jessica klædd í svartar víðar buxur, sem sumir kalla pokabuxur og rauðan jakka merktan stjörnum...

Leitar að goðsagnakenndu spendýri með hljóðvísindum

"Fólk hefur þóst sjá þessi dýr í gegnum tíðina, og það er eiginlega orðið goðsagnakennt,“ segir franski listamaðurinn Etienne de France, sem er búsettur hér á landi en hann gerði heimildarmynd um heldur sérlundaða vísindamenn, sem leita að hinni dularfullu Steller-sækú.

Í blúndukjól með blátt hár

Kelly Osbourne, 27 ára, stillti sér upp ásamt Piers Morgan á rauða dreglinum í Beverly Hills í Kaliforníu um helgina...

Johnson gjaldþrota

Fyrirtæki fatahönnuðarins Betsey Johnson hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum samkvæmt fréttum WWD.com. Öllum verslunum í eigu fyrirtækisins verður lokað og um 350 manns sagt upp störfum í kjölfarið.

Fyrirsæta fer fram á milljónir í meðlag

Kanadíska fyrirsætan Linda Evangelista, sem verður 47 ára 10. maí næstkomandi, var mynduð ásamt syni sínum, Augustin, á leiðinni í afmælisveislu í New York í gær..

Gítarleikari Manfred Mann tók Heiðar í gítarkennslu

Mick Rogers er gítarleikari, söngvari og annar af stofnmeðlimum hinnar sögufrægu hljómsveitar Manfred Mann's Earth Band sem stígur á svið í Háskólabíói 16. maí. Hann hlakkar mikið til að koma til Íslands, enda hefur góður vinur hans, fótboltakappinn Heiðar Helguson, hvatt hann ítrekað til að heimsækja landið.

Spiluðu með Chicane í London

"Þetta gekk ótrúlega vel. Það var troðfullt þarna í Koko-höllinni,“ segir Hans Pjetursson úr Vigra. Hljómsveitin spilaði á tónleikastaðnum Koko í London um síðustu helgi á útgáfutónleikum breska danstónlistarmannsins Chicane.

Mynduð fyrir Acne

Enn berast fregnir af sigrum fyrirsætunnar Kolfinnu Kristófersdóttur sem er komin á fullt aftur eftir að hún tognaði á ökkla fyrr í vetur.

Spennandi hönnunarsýning í Ráðhúsinu um helgina

Stórglæsileg sýning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun fer nú fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og lýkur þann 7. maí. Þetta er í sjöunda sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð en í fyrsta sinn að vori til...

Þurfti að bíða í hálft ár með að segja frá sigrinum

Birta Ísólfsdóttir, fatahönnuður, bar sigur úr býtum í hönnunarkeppninni Hannað fyrir Ísland sem sýnd var á Stöð 2. Alls tóku níu hönnuðir þátt í keppninni og þótti Birta bera af í þeim hópi. Tökum á þáttunum lauk í nóvember og hefur Birta þurft að þegja yfir sigrinum síðan þá.

Helgarmaturinn - Sumarsalöt Brynju Nordqvist

Það er ekki hægt að neita því að mataræðið léttist oft á sumrin í takt við léttari lund og bjartari daga. Brynja Nordqvist flugfreyja deilir hér með okkur uppáhalds sumarsalötunum sínum.

Hvernig ertu undir miklu álagi?

Við höfum öll áhyggjur á einhverjum tímapunkti lífsins, erum kvíðin, leið eða finnum til streitu. Lífið ræddi við flottar konur sem takast á við álag á mismunandi máta. Þær leggja áherslu á góðan svefn, hreyfingu og skipulag.

Glæsilegir gestir

Meðfylgjandi myndir voru teknar á hótel Marína í gleðskap á vegum Smirnoff vinframleiðandans í síðustu viku...

Vilja stimpla sig inn með stæl

"Þótt það séu mörg stór nöfn komin þá eiga mörg þekkt nöfn eftir að bætast við,“ segir Ólafur Geir Jónsson, skemmtanahaldari, eða Óli Geir.

Það getur allt gerst í beinni

Lífið spyr Kolbrúnu Björnsdóttur á Bylgjunni í viðtali í dag meðal annars hvort hún eigi minnistæð augnablik af vandræðalegum uppá­komum í beinni útsendingu:

Verri dómar en þeir héldu

Lars Ulrich, trommari Metallica, segir að samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og Lou Reed, Lulu, hafi fengið mun verri viðbrögð en þeir bjuggust við. Margir gagnrýnendur töldu plötuna með þeim verstu á síðasta ári og hreinlega hökkuðu hana í sig.

Hinsta Sálarballið á Nasa 5. maí

Vart hefur farið framhjá skemmtanaglöðum Reykvíkingum að samkomuhúsið Nasa mun brátt heyra sögunni til, alltént ef áform um byggingu hótels á reitnum ná fram að ganga.

Kærasti Lopez sér um dans dívunnar

Leikkonan Jennifer Lopez, 42 ára, var klædd í silfraðan topp þegar hún mætti í beina útsendingu sjónvarpsþáttarins American Idol í gær. Unnusti hennar Casper Smart var ekki langt undan eins og sjá má í myndasafni. Jennifer tilkynnti í síðustu viku að Casper, sem er dansari, sér um dansatriðin á tónleikaferðalagi hennar og Enrique Iglesias í sumar.

Hjaltalín semur fyrir þögla mynd

"Ég veit ekki alveg hversu mörg lög við þurfum að semja en þetta verður ansi stórt verk fyrir okkur,“ segir fagottleikarinn Rebekka Björnsdóttir meðlimur í sveitinni Hjaltalín sem hefur verið ráðin til að semja tónlistina fyrir myndina Days of Grey.

Gefa 4.300 börnum reiðhjólahjálma

Kiwanishreyfingin og Eimskip gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins, en þetta er í níunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum...

Kúbönsk stemning

Kúbönsk menning verður höfð í hávegum í hliðarsalnum á skemmtistaðnum Faktorý í kvöld, þar sem skemmtilegur kokteill af tónlist, rommi og dansi verður á boðstólum.

Glæsileg á rauða dreglinum

Átján ára leikkonan Dakota Fanning gekk um götur New York í jakkapeysu með indjánabrag í vikunni með sólgleraugu á nefinu og hvíta tösku upp á arminn...

Frá Hollywood til Latabæjar

"Þetta er búið að vera frábært og ég elska alla hér hjá Latabæ. Íslendingar eru mjög viðkunnanlegt fólk, meira að segja leigubílstjórarnir eru almennilegir, ólíkt því sem ég á að venjast í Los Angeles,“ segir Thi Theu Hanyaka, búninga- og fatahönnuður hjá Ironhead Studio. Hanyaka var stödd hér á landi fyrir stuttu á vegum fyrirtækisins Ironhead Studio sem sá um að uppfæra fylgihluti á búningi Íþróttaálfsins fyrir þriðju þáttaröð Latabæjar.

Skuggabarinn opnar á ný

Eins og sjá má var gleðin við völd þegar Skuggabarinn opnaði á ný síðustu helgi...

Anna Dello Russo hannar fyrir H&M

Ritstjórinn og tískufyrirmyndin Anna Dello Russo er að fara í samstarf við sænsku verslanakeðjuna Hennes&Mauritz.

Nína og Gísli nefna soninn

Leikaraparið Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson hafa nefnt son sinn Garðar Sigur Gíslason. Drengurinn er annað barn þeirra en fyrir eiga þau dótturina Rakel Maríu. Garðar Sigur kom í heiminn í lok seinasta árs og er nefndur í höfuðið á föðurafa sínum. Seinna nafnið, Sigur, tengist bróður Nínu Daggar, söngvaranum Sigurjóni Brink, sem lést langt fyrir aldur fram í byrjun árs 2011.

Nýstofnuð diskósveit

Diskóhljómsveitin nýstofnaða Boogie Trouble hitar upp fyrir Berndsen á tónleikaröðinni Undiröldunni í Hörpunni í kvöld.

Fastir í húsi fullu af glæpamönnum

Spennumyndin The Raid er frumsýnd í kvikmyndahúsum á morgun. Þar segir frá áhlaupi sérsveitarliðs lögregunnar á hús í fátækrahverfi í Djakarta sem hýsir marga hættulegustu glæpamenn heims.

Hart barist í íslenskum sýndarfótbolta á netinu

Hátt í sex þúsund manns hafa skráð sig í nýja Fantasy-deild vefsíðunnar Fótbolti.net í tengslum við Pepsi-deildina í sumar. Aðspurður segir ritstjórinn Magnús Már Einarsson að deildin hafi ekki verið stofnuð til höfuðs vefsíðunni Fantasydeildin.net sem fór í loftið fyrir skömmu.

Contraband toppar iTunes

Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, smellurinn Contraband, heldur áfram að gera góða hluti vestanhafs. Myndin hefur vermt toppsæti lista iTunes yfir leigumyndir upp á síðkastið og samkeppnin samanstendur ekki af aukvisum: Nýjasta Mission Impossible-myndin, The Girl With the Dragon Tattoo og Haywire eftir Steven Soderbergh eru í baráttunni um toppsætið.

Gleymdi syninum heima

Victoria Beckham er með mörg járn í eldinum en sem fjögurra barna móðir er stundum erfitt að muna allt. Fyrrum meðlimur Spice Girls stúlknasveitarinnar og fatahönnuðurinn viðurkenndi í viðtali við tímaritið Vanity Fair að hún hefði einu sinni gleymt elsta syni sínum Brooklyn heima.

Ljósklæddar Hilton mæðgur

Mæðgurnar Paris og Kathy Hilton voru ljósklæddar og brosmildar þegar þær mættu á tísksýningu í Los Angeles í gær. Þá má sjá Paris í meðfylgjandi myndskeiði vinka nærstöddum ljósmyndurum sem mynduðu hana bak og fyrir.

Ný hestavöruverslun opnar í Viðidal

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Ástund, glænýrri hestavöruverslun, á hesthúsasvæði Fáks í Víðidal. Margir lögðu leið sína í verslunina sem er staðsett í hluta Hestamiðstöðvarinnar í húsnæði gamla dýraspítalans og fögnuðu með eigendum. Til stendur að opna kaffhús á staðnum í eigu Andrésar Péturs athafnamanns.

Sjá næstu 50 fréttir