Fleiri fréttir Hataði kærastann Söngkonan Rihanna rauf þögnina og ræddi um rifrildið við Chris Brown sem endaði samband þeirra í viðtali við Diane Sawyer. Rihanna hefur hingað til ekki tjáð sig um atvikið, en rifrildið endaði með því að Brown beitti hana líkamlegu ofbeldi. 7.11.2009 03:30 Safnadagur á Suðurlandi Matur og menning eru í fyrirrúmi á Suðurlandi þessa helgi þegar dyr opinberra staða, samkomuhúsa og safnhúsa eru upp á gátt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og leggur undir sig Suðurlandið allt frá Hornafirði til Hveragerðis. Og gnægtahorn er í boði, til munns, handa og hugar. 7.11.2009 03:00 Selja eigur sínar og halda út í heim Svo virðist sem kreppan sé tími ævintýra og hafa vinkonurnar Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákveðið að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svifvængjaflug af kappi og næstu tvö árin ætla þær að ferðast um heiminn og stunda íþróttina. Samhliða fluginu hafa þær þó sett á laggirnar verkefni sem kallast The Flying Effect til að vekja athygli á frelsismálum kvenna á heimsvísu. Verkefnið er unnið í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. 7.11.2009 02:00 Dóttir Cobains reiðist Frances Bean Cobain, dóttir rokkgoðsins Kurts Cobain og Courtney Love, lét öllum illum látum þegar hún komst að því að ekki hefði verið búið að greiða fyrir lestarfar hennar frá Boston til New York. 7.11.2009 01:45 STEBBI HILMARS Í LÚXUSSAL Boðið var upp á forhlustun á nýrri sólóplötu Stefáns Hilmarssonar í lúxussal Smárabíós á fimmtudagskvöld. Hinir fáu útvöldu sem boðið var skemmtu sér hið besta yfir hugljúfum tónum Stefáns. Platan nefnist Húm (söngvar um ástina og lífið) og hefur að geyma lög eftir þekkta lagasmiði á borð við Gunnar Þórðarson, Jóhann G. Jóhannsson og Magnús Þór Sigmundsson. Síðasta plata Stefáns, jólaplatan Ein handa þér, kom út fyrir jólin í fyrra. freyr@frettabladid.is 7.11.2009 01:00 Hrædd við Mini-Me Fyrrverandi kærasta leikarans Verne Troyer hefur farið fram á nálgunarbann því hún óttast að leikarinn muni ganga í skrokk á henni. Yvette Monet sagði að hún hefði fengið ógrynni af símtölum og smáskilaboðum frá Troyer þar sem hann hefði í hótunum við hana. 7.11.2009 00:30 Erna meðal andfætlinga Hinum megin á hnettinum hefur Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, verið að vinna við danssmíði og frumsköpun. Það hefur hún gert í samstarfi við Damien Jalet og tókst svo til að þau sömdu og sýndu nýtt verk, Black Marrow, Svartamerg, þann 20. október á hinni virtu og öldnu listahátíð í Melbourne. Var verkið á dagskrá hátíðarinnar og fékk það stórgóðar viðtökur. Uppselt var á allar sex sýningarnar í 500 manna sal Malthouse Theater. 6.11.2009 06:00 ÞRÍLEIKUR UM ÁST OG ÓGN Nú um helgina verður dansparið og höfundarnir Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke með sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu: „Crazy Love Butter" kalla þau dagskrá sem verður samsett af þremur dönsum sem þau hafa unnið saman og sýnt víða um álfur. Sýningin verður flutt í tvígang, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. 6.11.2009 06:00 Duplex haldin í fyrsta sinn Tónleikaserían Duplex verður haldin í fyrsta sinn á Sódómu og Batteríinu á laugardaginn. Þar koma fram Retro Stefson, XXX Rottweiler, Sykur, Snorri Helgason, Nolo og DJ Musician. 6.11.2009 06:00 Veski og skór Anitu vekja athygli Íslenska leikkonan Anita Briem hefur verið dugleg við sækja viðburði í Hollywood enda er slíkt alveg bráðnauðsynlegt þegar fólk er að koma sér á framfæri í hinni stóru Hollywood. 6.11.2009 06:00 Óttar Norðfjörð á spænsku í tuttugu löndum Samningar hafa náðst á milli Sögur útgáfu og spænska bókaforlagsins Duomo Ediciones um útgáfu á Sólkrossi og Hnífi Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð á spænsku. „Þetta er mjög öflugur útgefandi," segir Tómas Hermannsson hjá Sögum. 6.11.2009 06:00 Damien borðar baunarétt og bollur með börnunum Damien Rice er búinn að dvelja á landinu frá því á þriðjudag. Hann heimsækir leikskólann Laufásborg í dag og tekur þátt í náttúruvakningu í Ráðhúsinu. Íslenskir áhorfendur sungu með í einu laganna í opnum upptökum í Sundlauginni. 6.11.2009 06:00 Leiklistarnemar fá hlutverk í rússneskri stórmynd „Þetta var alveg geðveikt, í einu orði sagt. Ég hef aldrei séð jafn stórt batterí og það var alveg frábært að fá að taka þátt í þessu," segir Svandís Dóra Einarsdóttir leiklistarnemi. Þau Svandís Dóra og Hilmar Guðjónsson, leiklistarnemar á fjórða ári í leiklistardeild LHÍ, fengu fljúgandi start á ferli sínum þegar þau lönduðu litlum hlutverkum í stórmynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov um Faust. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tökuliðið verið hér á landi í tæpar tvær vikur en það hélt af landi brott í gærmorgun. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Suðurlandið og í hrauninu við Bláa lónið. Þá leikur Sigurður Skúlason föður Faust í myndinni eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu en þær tökur áttu sér stað í Tékklandi. Þótt Sokurov sé ekki frá Hollywood nýtur hann mikillar virðingar í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi og hefur verið settur á stall með Ingmar Bergman og Stanley Kubrick. 6.11.2009 06:00 Shakiru-dansinn vekur athygli „Shakira kveikir hreinlega í dýnunni með heitum dansaralegum náunga og sannar að hún getur enn þá dansað eins og hún gerði í myndbandinu við lagið Whenever, Wherever árið 2001." Þetta skrifar Tanner Stransky, blaðamaður vefútgáfu Entertainment Weekly, á vefsíðu tímaritsins. 6.11.2009 06:00 Eftirmynd Katie brennd Í bænum Edenbridge í Kent á Englandi er árlega haldin brenna þar sem bæjarbúar brenna á báli þekktan einstakling sem þeim þykir hafa verið einum of þyrstur í athygli fjölmiðla. Í ár var það glamúrpían Katie Price sem varð að bálkesti. Risavaxin eftirmynd af Price var gerð úr viði en eftir brennuna mun lítið hafa verið eftir af henni nema askan ein. 6.11.2009 05:30 Samningaleiðin reynd Lögfræðingur breska viðburðafyrirtækisins élan annars vegar og lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur hins vegar reyna nú að semja vegna ógreidds reiknings og ágreinings um lokauppgjör í tengslum við brúðkaup þeirra hjóna í nóvember fyrir tveimur árum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var fyrirtöku málsins frestað á miðvikudaginn og ekki liggur fyrir hvort eða hvenær það verður tekið fyrir að nýju. „Ef okkur tekst að semja þá verður málið fellt niður. Ef það tekst ekki mun dómari ákveða nýja dagsetningu fyrir nýja fyrirtöku málsins," segir Eiríkur Gunnsteinsson, lögfræðingur élan. 6.11.2009 05:00 Farfuglar á fæðingarslóðum Davíðs „Davíð Oddsson ólst þarna upp til átta ára aldurs. Hann er meira að segja fæddur í húsinu,“ segir athafnamaðurinn Valdimar Árnason. Valdimar vinnur nú að því að breyta hinum sögufrægu Ljósheimum á Selfossi í farfuglaheimili. Húsið hefur staðið autt í tvö ár, en héraðsfréttablaðið Dagskráin sagði frá áformum Valdimars í gær. Dvalarheimili aldraðra var síðast í húsinu, en það var á sínum tíma byggt yfir héraðslækninn Lúðvík Norðdal, afa Davíðs Oddssonar, sem rak læknastofu í kjallaranum. 6.11.2009 04:30 Skeggkokkar verða jólasveinar „Þetta er orðið þannig að maður er vakinn á morgnana og tilkynnt hvernig þetta hafi farið. Menn bíða því spenntir eftir þessu,“ segir Úlfar Eysteinsson, martreiðslumaður á Þremur Frökkum. Hann og Tómas Tómasson, oftast kenndur við Hamborgarabúlluna, eru orðnar hálfgerðar stýrivaxtahetjur. Þeir hafa ekki skert skegg sitt í næstum hálft ár og ætla sér ekki að gera það fyrr en stýrivextirnir eru komnir niður fyrir tíu prósent. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á fundi sínum í gærmorgun að lækka stýrivexti niður í ellefu prósent þannig að enn sér ekki fyrir endann á skeggvexti kokkanna. Þeir verða að minnsta kosti skeggprúðir þegar jólaösin gengur í garð. „Við gefumst ekkert upp,“ segir Úlfar. 6.11.2009 04:00 Farin frá Hollywood Robin Wright, fyrrverandi eiginkona Sean Penn, hefur flutt með börnin sín frá Hollywood. Hún segir samfélagið í kvikmyndaborginni ekki vera heilbrigt á nokkurn hátt. „Þetta samfélag er haldið þráhyggju gagnvart frægð og frægu fólki," sagði Wright á blaðamannafundi nýverið en hún sótti um skilnað frá hinum skapstóra Penn í ágúst síðastliðnum. 6.11.2009 03:30 Barnabókahöfundar á þingi Þingmennirnir Guðmundur Steingrímsson og Margrét Tryggvadóttir skiptust á barnabókum fyrr í vikunni. Bók Guðmundar um Svínið Pétur kemur út fyrir jól en bók Margrétar, Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar, hlaut barnabókaverðlaun árið 2006. 6.11.2009 03:15 Titillinn góður í ferilskrána „Print Magazine sendi mér einfaldlega tölvupóst þar sem fram kom að ég hefði verið valinn í hundrað manna hóp sem var boðið að senda inn möppu, sem ég gerði auðvitað. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég annan póst þar sem mér var tilkynnt að ég væri einn af tuttugu hönnuðum sem fengju umfjöllun í blaðinu. Persónulega finnst mér þetta mikill heiður því margir efnilegir myndskreytarar, hönnuðir og ljósmyndarar hafa áður verið valdir sem New Visual Artist," segir grafíski hönnuðurinn Sveinn Þorri Davíðsson, sem var valinn New Visual Artist 2009 af tímaritinu Print. Hann er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur þann titil, en áður hafa Sigurður Eggertsson og Katrín Pétursdóttir fengið nafnbótina. Sveinn Þorri segir að titlinum hafi ekki fylgt nein verðlaun, aðeins umfjöllun. 6.11.2009 03:00 Kýld fyrir peninga Tveir meðlimir Kardashian-fjölskyldunnar stigu inn í hnefaleikahringinn þar sem þau öttu kappi við fólk sem hafði greitt háar fjárhæðir til þess að geta lúskrað á einum Kardashian. Loturnar fóru fram í Commerce-spilavítinu í Kaliforníu og var hluti af góðgerðaviðburði sem haldinn var til að safna fé til styrktar samtökunum Dream Foundation. 6.11.2009 02:30 Umbreyting flutt ytra Bernd Ogrodnik brúðuleikari er nú farinn í útrás til að svara kalli stjórnvalda um að færa heim dýrmætan gjaldeyri. Bernd er fullbókaður vestra í einar átta vikur, þar sem hann sýnir tvær til þrjár sýningar á dag, bæði í leikhúsum og í skólum um alla vesturströnd Kanada. Síðustu tvær vikur hefur hann verið að sýna í Michael Jay Fox-leikhúsinu í Vancouver, fyrir um 600 börn á hverri sýningu, og viðtökurnar hafa verið hreint frábærar. 6.11.2009 02:00 Nýir söngvarar í Drykknum Þau Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson verða í aðalhlutverkum í Ástardrykknum á sýningunni næstkomandi sunnudag, 8. nóvember. Syngja þau þá hlutverk Adinu og Nemorinos, eins og ráðgert hefur verið frá upphafi. Á sýningunni á morgun, 7. nóvember, syngja hins vegar Dísella Lárusdóttir og Garðar Thór Cortes aðalhlutverkin, og föstudaginn 13. nóvember verður enn ný útfærsla í hlutverkaskipaninni, því þá syngur Þóra aftur hlutverk Adinu en Garðar Thór syngur hlutverk Nemorinos. Í öðrum hlutverkum í öllum sýningum eru þau Bjarni Thor Kristinsson, Ágúst Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir. 6.11.2009 01:30 Vilja ekki sjást saman Leikararnir Kristen Stewart og Robert Pattinson munu kynna nýjustu myndina í Twilight-seríunni hvort í sínu lagi. Stewart og meðleikari hennar, Taylor Lautner, munu verða viðstödd frumsýningu myndarinnar í Brasilíu á meðan Pattinson og leikstjóri myndarinnar, Chris Weitz, verða við frumsýningu New Moon í Japan. „Þau eru mjög góðir vinir, en það er allt og sumt. Það er stanslaust verið að taka myndir af þeim og alltaf fer sami orðrómurinn af stað. Þau báðu um að fá að gera þetta hvort í sínu lagi til þess að umtalið yrði eilítið minna," var haft eftir innanbúðarmanni. „Þetta fjölmiðlafár í kringum þau gerir þeim erfitt um vik. Kannski hefðu þau getað endað sem par, en með þessa pressu og þetta umtal held ég að búið sé að drepa mögulega rómantík á milli þeirra." 6.11.2009 01:00 Skammaðist sín Söngkonan Rihanna hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega um skilnað sinn við fyrrverandi kærasta sinn, söngvarann Chris Brown, sem réðst grimmilega á hana fyrr á árinu. Hún skammast sín fyrir að hafa í upphafi snúið aftur til Brown þrátt fyrir ofbeldið. „Ég skammast mín fyrir að ég skuli hafa orðið svona óendanlega ástfangin af svona persónuleika," sagði hún í viðtali við ABC-fréttastofuna. Rihanna áttaði sig á því að með því að yfirgefa ekki Brown myndi hún senda röng skilaboð til annarra kvenna í sömu sporum. Þess vegna ákvað hún að taka af skarið og sér ekki eftir því í dag. Brown var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina og til samfélagsþjónustu. 6.11.2009 00:30 Ánægt afmælisbarn Kelly Osbourne hélt upp á 25 ára afmæli sitt í síðustu viku og segist hún hafa fengið dásamlegar gjafir frá vinum og vandamönnum. Bestu gjafirnar segir hún þó vera gjöfina frá unnusta sínum, fyrirsætunni Luke Worrall, en sá gaf henni demantshring. „Hann er búinn að vera að safna fyrir þessu. Hringurinn er hjartalaga úr hvítagulli og er alveg dásamlega fallegur." Gjöfin frá foreldrum hennar var þó ekki síðri en þau gáfu henni hvolp. „Hvolpurinn er svartur og af tegundinni Pomeranian. Hann er álíka stór og peningaseðill. Ég kalla hann Sid og hann er æði," sagði Kelly. 6.11.2009 00:30 Gerningar fara á kvikmynd Í dag kl. 17 verður sýning í Regnboganum á kvikmyndum, vídeóverkum eftir Gjörningaklúbbinn, Curver, Bjarna Massa og samstarfsmynd 16 íslenskra og pólskra listamanna í tengslum við Sequences-hátíðina. Sýndar verða myndirnar Vitaskuld, Auðvitað! eftir Gjörningaklúbbinn, vídeóverk frá gerningi þeirra 17. maí síðastliðinn er átti sér stað í Garðskagavita ásamt lúðrasveitinni Svaninum. Verkin Four New York Minutes og Ode to An Ode eftir Curver, en annað verkið er einnar mínútu gerningur í New York og hitt er vídeóverk tileinkað verki Finnboga Péturssonar Ode, unnið í samstarfi við Rafskinnu tímarit. 5.11.2009 06:00 LJÚFSÁR, ALÍSLENSK JÓLAMYND Kvikmyndin Desember eftir Hilmar Oddsson verður frumsýnd á morgun. Hún fjallar á ljúfsáran hátt um alvarlega hluti í íslensku samfélagi. 5.11.2009 06:00 Hrólfi hrósað Pelleas og Mélisande með Hrólf Sæmundson í titilhlutverkinu slær í gegn hjá gagnrýnendum í þýskalandi. Uppsetning óperunnar í Aachen á Pelléas og Mélisande eftir Claude Debussy hefur heldur betur slegið í gegn hjá gagnrýnendum í þýskalandi, en það er Hrólfur Sæmundsson sem fer með annað titilhlutverkið, hlutverk Pelléasar. 5.11.2009 06:00 Óhemjuvinsæll hryllingur Hryllingsmyndin Paranormal Activity, sem verður frumsýnd hérlendis á morgun, hefur slegið rækilega í gegn í Bandaríkjunum og Kanada síðan hún var frumsýnd fyrir nokkrum vikum. Hún hefur þénað rúmlega 85 milljónir dala, eða um 10,6 milljarða króna, sem er ótrúlegur árangur miðað við að hún kostaði innan við tvær milljónir króna í framleiðslu og var aðeins tekin upp á einni viku. 5.11.2009 06:00 Þögult diskó á Austurvelli „Það var engin sérstök ástæða að baki þessu, mér fannst bara komið nóg af neikvæðum kreppufréttum og fannst kominn tími til að vera örlítið jákvæðari, manni líður vel þegar maður dansar og það losar um streitu. Íslendingar ættu að hugsa meira eins og Pollýanna á svona tímum,“ segir Hafdís Arnardóttir, sem skipuleggur þögult diskó á samskiptavefnum Fésbók. 5.11.2009 06:00 Farðaði stórstjörnurnar í Forbrydelsen Áslaug Dröfn Sigurðardóttir, hárgreiðslu- og förðunarfræðingur, sá um förðun á helstu stórstjörnum sakamálaþáttarins Forbrydelsen II (Glæpnum) sem nú slær öll áhorfsmet í dönsku sjónvarpi. Þetta er önnur þáttaröðin um lögreglukonuna Söruh Lund en fyrri þáttaröðin naut mikilla vinsælda hér á landi á sínum tíma. 5.11.2009 06:00 Of langt gengið Ritgerð eftir leikkonuna Natalie Portman birtist nýverið í dagblaðinu Huffington Post. Í ritgerðinni fjallar hún um heimssýn grænmetisæta, en leikkonan er þekkt fyrir að neyta ekki kjöts. Portman þótti þó heldur harðorð í garð þeirra sem kjósa að borða kjöt þegar hún líkti því við nauðgun. 5.11.2009 06:00 Anna Mjöll með skilnaðarblús Anna Mjöll Ólafsdóttir býr og starfar í Los Angeles. Hún heldur fyrstu stóru sólótónleikana sína í borginni í kvöld, á hinni gagnmerku djassbúllu The Baked Potato. „Eigandinn er búinn að biðja mig lengi um að koma einhverju saman og troða upp hjá sér og það passar vel að gera það núna þegar nýja sólóplatan mín er að koma út," segir Anna Mjöll. 5.11.2009 06:00 Eins og traktor á þjóðvegi Fyrsta plata Feldberg, Don‘t Be a Stranger, er komin út. Feldberg er samstarfsverkefni söngkonunnar Rósu Birgittu Ísfeld, sem syngur að auki með hljómsveitinni Sometime, og Einars Tönsberg, sem hefur gert það gott sem einyrkinn Eberg. Allt byrjaði þetta með grípandi popplagi í auglýsingu. „Það var vegna Kringluauglýsingar (lagið „Running Around“) sem við hittumst fyrst. Upp úr því fórum við að hittast reglulega til að sjá svona hvað kæmi út úr því,“ segir Einar. 5.11.2009 06:00 ENDURUNNIN ÁST ÞÓTTI BERA AF Verkefnið Love Recycled var kosið besta verkefnið á námskeiði á vegum Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, en þar fengu nemendur að vinna úr hugmyndum að fjórtán fyrirtækjum og var þema námskeiðsins „góðverk“. „Hugmyndin að baki Love Recycled er að endurvinna skart. Það er fullt af fólki sem byrjar saman og hættir síðan saman einhverju seinna. 5.11.2009 06:00 Þægileg bakgrunnstónlist A+ „Ég kalla þetta grúvgrúppuna,“ segir plötusnúðurinn Atli Rúnar sem hefur stofnað hljómsveitina A+. „Þetta er mitt hugarfóstur. Það tekur oft á taugarnar að vera popp-Dj, að hjakkast í sömu partíblöðrunum allar helgar. Poppið hefur eiginlega aldrei verið minn vettvangur. Þessi tegund af tónlist er nær mínu hjarta, svona house, soul, fönk, grúv og diskó,“ segir Atli Rúnar. 5.11.2009 06:00 Missti vinnuna og opnaði líkamsræktarstöð „Mér og samstarfskonu minni datt þetta í hug þegar við vorum að vinna saman því við höfðum báðar mikinn áhuga á líkamsrækt. Þegar kreppan skall á misstum við báðar vinnuna og í stað þess að sitja aðgerðarlausar heima ákváðum við að opna okkar eigin líkamsræktarstöð. Við opnuðum Studio Fitt saman í janúar en hin flutti út í sumar og nú er ég ein eftir ásamt tveimur þjálfurum,“ segir Elísabet Tanía Smáradóttir, viðskiptafræðingur og Fit Pilates kennari sem rekur líkamsræktarstöðina Studio Fitt við Seljaveg. Stöðin býður meðal annars upp á tíma í Fit Pilates, boot camp fyrir konur og jóga, svo fátt eitt sé nefnt. 5.11.2009 06:00 Reiður Einar Már í Danmörku Einar Már er kominn heim úr frægðarför um Danmörk þar sem danskir fjölmiðlar hafa tekið Hvítu bókinni hans opnum örmum. 5.11.2009 06:00 Kynlífið gerði kraftaverk „Tilraunin gerði stórt kraftaverk - ég mæli eindregið með þessu," segir Kristín Gígja Sigurðardóttir. 5.11.2009 06:00 Ásdís og Eldfuglinn Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari tekst í kvöld á við einn helsta víólukonsert liðinnar aldar eftir William Walton á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ásdís er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann og var víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil, auk þess sem hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, meðal annars Claudio Abbado, Maxim Vengerov og Gidon Kremer, og hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og EMI. 5.11.2009 05:45 Finnst strákar einfaldir Leikkonan Kate Hudson er á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Elle UK. Í viðtali við blaðið segist Hudson líta á karlmenn sem drengi. „Þegar ég tala við stráka þá finnst mér sem þeir heyri bara sumt af því sem maður segir. Ef það væri lítil talblaðra yfir höfðinu á þeim gæti maður séð að þeir hugsuðu aðeins um íþróttir, kynlíf og mat," segir leikkonan sem sjálf á fimm ára gamlan son. 5.11.2009 05:30 Fékk drykk yfir sig Leikkonan unga Mischa Barton var orsök slagsmála sem brutust út á öldurhúsi nokkru í New York-borg. 5.11.2009 05:15 Hudson náin móður sinni Jennifer Hudson segist enn vera mjög náin móður sinni, Darnell. Ár er liðið síðan hún var skotin til bana ásamt bróður Hudson, Julian, fyrir utan heimili þeirra í Chicago. Lík sjö ára frænda hennar fannst sömuleiðis í yfirgefnum bíl þremur dögum síðar. Hudson segir að móðir hennar sé verndarengillinn sinn og fylgi henni hvert sem hún fer. Hún segist finna mikið fyrir nærveru hennar á hverjum einasta degi. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri svona lík móður minni þar til núna. Hún var ótrúlega sterkur persónuleiki." 5.11.2009 04:45 Sjá næstu 50 fréttir
Hataði kærastann Söngkonan Rihanna rauf þögnina og ræddi um rifrildið við Chris Brown sem endaði samband þeirra í viðtali við Diane Sawyer. Rihanna hefur hingað til ekki tjáð sig um atvikið, en rifrildið endaði með því að Brown beitti hana líkamlegu ofbeldi. 7.11.2009 03:30
Safnadagur á Suðurlandi Matur og menning eru í fyrirrúmi á Suðurlandi þessa helgi þegar dyr opinberra staða, samkomuhúsa og safnhúsa eru upp á gátt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og leggur undir sig Suðurlandið allt frá Hornafirði til Hveragerðis. Og gnægtahorn er í boði, til munns, handa og hugar. 7.11.2009 03:00
Selja eigur sínar og halda út í heim Svo virðist sem kreppan sé tími ævintýra og hafa vinkonurnar Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákveðið að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svifvængjaflug af kappi og næstu tvö árin ætla þær að ferðast um heiminn og stunda íþróttina. Samhliða fluginu hafa þær þó sett á laggirnar verkefni sem kallast The Flying Effect til að vekja athygli á frelsismálum kvenna á heimsvísu. Verkefnið er unnið í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. 7.11.2009 02:00
Dóttir Cobains reiðist Frances Bean Cobain, dóttir rokkgoðsins Kurts Cobain og Courtney Love, lét öllum illum látum þegar hún komst að því að ekki hefði verið búið að greiða fyrir lestarfar hennar frá Boston til New York. 7.11.2009 01:45
STEBBI HILMARS Í LÚXUSSAL Boðið var upp á forhlustun á nýrri sólóplötu Stefáns Hilmarssonar í lúxussal Smárabíós á fimmtudagskvöld. Hinir fáu útvöldu sem boðið var skemmtu sér hið besta yfir hugljúfum tónum Stefáns. Platan nefnist Húm (söngvar um ástina og lífið) og hefur að geyma lög eftir þekkta lagasmiði á borð við Gunnar Þórðarson, Jóhann G. Jóhannsson og Magnús Þór Sigmundsson. Síðasta plata Stefáns, jólaplatan Ein handa þér, kom út fyrir jólin í fyrra. freyr@frettabladid.is 7.11.2009 01:00
Hrædd við Mini-Me Fyrrverandi kærasta leikarans Verne Troyer hefur farið fram á nálgunarbann því hún óttast að leikarinn muni ganga í skrokk á henni. Yvette Monet sagði að hún hefði fengið ógrynni af símtölum og smáskilaboðum frá Troyer þar sem hann hefði í hótunum við hana. 7.11.2009 00:30
Erna meðal andfætlinga Hinum megin á hnettinum hefur Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, verið að vinna við danssmíði og frumsköpun. Það hefur hún gert í samstarfi við Damien Jalet og tókst svo til að þau sömdu og sýndu nýtt verk, Black Marrow, Svartamerg, þann 20. október á hinni virtu og öldnu listahátíð í Melbourne. Var verkið á dagskrá hátíðarinnar og fékk það stórgóðar viðtökur. Uppselt var á allar sex sýningarnar í 500 manna sal Malthouse Theater. 6.11.2009 06:00
ÞRÍLEIKUR UM ÁST OG ÓGN Nú um helgina verður dansparið og höfundarnir Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke með sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu: „Crazy Love Butter" kalla þau dagskrá sem verður samsett af þremur dönsum sem þau hafa unnið saman og sýnt víða um álfur. Sýningin verður flutt í tvígang, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. 6.11.2009 06:00
Duplex haldin í fyrsta sinn Tónleikaserían Duplex verður haldin í fyrsta sinn á Sódómu og Batteríinu á laugardaginn. Þar koma fram Retro Stefson, XXX Rottweiler, Sykur, Snorri Helgason, Nolo og DJ Musician. 6.11.2009 06:00
Veski og skór Anitu vekja athygli Íslenska leikkonan Anita Briem hefur verið dugleg við sækja viðburði í Hollywood enda er slíkt alveg bráðnauðsynlegt þegar fólk er að koma sér á framfæri í hinni stóru Hollywood. 6.11.2009 06:00
Óttar Norðfjörð á spænsku í tuttugu löndum Samningar hafa náðst á milli Sögur útgáfu og spænska bókaforlagsins Duomo Ediciones um útgáfu á Sólkrossi og Hnífi Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð á spænsku. „Þetta er mjög öflugur útgefandi," segir Tómas Hermannsson hjá Sögum. 6.11.2009 06:00
Damien borðar baunarétt og bollur með börnunum Damien Rice er búinn að dvelja á landinu frá því á þriðjudag. Hann heimsækir leikskólann Laufásborg í dag og tekur þátt í náttúruvakningu í Ráðhúsinu. Íslenskir áhorfendur sungu með í einu laganna í opnum upptökum í Sundlauginni. 6.11.2009 06:00
Leiklistarnemar fá hlutverk í rússneskri stórmynd „Þetta var alveg geðveikt, í einu orði sagt. Ég hef aldrei séð jafn stórt batterí og það var alveg frábært að fá að taka þátt í þessu," segir Svandís Dóra Einarsdóttir leiklistarnemi. Þau Svandís Dóra og Hilmar Guðjónsson, leiklistarnemar á fjórða ári í leiklistardeild LHÍ, fengu fljúgandi start á ferli sínum þegar þau lönduðu litlum hlutverkum í stórmynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov um Faust. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tökuliðið verið hér á landi í tæpar tvær vikur en það hélt af landi brott í gærmorgun. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Suðurlandið og í hrauninu við Bláa lónið. Þá leikur Sigurður Skúlason föður Faust í myndinni eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu en þær tökur áttu sér stað í Tékklandi. Þótt Sokurov sé ekki frá Hollywood nýtur hann mikillar virðingar í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi og hefur verið settur á stall með Ingmar Bergman og Stanley Kubrick. 6.11.2009 06:00
Shakiru-dansinn vekur athygli „Shakira kveikir hreinlega í dýnunni með heitum dansaralegum náunga og sannar að hún getur enn þá dansað eins og hún gerði í myndbandinu við lagið Whenever, Wherever árið 2001." Þetta skrifar Tanner Stransky, blaðamaður vefútgáfu Entertainment Weekly, á vefsíðu tímaritsins. 6.11.2009 06:00
Eftirmynd Katie brennd Í bænum Edenbridge í Kent á Englandi er árlega haldin brenna þar sem bæjarbúar brenna á báli þekktan einstakling sem þeim þykir hafa verið einum of þyrstur í athygli fjölmiðla. Í ár var það glamúrpían Katie Price sem varð að bálkesti. Risavaxin eftirmynd af Price var gerð úr viði en eftir brennuna mun lítið hafa verið eftir af henni nema askan ein. 6.11.2009 05:30
Samningaleiðin reynd Lögfræðingur breska viðburðafyrirtækisins élan annars vegar og lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur hins vegar reyna nú að semja vegna ógreidds reiknings og ágreinings um lokauppgjör í tengslum við brúðkaup þeirra hjóna í nóvember fyrir tveimur árum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var fyrirtöku málsins frestað á miðvikudaginn og ekki liggur fyrir hvort eða hvenær það verður tekið fyrir að nýju. „Ef okkur tekst að semja þá verður málið fellt niður. Ef það tekst ekki mun dómari ákveða nýja dagsetningu fyrir nýja fyrirtöku málsins," segir Eiríkur Gunnsteinsson, lögfræðingur élan. 6.11.2009 05:00
Farfuglar á fæðingarslóðum Davíðs „Davíð Oddsson ólst þarna upp til átta ára aldurs. Hann er meira að segja fæddur í húsinu,“ segir athafnamaðurinn Valdimar Árnason. Valdimar vinnur nú að því að breyta hinum sögufrægu Ljósheimum á Selfossi í farfuglaheimili. Húsið hefur staðið autt í tvö ár, en héraðsfréttablaðið Dagskráin sagði frá áformum Valdimars í gær. Dvalarheimili aldraðra var síðast í húsinu, en það var á sínum tíma byggt yfir héraðslækninn Lúðvík Norðdal, afa Davíðs Oddssonar, sem rak læknastofu í kjallaranum. 6.11.2009 04:30
Skeggkokkar verða jólasveinar „Þetta er orðið þannig að maður er vakinn á morgnana og tilkynnt hvernig þetta hafi farið. Menn bíða því spenntir eftir þessu,“ segir Úlfar Eysteinsson, martreiðslumaður á Þremur Frökkum. Hann og Tómas Tómasson, oftast kenndur við Hamborgarabúlluna, eru orðnar hálfgerðar stýrivaxtahetjur. Þeir hafa ekki skert skegg sitt í næstum hálft ár og ætla sér ekki að gera það fyrr en stýrivextirnir eru komnir niður fyrir tíu prósent. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á fundi sínum í gærmorgun að lækka stýrivexti niður í ellefu prósent þannig að enn sér ekki fyrir endann á skeggvexti kokkanna. Þeir verða að minnsta kosti skeggprúðir þegar jólaösin gengur í garð. „Við gefumst ekkert upp,“ segir Úlfar. 6.11.2009 04:00
Farin frá Hollywood Robin Wright, fyrrverandi eiginkona Sean Penn, hefur flutt með börnin sín frá Hollywood. Hún segir samfélagið í kvikmyndaborginni ekki vera heilbrigt á nokkurn hátt. „Þetta samfélag er haldið þráhyggju gagnvart frægð og frægu fólki," sagði Wright á blaðamannafundi nýverið en hún sótti um skilnað frá hinum skapstóra Penn í ágúst síðastliðnum. 6.11.2009 03:30
Barnabókahöfundar á þingi Þingmennirnir Guðmundur Steingrímsson og Margrét Tryggvadóttir skiptust á barnabókum fyrr í vikunni. Bók Guðmundar um Svínið Pétur kemur út fyrir jól en bók Margrétar, Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar, hlaut barnabókaverðlaun árið 2006. 6.11.2009 03:15
Titillinn góður í ferilskrána „Print Magazine sendi mér einfaldlega tölvupóst þar sem fram kom að ég hefði verið valinn í hundrað manna hóp sem var boðið að senda inn möppu, sem ég gerði auðvitað. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég annan póst þar sem mér var tilkynnt að ég væri einn af tuttugu hönnuðum sem fengju umfjöllun í blaðinu. Persónulega finnst mér þetta mikill heiður því margir efnilegir myndskreytarar, hönnuðir og ljósmyndarar hafa áður verið valdir sem New Visual Artist," segir grafíski hönnuðurinn Sveinn Þorri Davíðsson, sem var valinn New Visual Artist 2009 af tímaritinu Print. Hann er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur þann titil, en áður hafa Sigurður Eggertsson og Katrín Pétursdóttir fengið nafnbótina. Sveinn Þorri segir að titlinum hafi ekki fylgt nein verðlaun, aðeins umfjöllun. 6.11.2009 03:00
Kýld fyrir peninga Tveir meðlimir Kardashian-fjölskyldunnar stigu inn í hnefaleikahringinn þar sem þau öttu kappi við fólk sem hafði greitt háar fjárhæðir til þess að geta lúskrað á einum Kardashian. Loturnar fóru fram í Commerce-spilavítinu í Kaliforníu og var hluti af góðgerðaviðburði sem haldinn var til að safna fé til styrktar samtökunum Dream Foundation. 6.11.2009 02:30
Umbreyting flutt ytra Bernd Ogrodnik brúðuleikari er nú farinn í útrás til að svara kalli stjórnvalda um að færa heim dýrmætan gjaldeyri. Bernd er fullbókaður vestra í einar átta vikur, þar sem hann sýnir tvær til þrjár sýningar á dag, bæði í leikhúsum og í skólum um alla vesturströnd Kanada. Síðustu tvær vikur hefur hann verið að sýna í Michael Jay Fox-leikhúsinu í Vancouver, fyrir um 600 börn á hverri sýningu, og viðtökurnar hafa verið hreint frábærar. 6.11.2009 02:00
Nýir söngvarar í Drykknum Þau Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson verða í aðalhlutverkum í Ástardrykknum á sýningunni næstkomandi sunnudag, 8. nóvember. Syngja þau þá hlutverk Adinu og Nemorinos, eins og ráðgert hefur verið frá upphafi. Á sýningunni á morgun, 7. nóvember, syngja hins vegar Dísella Lárusdóttir og Garðar Thór Cortes aðalhlutverkin, og föstudaginn 13. nóvember verður enn ný útfærsla í hlutverkaskipaninni, því þá syngur Þóra aftur hlutverk Adinu en Garðar Thór syngur hlutverk Nemorinos. Í öðrum hlutverkum í öllum sýningum eru þau Bjarni Thor Kristinsson, Ágúst Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir. 6.11.2009 01:30
Vilja ekki sjást saman Leikararnir Kristen Stewart og Robert Pattinson munu kynna nýjustu myndina í Twilight-seríunni hvort í sínu lagi. Stewart og meðleikari hennar, Taylor Lautner, munu verða viðstödd frumsýningu myndarinnar í Brasilíu á meðan Pattinson og leikstjóri myndarinnar, Chris Weitz, verða við frumsýningu New Moon í Japan. „Þau eru mjög góðir vinir, en það er allt og sumt. Það er stanslaust verið að taka myndir af þeim og alltaf fer sami orðrómurinn af stað. Þau báðu um að fá að gera þetta hvort í sínu lagi til þess að umtalið yrði eilítið minna," var haft eftir innanbúðarmanni. „Þetta fjölmiðlafár í kringum þau gerir þeim erfitt um vik. Kannski hefðu þau getað endað sem par, en með þessa pressu og þetta umtal held ég að búið sé að drepa mögulega rómantík á milli þeirra." 6.11.2009 01:00
Skammaðist sín Söngkonan Rihanna hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega um skilnað sinn við fyrrverandi kærasta sinn, söngvarann Chris Brown, sem réðst grimmilega á hana fyrr á árinu. Hún skammast sín fyrir að hafa í upphafi snúið aftur til Brown þrátt fyrir ofbeldið. „Ég skammast mín fyrir að ég skuli hafa orðið svona óendanlega ástfangin af svona persónuleika," sagði hún í viðtali við ABC-fréttastofuna. Rihanna áttaði sig á því að með því að yfirgefa ekki Brown myndi hún senda röng skilaboð til annarra kvenna í sömu sporum. Þess vegna ákvað hún að taka af skarið og sér ekki eftir því í dag. Brown var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina og til samfélagsþjónustu. 6.11.2009 00:30
Ánægt afmælisbarn Kelly Osbourne hélt upp á 25 ára afmæli sitt í síðustu viku og segist hún hafa fengið dásamlegar gjafir frá vinum og vandamönnum. Bestu gjafirnar segir hún þó vera gjöfina frá unnusta sínum, fyrirsætunni Luke Worrall, en sá gaf henni demantshring. „Hann er búinn að vera að safna fyrir þessu. Hringurinn er hjartalaga úr hvítagulli og er alveg dásamlega fallegur." Gjöfin frá foreldrum hennar var þó ekki síðri en þau gáfu henni hvolp. „Hvolpurinn er svartur og af tegundinni Pomeranian. Hann er álíka stór og peningaseðill. Ég kalla hann Sid og hann er æði," sagði Kelly. 6.11.2009 00:30
Gerningar fara á kvikmynd Í dag kl. 17 verður sýning í Regnboganum á kvikmyndum, vídeóverkum eftir Gjörningaklúbbinn, Curver, Bjarna Massa og samstarfsmynd 16 íslenskra og pólskra listamanna í tengslum við Sequences-hátíðina. Sýndar verða myndirnar Vitaskuld, Auðvitað! eftir Gjörningaklúbbinn, vídeóverk frá gerningi þeirra 17. maí síðastliðinn er átti sér stað í Garðskagavita ásamt lúðrasveitinni Svaninum. Verkin Four New York Minutes og Ode to An Ode eftir Curver, en annað verkið er einnar mínútu gerningur í New York og hitt er vídeóverk tileinkað verki Finnboga Péturssonar Ode, unnið í samstarfi við Rafskinnu tímarit. 5.11.2009 06:00
LJÚFSÁR, ALÍSLENSK JÓLAMYND Kvikmyndin Desember eftir Hilmar Oddsson verður frumsýnd á morgun. Hún fjallar á ljúfsáran hátt um alvarlega hluti í íslensku samfélagi. 5.11.2009 06:00
Hrólfi hrósað Pelleas og Mélisande með Hrólf Sæmundson í titilhlutverkinu slær í gegn hjá gagnrýnendum í þýskalandi. Uppsetning óperunnar í Aachen á Pelléas og Mélisande eftir Claude Debussy hefur heldur betur slegið í gegn hjá gagnrýnendum í þýskalandi, en það er Hrólfur Sæmundsson sem fer með annað titilhlutverkið, hlutverk Pelléasar. 5.11.2009 06:00
Óhemjuvinsæll hryllingur Hryllingsmyndin Paranormal Activity, sem verður frumsýnd hérlendis á morgun, hefur slegið rækilega í gegn í Bandaríkjunum og Kanada síðan hún var frumsýnd fyrir nokkrum vikum. Hún hefur þénað rúmlega 85 milljónir dala, eða um 10,6 milljarða króna, sem er ótrúlegur árangur miðað við að hún kostaði innan við tvær milljónir króna í framleiðslu og var aðeins tekin upp á einni viku. 5.11.2009 06:00
Þögult diskó á Austurvelli „Það var engin sérstök ástæða að baki þessu, mér fannst bara komið nóg af neikvæðum kreppufréttum og fannst kominn tími til að vera örlítið jákvæðari, manni líður vel þegar maður dansar og það losar um streitu. Íslendingar ættu að hugsa meira eins og Pollýanna á svona tímum,“ segir Hafdís Arnardóttir, sem skipuleggur þögult diskó á samskiptavefnum Fésbók. 5.11.2009 06:00
Farðaði stórstjörnurnar í Forbrydelsen Áslaug Dröfn Sigurðardóttir, hárgreiðslu- og förðunarfræðingur, sá um förðun á helstu stórstjörnum sakamálaþáttarins Forbrydelsen II (Glæpnum) sem nú slær öll áhorfsmet í dönsku sjónvarpi. Þetta er önnur þáttaröðin um lögreglukonuna Söruh Lund en fyrri þáttaröðin naut mikilla vinsælda hér á landi á sínum tíma. 5.11.2009 06:00
Of langt gengið Ritgerð eftir leikkonuna Natalie Portman birtist nýverið í dagblaðinu Huffington Post. Í ritgerðinni fjallar hún um heimssýn grænmetisæta, en leikkonan er þekkt fyrir að neyta ekki kjöts. Portman þótti þó heldur harðorð í garð þeirra sem kjósa að borða kjöt þegar hún líkti því við nauðgun. 5.11.2009 06:00
Anna Mjöll með skilnaðarblús Anna Mjöll Ólafsdóttir býr og starfar í Los Angeles. Hún heldur fyrstu stóru sólótónleikana sína í borginni í kvöld, á hinni gagnmerku djassbúllu The Baked Potato. „Eigandinn er búinn að biðja mig lengi um að koma einhverju saman og troða upp hjá sér og það passar vel að gera það núna þegar nýja sólóplatan mín er að koma út," segir Anna Mjöll. 5.11.2009 06:00
Eins og traktor á þjóðvegi Fyrsta plata Feldberg, Don‘t Be a Stranger, er komin út. Feldberg er samstarfsverkefni söngkonunnar Rósu Birgittu Ísfeld, sem syngur að auki með hljómsveitinni Sometime, og Einars Tönsberg, sem hefur gert það gott sem einyrkinn Eberg. Allt byrjaði þetta með grípandi popplagi í auglýsingu. „Það var vegna Kringluauglýsingar (lagið „Running Around“) sem við hittumst fyrst. Upp úr því fórum við að hittast reglulega til að sjá svona hvað kæmi út úr því,“ segir Einar. 5.11.2009 06:00
ENDURUNNIN ÁST ÞÓTTI BERA AF Verkefnið Love Recycled var kosið besta verkefnið á námskeiði á vegum Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, en þar fengu nemendur að vinna úr hugmyndum að fjórtán fyrirtækjum og var þema námskeiðsins „góðverk“. „Hugmyndin að baki Love Recycled er að endurvinna skart. Það er fullt af fólki sem byrjar saman og hættir síðan saman einhverju seinna. 5.11.2009 06:00
Þægileg bakgrunnstónlist A+ „Ég kalla þetta grúvgrúppuna,“ segir plötusnúðurinn Atli Rúnar sem hefur stofnað hljómsveitina A+. „Þetta er mitt hugarfóstur. Það tekur oft á taugarnar að vera popp-Dj, að hjakkast í sömu partíblöðrunum allar helgar. Poppið hefur eiginlega aldrei verið minn vettvangur. Þessi tegund af tónlist er nær mínu hjarta, svona house, soul, fönk, grúv og diskó,“ segir Atli Rúnar. 5.11.2009 06:00
Missti vinnuna og opnaði líkamsræktarstöð „Mér og samstarfskonu minni datt þetta í hug þegar við vorum að vinna saman því við höfðum báðar mikinn áhuga á líkamsrækt. Þegar kreppan skall á misstum við báðar vinnuna og í stað þess að sitja aðgerðarlausar heima ákváðum við að opna okkar eigin líkamsræktarstöð. Við opnuðum Studio Fitt saman í janúar en hin flutti út í sumar og nú er ég ein eftir ásamt tveimur þjálfurum,“ segir Elísabet Tanía Smáradóttir, viðskiptafræðingur og Fit Pilates kennari sem rekur líkamsræktarstöðina Studio Fitt við Seljaveg. Stöðin býður meðal annars upp á tíma í Fit Pilates, boot camp fyrir konur og jóga, svo fátt eitt sé nefnt. 5.11.2009 06:00
Reiður Einar Már í Danmörku Einar Már er kominn heim úr frægðarför um Danmörk þar sem danskir fjölmiðlar hafa tekið Hvítu bókinni hans opnum örmum. 5.11.2009 06:00
Kynlífið gerði kraftaverk „Tilraunin gerði stórt kraftaverk - ég mæli eindregið með þessu," segir Kristín Gígja Sigurðardóttir. 5.11.2009 06:00
Ásdís og Eldfuglinn Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari tekst í kvöld á við einn helsta víólukonsert liðinnar aldar eftir William Walton á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ásdís er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann og var víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil, auk þess sem hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, meðal annars Claudio Abbado, Maxim Vengerov og Gidon Kremer, og hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og EMI. 5.11.2009 05:45
Finnst strákar einfaldir Leikkonan Kate Hudson er á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Elle UK. Í viðtali við blaðið segist Hudson líta á karlmenn sem drengi. „Þegar ég tala við stráka þá finnst mér sem þeir heyri bara sumt af því sem maður segir. Ef það væri lítil talblaðra yfir höfðinu á þeim gæti maður séð að þeir hugsuðu aðeins um íþróttir, kynlíf og mat," segir leikkonan sem sjálf á fimm ára gamlan son. 5.11.2009 05:30
Fékk drykk yfir sig Leikkonan unga Mischa Barton var orsök slagsmála sem brutust út á öldurhúsi nokkru í New York-borg. 5.11.2009 05:15
Hudson náin móður sinni Jennifer Hudson segist enn vera mjög náin móður sinni, Darnell. Ár er liðið síðan hún var skotin til bana ásamt bróður Hudson, Julian, fyrir utan heimili þeirra í Chicago. Lík sjö ára frænda hennar fannst sömuleiðis í yfirgefnum bíl þremur dögum síðar. Hudson segir að móðir hennar sé verndarengillinn sinn og fylgi henni hvert sem hún fer. Hún segist finna mikið fyrir nærveru hennar á hverjum einasta degi. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri svona lík móður minni þar til núna. Hún var ótrúlega sterkur persónuleiki." 5.11.2009 04:45