Marsspá Siggu Kling – Meyja: Talaðu frá hjartanu Elsku besta meyjan mín. Það var fullt tungl 22. febrúar og það er fullt tungl í meyjarmerkinu. Þetta er svokallað samskiptatungl og það skiptir öllu máli, meyjan mín, að samskiptin séu alveg á hreinu og að þú talir frá hjartanu þínu. Lífið 26. febrúar 2016 09:00
Marsspá Siggu Kling – Ljón: Vertu þín eigin hvatning! Elsku hjartans ljónið mitt. Stundum er maður bara þreyttur og það þýðir ekki að maður sé latur heldur ert þú bara að íhuga hvað er best að gera næst. Lífið 26. febrúar 2016 09:00
Marsspá Siggu Kling komin á Vísi! Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir marsmánuð má sjá hér fyrir neðan. Lífið 26. febrúar 2016 09:00
Marsspá Siggu Kling – Vatnsberi: Í þér búa miklir töfrar Elsku vatnsberinn minn. Ástin er eins og kraftmikill eldur og ástin er segulstál og í þér er svo mikill kraftur og þú þarft að hafa ástina ólgandi í kringum þig. Lífið 26. febrúar 2016 09:00
Marsspá Siggu Kling – Krabbi: Ekki miða þig við aðra Elsku hjartans krabbinn minn. Það er svo dásamlegt hvað þú horfir bjartsýnum augum á lífið. Lífið 26. febrúar 2016 09:00
Marsspá Siggu Kling – Sporðdreki: Þolinmæðin mun leysa vandamálin Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur. Lífið 26. febrúar 2016 09:00
Marsspá Siggu Kling – Steingeit: Nöldur er ekki til neins! Elsku duglega steingeitin mín. Það getur vel verið að lífið sé leikrit en þú þarft að einbeita þér að því að hafa það ekki of flókið. Lífið 26. febrúar 2016 09:00
Marsspá Siggu Kling – Fiskur: Ferð inn í dásamlegan mánuð og kvíðinn leysist upp Elsku hjartnæmi og áhrifaríki fiskurinn minn. Upp á síðkastið hefur kvíðinn nagað þig og þú hefur áhyggjur af ótrúlegustu vitleysu, það er hreinlega eins og þú sért að reyna að finna upp eitthvað til þess að hafa áhyggjur af. Og þú ert svo dásamlega snjall í því! Lífið 26. febrúar 2016 09:00
Marsspá Siggu Kling – Naut: Ástríðan er þinn drifkraftur Elsku hjartans nautið mitt. Ekki láta þér leiðast og mundu að áhyggjur og leiðindi verða að veikindum. Lífið 26. febrúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Tvíburi: Láttu nöldrið ekki ná þér Elsku tvíburinn minn. Auðviðað væri best að þetta líf væri bara eins og ævintýri þar sem allt gengi upp og maður fengi allt upp í hendurnar. En yfirleitt eru ævintýr, með allra handa söguþræði, þar sem þarf að fara í gegnum ýmsar þrautir, til þess akkúrat, að elska sigurinn. Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Sporðdreki: Er jafn dularfullur og plánetan Plútó Elsku sporðdrekinn minn. Þú ert sterkur í eðli þínu, getur verið skemmtilega ákveðinn og með allt á hreinu. Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling komin á Vísi! Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Vatnsberi: Ert að klára púslið Elsku hjartans vatnsberinn minn. Þú minnir mig dálítið á gríska goðið Atlas því þú berð þig svo vel sama hvað á gengur. Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Steingeit: Sérð sjálfa þig í réttu ljósi Elsku besta steingeitin mín. Það er búinn að vera mikill hamagangur í kringum þig undanfarna tvo mánuði en lífið er að falla í ljúfa löð og færast í góðar skorður núna. Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Hrútur: Vertu svolítið óþekkur! Elsku hjartans sterki, viðkvæmi, hugmyndaríki og húmoríski hrúturinn minn! Þú átt eftir að upplifa næsta mánuð eins og hann sé upphafið á skemmtilegri bíómynd. Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Meyja: Getur og ert meira en þú heldur! Elsku meyjan mín. Það er svo margt búið að vera gerast í kortunum þínum undanfarna mánuði og það er sko ekki hægt að segja að þú hafir læðst í gegnum þá! Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Naut: Verður eins og mannýgt naut! Elsku nautnafulla nautið mitt. Þú ert að fara inn í merkilega tíma þar sem þú munt reyna mikið á þig. Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Vog: Fáðu þér sjálfstraust í morgunmat Elsku vogin mín. Það er skemmtilegur og spennandi tími fram undan. Það er alltaf eins og þú sért að takast á við nýja hluti og þetta tímabil mun gefa þér vind undir báða vængi. Nú byggist allt upp á því að borða sjálfstraust í morgunmat! Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Bogmaður: Styttra í mark en þú heldur Elsku besti bogmaður. Það getur verið erfitt að vera í langhlaupi þegar maður sér ekki hvar það endar. Þá missir maður aðeins kraftinn sinn en þú þarft ekkert að óttast því þú ert á mjög góðum hraða. Þú átt ekkert að fara að hvíla þig því það er styttra í mark en þú heldur. Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Ljón: Slepptu hinu gamla og heilsaðu hinu nýja Elsku hjartans ljónið mitt. Þú hefur undanfarið verið að vinna litlar orustur. Og ef þú horfir yfir síðustu mánuði þá ert þú komin vel á vel. Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Krabbi: Fortíðin hringir, skiptu um númer eða skelltu á! Elsku Krabbinn minn. Þú ert búinn að vera svoleiðis á fullu á öllum vígstöðum. Þú þarf að klára svo margt til þess að þú getir andað léttar en mundu að maður klárar bara einn hlut í einu. Lífið 29. janúar 2016 09:00
Febrúarspá Siggu Kling – Fiskur: Einbeittu þér að sjálfum þér Elsku fiskurinn minn. Það er ýmislegt búið að vera að gerast síðustu mánuði en alltaf stendur þú upp og dustar bara af þér rykið. Svona er þetta bara! Lífið 29. janúar 2016 09:00
Nýársspá Siggu Kling komin á Vísi! Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir janúarmánuð má sjá hér fyrir neðan. Lífið 4. janúar 2016 09:36
Nýársspá Siggu Kling – Steingeit: Fetar nýjan veg Elsku hjartans steingeitin mín. Það er allt búið að vera á fullu alls staðar í kringum þig og þú hefur ekki alveg getað náð þeirri ró sem þú bjóst við. Lífið 4. janúar 2016 09:33
Nýársspá Siggu Kling – Vatnsberi: Smellur allt í enda janúar Elsku besti vatnsberinn minn. Það er að bresta á dásamlegur tími og ég vil sérstaklega tala um endann á janúar. Þá er eins og allt smelli saman hjá þér. Lífið 4. janúar 2016 09:32
Nýársspá Siggu Kling – Fiskur: Einlægnin gerir þig einstakan Elsku fallegi fiskurinn minn. Þú átt að vera ánægður með það að vera tilfinningaríkur og að búa yfir allri þessari einlægni sem gerir þig svo einstakan. Lífið 4. janúar 2016 09:28
Nýársspá Siggu Kling – Hrútur: Ástin og kynorkan allt í kring Elsku sterki og fallegi hrúturinn minn. Þú ert að fara inn í alveg rosalega kraftmikið ár, ekki alltaf auðvelt en mundu það að af auðveldu verður ekki neitt. Lífið 4. janúar 2016 09:26
Nýársspá Siggu Kling – Tvíburi: Von á stöðuhækkun í lífinu Elsku tvíburinn minn. Þú ert búinn að vera svo duglegur og harka af þér allt amstrið sem er búið að vera í kringum þig. Lífið 4. janúar 2016 09:21
Nýársspá Siggu Kling – Krabbi: Öðlast meiri trú á eigin getu Elsku ómótstæðilegi krabbinn minn. Til þess að ná markmiðum þínum þarft þú aðeins að temja hugann. Lífið 4. janúar 2016 09:18
Nýársspá Siggu Kling – Ljón: Eins og þú hafir unnið í happdrætti Elsku, elsku ljónið mitt. Það væri nú ekki mikið fjör á þessari jörð ef þú værir ekki til því þú skreytir lífið með karakter sem enginn gleymir. Lífið 4. janúar 2016 09:17