Fréttir

Fréttamynd

RÚV fari ekki af auglýsingamarkaði

Samband íslenskra auglýsenda er andsnúið þeirri hugmynd að RÚV hvefi af auglýsingamarkaði. Bendir sambandið á að Ríkisútvarpið og sjónvarpið séu öflugir miðlar sem höfða til stór hóps neytenda. Því sé hugmyndin andstæð hagsmunum bæði auglýsenda og neytenda.

Innlent
Fréttamynd

Kofi Annan í Níger

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna er nú í Níger þar sem hann fylgist með hjálparstarfi. Hann segist staðráðinn í því að taka höndum saman við frjáls félagasamtök um að koma hjálp til allra þeirra sem þurfa á henni að halda en hungursneyð er yfirvofandi í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Tölvu stolið í innbroti

Brotist var inn í húsnæði Alnæmissamtakanna á Íslandi á Hverfisgötu aðfaranótt miðvikudags og tölvu stolið. Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að gluggi hafi verið spenntur upp, rótað hafi verið til og sími eyðilagður. Engu hafi þó verið stolið utan tölvunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignasali hafi blekkt seljanda

Fasteignasali í Reykjavík misnotaði aðstöðu sína þegar hann seldi syni sínum íbúð og blekkti þar með seljandann sem og aðra áhugasama kaupendur, að mati lögfræðings Húseigendafélagsins. Þetta er grófasta brot sinnar tegundar sem komið hefur inn á borð Húseigendafélagsins og hefur það verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala.

Innlent
Fréttamynd

Stóriðja nýti 80% af raforku 2009

Raforkunotkun til stóriðju á næstu árum mun aukast um 7.300 gígavattsstundir og vera um 80 prósent af allri raforkunotkun á landinu árið 2009. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar en slík spá var síðast gefin út árið 1997. Spá um almenna notkun hefur staðist vel á undaförnum árum en þó hefur notkunin allra síðustu ár aukist heldur hraðar en ráð var fyrir gert enda hefur hagvöxtur verið mun meiri en búist var við í síðustu spá.

Innlent
Fréttamynd

Föngum sleppt í Rúanda

Yfir tuttugu þúsund föngum hefur verið sleppt úr fangelsum í Rúanda að undanförnu. Þetta er þó um fjórtán þúsund föngum færra en fangelsisyfirvöld lofuðu í síðasta mánuði. Pal Kagame, forseti landsins, fyrirskipaði í janúar árið 2003, að þeir sem settir hefðu verið í fangelsi án dóms og laga yrði sleppt en föngunum er gefið að sök að hafa átt aðild að þjóðarmorðunum í landinu árið 1994.

Erlent
Fréttamynd

Getur borist í hvaða fugl sem er

Fuglaflensan getur borist í hvaða fugl sem er á Íslandi en þrátt fyrir það ættu veiðimenn ekki að hræðast að verka veidda fugla því litlar líkur eru á að þeir séu smitaðir að sögn yfirdýralæknis. Landlæknisembættið, embætti yfirdýralæknis og matvælasvið Umhverfisstofnunar eru meðal embætta sem koma að málinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki fleiri trúarskóla

Tveir þriðju hlutar Breta eru mótfallnir áformum ríkisstjórnarinnar um að fjölga skólum reknum af trúfélögum í landinu, samkvæmt skoðanakönnun sem breska blaðið The Guardian lét vinna. Tilgangurinn er að fjölga valkostum í skólakerfinu.

Erlent
Fréttamynd

Sushiverksmiðja gjaldþrota

Sushi-sjávarréttaverksmiðjan Sindraberg á Ísafirði er gjaldþrota og hefur skiptastjóri verið ráðinn yfir þrotabúinu. "Þetta er ekki fyrsta fyrirtækið sem við sjáum á eftir. Þetta var góður vinnustaður og fólkinu líkaði störfin vel," segir Helgi Ólafsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga.

Innlent
Fréttamynd

Lág laun rót vandans

"Það er auðvitað mjög slæmt ef þessi staða kemur ítrekað upp á haustin," segir Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Mörg hundruð börn bíða þess að fá pláss á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar vegna manneklu.

Innlent
Fréttamynd

Valdbeiting á landnemabyggðum

Ísraelskar hersveitir brutust með valdi inn í tvær landnemabyggðir gyðinga á Vesturbakkanum í morgun og drógu þaðan öfgahægrimenn sem komið höfðu sér þar fyrir. Lögreglumenn réðust inn í bænahús og borgarvirki í byggðunum Sanur og Homesh, en þar voru landnemar búnir undir átök.

Erlent
Fréttamynd

Tíminn of naumur

Formaður stjórnarskrárnefndar Íraks telur þrjá daga ekki nægja til að ná samkomulagi um stjórnskipan landsins. Vera má að plaggið verði borið undir þjóðaratkvæði þrátt fyrir andstöðu súnnía.

Erlent
Fréttamynd

Armstrong sakaður um lyfjanotkun

Stærsta íþróttablað Frakklands, Le Equipe segir að hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong hafi notað hið forboðna lyf EPO þegar hann sigraði í fyrstu Tour de France hjólreiðakeppninni árið 1999.

Erlent
Fréttamynd

Slökkvistarf gengur betur

Betur gengur nú en áður að ráða niðurlögum skógareldanna í Portúgal, sem hafa geisað þar að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Khodorovsky í hungurverkfalli

Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorovsky er í hungurverkfalli, í fangelsi sínu, til þess að mótmæla meðferðinni á viðskiptafélaga og vini, sem haldið er í einangrun.

Erlent
Fréttamynd

Bannað að mismuna eftir erfðum

Persónuvernd telur að samkvæmt nýjum vátryggingalögum verði tryggingafélögum bannað að óska eftir upplýsingum um arfgenga sjúkdóma. Tryggingafélögin segja iðgjöld hækki, verði úrskurðinum ekki hnekkt. Tryggingamiðstöðin íhugar málaferli.

Innlent
Fréttamynd

Frumrannsókn lokið

Frumrannsókn á árekstri vörubifreiðar og strætisvagns á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á föstudag er lokið, en vörubifreiðin keyrði inn í framhlið strætisvagnsins. Að sögn vitna ók vörubifreiðin gegn rauðu ljósi og sýndir akstursskífa bílsins að hann var á 80 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Launahækkun á frístundaheimilum

Foreldrar þurfa að útvega pössun fyrir þau börn sem ekki komast að hjá frístundaheimilum ÍTR vegna manneklu. Tæplega 600 börn eru á biðlista og einungis 10 af 33 frístundaheimilum eru fullmönnuð í dag.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um öryggismyndavélar

Fregnum ber ekki saman af því hvort öryggismyndavélar á Stockwell neðanjarðarlestarstöðinni í Lundúnum hafi verið í lagi daginn sem Brasilíumaðurinn Jean Charles de Menezes var skotinn af lögreglunni. <b style="mso-bidi-font-weight: normal" /> </strong />

Erlent
Fréttamynd

Nauðlending í Mosfellsdal

Tveggja sæta eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 150 nauðlenti á veginum við Laxnes í Mosfelsdal kl. 11:57 í morgun. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki og gekk lendingin vel.</span />

Innlent
Fréttamynd

Ellefu farast þegar hús hrynur

Í það minnsta ellefu manns krömdust til bana þegar íbúðarhús hrundi í borginni Mumbai á Indlandi, sem áður kallaðist Bombay. Um tuttugu eru sagðir fastir undir rústum byggingarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hægt að koma í veg fyrir smit

Íslendingar eru betur settir hvað varðar fuglaflensusmit í alifuglum heldur en aðrar þjóðir í Evrópu. Sjaldgæft er að íslenskir hænsnfuglar gangi úti á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Harðvítugar deilur um stjórnarskrá

Harðvítugar deilur standa um stjórnarskrá Íraks en drög að henni voru lögð fram í gærkvöldi. Til stendur að þingið samþykki stjórnarskrána á næstu dögum þrátt fyrir mótmæli og hótanir um borgarastríð.

Erlent
Fréttamynd

Hesthúsabyggð stendur áfram

Hesthúsabyggð Gusts í Kópavogi fær að vera þar áfram og munu bæjaryfirvöld í Kópavogi standa við alla samninga þar að lútandi. Eins og Stöð tvö greindi frá fyrr í mánuðinum hafa tveir aðilar gert fjölmörgum hesthúsaeigendum tilboð í hesthús þeirra, með það að markmiði að byggja atvinnuhúsnæði á félagssvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hjálparforrit á vefsíðu Strætó

Í fréttatilkynningu frá Strætó bs. er bent á nýjan og endurbættan ráðgjafa sem hefur verið tekinn í notkun á vefsíðu Strætó bs. á slóðinni <a href="http://www.bus.is/">www.bus.is</a>. Ráðgjafinn er öflugt hjálparforrit sem veitir nákvæmar upplýsingar um áfangastaði og ferðir strætó með það að markmiði veita aukna þjónustu og að koma notendum milli staða á höfuðborgarsvæðinu á sem hagkvæmastan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan kannar lögmæti söfnunar

Lögreglan kannar hvort heimild sé fyrir söfnun til styrktar bágstöddum börnum á Íslandi. Mjög strangar reglur eru í gildi um safnanir samkvæmt lögum um opinberar fjársafnanir. Til að mynda ber þeim sem standa að söfnun að tilkynna lögreglunni um söfnunina áður en hún hefst.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga málaferli gegn Persónuvernd

Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðarkróki, segir skólann íhuga að fara í mál við Persónuvernd vegna úrskurðar um að fjöldi eftirlitsmyndavéla á göngum heimavistar skólans brjóti gegn meðalhófsreglu. Jón segir Persónuvernd hafa hvatt sig til að höfða mál til að hrinda úrskurðinum.

Innlent
Fréttamynd

Danir vilja út

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vill fimmti hver Dani á fullorðinsaldri flytja til útlanda. Hlutfallið er enn hærra hjá námsmönnum, en helmingur þeirra stefnir á að búa í öðru landi.

Erlent
Fréttamynd

Vesturbakkinn rýmdur

Ísraelski herinn hefur lokið flutningum á landnemum frá Vesturbakkanum. Eins og á Gaza svæðinu gekk það fljótt og vel fyrir sig, þrátt fyrir hótanir öfgamanna um harða mótspyrnu. </font />

Erlent