Innlendar

Fréttamynd

Magnús og Atli féllu úr leik

Magnús Ingi Helgason og Atli Jóhannesson féllu úr leik í fyrstu umferðinni í einliðaleik karla á Evrópumótinu í badminton i dag.

Sport
Fréttamynd

Atli Eðvaldsson

Er enn þekktur í Þýskalandi fyrir mörkin fimm sem hann skoraði fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Eintracht Frankfurt í leik árið 1983. Það gerðist á laugardegi og sólarhring síðar var hann mættur á Laugardalsvöll þar sem hann tryggði Íslandi 1-0 sigur á Möltu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðni Bergsson

Valsari í húð og hár en hann hóf ferilinn þar árið 1983 og varð Íslandsmeistari með liðinu í tvígang, árin 1985 og 1987, áður en hann gekk til liðs við Tottenham í upphafi árs 1989.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland áfram í A-deild eftir sigur á Finnum

Ísland og Finnland mættust í dag í úrslitaleik um áframhaldandi veru í A-deild Evrópumótsins í badminton. Leikið var í Danmörku en Ísland vann sigur í spennandi einvígi 3-2 og heldur því sæti sínu í A-deildinni.

Sport
Fréttamynd

Ásgeir Sigurvinsson

Varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er hann lék með landsliðinu árið 1972, sautján ára gamall. Lék í átta ár með Standard Liege í Belgíu, fór til Bayern München árið 1981 og ári síðar til Stuttgart þar sem hann lék þar til hann hætti árið 1990.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Súrt tap hjá íslenska liðinu

Íslenska landsliðið í badminton tapaði 3-2 fyrir Tékkum í hörkuleik á Evrópumótinu sem fram fer í Danmörku og hefur því tapað öllum þremur rimmum sínum á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Frökkum

Íslenska badmintonlandsliðið tapaði í dag 5-0 fyrir Frökkum á Evrópumótinu sem fram fer í Danmörku. Liðið tapaði 5-0 fyrir Englendingum í fyrsta leik sínum í gær og mætir Tékkum síðar í dag.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Englendingum

Íslenska landsliðið í badminton steinlá 5-0 fyrir Englendingum í fyrsta einvígi sínu á Evrópumótinu sem hófst í Danmörku í dag.

Sport
Fréttamynd

EM í badminton hefst á morgun

Evrópumótið í badminton hefst á morgun í Herning í Danmörku og stendur yfir fram yfir helgina. Íslenska landsliðið er nú með á mótinu í fyrsta sinn í langan tíma eftir sigur í keppni B-þjóða í byrjun síðasta árs.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári Guðjohnsen

Á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands (með yngri landsliðum), yngsti leikmaður efstu deildar á Íslandi og yngsti atvinnumaður Íslands er hann samdi við PSV Eindhoven sextán ára gamall og lék síðar með Ronaldo í framlínu liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert Guðmundsson

Brautryðjandi í íslenskri knattspyrnu. Fyrsti atvinnumaður Íslands og lék í Skotlandi, Englandi, Frakklandi og Ítalíu í tíu keppnistímabil, frá 1946 til 1955. Var í fyrsta landsliði Íslands og var fyrirliði þess í öðrum landsleik Íslands, 4-2 tapleik gegn Norðmönnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eslöv tók forystu í úrslitaeinvíginu

Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen og félagar hans í sænska liðinu Eslöv tóku í gær 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í Svíþjóð með 5-3 sigri á Halmstad.

Sport
Fréttamynd

Ríkharður Jónsson

Var í fyrsta landsliðshópi Íslands sem mætti Dönum árið 1946, þá sextán ára gamall. Hann kom ekki við sögu í leiknum en lék alla landsleiki Íslands næstu þrettán árin og skoraði í þeim sautján mörk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pétur Pétursson

Átján ára gamall varð hann Íslandsmeistari með ÍA og um leið markakóngur deildarinnar með sextán mörk. Ári síðar bætti hann um betur, skoraði nítján mörk í deildinni en það met stendur enn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Erla Dögg sjóðheit

Erla Dögg Haraldsdóttir ÍRB setti í dag nýtt Íslandsmet í 200 metra flugsundi á tímanum 2:18.79. Gamla metið átti Sigrún Brá Sverrisdóttir.

Sport
Fréttamynd

Ragna og Helgi meistarar

Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson úr BTR urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í badminton. Þau kepptu ekki saman í tvenndarleiknum vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá Rögnu.

Sport
Fréttamynd

KR með tveggja stiga forystu í Keflavík

KR-stúlkur leiða með tveimur stigum, 45-43, í hálfleik gegn Keflavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Candace Futrell hefur skorað 18 stig fyrir KR en TaKesha Watson er með 9 stig fyrir Keflavík.

Körfubolti
Fréttamynd

Alveg til í fara í sumarfrí með bikarinn í kvöld

Keflavíkurstúlkur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld þegar þær mæta KR-stúlkum í Toyota-höllinni í Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, segist vera klár í að fara í sumarfrí með bikarinn í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Örn náði áttunda sæti

Örn Arnarson hafnaði í áttunda sæti í 50 metra baksundi á EM í Hollandi en úrslitasundið fór fram nú undir kvöldið. Örn synti rétt yfir Norðurlandametinu sem hann setti í gær og kom í mark á 25,88 sekúndum. Það var gríski sundmaðurinn Aristeidis Grigoriadis sem sigraði á 25,13 sekúndum.

Sport
Fréttamynd

Guðmundur og Lilja meistarar

Guðmundur Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir eru Íslandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis. Bæði keppa þau fyrir Víking Reykjavík.

Sport
Fréttamynd

Guðmundur og Magnea meistarar

Guðmundur Stephensen og Magnea Ólafs urðu í dag Íslandsmeistarar í tvenndarleik í borðtennis en mótið fer fram í KR-heimilinu nú um helgina.

Sport
Fréttamynd

Íslenskt borðtennisfólk í Kína

Hópur af íslensku borðtennisfólki er nú í Kína þar sem það tekur þátt í móti sem fram fer í borginni Guangzhou. Mótið hefst í dag og stendur til 2. mars. Íslenska liðið leikur í 4. deild mótsins.

Sport
Fréttamynd

Bergur Ingi með nýtt Íslandsmet

Bergur Ingi Pétursson, FH, bætti í dag met sitt í sleggjukasti er hann kastaði 70,52 metra á móti í Finnlandi þrátt fyrir slæmar aðstæður.

Sport
Fréttamynd

Ragna úr leik í Austurríki

Ragna Ingólfsdóttir féll í dag úr leik í undanúrslitum á alþjóðlega austurríska meistaramótinu í badminton sem fram fer í Vínarborg. Ragna tapaði fyrir kínversku stúlkunni Xi Zhang frá Kína í tveimur lotum, 20-22 og 15-21.

Sport