Fleiri fréttir

Lögreglumanni vikið úr starfi vegna meints kynferðisbrots

„Það er rétt að lögreglumanni hefur verið vikið úr starfi tímabundið en ég tjái mig ekki um hitt,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra en samkvæmt fréttavef DV þá hefur lögreglumaður verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart unglingsstúlku á Norðurlandi.

Breytingar á akstri Strætó yfir hátíðirnar

Breytingar verða á akstri Strætó bs. um jól og áramót, eins og jafnan á stórhátíðum. Hér er yfirlit yfir akstur strætó yfir hátíðirnar auk helstu breytinga: Á Þorláksmessu, fimmtudaginn 23. desember, verður ekið samkvæmt hefðbundinni áætlun á virkum degi.

Hættulegir smáhundar í umferð

Umferðarstofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem starfsmenn furða sig á því hversu algengt það sé að ökumenn aki með smávaxna hunda í fanginu.

Reynt að greiða úr flækjunni á flugvöllum í Evrópu

Flugvallarstarfsmenn víðsvegar um Evrópu berjast nú við að hjálpa þúsundum farþega heim fyrir jólin. Miklar vetrarhörkur víða um Evrópu hafa lamað samgöngukerfi álfunnar á sama tíma og fjöldi fólks er á faraldsfæti í jólafríinu, annað hvort á leið í frí eða á leið heim til sín fyrir jól.

Kartöflupokakisurnar eru ennþá í Kattholti

Kisurnar níu sem fundust í kartöflupoka í Heiðmörk á fimmtudaginn eru nú allar í umsjón dýravinanna í Kattholti. Dýrin voru svo illa haldin eftir meðferð fyrri eiganda að þau eru enn þá hvekkt og bregðast illa við þegar reynt er að láta vel að þeim.

Eldur í íbúðarhúsi á Ísafirði

Eldur kviknaði í íbúð á annari hæð í tvílyftu gömlu timburhúsi við Aðalstræti á Ísafirði upp úr klukkan fimm í nótt.

Þrír á slysadeild eftir harðan árekstur

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla á Hafnarfjarðarvegi á milli Kópavogs og Garðabæjar um klukkan ellefu í gærkvöldi. Ekki liggur fyrir hversu alvarlega þeir eru slasaðir, en bílarnir eru mikið skemmdir.

Fækkar mest á Vestfjörðum

Íslendingum hefur fjölgað um 643 milli ára, og eru nú 318.236 talsins. Fjölgunin er um 0,2 prósent milli ára. Fólki hefur fækkað umtalsvert víða á landsbyggðinni. Mest er fólksfækkunin á Vestfjörðum, 3,2 prósent á einu ári, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Mikil hætta á borgarastríði á Fílabeinsströndinni

Mikil hætta er á að borgarastríð brjótist út á Fílabeinsströndinni á ný en nýafstaðnar forsetakosningar hafa sett allt í bál og brand þar. Þetta segir Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem sakar sitjandi forseta, Laurent Gabo um að reyna að reka friðargæsluliða úr landi á ólögmætan hátt.

Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu

Hrina innbrota var á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og náðist þjófurinn í einu tilfellinu. Fyrst var bortist inn í vínbúðina við Skútuvog um klukkan hálf ellefu og nokkrum áfensgisflöskum stolið. Síðan inn í tölvuverslun við Langholtsveg á tólfta tímanum, þaðan sem fartölvu var stolið.

Vörubílsdekk skall framan á smábíl - bíllinn gjörónýtur

Ökumaður og farþegi í litlum fólksbíl, sluppu ótrúlega vel, að sögn lögreglu, eftir að dekk og felga losnuðu undan stórum vörubíl, sem þau voru að mæta rétt norðan við Hvalfjarðargöngin um níu leitið í gærkvöldi, og þeyttist á fullri ferð beint framan á bíl þeirra.

Löndunarbann ESB er innantóm hótun

Evrópusambandið ætlar að gera alvöru úr hótunum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt.

Mikill skafrenningur á Akureyri

Mikill skafrenningur var á Akureyri í nótt eftir mikla snjókomu í gærkvöldi. Ökumenn sáu vart út úr augum og víða dró í skafla. Lögreglumenn þurftu að aðstoða marga ökumenn í erfiðleikum í bænum í nótt, en engin slys urðu. Byrjað er að ryðja göturnar.

Reykur um borð í Oddeyrinni

Mikill reykur gaus upp í vélarrúmi togarans Oddeyrar EA þeagr hann var rétt ókominn að bryggju við Krossanes á Akureyri um klukkan hálf fimm í nótt. Vélarrúmið var lokað af og kallað á slökkvilið Akureyrar, sem beið á bryggjunni þegar togarinn lagðist að.

Ásókn í greiðslu arfs fyrir skattahækkun

Erfðafjárskýrslum, til að hægt sé að greiða út arf fyrir­fram, hefur fjölgað mikið undanfarnar vikur. Erfðafjárskattur mun hækka úr fimm prósentum í tíu um áramótin. Sýslumanns­embættin í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri finna fyrir þessari aukningu.

Átta salerni fyrir 30 þúsund ferðamenn

Aðstaða til að taka á móti ferðafólki á Hveravöllum er ekki boðleg og umbætur þola enga bið, er mat Hveravallafélagsins sem sér um rekstur á svæðinu.

Gleymd og grafin fræðigrein

Framtíð fornleifafræði á Íslandi er í óvissu, að mati Félags íslenskra fornleifafræðinga. Fjárveitingar til fornleifarannsókna hafa verið skornar niður um áttatíu prósent á síðastliðnum þremur árum.

Dregið úr flugöryggi í Evrópu

Evrópusamband atvinnuflugmannafélaga segir nýjar tillögur Flugöryggisstofnunar Evrópu að nýjum reglum um hámarks flugtíma og lengd vakta flugmanna munu draga úr flugöryggi í álfunni.

Kynningarstjóri með hroka

Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, sakar Örnu Schram, kynningarfulltrúa bæjarins, um „ótrúlegan hroka“ í svari hennar við fyrirspurn hans um heimasíðu bæjarins.

Heitar súkkulaðiráðstafanir

„Það er rosalega góð stemning í bænum og salan er betri heldur en í fyrra,“ segir Arndís B. Sigurgeirsdóttir, verslunarstjóri og eigandi bókabúðarinnar Iðu á Lækjargötu. „Kannski er bærinn að bjóða upp á meira í ár heldur en áður, ég veit það ekki. En hvað sem það er þá er það allavega að virka.“

Meint meðlagssvik tilkynnt dag hvern

Tryggingastofnun Ríkisins (TR) berast tilkynningar á hverjum degi um meint svik meðlagsþega, sem sagðir eru búa í óskráðri sambúð með meðlagsgreiðandanum sem þó greiði ekkert aftur til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.

Einungis þrír í þrot vegna meðlaga

Innheimtustofnun sveitarélaga, sem sér um að innheimta meðlagsskuldir, hefur einungis í þrígang frá upphafi keyrt skuldara í þrot. Þetta segir Jón Ingvar Pálsson, forstjóri stofnunarinnar.

Segir Kína helst treysta á Ísland

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg að Ísland sé helsti samstarfsaðili Kína við þróun og vinnslu jarðvarmaorku.

162 fjölskyldur afgreiddar strax

Útibú Íslandsbanka á Reykjanesi gaf Fjölskylduhjálp Íslands 2,5 milljónir króna af því tilefni að opnuð var þriðja starfsstöð samtakanna að Hafnargötu 29 í Reykjanesbæ í vikunni sem leið.

140 metra brú yfir Markarfljót

Vinir Þórsmerkur hafa að undanförnu skoðað þá hugmynd að byggð verði göngubrú yfir Markarfljót, að því er segir í erindi hópsins til sveitarstjórnar Rangárþings eystra.

Alcoa styrkir hjálparstarf

Hjálparstarf kirkjunnar fékk í gær 50 þúsund dollara, eða 5,7 milljónir íslenskra króna, í styrk frá Samfélagssjóði Alcoa í Bandaríkjunum.

Tveir frambjóðendur lausir úr varðhaldi í Hvíta-Rússlandi

Hvíta-Rússland Tveimur forsetaframbjóðendum í Hvíta-Rússlandi, sem voru handteknir í mótmælum vegna úrslita kosninganna, hefur verið sleppt úr haldi. Fimm forsetaframbjóðendur eru enn í haldi ásamt hundruðum annarra mótmælenda.

Ákærður fyrir fleiri morð

Peter Mangs, 38 ára Svíi sem er grunaður um eitt morð og nokkrar skotárásir í Malmö undanfarið ár, hefur verið ákærður fyrir tvö morð og fimm skotárásir til viðbótar við fyrri ákærur. Hann er nú grunaður um þrjú morð og tíu morðtilraunir.

Skipulag skólanna er það sem truflar helst

Stjórnendur fyrirtækja telja lokanir í skólum og mikinn fjölda starfsdaga, ósamræmi milli frídaga leik- og grunnskóla og stuttan opnunartíma helst trufla eða valda erfiðleikum í samþættingu atvinnu og fjölskyldulífs.

Stúlkan var berfætt og blóðug

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Annar maður á svipuðu reki var sýknaður af þátttöku í líkamsárásinni.

Stolnum úrum skilað til lögreglu

Tveimur úrum af sjö sem tveir ungir menn stálu úr versluninni Leonard í byrjun mánaðarins hefur verið skilað í hendur lögreglu. Verðmæti úranna sjö var um fimm milljónir króna.

Vanbúnir þegar snjóar mikið

Siim Kallas, samgöngustjóri Evrópusambandsins, gagnrýnir rekstur flugvalla í Bretlandi og víðar fyrir að hafa ekki nægan viðbúnað þegar snjóar mikið, eins og gerst hefur í Evrópulöndum undanfarna daga.

Leigubílstjóri rændur: „Þetta var óhugnanleg lífsreynsla“

„Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla,“ segir leigubílstjóri sem Fréttablaðið ræddi við í gær. Hann varð fyrir því í fyrrinótt að farþegi ógnaði honum með sprautunál og rændi síðan. Bílstjórinn vill ekki koma fram undir nafni, þar sem það gæti valdið honum frekari óþægindum.

Þorskstofninn að styrkjast

Niðurstöður úr haustralli Hafrannsóknastofnunar eru jákvæðar og vísbendingar um að þorskstofninn sé að braggast verulega. Ýsustofninn er hins vegar innan við helmingur þess sem hann var 2004.

Óttast ekki rannsóknina

„Í mínum huga er ekkert að óttast í þessu sambandi. Síður en svo. Mér finnst gott að farið sé yfir þetta fyrst uppi eru aðdróttanir eða vangaveltur um að ekki hafi verið staðið að öllu eins og átti að gera.“

Brjóstagjöf er nauðsynlegri strákum en stelpum

Ný rannsókn sýnir að brjóstagjöf, á ákveðnu tímaskeiði í lífi barns, eykur greind barns - en reyndar bara drengja. Mælt hefur verið með því að barn sé á brjósti allt til sex mánaða aldurs. Ástæðan er bæði sú að næringin úr móðurmjólkinni sé barninu holl og að brjóstagjöfin sjálf hafi jákvæð áhrif á heilsu bæði barns og móður.

Jarðskjálfti í Japan: Möguleiki á flóðbylgju

Möguleiki er á flóðbylgju eftir að jarðskjálfti upp á 7,4 stig reið yfiir austur af Bonin-eyjum í suðurhluta Japan í dag. Ekki hafa borist fréttir af skemmdum eða slysum á fólki.

Fimmtungur öryrkja með minna en 150 þúsund á mánuði

Gap er á milli þeirra öryrkja sem minnstar hafa tekjurnar og hinna sem hafa hæstar tekjur. Tæpur fimmtungur öryrkja er með minna en 150 þúsund krónur á milli handanna í mánuði, en á áttunda hundrað öryrkja hafa meira en 350 þúsund krónur.

Gunnar Rúnar alls ófær um að stjórna gerðum sínum

Þrír geðlæknar telja Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem hefur játað að hafa myrt Hannes Helgason ósakhæfan. Talað er um svæsið geðrof á verknaðarstundu í niðurstöðum geðrannsóknar. Aðstandendur Hannesar fagna opnu þinghaldi.

Sjá næstu 50 fréttir