Fleiri fréttir

Ættleiðingardagar hjá Dýrahjálp Íslands

Kettir, hundar, kanínur og önnur gæludýr af öllum stærðum og gerðum leita nýrra eigenda í Dýraríkinu á morgun þar sem ættleiðingardagar Dýrahjálpar Íslands fara fram.

Sprengdi sig í loft upp til að drepa lögregluforingja

Sautján manns í það minnsta fórust þegar að maður sprengdi sig í loft upp í bænum Spin Boldak í Afganistan í dag. Á meðal þeirra látnu er lögregluforingi, en svo virðist sem árásinni hafi verið beint að honum.

Ætlar að henda sjálfsvígsmanninum út

Leigusali Vangelis Angelo Kapatos, sem stökk út úr íbúð sinni á níundu hæð í New York um jólin, til þess eins að lenda í ruslabing fyrir neðan og lifa fallið af, ætlar að henda Vangelis út úr íbúðinni vegna vangoldinnar leigu.

80 Elvis eftirhermur keppa um Evróputitil

Elvis lifir, að minnsta kosti í Birmingham um helgina, en þar keppa 80 snillingar sem hafa sérhæft sig í því að herma eftir goðsögninni. Keppnin stendur yfir í þrjá daga og eru eftirhermurnar af öllum stærðum og gerðum og sérhæfa þær sig í mismunandi tímabilum á ferli kappans. Yngsti þáttakandinn er tólf ára gamall.

Enn víða ófært á Akureyri

Veður hefur að mestu leyti gengið niður á Akureyri í kvöld. Lögreglumaður sem Vísir talaði við sagði að það gengi að vísu á með hríð en það væri ekki hvassviðri nú í kvöld eins og hefði verið í dag. Það var nánast alveg ófært innanbæjar á Akureyri í dag.

Stúlkan komin fram

Gunnhildur Svava Guðmundsdóttir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir er komin fram heil á húfi.

Mörgæs í selahoppi slær í gegn á YouTube

Á meðfylgjandi YouTube myndskeiði sést mörgæs á ferð yfir hrjóstrugt landslan. Hún hoppar af einum steini til annars þangað til hún stöðvar fyrir framan einn mjög stóran stein. Hún lætur þó vaða og hoppar á steininn sem lifnar snarlega við, enda um stærðar sel að ræða. Sjón er sögu ríkari.

Fólk fari frá Bakka að Landeyjahöfn

Fólki sem er á leiðinni í Herjólf er ráðlagt að aka að Bakkaflugvelli og þaðan í Landeyjahöfn, samkvæmt tilmælum frá Vegagerðinni. Óveður er á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku og í Gilsfjörð, skafrenningur og éljagangur. Hálka og

ESB viðræður halda áfram

Forsætisráðherra segir að sá ferill sem aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið sé í haldi áfram, enda sé hann forsenda stjórnarsamstarfsins. Hún hefur enga trú á að meirihluti sé fyrir því á Alþingi að draga umsóknina til baka.

Helmingur fanga þiggur örorkubætur

Helmingur allra fanga á Íslandi þiggur örorkubætur frá Tryggingastofnun. Laun sem fangar fá fyrir vinnu sína á bak við lás og slá skerða ekki bætur þeirra.

Tvær brennur á morgun

Tvær brennur verða á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Sú fyrri er við Ægisíðu klukkan 17 en þar verður jafnframt flugeldasýning klukkan 17.45. Seinni brennan er í Leirdal í Grafarholti klukkan 17.30. Lögreglan gaf leyfi fyrir

Lýst eftir Gunnhildi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir, Gunnhildi Svövu Guðmundsdóttur, 16 ár stúlku sem fór frá fósturheimili sínu Grundarhóli á Kjalarnesi um kl.03:00 aðfaranótt 30.12. sl. og hefur ekki sést síðan.

Fundu fíkniefni í Kópavogi

Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Kópavogi í nótt. Um var að ræða hass, marijúana og amfetamín en talið er að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu. Á sama stað var einnig lagt hald á peninga sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu.

Athugað með flug eftir klukkan fimm

Ekkert hefur verið flogið innanlands í dag sökum veðursins. Næstu upplýsingar um ferðir Flugfélags Íslands til Egilsstaða og Akureyrar verða gefnar klukkan 17:15 en flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst. Athuga á með flug þangað klukkan tíu í fyrramálið.

Byrjað að skammta mjólk á Seyðisfirði

Ófært hefur verið á Seyðisfjörð síðustu þrjá daga og því engar nýjar vörur í verslunum bæjarins. Af þessari ástæðu er nú svo komið að farið er að skammta mjólkina. Hjá Samkaupum Strax fengust þær upplýsingar að örfáir mjólkurlítrar séu eftir í versluninni og því fær hver aðeins að kaupa einn lítra í einu. Sömu sögu er að segja hjá Söluskála Shell.

Rok í Reykjavík: Um 25 útköll í dag

Um fimmtíu björgunarsveitarmenn hafa sinnt um 25 útköllum vegna hvassviðrisins á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir segir að björgunarstörf hafi gengið vel og er flestum útköllum lokið. Veðrið virðist vera að ganga niður í borginni. Mesta hrinan kom upp úr hádegi og þá komu margar tilkynningar um hluti að fjúka og þakplötur sem voru að losna.

Þakið að fjúka af Óháða sofnuðinum: Beint samband við Guð

Hluti af þaki á kirkjuhúsi Óháða safnaðarins var við það að rifna af þegar rokið var sem mest um hádegisbilið. „Svona eru bænirnar okkar sterkar,“ segir séra Pétur Þorsteinsson, safnaðarprestur. „Þarna var bara að myndast beint samband milli okkar og Guðs. Nú er hægt að biðja á fullu,“ segir hann. Björgunarsveitarmenn hafa undanfarna klukkustund reynt að hafa taumhald á þakinu og fyrir stuttu bættust slökkviliðsmenn í hópinn sem voru þeim innan handar með körfubíl. Séra Pétur segir að vel gangi að halda þakbitanum á sínum stað og er þakklátur fyrir að hvorki hafi orðið slys á fólki né tjón á öðrum munum. Vind hefur lægt nokkuð eftir hádegið og býst séra Pétur við að björgunarsveitarmenn ljúki verki sínu von bráðar.

Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd.

Veður að lægja á Suðurnesjum

Veðrið er að ganga niður á Suðurnesjunum og eftir eril morgunsins hefur lögreglan á svæðinu ekki þurft að fara í útkall í meira en klukkustund. Um hádegisbilið virtist sem þak væri að losna af húsi við Austurgötuna en í ljós kom að sama þak hafði losnað af fyrir um hálfum mánuði en ekki verið gengið frá því sem skyldi. Þakið hélst á húsinu í þetta skiptið. Loka þurfti Ægisgötunni í morgun vegna mikils sjógangs en hún hefur verið opnuð aftur. Ekki kom til þess að loka þyrfti fleiri götum eins og búist var við.

Karókímót um allt land til verndar auðlindunum

Karókímaraþonið í Norræna húsinu stóð sleitulaust frá klukkan þrjú í gær og til miðnættis. Þegar hafa safnast rúmlega 28 þúsund undirskriftir á vefinn Orkuaudlindir.is og heldur maraþonið áfram klukkan þrjú í dag.

Aldarafmæli Háskóla Íslands: Nóbelsverðlaunahafar með fyrirlestra

Háskóli Íslands á aldarafmæli í ár, en skólinn var stofnaður á Alþingi 17. júní árið 1911. Af því tilefni kynnir Kristín Ingólfsdóttir rektor fjölbreytta dagskrá afmælisársins í dag og nýja stefnu Háskóla Íslands til næstu fimm ára. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar nýjan aldarafmælisvef háskólans með aðstoð nemenda frá leikskólanum Mánagarði. Hljóðfæraleikur, söngur, lifandi myndir, ljósagangur og óvæntar uppákomur prýða dagskrána í dag. Á árinu munu svo heimsþekktir vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, halda fyrirlestra, háskólalestin ferðast um landið með lifandi dagskrá og margt fleira.

Ríkisstjórn samþykkti „Ísland 2020“

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun áætlun í tuttugu liðum varðandi framtíð atvinnulífs og samfélags, sem meðal annars gerir ráð fyrir mælanlegum langtímarkmiðum á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Forsætisráðherra segir áætlunina grunn að uppbyggingu þjóðfélagsins að loknum varnaraðgerðum eftir efnahagshrunið.

Vilhjálmur Hans: Það verður stríðsástand ef Eiður sigrar

„Ef að stefnandi hefur betur þá verður ekki búsáhaldabylting heldur stríðsástand,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Inga F. Vilhjálmsonar, blaðamanns DV, sem knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen, vill meina að hafi brotið á friðhelgi einkalífs síns.

Ferðafólk frá Singapúr aldrei lent í öðru eins óveðri

Sem stendur er afar mikið að gera hjá björgunarsveitum á Suðunesjum og veður þar kolvitlaust. Á Austurgötu er þak að fara af húsi í heilu lagi og mun Hafnargatan væntanlega lokast innan nokkurra mínútna. Ægisgatan hefur verið lokuð í morgun vegna vatns sem hefur safnast þar. Í Hveragerði losnuðu þakplötur af hesthúsi og tunnur fuku, á Blönduósi og Akureyri aðstoðuðu björgunarsveitir heilbrigðisstarfsfólk í og úr vinnu og bæjarbúar á Akureyri aðstoðaðir í ófærð innanbæjar. Einnig hafa sveitir á Hofsósi, Akranesi, Árborg, Húsavík og Hvammstanga sinnt ýmsum verkefnum. Þessa stundina eru Húnar frá Hvammstanga að sækja ferðafólk frá Singapore sem situr fast í bílaleigubíl við Efra Vatnshorn. Hefur það aldrei lent í öðru eins veðri.

Farþegar Herjólfs beðnir um að aka Austur-Landeyjaveg

Fólk sem er á leið úr og í ferjuna Herjólf er beðið um að aka eftir Austur-Landeyjavegi að Bakkaflugvelli og þaðan í Landeyjahöfn. Að sögn lögreglu er gríðarhvasst er á Landeyjahafnarvegi og mikið sandfok og því hætta á skemmdum á bifreiðum.

Stal öllu steini léttara

Þegar danskir lögreglumenn stöðvuðu bíl í Hróarskeldu vegna þess að það vantaði á hann aðra númeraplötuna fannst þeim konan sem ók honum eitthvað taugastrekkt. Hún hafði ástæðu til. Hún hafði stolið bílnum.

Hópnauðganir á Haiti

Vopnuð gengi glæpamanna fara um flóttamannabúðir á Haiti og hópnauðga konum án þess að nokkuð sé að gert, að sögn Amnesty International.

Björguðu togara sem var að slitna frá bryggju

Björgunarsveitin á Dalvík hefur haft í nægu að snúast í gær og dag. Hún hefur komið heilbrigðistarfsmönnum til vinnu, aðstoðað togara sem var að slitna frá bryggju, dregið upp fjöldann allann af bílum og verið í alhliðabrasi í allann dag.

Lögmaður Eiðs: Siðlaus blaðamennska

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns í meiðyrðamáli hans gegn blaðamanni og ritstjórum DV, mótmælir þeim málflutningi DV-manna að umfjöllun um fjármál Eiðs Smára eigi fullt erindi við almenning á sama hátt og fjármál einstaklinga sem tengjast efnahagshruninu. Heiðrún Lind segir Eið Smára ekkert tengdan hruninu og að opinber umfjöllun um fjármál hans sé innrás í einkalífið. „Þetta er siðlaus blaðamennska,“ sagði Heiðrún Lind við aðalmeðferð málsins sem nú stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Seinkun á ferðum Herjólfs frá Landeyjahöfn

Seinkun hefur orðið á brottför frá Herjólfs frá Landeyjahöfn vegna vinds. Í tilkynningu frá Eimskipi segir að allar líkur séu þó á því að áætlunin vinnist upp þegar líða tekur á daginn en til stóð að sigla fimm ferðir til Eyja frá Landeyjahöfn í dag. Fyrsta ferð átti að fara klukkan níu og önnur klukkan hálfeitt. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með fjölmiðlum þegar líða tekur á.

Tólf ætluð brot á gjaldeyrishöftum til rannsóknar

Ákærum hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur fjölgað verulega á milli ára eða úr 21 ákæru á árinu 2007 í 62 ákærur á árinu 2010. Á árinu 2008 voru gefnar út 42 ákærur og 47 á árinu 2009. Á þessum fjórum árum eru útgefnar ákærur 172 talsins.

Eiður Smári bar ekki vitni

Ekkert varð úr því að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður bæri vitni símleiðis við aðalmeðferð meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað á hendur blaðamanni og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Ingi F. Vilhjálmsson blaðamaður hafði skorað á Eið að bera vitni í málinu og til stóð að hann bæri bæri vitni símleiðis frá Englandi þar sem hann er búsettur.

Hörður nýr ritstjóri Bændablaðsins

Hörður Kristjánsson hefur verið ráðinn ritstjóri Bændablaðsins og kemur til starfa á næstu vikum. Hörður hefur síðustu ár starfað á Viðskiptablaðinu. Hann hefur margháttaða reynslu af blaðamennsku og m.a. starfað sem fréttaritari og kvikmyndatökumaður fyrir Ríkisútvarpið með aðsetur á Ísafirði, ljósmyndari, hönnuður og umbrotsmaður í prentsmiðju ásamt því að hafa starfað sem blaðamaður hjá Vestfirska fréttablaðinu,Vestra, DV og Fiskifréttum. Hörður var í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árum áður ásamt því að vera með meistararéttindi í ljósmyndun. Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins

Forsetafrúin í sjónvarpið

„Dorrit er virkilega klár og skemmtileg kona sem hefur alltaf haft mikinn áhuga á hollum mat og heilbrigðum lífsstíl,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er gjarnan nefnd.

Færð og veður á landinu: Yfirlit Vegagerðarinnar

Óveður er á Kjalarnesi, við Hafnarfjall og á sunnanverðu Snæfellsnesi en stórhríð í ofanverðum Borgarfirði og í Dölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni sem segir ennfremur að óveður sé undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall, á Hellisheiði og í Þrengslum.

Banna sölu á afurðum frá 4.700 svínabúum

Þýska landbúnaðarráðuneytið hefur bannað sölu á afurðum frá yfir 4700 búum vítt og breitt um landið vegna díoxínmengunar í fóðri. Flest þessara búa eru svínabú sem staðsett eru í Neðra Saxlandi.

Sjá næstu 50 fréttir