Fleiri fréttir

JR og Bobby í nýjum Dallas þáttum

Tveimur áratugum eftir að síðasti þátturinn af Dallas var sýndur hefur nú verið ákveðið að gera nýja þáttaröð. Stóru fréttirnar teljast eflaust að meðal leikenda verða bæði Larry Hagmann sem hinn lúmski JR og Patrick Duffy sem er góðmennið Bobby.

29 fíkniefnamál á Eistnaflugi

Tuttugu og níu fíkniefnamál komu upp á þungarokkshátíðinni Eistnaflug sem haldin var í Neskaupsstað nú um helgina, en í öllum tilfellum var um að ræða óverulegt magn efna sem ætluð voru til neyslu.

40 börn látin í rútuslysi

Að minnsta kosti fjörtíu skólabörn hafa látið lífið í rútuslysi í Bangladesh, en yfirvöld í Chittagong héraði segja líklegt að sú tala hækki.

Þyrla kölluð út vegna alvarlegra veikinda á Kirkjubæjaklaustri

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna alvarlegra veikinda á Kirkjubæjarklaustri. Þá er bátur vélarvana á Breiðafirði en mikið annríki er í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, en allt stefnir í metfjölda skipa og báta á sjó í dag.

„Það býr líka fólk fyrir austan“

„Það býr líka fólk fyrir austan, ekki bara ferðamenn“ segir Bryndís F. Harðardóttir, atvinnurekandi í Vík en þrír af starfsmönnum hennar búa austan Múlakvíslar.

Byggja íbúðir fyrir aldraða á Kópavogstúni

Til stendur að reisa 28 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara á Kópavogstúni 2 til 4 á næstu tveimur árum samkvæmt viljayfirlýsingu byggingafyrirtækisins Dverghamra og Samtaka aldraðra sem undirrituð var fyrir helgi.

Vilhjálmur og Kate slá í gegn

Hertogahjónin af Cambridge, þau Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum þar sem þau hafa verið í opinberri heimsókn undanfarna daga. Áður en þau héldu til Bandaríkjanna heimsóttu Vilhjálmur og Kate Kanada, en um var að ræða þeirra fyrstu opinberu ferð eftir brúðkaup þeirra í apríl.

Vinna við bráðabirgðabrú hefst í dag

Vinna við bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl hefst í dag og er Vegagerðin þegar byrjuð að flytja vinnuvélar og efni til brúargerðar. Líkt og kunnugt er eyðilagðist brúin yfir Múlakvísl í hamfaraflóði um helgina og þjóðvegur eitt lokaðist. Ferðaþjónustubændur krefjast þess að yfirvöld sýni þann vilja í verki með því að láta einskis ófreistað að koma á vegasambandi um hringveginn án tafar.

Stórstjörnur við Heklu

„Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi.

Óku undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan tók tvo ökumenn úr umferð í nótt á höfuðborgarsvæðinu vegna fíkniefnaaksturs. Þeir sinntu báðir stöðvunarmerkjum lögreglu og sýndu engan mótþróa. Þá fannst lítilsháttar af fíkniefnum í bíl, sem stöðvaður var við eftirlit, en ökumaðurinn hafði ekki neytt neins, að sögn lögreglu.

Argentískur söngvari skotinn til bana

Argentískur þjóðlagasöngvari, Facundo Cabral, var skotinn til bana Guatemala í gær en hann var einn þekktasti tónlistarmaður Suður- og Mið-Ameríku. Hann var 74 ára gamall.

Fundarkröfu um Drekasvæðið enn ósvarað

Engin svör hafa borist frá Kristjáni L. Möller, formanni iðnaðarnefndar Alþingis, við ósk þriggja þingmanna stjórnarandstöðunnar um fund í nefndinni vegna málefna Drekasvæðisins.

Háskóli krefst þess að fá málverk Andy Warhol af Farrah Fawcett

Háskólinn í Texas hefur höfðað mál gegn bandaríska leikaranum Ryan O'Neal vegna málverks sem eiginkona hans, Farrah Fawcett, átti. Um er að ræða málverk af leikkonuninni sem listamaðurinn Andy Warhol gerði fyrir um þremur áratugum. Verkið er metið á meira en þrjá milljarða íslenskra króna.

Ók ölvaður inn í garð á Selfossi

Fjölskylda í Engjahverfi á Selfossi vaknaði upp við mikla skruðninga í nótt og þegar að var gáð var bíll kominn alveg að útidyrunum. Hann hafði farið yfir grindverk og í gegnum limgerði uns hann nam staðar á tröppunum.

Fjölskylduharmleikur í Svíþjóð: Kona laus úr haldi

Konu hefur verið sleppt úr haldi sænsku lögreglunnar vegna rannsóknar á morði á sjö ára dreng sem var stunginn til bana í Umeå í norðurhluta landsins í gær. Samkvæmt vef dagblaðsins Dagens Nyheter virðist sem um fjölskylduharmleik sé að ræða. Karlmaður sem handtekinn var seinnipartinn í gær er enn í haldi lögreglu. Maðurinn og konan eru bæði ættingjar drengsins, en ekki hefur verið upplýst hvort þau séu foreldrarar hans.

Flytja vinnuvélar og efni til brúargerðar yfir Múlakvísl

Vegagerðin er þegar byrjuð að flytja vinnuvélar og efni til brúargerðar yfir Múlakvísl eftir að brúnna þar tók af í hamfaraflóði um helgina og þjóðvegur eitt lokaðist. Að minnsta kosti einn stór og upphækkaður jeppi fór fram og til baka yfir kvíslina í gær og í ráði er að 40 manna herflutningarúta á vegum einkaaðila selflytji fólk yfir hana á meðan á brúarsmíðinni stendur.

Meira en 100 enn saknað

Yfir eitt hundrað manns er enn saknað eftir að rússneskt skemmtiferðaskip sökk á innan við fimm mínútum í gær. Rússnesk yfirvöld eygja litla von til að finna fleiri á lífi eftir að skipið Bulgaria sökk í ánni Volgu í miðhluta Rússlands í gær.

Vopnuðum dönskum ungmennum fjölgar

Færst hefur vöxt að dönsk ungmenni beri skotvopn og hafa lögregluyfirvöld verulega áhyggjur af þróuninni. Í frétt Jótlandspóstsins um málið segir að það sé einfaldlega í tísku meðal unglinga að ganga með byssur. Það veiti viðkomandi ákveðna stöðu meðal annarra unglinga. Byssur hafa þannig leyst hnífa og önnur barefli að hólmi hvað þetta varðar.

Kveikt í útikömrum í Garðabæ

Kveikt var í þyrpingu af útikömrum úr plasti í grennd við Sjálandsskóla í Garðabæ í nótt og var kallað á slökkvilið um klukkan hálf fjögur. Kamrarnir voru alelda og að hruni komnir þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang og slökktu eldinn. Nálæg hús voru ekki í hættu.

Töluvert um skjálfta austan við Grímsey

Jarðskjálfti upp á 2,6 á Richter varð austur af Grímsey um klukkan hálf sex í morgun, en töluvet hefur verið um jarðskjálfta þar austur af síðasta sólarhringinn. Þeir hafa þó allir verið innan við tveir á Richter þar til í morgun. Þetta er þekkt skjálftasvæði og valda skjálftarnir jarðvísindamönnum ekki áhyggjum að svo komnu.

Fjögur af hverjum tíu líkum brennd

Bálförum hefur fjölgað stórlega í Reykjavík og er nú svo komið að fjögur af hverjum tíu líkum eru brennd fyrir útför, samkvæmt tölum frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma.

Geitungurinn að taka við sér

Tiltölulega lítið hefur farið fyrir geitungum það sem af er sumri en Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir að nú virðist vágestur þessi vera að taka við sér.

Kalla starfsmenn úr sumarleyfi til vinnu

Vegagerðin hefur kallað hátt í tuttugu manns úr sumarfríi til að vinna að smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl. Engin fljótvirkari lausn er til við þessar aðstæður en að reisa nýja brú og það tekur um tvær til þrjár vikur, segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

Síðasta ferð Atlantis vel heppnuð

Geimskutlan Atlantis lagði að alþjóðlegu geimstöðinni í gær 386 kílómetrum yfir Kyrrahafinu. Atlantis færir geimstöðinni birgðir sem eiga að endast í eitt ár. Verkefnið er hið síðasta sem framkvæmt verður af geimskutlum NASA, bandarísku geimaferðarstofnunarinnar, en að því loknu verður Atlantis tekin úr notkun, síðust geimskutlanna.

Koma sprengjuárgangnum fyrir

Útlit var fyrir að leikskólar Reykjavíkurborgar stæðu frammi fyrir plássleysi í haust. Ástæðan er sú að um 300 fleiri leikskólabörn eru í þeim árgangi sem nú er að koma inn í leikskólana en í þeim sem fer þaðan. Tekist hefur þó að ráða fram úr þessum vanda að sögn Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs.

Upplýsingalög verða skoðuð aftur í haust

Fræðimenn, blaðamenn og aðrir sem ekki fara með þau gögn hins opinbera sem undanþegin eru upplýsingarétti, svo sem um fjárhag einstaklinga, í samræmi við fyrirmæli stofnana geta átt yfir höfði sér fjársektir eða allt að þriggja ára fangelsisdóm, samkvæmt frumvarpi um ný upplýsingalög. Frumvarpið liggur nú á borði Allsherjarnefnd Alþingis.

Skemmtiferðaskip sökk í Rússlandi

Að minnsta kosti hundrað manns er saknað eftir að skemmtiferðaskip sökk í Volga ánni í Rússlandi, um það bil 750 kílómetrum frá höfuðborginni Moskvu. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum voru 180 um borð í skipinu þegar það sökk og vinna nú kafarar og björgunarsveitarmenn að því að reyna bjarga fólki. Talið er að lítil von sé að farþegarnir finnist á lífi.

Viktoría eignaðist dóttur í dag

David og Viktoría Beckham eignuðust dóttur í dag en stúlkan er fjórða barn þeirra hjóna. Barnið fæddist á sjúkrahúsi í Los Angeles heimaborg þeirra hjóna og var hún 3,4 kíló að þyngd. Ekki er búið að gefa henni nafn.

Gætu flutt fólk yfir Múlakvísl á trukkum

Verið er að skoða möguleika á að selflytja fólk yfir Múlakvísl með trukkum meðan verið er að reisa bráðabirgðabrú. Vegamálastjóri vísar því á bug að mistök hafi verið gerð við smíði brúarinnar, þó íbúar hafi talið hana of lága.

Biðin setur ferðaþjónustuna á hausinn

Algjört neyðarástand ríkir í ferðaþjónustunni vegna lokunar hringvegsins, en umferð verður ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Biðin setur greinina á hausinn segir framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar.

Þakkaði fyrir stuðning Íslendinga

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, þakkaði Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, fyrir stuðning Íslendinga og sagði að hann væri mikils metinn á fundi þeirra í Palestínu.

Þung umferð á Suðurlandi

Mikil umferð hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í dag en um tíu þúsund manns voru á útihátíð Gaddstaðaflötum við Hellu um helgina. Varðstjóri lögreglunnar segir að umferðin hafi gengið mjög vel fyrir sig og að ökumenn séu almennt þolinmóðir.

Þannig brúa herir stórfljót á 12 mínútum

Hermönnum í bandaríska þjóðvarðliðinu tókst á heræfingu fyrir tveimur árum að brúa Missouri-ána, eitt af stórfljótum Bandaríkjanna, á aðeins 12 mínútum og einni sekúndu. Það var gert með því að nota færanlega og fljótandi brú, sem sett var saman úr mörgum einingum.

Árni Þór þurfti að hætta keppni eftir tæplega 37 kílómetra

Árni Þór Árnason sundkappi þurfti að hætta sundi yfir Ermarsundið nú fyrir stundu. Á heimasíðu hans segir að axlarmeiðsl og miklir straumar þvingi hann til að taka þessa ákvörðun i samráði við skipstjórann og aðstoðarmenn sína um borð. Árni var búinn að synda í nákvæmlega 9 klukkutíma og 33 mínútur og lagt að baki 36,5 kílómetra.

"Eins og að vera á tónleikum í útlöndum“

"Við erum alveg í skýjunum bara, þetta gekk alveg vonum framar,“ segir Haraldur Ási Lárusson, einn aðstandenda Bestu útihátíðarinnar sem fór fram á Gaddstaðaflötum við Hellu um helgina. Hann segir að nú þurfi að taka sviðið niður og hreinsa til á svæðinu. "Við áætlum að vera búin að því fyrir klukkan ellefu í kvöld. Nú er starfsfólkið okkar bara að vakna og við erum að fara í þetta,“ segir hann.

Hvetja fólk til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað

Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur vegfarendur til að keyra varlega um hálendið og þá sérstaklega Fjallabaksleið nyrðri í ljósi þess að þjóðvegur eitt verður í sundur um sinn sunnan Mýrdalsjökuls. Búast má við aukinni umferð á svæðinu og jafnvel um Sprengisandsleiðina líka. Ferðmenn eru hvattir til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er í hann, til dæmis á heimasíðu vegagerðarinnar.

Bílbeltin björguðu

Þrjár stúlkur sluppu með minniháttar meiðsli þegar að bifreið þeirra valt í Kúgerði á Vatnsleysiströnd rétt fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var í fyrstu talið að slysið væri alvarlegt og voru sjúkraflutningamenn sendir frá Reykjavík og Keflavík. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að slysið var ekki alvarlegt en stúlkurnar þrjár voru þó fluttar til skoðunar á slysadeild. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að stúlkurnar hafi allar verið í bílbelti og það hafi tvímælalaust bjargað þeim að ekki fór verr.

Bíll valt á Landvegi

Bíll valt á Landvegi um klukkan tólf í dag en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að fimm hafi verið í bílnum. Ekki er vitað að svo stöddu hvort einhver hafi slasast í slysinu.

Sjá næstu 50 fréttir