Fleiri fréttir Mikil aukning á hjólreiðum í Reykjavík Mikil aukning hefur orðið á hjólreiðum í Reykjavík samkvæmt nýrri og viðamikilli ferðavenjukönnun sem gerð hefur verið fyrir höfuðborgarsvæðið. 3,8% aðspurðra fara allra ferða sinna á reiðhjóli, en aðeins 0,8 % svöruðu á þennan veg árið 2002 þegar sambærileg könnun var gerð. Talan hækkar í 4,6% ef aðeins svör Reykvíkinga eru skoðuð. Flestar ferðir voru farnar á reiðhjóli í Miðborginni, Vesturbæ, Laugardal og Árbæ eða 6-7%. 61% aðspurðra segjast hjóla allt árið um kring eða hluta úr ári, en 39% aldrei. 17.2.2012 14:06 Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17.2.2012 13:50 Fjöldi ökumanna ók of hratt á Neshaganum Brot 51 ökumanns var myndað á Neshaga í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Neshaga í vesturátt, við Melaskóla. 17.2.2012 12:47 Jóhanna tók á móti japanskri sendinefnd Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í morgun á móti sendinefnd frá Japan, sem leidd er af hópi japanskra þingmanna, með þátttöku fulltrúa japanskra fyrirtækja og stofnana. Þetta kemur fram á vef forsætisráðuneytisins. 17.2.2012 11:39 Ungir jafnaðarmenn vilja frjálsa opnunartíma skemmtistaða Hallveig Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, telja að opnun skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur eigi að vera gerð frjáls. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Þar segir ennfremur að stjórnin Hallveigar UJR telji að það sé ekki í verkahring borgaryfirvalda að stjórna opnun skemmtistaða. 17.2.2012 11:18 Frosti vill fá nefið sitt aftur Sá dularfulli atburður gerðist á dögunum að óprúttinn þjófur stal nefi af risastórum snjókarli sem er staðsettur á Ráðhústorginu á Akureyri. 17.2.2012 09:24 Menningarfylgd Birnu fagnar 10 ára afmæli sínu Á morgun, laugardag, fagnar Menningarfylgd Birnu ehf. tíu ára afmæli. Í tilefni afmælis býður Birna Þórðardóttir upp á klukkutíma afmælisgöngu um ljúfa staði miðborgarinnar. 17.2.2012 19:30 Ungir framsóknarmenn mótmæla hækkun bílastæðagjalda Stjórn félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík mótmælir öllum hugmyndum um hækkun bílastæðagjalda í miðborg Reykjavíkur. 17.2.2012 09:36 Fimm mánaða fangelsi fyrir rangar sakargiftir Rúmlega þrítugur karlmaður var dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn varð uppvís af því að aka margsinnis undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann braust inn á veitingastað en þaðan stal hann spilapeningum. 17.2.2012 09:19 Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17.2.2012 08:00 Smákökubakstur endaði með útkalli slökkviliðsins Smákökubakstur fór úr böndunum á Akureyri í gærkvöldi sem endaði með því að slökkviliðið var kallað á vettvang. 17.2.2012 07:27 Bílskúr brann til grunna Eldur kom upp í frístandandi bílskúr úr timbri við einbýlishús við Keilufell í Reykjavík um klukkan hálf tvö í nótt. 17.2.2012 07:22 Reyndu að fela fíkniefni í nærbuxunum Lögreglumönnum á Selfossi þótti mannskapurinn eitthvað grunsamlelgur, um borð í bíl sem þeir stöðvuðu við venjulegt eftirlit í gærkvöldi og var kallað eftir fíkniefnahundi til að kanna málið nánar. 17.2.2012 07:17 Vafasamt greiðslumat leysir fólk undan ábyrgð á lánum Héraðsdómur leysir mann undan ábyrgð á láni bróður síns því að Íslandsbanki á engin gögn um greiðslumat. Getur haft áhrif á fjölmarga, segir umboðsmaður skuldara. Fallið frá ábyrgð í þriðjungi vafamála. 17.2.2012 07:00 Ólíkar væntingar um vöxt fjárfestingar Talsverður munur er á nýbirtum hagvaxtarspám Seðlabankans og ASÍ. Seðlabankinn spáir 2,5% hagvexti á þessu ári en spá ASÍ hljóðar upp á 1,5% vöxt. Skýrist munurinn að stórum hluta af ólíkum væntingum um vöxt fjárfestingar í hagkerfinu. 17.2.2012 07:00 Kenna Íslendingum um að makrílviðræður fóru út um þúfur María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins og Lisbeth Berg Hansen sjávarútvegsráðherra Noregs kenna Íslendingum og Færeyingum um að viðræður um skiptingu makrílkvótans í Norð-austur Atlantshafi fóru út um þúfur í Reykjavík í gær. 17.2.2012 06:55 Lyf við ristruflunum í fæðubótarefnum Matvælastofnun varar við inntöku fjölda fæðubótarefna þar sem þau innihalda virk efni gegn ristruflunum. Neysla þeirra getur verið hættuleg. Efnin eru aðgengileg á netinu en ekki hafa borist upplýsingar um sölu þeirra hér á landi. 17.2.2012 06:30 Ný siglingaleið sögð hafa ráðið úrslitum Fraktskipið Brúarfoss missti vélarafl við Reykjanes og rak hratt að landi. Togarinn Höfrungur var tilbúinn til að draga skipið frá landi þegar vélar náðust í gang. Landhelgisgæslan telur breytta siglingaleið við landið hafa gert gæfumuninn. 17.2.2012 06:30 Deila um ábyrgð á lánsuppgjörum Þingmenn deila um hver beri ábyrgð á stöðu mála eftir gengislánadóm Hæstaréttar og raunar um hver sú ábyrgð sé. Stjórnarliðar segja hin ólöglegu lög hafa komið lántakendum til góða, en stjórnarandstæðingar segja fullkomna óvissu ríkja í skuldamálum. Þó stjórnarflokkarnir séu einhuga gæti málið aukið á erfiði þeirra sem er ærið fyrir. 17.2.2012 06:00 Gæsluþyrlan hefði þurft að ná í okkur Hafsteinn A. Hafsteinsson, skipstjóri á Brúarfossi, segir alveg ljóst að ef sigld hefði verið sú leið sem var farin við Suðvesturland árum saman hefði ekki gefist ráðrúm til að bjarga Brúarfossi í fyrrakvöld. „Ef þessu hefði ekki verið breytt hefði ég verið miklu nær landi. Við hefðum kannski haft klukkutíma til stefnu. Ekki finnst mér ólíklegt að þyrla hefði þurft að ná í okkur en það hefði farið illa fyrir verðmætunum, þó það sé ekki aðalmálið. En þetta fór sem betur fer vel.“ 17.2.2012 06:00 Bíleigendur búa við allt aðrar aðstæður hér en í útlöndum Þótt bensín sé dýrara í Noregi en hér segir framkvæmdastjóri FÍB Norðmenn að jafnaði helmingi fljótari að vinna fyrir lítranum. Bensínskattar hafa aukist um fjórðung frá 2008 og skattar á dísil um fimmtung. 17.2.2012 05:30 Mugison valinn flytjandi ársins á tónlistarverðlaunum X-ins 977 Mikið var um dýrðir þegar tónlistarverðlaun X-ins 977 voru afhent í kvöld á NASA. 16.2.2012 22:57 Hverjar eru skoðanir unglinga á kynlífi? Er æskilegt að bíða með að stunda kynlíf þangað til að ákveðnum aldri er náð? Hvernig eiga foreldrar að bregðast við? Ísland í dag spurði nemendur í tíunda bekk Snælandsskóla áleitinna spurninga um kynlíf unglinga. 16.2.2012 19:47 Paul McCartney hættur að reykja kannabis Bítillinn Paul McCartney hefur ákveðið að segja skilið við sinn innri hippa og ætlar að hætta að reykja kannabis. 16.2.2012 22:15 Vilja Náttúruminjasafn Íslands í Perluna Fimm félagasamtök á sviði náttúru- og umhverfisverndar og fagfélög kennara hafa sent stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og mennta- og menningarmálaráðherra áskorun vegna hugmynda um nýtingu Perlunnar undir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands. 16.2.2012 21:04 Segir ESB og Noreg verða að gefa eftir af veiðiheimildum Einar K. Guðfinnson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd Alþingis, segir að Evrópusambandið og Noregur hafi farið offorsi í samningaviðræðum strandríkjanna um makrílveiðar. 16.2.2012 20:41 Sakar Ögmund um vanþekkingu Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, fyrir ummæli sín um að hið opinbera hafi eignarhald á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýrinni. 16.2.2012 20:00 Isavia sér fram á stækkun Leifsstöðvar Ráðamenn Isavia sjá fram á enn meiri stækkun Leifsstöðvar á næstu árum og jafnvel smíði nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Kostnaður gæti orðið tíu milljarðar króna. 16.2.2012 19:15 "Forsetinn á ekki að tala í gátum" Það er ókurteisi af hálfu forsetans að gefa það ekki afdráttarlaust upp hvort hann ætli að sækjast eftir endurkjöri. Forsetinn eigi ekki að tala í gátum segir þingmaður Samfylkingarinnar. 16.2.2012 19:00 Makrílviðræðum lauk án árangurs Makrílviðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Noregs, Færeyja og Rússlands lauk í dag án árangurs. Aðalsamningamaður Íslands í viðræðunum segir það vonbrigði. 16.2.2012 18:34 Dómur Hæstaréttar gæti snert þriðjung heimila í landinu Hjónin sem unnu mál gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum í Hæstarétti í gær fá nærri 30 prósent af eftirstöðvum lánsins leiðrétt eftir dóminn. Dómurinn í gær gæti snert allt að þriðjung allra heimila í landinu. 16.2.2012 18:31 Áhrif gengisdómsins ekki jafn mikil og talið var Seðlabankastjóri segir áhrif gengisdómsins ekki verða jafn mikil og áður var talað um. Bankarnir vita hins vegar ekki enn hvaða samningar falla undir dóm Hæstaréttar eða hvernig eigi að haga endurútreikningi á þeim, mörg vafaatriði þurfi að leysa. 16.2.2012 18:30 Hvernig er best að hlaða snjallsímann? „Það er óþarfi að tæma rafhlöðu símans áður en hún er hlaðin á ný," sagði Magnús Viðar Skúlason hjá Hátækni. Magnús var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 16.2.2012 18:10 Vill verðtrygginguna burt og lánin leiðrétt "Í kjölfarið á niðurstöðu Hæstaréttar er meiri krafa frá almenningi um að verðtryggðu lánin verði leiðrétt.“ Þetta sagði Ólafur Garðarsson hjá Hagsmunasamtökum heimilanna í Reykjavík síðdegis í dag. 16.2.2012 17:47 Hegðun Isavia starfsmannsins telst ekki kynferðisleg áreitni Isavia, sem rekur flugvelli á Íslandi, var í Hæstarétti í dag sýknað af kröfu konu sem vann hjá fyrirtækinu vegna vangoldinna launa auk miskabóta vegna kynferðislegrar áreitni sem hún kvaðst hafa orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Konan byggði kröfu sína á því að viðbrögð fyrirtækisins hefðu ekki verið í samræmi við alvarleika málsins og breytingar hafi verið gerðar á starfi hennar svo að henni hafi verið gert ókleift að sinna því. 16.2.2012 17:04 Ökufantur á flótta fær tæplega sjö milljónir úr tryggingunum Hæstiréttur lækkaði bætur manns lítillega sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af vélhjóli sínu þar sem lögreglan veitti honum eftirför. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem dæmdi tryggingafélagið Vörð til þess að greiða manninum 7,3 milljónir króna út af slysinu og þurfti hann því að bera helminginn af skaðanum, en upphaflega áttu bæturnar að vera rúmar 14 milljónir króna. 16.2.2012 16:49 Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Birkir Árnason hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á útisalerni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu verslunarmannahelgi. Þetta er sama niðurstaða og Héraðsdómur Suðurlands hafði áður komist að. 16.2.2012 16:39 Lýst eftir Helenu Sól Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Helen Sól Fannarsdóttur, 16 ára. Hún er 162 sm á hæð, um 60 kg og með grænblá augu. 16.2.2012 16:24 Atvinnumenn að verki - tölvum og skjávörpum stolið fyrir milljónir "Þetta er mjög óþægileg tilfinning," segir Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans, en brotist var inn í skólann í nótt og þaðan stolið nánast öllum tækjabúnaði sem þar var að finna. Yfir tuttugu Mac-tölvur og skjávarpar voru teknir en þjófarnir brutu meðal annars upp stálhurð til að komast inn. Tjónið er á milljónum króna. 16.2.2012 14:49 Ekkert samkomulag um makrílinn - fundi lokið Lokafundi strandríkjanna fjögurra, Íslands, ESB, Noregs og Færeyja, auk Rússlands um stjórn markrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2012 lauk í dag í Reykjavík. "Því miður náðist ekki samkomulag á fundinum,“ segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. 16.2.2012 17:08 Áhugi á að endurbyggja Eden Nokkur áhugi virðist vera á að endurreisa Eden í Hveragerði samkvæmt nýjum pistli sem Aldís Hafsteinsdóttir skrifaði á bloggsvæði sitt í gær. Þar segist hún hafa átt nokkur símtöl þar sem rætt var við aðila um uppbyggingu Eden. 16.2.2012 14:38 Fjölskylduhjálp Íslands óskar eftir notuðum fötum Fjölskylduhjálp Íslands óskar eftir aðstoð almennings í átaki sínu, Enginn án matar á Íslandi árið 2012. Þannig hvetur fjölskylduhjálpin landsmenn til þess að finna til gömul föt sem þeir eru hættir að nota og gefa fjölskylduhjálp. 16.2.2012 14:23 Fékk kennsluverðlaun Orators Hafsteinn Þór Hauksson lektor við lagadeild Háskóla Íslands fékk afhent kennsluverðlaun Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, á hátíðarmálþingi sem fram fór í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Það var Kristel Finnbogadóttir, varaformaður Orators, sem afhenti verðlaunin. 16.2.2012 14:11 Ætlar að taka ár í að hjóla frá Íslandi til Kína "Ég reikna með að þetta taki svona tíu mánuði upp í ár" segir Símon Halldórsson, hjólreiðakappi, stálsmiður og vélstjóri, sem hyggst leggja í hjólreiðaferð frá Íslandi til Kína nú í lok mars. Símon hefur, að eigin sögn, gengið með þennan draum í maganum í mörg ár. Undirbúningurinn er búinn að taka hann um tvö ár í það heila og enn er fjöldi lausra enda sem á eftir að hnýta. 16.2.2012 13:15 Frjálsi greinir Hæstaréttardóminn - ekki unnt að meta fordæmisgildi Frjálsi Fjárfestingabankinn vinnur að nánari greiningu varðandi dóm hæstaréttar sem féll í gær, er varðar endurreikning og uppgjör gengistryggðs láns. 16.2.2012 12:53 Sjá næstu 50 fréttir
Mikil aukning á hjólreiðum í Reykjavík Mikil aukning hefur orðið á hjólreiðum í Reykjavík samkvæmt nýrri og viðamikilli ferðavenjukönnun sem gerð hefur verið fyrir höfuðborgarsvæðið. 3,8% aðspurðra fara allra ferða sinna á reiðhjóli, en aðeins 0,8 % svöruðu á þennan veg árið 2002 þegar sambærileg könnun var gerð. Talan hækkar í 4,6% ef aðeins svör Reykvíkinga eru skoðuð. Flestar ferðir voru farnar á reiðhjóli í Miðborginni, Vesturbæ, Laugardal og Árbæ eða 6-7%. 61% aðspurðra segjast hjóla allt árið um kring eða hluta úr ári, en 39% aldrei. 17.2.2012 14:06
Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17.2.2012 13:50
Fjöldi ökumanna ók of hratt á Neshaganum Brot 51 ökumanns var myndað á Neshaga í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Neshaga í vesturátt, við Melaskóla. 17.2.2012 12:47
Jóhanna tók á móti japanskri sendinefnd Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í morgun á móti sendinefnd frá Japan, sem leidd er af hópi japanskra þingmanna, með þátttöku fulltrúa japanskra fyrirtækja og stofnana. Þetta kemur fram á vef forsætisráðuneytisins. 17.2.2012 11:39
Ungir jafnaðarmenn vilja frjálsa opnunartíma skemmtistaða Hallveig Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, telja að opnun skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur eigi að vera gerð frjáls. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Þar segir ennfremur að stjórnin Hallveigar UJR telji að það sé ekki í verkahring borgaryfirvalda að stjórna opnun skemmtistaða. 17.2.2012 11:18
Frosti vill fá nefið sitt aftur Sá dularfulli atburður gerðist á dögunum að óprúttinn þjófur stal nefi af risastórum snjókarli sem er staðsettur á Ráðhústorginu á Akureyri. 17.2.2012 09:24
Menningarfylgd Birnu fagnar 10 ára afmæli sínu Á morgun, laugardag, fagnar Menningarfylgd Birnu ehf. tíu ára afmæli. Í tilefni afmælis býður Birna Þórðardóttir upp á klukkutíma afmælisgöngu um ljúfa staði miðborgarinnar. 17.2.2012 19:30
Ungir framsóknarmenn mótmæla hækkun bílastæðagjalda Stjórn félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík mótmælir öllum hugmyndum um hækkun bílastæðagjalda í miðborg Reykjavíkur. 17.2.2012 09:36
Fimm mánaða fangelsi fyrir rangar sakargiftir Rúmlega þrítugur karlmaður var dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn varð uppvís af því að aka margsinnis undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann braust inn á veitingastað en þaðan stal hann spilapeningum. 17.2.2012 09:19
Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17.2.2012 08:00
Smákökubakstur endaði með útkalli slökkviliðsins Smákökubakstur fór úr böndunum á Akureyri í gærkvöldi sem endaði með því að slökkviliðið var kallað á vettvang. 17.2.2012 07:27
Bílskúr brann til grunna Eldur kom upp í frístandandi bílskúr úr timbri við einbýlishús við Keilufell í Reykjavík um klukkan hálf tvö í nótt. 17.2.2012 07:22
Reyndu að fela fíkniefni í nærbuxunum Lögreglumönnum á Selfossi þótti mannskapurinn eitthvað grunsamlelgur, um borð í bíl sem þeir stöðvuðu við venjulegt eftirlit í gærkvöldi og var kallað eftir fíkniefnahundi til að kanna málið nánar. 17.2.2012 07:17
Vafasamt greiðslumat leysir fólk undan ábyrgð á lánum Héraðsdómur leysir mann undan ábyrgð á láni bróður síns því að Íslandsbanki á engin gögn um greiðslumat. Getur haft áhrif á fjölmarga, segir umboðsmaður skuldara. Fallið frá ábyrgð í þriðjungi vafamála. 17.2.2012 07:00
Ólíkar væntingar um vöxt fjárfestingar Talsverður munur er á nýbirtum hagvaxtarspám Seðlabankans og ASÍ. Seðlabankinn spáir 2,5% hagvexti á þessu ári en spá ASÍ hljóðar upp á 1,5% vöxt. Skýrist munurinn að stórum hluta af ólíkum væntingum um vöxt fjárfestingar í hagkerfinu. 17.2.2012 07:00
Kenna Íslendingum um að makrílviðræður fóru út um þúfur María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins og Lisbeth Berg Hansen sjávarútvegsráðherra Noregs kenna Íslendingum og Færeyingum um að viðræður um skiptingu makrílkvótans í Norð-austur Atlantshafi fóru út um þúfur í Reykjavík í gær. 17.2.2012 06:55
Lyf við ristruflunum í fæðubótarefnum Matvælastofnun varar við inntöku fjölda fæðubótarefna þar sem þau innihalda virk efni gegn ristruflunum. Neysla þeirra getur verið hættuleg. Efnin eru aðgengileg á netinu en ekki hafa borist upplýsingar um sölu þeirra hér á landi. 17.2.2012 06:30
Ný siglingaleið sögð hafa ráðið úrslitum Fraktskipið Brúarfoss missti vélarafl við Reykjanes og rak hratt að landi. Togarinn Höfrungur var tilbúinn til að draga skipið frá landi þegar vélar náðust í gang. Landhelgisgæslan telur breytta siglingaleið við landið hafa gert gæfumuninn. 17.2.2012 06:30
Deila um ábyrgð á lánsuppgjörum Þingmenn deila um hver beri ábyrgð á stöðu mála eftir gengislánadóm Hæstaréttar og raunar um hver sú ábyrgð sé. Stjórnarliðar segja hin ólöglegu lög hafa komið lántakendum til góða, en stjórnarandstæðingar segja fullkomna óvissu ríkja í skuldamálum. Þó stjórnarflokkarnir séu einhuga gæti málið aukið á erfiði þeirra sem er ærið fyrir. 17.2.2012 06:00
Gæsluþyrlan hefði þurft að ná í okkur Hafsteinn A. Hafsteinsson, skipstjóri á Brúarfossi, segir alveg ljóst að ef sigld hefði verið sú leið sem var farin við Suðvesturland árum saman hefði ekki gefist ráðrúm til að bjarga Brúarfossi í fyrrakvöld. „Ef þessu hefði ekki verið breytt hefði ég verið miklu nær landi. Við hefðum kannski haft klukkutíma til stefnu. Ekki finnst mér ólíklegt að þyrla hefði þurft að ná í okkur en það hefði farið illa fyrir verðmætunum, þó það sé ekki aðalmálið. En þetta fór sem betur fer vel.“ 17.2.2012 06:00
Bíleigendur búa við allt aðrar aðstæður hér en í útlöndum Þótt bensín sé dýrara í Noregi en hér segir framkvæmdastjóri FÍB Norðmenn að jafnaði helmingi fljótari að vinna fyrir lítranum. Bensínskattar hafa aukist um fjórðung frá 2008 og skattar á dísil um fimmtung. 17.2.2012 05:30
Mugison valinn flytjandi ársins á tónlistarverðlaunum X-ins 977 Mikið var um dýrðir þegar tónlistarverðlaun X-ins 977 voru afhent í kvöld á NASA. 16.2.2012 22:57
Hverjar eru skoðanir unglinga á kynlífi? Er æskilegt að bíða með að stunda kynlíf þangað til að ákveðnum aldri er náð? Hvernig eiga foreldrar að bregðast við? Ísland í dag spurði nemendur í tíunda bekk Snælandsskóla áleitinna spurninga um kynlíf unglinga. 16.2.2012 19:47
Paul McCartney hættur að reykja kannabis Bítillinn Paul McCartney hefur ákveðið að segja skilið við sinn innri hippa og ætlar að hætta að reykja kannabis. 16.2.2012 22:15
Vilja Náttúruminjasafn Íslands í Perluna Fimm félagasamtök á sviði náttúru- og umhverfisverndar og fagfélög kennara hafa sent stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og mennta- og menningarmálaráðherra áskorun vegna hugmynda um nýtingu Perlunnar undir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands. 16.2.2012 21:04
Segir ESB og Noreg verða að gefa eftir af veiðiheimildum Einar K. Guðfinnson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd Alþingis, segir að Evrópusambandið og Noregur hafi farið offorsi í samningaviðræðum strandríkjanna um makrílveiðar. 16.2.2012 20:41
Sakar Ögmund um vanþekkingu Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, fyrir ummæli sín um að hið opinbera hafi eignarhald á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýrinni. 16.2.2012 20:00
Isavia sér fram á stækkun Leifsstöðvar Ráðamenn Isavia sjá fram á enn meiri stækkun Leifsstöðvar á næstu árum og jafnvel smíði nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Kostnaður gæti orðið tíu milljarðar króna. 16.2.2012 19:15
"Forsetinn á ekki að tala í gátum" Það er ókurteisi af hálfu forsetans að gefa það ekki afdráttarlaust upp hvort hann ætli að sækjast eftir endurkjöri. Forsetinn eigi ekki að tala í gátum segir þingmaður Samfylkingarinnar. 16.2.2012 19:00
Makrílviðræðum lauk án árangurs Makrílviðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Noregs, Færeyja og Rússlands lauk í dag án árangurs. Aðalsamningamaður Íslands í viðræðunum segir það vonbrigði. 16.2.2012 18:34
Dómur Hæstaréttar gæti snert þriðjung heimila í landinu Hjónin sem unnu mál gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum í Hæstarétti í gær fá nærri 30 prósent af eftirstöðvum lánsins leiðrétt eftir dóminn. Dómurinn í gær gæti snert allt að þriðjung allra heimila í landinu. 16.2.2012 18:31
Áhrif gengisdómsins ekki jafn mikil og talið var Seðlabankastjóri segir áhrif gengisdómsins ekki verða jafn mikil og áður var talað um. Bankarnir vita hins vegar ekki enn hvaða samningar falla undir dóm Hæstaréttar eða hvernig eigi að haga endurútreikningi á þeim, mörg vafaatriði þurfi að leysa. 16.2.2012 18:30
Hvernig er best að hlaða snjallsímann? „Það er óþarfi að tæma rafhlöðu símans áður en hún er hlaðin á ný," sagði Magnús Viðar Skúlason hjá Hátækni. Magnús var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 16.2.2012 18:10
Vill verðtrygginguna burt og lánin leiðrétt "Í kjölfarið á niðurstöðu Hæstaréttar er meiri krafa frá almenningi um að verðtryggðu lánin verði leiðrétt.“ Þetta sagði Ólafur Garðarsson hjá Hagsmunasamtökum heimilanna í Reykjavík síðdegis í dag. 16.2.2012 17:47
Hegðun Isavia starfsmannsins telst ekki kynferðisleg áreitni Isavia, sem rekur flugvelli á Íslandi, var í Hæstarétti í dag sýknað af kröfu konu sem vann hjá fyrirtækinu vegna vangoldinna launa auk miskabóta vegna kynferðislegrar áreitni sem hún kvaðst hafa orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Konan byggði kröfu sína á því að viðbrögð fyrirtækisins hefðu ekki verið í samræmi við alvarleika málsins og breytingar hafi verið gerðar á starfi hennar svo að henni hafi verið gert ókleift að sinna því. 16.2.2012 17:04
Ökufantur á flótta fær tæplega sjö milljónir úr tryggingunum Hæstiréttur lækkaði bætur manns lítillega sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af vélhjóli sínu þar sem lögreglan veitti honum eftirför. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem dæmdi tryggingafélagið Vörð til þess að greiða manninum 7,3 milljónir króna út af slysinu og þurfti hann því að bera helminginn af skaðanum, en upphaflega áttu bæturnar að vera rúmar 14 milljónir króna. 16.2.2012 16:49
Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Birkir Árnason hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á útisalerni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu verslunarmannahelgi. Þetta er sama niðurstaða og Héraðsdómur Suðurlands hafði áður komist að. 16.2.2012 16:39
Lýst eftir Helenu Sól Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Helen Sól Fannarsdóttur, 16 ára. Hún er 162 sm á hæð, um 60 kg og með grænblá augu. 16.2.2012 16:24
Atvinnumenn að verki - tölvum og skjávörpum stolið fyrir milljónir "Þetta er mjög óþægileg tilfinning," segir Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans, en brotist var inn í skólann í nótt og þaðan stolið nánast öllum tækjabúnaði sem þar var að finna. Yfir tuttugu Mac-tölvur og skjávarpar voru teknir en þjófarnir brutu meðal annars upp stálhurð til að komast inn. Tjónið er á milljónum króna. 16.2.2012 14:49
Ekkert samkomulag um makrílinn - fundi lokið Lokafundi strandríkjanna fjögurra, Íslands, ESB, Noregs og Færeyja, auk Rússlands um stjórn markrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2012 lauk í dag í Reykjavík. "Því miður náðist ekki samkomulag á fundinum,“ segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. 16.2.2012 17:08
Áhugi á að endurbyggja Eden Nokkur áhugi virðist vera á að endurreisa Eden í Hveragerði samkvæmt nýjum pistli sem Aldís Hafsteinsdóttir skrifaði á bloggsvæði sitt í gær. Þar segist hún hafa átt nokkur símtöl þar sem rætt var við aðila um uppbyggingu Eden. 16.2.2012 14:38
Fjölskylduhjálp Íslands óskar eftir notuðum fötum Fjölskylduhjálp Íslands óskar eftir aðstoð almennings í átaki sínu, Enginn án matar á Íslandi árið 2012. Þannig hvetur fjölskylduhjálpin landsmenn til þess að finna til gömul föt sem þeir eru hættir að nota og gefa fjölskylduhjálp. 16.2.2012 14:23
Fékk kennsluverðlaun Orators Hafsteinn Þór Hauksson lektor við lagadeild Háskóla Íslands fékk afhent kennsluverðlaun Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, á hátíðarmálþingi sem fram fór í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Það var Kristel Finnbogadóttir, varaformaður Orators, sem afhenti verðlaunin. 16.2.2012 14:11
Ætlar að taka ár í að hjóla frá Íslandi til Kína "Ég reikna með að þetta taki svona tíu mánuði upp í ár" segir Símon Halldórsson, hjólreiðakappi, stálsmiður og vélstjóri, sem hyggst leggja í hjólreiðaferð frá Íslandi til Kína nú í lok mars. Símon hefur, að eigin sögn, gengið með þennan draum í maganum í mörg ár. Undirbúningurinn er búinn að taka hann um tvö ár í það heila og enn er fjöldi lausra enda sem á eftir að hnýta. 16.2.2012 13:15
Frjálsi greinir Hæstaréttardóminn - ekki unnt að meta fordæmisgildi Frjálsi Fjárfestingabankinn vinnur að nánari greiningu varðandi dóm hæstaréttar sem féll í gær, er varðar endurreikning og uppgjör gengistryggðs láns. 16.2.2012 12:53