Fleiri fréttir Steingrímur: Alger óvissa um fordæmisgildi dómsins Dómur Hæstaréttar um vexti frá því í gær er mjög einstaklingsbundinn og erfitt að meta hve víðtækt fordæmisgildi hans er, sagði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í dag. Hann flutti skýrslu fyrir Alþingi um dóminn og fara fram umræður um hana. 16.2.2012 11:46 Vilja auka samstarf skóla og Húsdýragarðsins Stefnt er að því að auka samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og styrkja þannig fræðsluhlutverk garðsins. 16.2.2012 10:47 Nokkur fíkniefnamál í gærkvöldi og nótt Fíkniefni komu við sögu í nokkrum verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gærkvöldi og í nótt. 16.2.2012 07:39 Erlendir ferðamenn fastir á Hellisheiði Tveir erlendir ferðamenn óskuðu eftir hjálp um þrjúleitið í nótt, þar sem þeir sátu fastir í snjó í bíl sínum á Hellisheiði. 16.2.2012 07:26 Steingrímur flytur skýrslu um Hæstaréttardóminn í dag Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, mun flytja munnlega skýrslu um dóm Hæstaréttar um gjaldeyrislán á Alþingi í dag. 16.2.2012 07:04 Vandamál sem verður að tækla „Í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Þetta er það sem við erum búin að vera að reyna að hamra á í allri umræðu,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, formaðurSamtakanna "78, um niðurstöður nýlegrar rannsóknar um líðan unglinga á Íslandi. 16.2.2012 07:00 Brúarfoss hársbreidd frá strandi við Reykjanes Flutningaskipið Brúarfoss, með ellefu manna íslenska áhöfn,var hætt komið við Reykjanes í nótt þegar bilun varð í vélbúnaði og skipið rak að landi í vestan hvassviðri og sjö metra ölduhæð. 16.2.2012 06:56 Skinnaiðnaður eflist á Íslandi Útlit er fyrir að yfirgnæfandi meirihluti alls gæruskinns sem er sútaður hérlendis á árinu, eða um 95 prósent, verði fluttur úr landi. Þannig verða 75 þúsund mokkaskinn seld ytra en það er tæplega helmings aukning miðað við í fyrra. 16.2.2012 06:30 Ríkisstofnanir skila áætlunum of seint Ríkisendurskoðun gagnrýnir þann misbrest sem er á því að stofnanir ríkisins skili rekstraráætlunum sínum á réttum tíma. Einnig að tvær af hverjum þremur stofnunum fari inn í fjárlagaárið án samþykktrar rekstraráætlunar. 16.2.2012 06:30 Innlendir orkugjafar verða efldir Dregið verður úr innflutningi jarðefnaeldsneytis og framleiðsla innlendra orkugjafa efld. Hugað verður að flutningi raforku til Evrópu um sæstreng og hagkvæmni mun ráða orkuframleiðslu. Þetta kemur fram í skýrslu um orkustefnu Íslands. Gagnrýnendur segja hana leggja til hærra raforkuverð og skorta raunhæfar tillögur. 16.2.2012 06:00 Íbúar þreyttir á ýlfri frá Norðurturninum Talsmenn lóðarfélags í Lindasmára segja ýlfur og hvin frá hálfbyggðum turni við Smáralind taka á taugar íbúa í nágrenninu. Fólk hrökkvi upp af svefni þegar hvessi að nóttu til. Vindsveipir feyki nú stöðugt rusli að íbúðarblokkunum. 16.2.2012 06:00 Gjöld á flug komin að ýtrustu mörkum Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir svo kunna að vera að gjöld á innanlandsflug séu komin á ýtrustu mörk. Hann varar þó við miklum upphrópunum varðandi málið og segir gjöldin hafa hækkað minna en vísitalan síðustu ár. Málið var rætt á Alþingi í gær. 16.2.2012 05:30 Hending að ekki hlaust af bani Mál rúmlega tvítugs manns sem stakk annan með hnífi í Kópavogi aðfaranótt 3. febrúar er rannsakað sem tilraun til manndráps. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði, sem Hæstiréttur staðfesti í fyrradag. 16.2.2012 05:30 Fjórtán ára og með þrjár háskólagráður Fjórtán ára piltur í Bandaríkjunum mun á næstu dögum fá sína þriðju gráðu frá háskólanum í Kaliforníu. Hann hefur óbeit á því að vera kallaður snillingur. 15.2.2012 21:30 Nærmynd af Baltasar Kormáki Velgengni kvikmyndarinnar Contraband hefur gert leikstjórann Baltasar Kormák að rísandi stjörnu í Hollywood. Nærmynd af kappanum var frumsýnd í Íslandi í dag og hana má sjá hér að ofan. 15.2.2012 20:45 Tökulið Game of Thrones snýr aftur Möguleiki er á því að framhald verði á tökum þáttanna Game of Thrones hér á landi í sumar og í haust. Íslenskur aukaleikari segir það hafa verið kyngimagnað að taka þátt í verkefninu. 15.2.2012 20:00 Lögreglan leitar árásarmanns á menntaskólaaldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að pilti á menntaskólaaldri sem réðst á þrettán ára dreng við Laugardalsvöllinn í gær. 15.2.2012 19:30 "Krónan er uppspretta illinda" Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði í ræðu á Viðskiptaþingi í dag íslensku krónuna vera uppsprettu illinda í íslensku samfélagi. Hún væri eins og fíll inn í stofu á heimilum fólks og það eina sem fólkið gerði væri að moka því út sem kæmi úr afturenda hans. Nauðsynlegt væri að tengjast stærra myntsamstarfi. 15.2.2012 19:15 Grunuð um hrottalega líkamsárás Foringi Hells Angels og þrír aðilar til viðbótar sem allir tengjast samtökunum voru í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald en þau eru grunuð um aðild að hrottalegri líkamsárás í hafnarfirði skömmu fyrir jól. 15.2.2012 19:15 Glæsihótel á leynistað á Suðurnesjum Smíði ferðamannaþorps, með stóru hóteli og tugum smáhýsa, er í undirbúningi á einum hrjóstrugasta og fáfarnasta stað Suðurnesja. Stefnt er að því að fjögurra milljarða króna framkvæmdir hefjist í byrjun næsta árs. Svæðið er vestan við Keflavíkurflugvöll, við Ósa, milli Hafna og Sandgerðis, og var bannsvæði meðan herstöðin var starfrækt en varð ekki vel aðgengilegt almenningi fyrr en nýr hringvegur opnaðist fyrir fjórum árum. 15.2.2012 19:12 Útreikningar gengislána í uppnámi Útreikningar á tugum þúsunda ólöglegra gengislána eru í uppnámi eftir að Hæstiréttur dæmdi nú síðdegis að óheimilt hafi verið að reikna seðlabankavexti afturvirkt á lán hjóna hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Mikill sigur, segir Formaður hagsmunasamtaka heimilanna sem ásamt talsmanni neytenda furðar sig á klúðri alþingis við lagasetningu um endurútreikninga. 15.2.2012 19:02 Álver á Bakka aftur til skoðunar Álver á Bakka er aftur komið til skoðunar og hefur Landsvirkjun hafið viðræður við svissneskt fyrirtæki sem vill reisa 180 þúsund tonna álver við Húsavík. Ráðamenn fyrirtækisins flugu til Norðurlands í gær á einkaþotu til að skoða aðstæður. 15.2.2012 18:41 Viðbrögð við dómi Hæstaréttar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði nú klukkan fimm vegna niðurstöðu Hæstaréttar. Á fundinn voru kallaðir fulltrúar Seðlabanka, Fjármálaeftirlitsins og Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins en Helgi Hjörvar formaður nefndarinnar hafði fyrir mánuði síðan óskað eftir að þessar stofnanir myndu reikna út áhrif þess að dómurinn félli á þennan veg. 15.2.2012 18:38 "Dómurinn kom á óvart" Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði að dómur hæstaréttar hafi komið sér á óvart. 15.2.2012 18:28 "Við viljum auka flæði bíla í borginni" Karl Sigurðsson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann var spurður út í áætlaðar hækkanir á stöðumælagjaldi. 15.2.2012 18:01 Vigdís vill ríkisstjórnina burt "Lagasetningin fór gegn lögum og stjórnarskrá og ríkisstjórnin hefur í enn eitt skiptið fengið dóm hæstaréttar yfir sig,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. 15.2.2012 17:37 DV: Ásakanir Bjarna alvarlegar Ritstjórar DV segir að ásakanir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að blaðið væri að ganga erinda Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, séu alvarlegar og vega að trúverðugleika blaðsins. DV hefur fjallað ítarlega um aðkomu Bjarna að lánveitingum Milestone og Glitnis, auk sölu hans á hlutabréfum í Glitni árið 2008. Blaðið segir að umfjöllunin byggi á fjölda staðreynda og gagna. 15.2.2012 17:00 Forstjóri Landsbankans: "Þetta hefur áhrif á bankann“ Steinþór Pálsson forstjóri Landsbankans segir að nýfallinn dómur Hæsraréttar varðandi gengislán og vexti af þeim komi á óvart. 15.2.2012 16:52 "Nú þarf að reikna allt upp á nýtt“ Guðmundur Andri Skúlason hjá samtökum lánþega segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar sé gríðarlegt fagnaðarefni en fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningsvextir skuli gilda á erlendum lánum, en ekki vextir Seðlabankans eins og áður hafði verið ákveðið. 15.2.2012 16:29 Vítisenglar áfram í varðhaldi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir fjórum einstaklingum sem grunaðir eru um alvarlega líkamsárás í Hafnarfirði 22. desember síðastliðinn. Þá var ráðist á konu í Vallahverfi og gengið í skrokk á henni. Hún var flutt alvarlega slösuð á slysadeild en hún mun hafa verið meðvitundarlaus þegar að henni var komið. 15.2.2012 14:51 Nöfn þeirra sem sátu í dómnefndinni "Niðurstaðan var að fá samþykki hjá öllum þeim sem sátu í dómnefndinni," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Ákveðið hefur verið að birta nöfn þeirra sjö aðila sem sátu í dómnefndinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn síðastliðinn. 15.2.2012 13:46 Gréta Salóme: Þvæla að lagið sé stolið "Ég var tólf ára þegar þetta lag var samið og ég var að heyra það í fyrsta skiptið núna,“ segir Gréta Salóme Stefánsdóttir, höfundur og annar flytjandi lagsins Mundu eftir mér, sem sigraði Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Aðstandendur vefsíðunnar Nýtónlist.net halda því fram að lagið sé sláandi líkt laginu Álfakóngurinn, sem kom út árið 1998. Höfundur lagsins segir lögin ekki lík. 15.2.2012 11:41 Keflavíkurflugvöllur veitti bestu þjónustuna Keflavíkurflugvöllur veitti besta þjónustu evrópskra flugvalla með undir 2 milljónum farþega á ári að mati þátttakenda í könnun alþjóðasamtaka flugvalla, Airports Council International. Í tilkynningu frá Isavia segir að flugvöllurinn hafi raunar fengið flest heildarstig allra evrópskra flugvalla líkt og árið 2009 en taldist nú í nýjum flokki smærri flugvalla sem ekki koma til álita í fyrsta sæti allra flugvalla. 15.2.2012 15:55 Tæplega 300 létust í fangelsisbruna Að minnsta kosti 272 eru látnir eftir stórbruna í fangelsi í Hondúras. Sumir fanganna náðu að bjarga sér með því að rjúfa gat á þak fangelsins og stökkva af þakinu. Tugir fanga voru hinsvegar lokaðir inni í klefum sínum og áttu sér því enga undankomu auðið. 15.2.2012 13:14 Felldu niður fasteignagjöld á eldri borgara Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum í gær að fella niður fasteignagjöld á Vestmannaeyinga sem náð hafa 70 ára aldri. Í fundargerð bæjarráðs segir að þetta sér gert vegna sterks reksturs bæjarsjóðs á síðasta ári sem hafi búið til aukið svigrúm til að lækka álögur á eldri borgara með það fyrir augum að gera þeim kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði. Í fundargerðinni er tekið fram að þetta nái einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í og gildir þegar annað hjóna eða sambúðaraðili hefur náð 70 ára aldri. 15.2.2012 13:00 Ræktaði kannabis í blokk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Garðabæ í fyrradag. Eftir húsleit var lagt hald á 20 kannabisplöntur og nokkra tugi gramma af marijúana. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. 15.2.2012 12:56 Reynt að bjarga kísilveri í Helguvík Stefnt er að því að drög að breyttum orkusamningi við Íslenska kísilfélagið verði lögð fyrir stjórnarfund Landsvirkjunar á föstudag í því skyni að bjarga verkefninu, en lokafrestur, sem Landsvirkjun veitti bandarískum fjárfestum, rennur út í dag. 15.2.2012 11:59 Sakargiftir voru fyrndar Ástæða þess að Sigríður J. Friðjónsdóttir ákvað að fella niður sakamál gegn lögreglunni eftir að hún fór með myndatökumenn Kastljóss í húsleit í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu var fyrning sakargiftanna. Sigríður segir að Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni hefði átt að vera þetta ljóst hefði hann lesið bréf ríkissaksóknara frá 27. janúar síðastliðinn. 15.2.2012 11:38 Lömdu mann með felgulykli í höfuðið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun tvo menn á þrítugsaldri í 12 mánaða fangelsi fyrir alvarlega árás á annan mann á bensínstöð Olís við Skúlagötu í Reykjavík í júlí 2009. Níu mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. 15.2.2012 10:57 Vilja hækka stöðumælagjaldið Til stendur að hækka stöðumælagjaldið í miðborg Reykjavíkur og lengja gjaldskyldan tíma. Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að beina þessum tillögum til borgarráðs. 15.2.2012 10:47 Milljónir barna munu líða fyrir vannæringu Áætla má að 450 milljónir barna í heiminum muni líða fyrir líkamlegan og andlegan vanþroska af völdum vannæringar á næstu 15 árum fari stjórnvöld ríkja í heiminum ekki að standa við skuldbindingar sínar um að sporna við matvælakreppu. Þetta eru niðurstöður skýrslu Barnaheilla - Save the Children sem kynnt verður í dag. 15.2.2012 09:55 Tveir þriðju til útlanda í fyrra FerðamálUm níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, samkvæmt könnun sem MMR vann fyrir Ferðamálastofu. Hlutfallið er svipað og síðustu ár. 15.2.2012 08:30 Læknafélagið snýr út úr ummælum Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), snýr út úr ummælum staðgengils skattrannsóknarstjóra ríkisins, Gunnars Thorberg, í bréfi til embættisins á föstudaginn. Þetta er mat Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra sem greint var frá í fréttum Bylgjunnar í gær. 15.2.2012 08:00 Smáralind heimtar turn upp eða niður Eigendur Smáralindar vilja að Kópavogsbær þvingi kröfuhafa Norðurturnsins til að ljúka við að reisa turninn eða rífa hann. Þrotabú turnsins telur Smáralind hins vegar skulda því 1,3 milljarða króna. Lausn virðist ekki í augsýn á næstunni. 15.2.2012 08:00 Spyr hvort hægt sé að gera tæra laxveiðiperlu úr Þjórsá Rannsókn á því hvort gera megi Þjórsá að veiðiparadís með minni framburði, er verðugt verkefni að mati Orra Vigfússonar, formanns NASF. Fyrsta skref yrði mat sérfræðinga á því hvort hugmyndin sé raunhæf. 15.2.2012 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Steingrímur: Alger óvissa um fordæmisgildi dómsins Dómur Hæstaréttar um vexti frá því í gær er mjög einstaklingsbundinn og erfitt að meta hve víðtækt fordæmisgildi hans er, sagði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í dag. Hann flutti skýrslu fyrir Alþingi um dóminn og fara fram umræður um hana. 16.2.2012 11:46
Vilja auka samstarf skóla og Húsdýragarðsins Stefnt er að því að auka samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og styrkja þannig fræðsluhlutverk garðsins. 16.2.2012 10:47
Nokkur fíkniefnamál í gærkvöldi og nótt Fíkniefni komu við sögu í nokkrum verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gærkvöldi og í nótt. 16.2.2012 07:39
Erlendir ferðamenn fastir á Hellisheiði Tveir erlendir ferðamenn óskuðu eftir hjálp um þrjúleitið í nótt, þar sem þeir sátu fastir í snjó í bíl sínum á Hellisheiði. 16.2.2012 07:26
Steingrímur flytur skýrslu um Hæstaréttardóminn í dag Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, mun flytja munnlega skýrslu um dóm Hæstaréttar um gjaldeyrislán á Alþingi í dag. 16.2.2012 07:04
Vandamál sem verður að tækla „Í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Þetta er það sem við erum búin að vera að reyna að hamra á í allri umræðu,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, formaðurSamtakanna "78, um niðurstöður nýlegrar rannsóknar um líðan unglinga á Íslandi. 16.2.2012 07:00
Brúarfoss hársbreidd frá strandi við Reykjanes Flutningaskipið Brúarfoss, með ellefu manna íslenska áhöfn,var hætt komið við Reykjanes í nótt þegar bilun varð í vélbúnaði og skipið rak að landi í vestan hvassviðri og sjö metra ölduhæð. 16.2.2012 06:56
Skinnaiðnaður eflist á Íslandi Útlit er fyrir að yfirgnæfandi meirihluti alls gæruskinns sem er sútaður hérlendis á árinu, eða um 95 prósent, verði fluttur úr landi. Þannig verða 75 þúsund mokkaskinn seld ytra en það er tæplega helmings aukning miðað við í fyrra. 16.2.2012 06:30
Ríkisstofnanir skila áætlunum of seint Ríkisendurskoðun gagnrýnir þann misbrest sem er á því að stofnanir ríkisins skili rekstraráætlunum sínum á réttum tíma. Einnig að tvær af hverjum þremur stofnunum fari inn í fjárlagaárið án samþykktrar rekstraráætlunar. 16.2.2012 06:30
Innlendir orkugjafar verða efldir Dregið verður úr innflutningi jarðefnaeldsneytis og framleiðsla innlendra orkugjafa efld. Hugað verður að flutningi raforku til Evrópu um sæstreng og hagkvæmni mun ráða orkuframleiðslu. Þetta kemur fram í skýrslu um orkustefnu Íslands. Gagnrýnendur segja hana leggja til hærra raforkuverð og skorta raunhæfar tillögur. 16.2.2012 06:00
Íbúar þreyttir á ýlfri frá Norðurturninum Talsmenn lóðarfélags í Lindasmára segja ýlfur og hvin frá hálfbyggðum turni við Smáralind taka á taugar íbúa í nágrenninu. Fólk hrökkvi upp af svefni þegar hvessi að nóttu til. Vindsveipir feyki nú stöðugt rusli að íbúðarblokkunum. 16.2.2012 06:00
Gjöld á flug komin að ýtrustu mörkum Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir svo kunna að vera að gjöld á innanlandsflug séu komin á ýtrustu mörk. Hann varar þó við miklum upphrópunum varðandi málið og segir gjöldin hafa hækkað minna en vísitalan síðustu ár. Málið var rætt á Alþingi í gær. 16.2.2012 05:30
Hending að ekki hlaust af bani Mál rúmlega tvítugs manns sem stakk annan með hnífi í Kópavogi aðfaranótt 3. febrúar er rannsakað sem tilraun til manndráps. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði, sem Hæstiréttur staðfesti í fyrradag. 16.2.2012 05:30
Fjórtán ára og með þrjár háskólagráður Fjórtán ára piltur í Bandaríkjunum mun á næstu dögum fá sína þriðju gráðu frá háskólanum í Kaliforníu. Hann hefur óbeit á því að vera kallaður snillingur. 15.2.2012 21:30
Nærmynd af Baltasar Kormáki Velgengni kvikmyndarinnar Contraband hefur gert leikstjórann Baltasar Kormák að rísandi stjörnu í Hollywood. Nærmynd af kappanum var frumsýnd í Íslandi í dag og hana má sjá hér að ofan. 15.2.2012 20:45
Tökulið Game of Thrones snýr aftur Möguleiki er á því að framhald verði á tökum þáttanna Game of Thrones hér á landi í sumar og í haust. Íslenskur aukaleikari segir það hafa verið kyngimagnað að taka þátt í verkefninu. 15.2.2012 20:00
Lögreglan leitar árásarmanns á menntaskólaaldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að pilti á menntaskólaaldri sem réðst á þrettán ára dreng við Laugardalsvöllinn í gær. 15.2.2012 19:30
"Krónan er uppspretta illinda" Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði í ræðu á Viðskiptaþingi í dag íslensku krónuna vera uppsprettu illinda í íslensku samfélagi. Hún væri eins og fíll inn í stofu á heimilum fólks og það eina sem fólkið gerði væri að moka því út sem kæmi úr afturenda hans. Nauðsynlegt væri að tengjast stærra myntsamstarfi. 15.2.2012 19:15
Grunuð um hrottalega líkamsárás Foringi Hells Angels og þrír aðilar til viðbótar sem allir tengjast samtökunum voru í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald en þau eru grunuð um aðild að hrottalegri líkamsárás í hafnarfirði skömmu fyrir jól. 15.2.2012 19:15
Glæsihótel á leynistað á Suðurnesjum Smíði ferðamannaþorps, með stóru hóteli og tugum smáhýsa, er í undirbúningi á einum hrjóstrugasta og fáfarnasta stað Suðurnesja. Stefnt er að því að fjögurra milljarða króna framkvæmdir hefjist í byrjun næsta árs. Svæðið er vestan við Keflavíkurflugvöll, við Ósa, milli Hafna og Sandgerðis, og var bannsvæði meðan herstöðin var starfrækt en varð ekki vel aðgengilegt almenningi fyrr en nýr hringvegur opnaðist fyrir fjórum árum. 15.2.2012 19:12
Útreikningar gengislána í uppnámi Útreikningar á tugum þúsunda ólöglegra gengislána eru í uppnámi eftir að Hæstiréttur dæmdi nú síðdegis að óheimilt hafi verið að reikna seðlabankavexti afturvirkt á lán hjóna hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Mikill sigur, segir Formaður hagsmunasamtaka heimilanna sem ásamt talsmanni neytenda furðar sig á klúðri alþingis við lagasetningu um endurútreikninga. 15.2.2012 19:02
Álver á Bakka aftur til skoðunar Álver á Bakka er aftur komið til skoðunar og hefur Landsvirkjun hafið viðræður við svissneskt fyrirtæki sem vill reisa 180 þúsund tonna álver við Húsavík. Ráðamenn fyrirtækisins flugu til Norðurlands í gær á einkaþotu til að skoða aðstæður. 15.2.2012 18:41
Viðbrögð við dómi Hæstaréttar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði nú klukkan fimm vegna niðurstöðu Hæstaréttar. Á fundinn voru kallaðir fulltrúar Seðlabanka, Fjármálaeftirlitsins og Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins en Helgi Hjörvar formaður nefndarinnar hafði fyrir mánuði síðan óskað eftir að þessar stofnanir myndu reikna út áhrif þess að dómurinn félli á þennan veg. 15.2.2012 18:38
"Dómurinn kom á óvart" Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði að dómur hæstaréttar hafi komið sér á óvart. 15.2.2012 18:28
"Við viljum auka flæði bíla í borginni" Karl Sigurðsson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann var spurður út í áætlaðar hækkanir á stöðumælagjaldi. 15.2.2012 18:01
Vigdís vill ríkisstjórnina burt "Lagasetningin fór gegn lögum og stjórnarskrá og ríkisstjórnin hefur í enn eitt skiptið fengið dóm hæstaréttar yfir sig,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. 15.2.2012 17:37
DV: Ásakanir Bjarna alvarlegar Ritstjórar DV segir að ásakanir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að blaðið væri að ganga erinda Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, séu alvarlegar og vega að trúverðugleika blaðsins. DV hefur fjallað ítarlega um aðkomu Bjarna að lánveitingum Milestone og Glitnis, auk sölu hans á hlutabréfum í Glitni árið 2008. Blaðið segir að umfjöllunin byggi á fjölda staðreynda og gagna. 15.2.2012 17:00
Forstjóri Landsbankans: "Þetta hefur áhrif á bankann“ Steinþór Pálsson forstjóri Landsbankans segir að nýfallinn dómur Hæsraréttar varðandi gengislán og vexti af þeim komi á óvart. 15.2.2012 16:52
"Nú þarf að reikna allt upp á nýtt“ Guðmundur Andri Skúlason hjá samtökum lánþega segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar sé gríðarlegt fagnaðarefni en fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningsvextir skuli gilda á erlendum lánum, en ekki vextir Seðlabankans eins og áður hafði verið ákveðið. 15.2.2012 16:29
Vítisenglar áfram í varðhaldi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir fjórum einstaklingum sem grunaðir eru um alvarlega líkamsárás í Hafnarfirði 22. desember síðastliðinn. Þá var ráðist á konu í Vallahverfi og gengið í skrokk á henni. Hún var flutt alvarlega slösuð á slysadeild en hún mun hafa verið meðvitundarlaus þegar að henni var komið. 15.2.2012 14:51
Nöfn þeirra sem sátu í dómnefndinni "Niðurstaðan var að fá samþykki hjá öllum þeim sem sátu í dómnefndinni," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Ákveðið hefur verið að birta nöfn þeirra sjö aðila sem sátu í dómnefndinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn síðastliðinn. 15.2.2012 13:46
Gréta Salóme: Þvæla að lagið sé stolið "Ég var tólf ára þegar þetta lag var samið og ég var að heyra það í fyrsta skiptið núna,“ segir Gréta Salóme Stefánsdóttir, höfundur og annar flytjandi lagsins Mundu eftir mér, sem sigraði Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Aðstandendur vefsíðunnar Nýtónlist.net halda því fram að lagið sé sláandi líkt laginu Álfakóngurinn, sem kom út árið 1998. Höfundur lagsins segir lögin ekki lík. 15.2.2012 11:41
Keflavíkurflugvöllur veitti bestu þjónustuna Keflavíkurflugvöllur veitti besta þjónustu evrópskra flugvalla með undir 2 milljónum farþega á ári að mati þátttakenda í könnun alþjóðasamtaka flugvalla, Airports Council International. Í tilkynningu frá Isavia segir að flugvöllurinn hafi raunar fengið flest heildarstig allra evrópskra flugvalla líkt og árið 2009 en taldist nú í nýjum flokki smærri flugvalla sem ekki koma til álita í fyrsta sæti allra flugvalla. 15.2.2012 15:55
Tæplega 300 létust í fangelsisbruna Að minnsta kosti 272 eru látnir eftir stórbruna í fangelsi í Hondúras. Sumir fanganna náðu að bjarga sér með því að rjúfa gat á þak fangelsins og stökkva af þakinu. Tugir fanga voru hinsvegar lokaðir inni í klefum sínum og áttu sér því enga undankomu auðið. 15.2.2012 13:14
Felldu niður fasteignagjöld á eldri borgara Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum í gær að fella niður fasteignagjöld á Vestmannaeyinga sem náð hafa 70 ára aldri. Í fundargerð bæjarráðs segir að þetta sér gert vegna sterks reksturs bæjarsjóðs á síðasta ári sem hafi búið til aukið svigrúm til að lækka álögur á eldri borgara með það fyrir augum að gera þeim kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði. Í fundargerðinni er tekið fram að þetta nái einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í og gildir þegar annað hjóna eða sambúðaraðili hefur náð 70 ára aldri. 15.2.2012 13:00
Ræktaði kannabis í blokk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Garðabæ í fyrradag. Eftir húsleit var lagt hald á 20 kannabisplöntur og nokkra tugi gramma af marijúana. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. 15.2.2012 12:56
Reynt að bjarga kísilveri í Helguvík Stefnt er að því að drög að breyttum orkusamningi við Íslenska kísilfélagið verði lögð fyrir stjórnarfund Landsvirkjunar á föstudag í því skyni að bjarga verkefninu, en lokafrestur, sem Landsvirkjun veitti bandarískum fjárfestum, rennur út í dag. 15.2.2012 11:59
Sakargiftir voru fyrndar Ástæða þess að Sigríður J. Friðjónsdóttir ákvað að fella niður sakamál gegn lögreglunni eftir að hún fór með myndatökumenn Kastljóss í húsleit í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu var fyrning sakargiftanna. Sigríður segir að Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni hefði átt að vera þetta ljóst hefði hann lesið bréf ríkissaksóknara frá 27. janúar síðastliðinn. 15.2.2012 11:38
Lömdu mann með felgulykli í höfuðið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun tvo menn á þrítugsaldri í 12 mánaða fangelsi fyrir alvarlega árás á annan mann á bensínstöð Olís við Skúlagötu í Reykjavík í júlí 2009. Níu mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. 15.2.2012 10:57
Vilja hækka stöðumælagjaldið Til stendur að hækka stöðumælagjaldið í miðborg Reykjavíkur og lengja gjaldskyldan tíma. Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að beina þessum tillögum til borgarráðs. 15.2.2012 10:47
Milljónir barna munu líða fyrir vannæringu Áætla má að 450 milljónir barna í heiminum muni líða fyrir líkamlegan og andlegan vanþroska af völdum vannæringar á næstu 15 árum fari stjórnvöld ríkja í heiminum ekki að standa við skuldbindingar sínar um að sporna við matvælakreppu. Þetta eru niðurstöður skýrslu Barnaheilla - Save the Children sem kynnt verður í dag. 15.2.2012 09:55
Tveir þriðju til útlanda í fyrra FerðamálUm níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, samkvæmt könnun sem MMR vann fyrir Ferðamálastofu. Hlutfallið er svipað og síðustu ár. 15.2.2012 08:30
Læknafélagið snýr út úr ummælum Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), snýr út úr ummælum staðgengils skattrannsóknarstjóra ríkisins, Gunnars Thorberg, í bréfi til embættisins á föstudaginn. Þetta er mat Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra sem greint var frá í fréttum Bylgjunnar í gær. 15.2.2012 08:00
Smáralind heimtar turn upp eða niður Eigendur Smáralindar vilja að Kópavogsbær þvingi kröfuhafa Norðurturnsins til að ljúka við að reisa turninn eða rífa hann. Þrotabú turnsins telur Smáralind hins vegar skulda því 1,3 milljarða króna. Lausn virðist ekki í augsýn á næstunni. 15.2.2012 08:00
Spyr hvort hægt sé að gera tæra laxveiðiperlu úr Þjórsá Rannsókn á því hvort gera megi Þjórsá að veiðiparadís með minni framburði, er verðugt verkefni að mati Orra Vigfússonar, formanns NASF. Fyrsta skref yrði mat sérfræðinga á því hvort hugmyndin sé raunhæf. 15.2.2012 08:00