Fleiri fréttir

Leystu sjötíu gísla úr haldi

Bandarískar og írakskar hersveitir leystu í dag sjötíu gísla, sem taka átti af lífi, úr haldi hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki.

Árásarmaðurinn lést á sjúkrahúsi

Maðurinn sem réðst inn í skóla í bænum Trollhattann í suðvesturhluta Svíþjóðar í morgun lést á sjúkrahúsi í dag en lögregla skaut hann á vettvangi.

Biden býður sig ekki fram

"Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna.

Hver er Justin Trudeau?

Á einungis nokkrum dögum hefur nafn hans sést á nánast hverjum tölvuskjá og á forsíðum dagblaða um heim allan.

Assad heimsótti Pútín í Kreml

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti birtist óvænt í Moskvu í gærkvöldi þar sem hann fundaði með Pútín Rússlandsforseta.

Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár

Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir.

Trudau hættir loftárásum á ISIS

Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi.

Kínverjar fjármagna kjarnorkuver í Bretlandi

Bretar og Kínverjar munu síðar í dag skrifa undir samning um byggingu nýs kjarnorkuvers í Bretlandi, en það verður fyrsta kjarnorkuverið sem byggt er í landinu í áratugi.

Frambjóðendum demókrata fækkar vestanhafs

Jim Webb, sem sóst hefur eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, dró sig í gær úr kosningabaráttunni. Ástæðuna sagði hann ósætti við flokkinn, sem hann segir hafa gefist upp á Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Slóvenar kalla eftir liðsauka

Slóvensk stjórnvöld segjast ekki ráða við þann mikla straum flóttamanna inn til landsins og hafa óskað eftir frekari aðstoð frá Evrópusambandinu.

Sanders þokast nær í kjölfar kappræða

Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN.

Fáir komu til að kjósa

Kosningar hófust í Egyptalandi á sunnudag og lýkur í byrjun desember. Fyrsti dagurinn benti ekki til mikils stuðnings við Sisi forseta. Morsi situr enn í fangelsi.

Gífurleg flóð í Filippseyjum

Þrátt fyrir að dregið hafi úr styrk fellibylsins Koppu í Filippseyjum, fylgir honum mikil rigning og eru þorp komin á kaf.

Tveir látnir eftir árás á strætisvagnastöð

Ísraelskur lögreglumaður féll þegar maður, sem talinn er hafa verið Palestínuarabi, skaut af byssu og réðist að fólki með hníf á lofti á strætisvagnastöð í ísraelska bænum Beersheba í nótt. Sex slösuðust í árásinni en ódæðismaðurinn var felldur af lögreglu.

Ólga á meðal flóttafólks í Króatíu

Ólgan fer nú vaxandi á meðal flóttafólks í Austur Evrópu eftir að leiðin til norðurs, til Austurríkis og Þýskalands, var gerð torveldari með nýjum landamærareglum. Króatía hefur farið fram á að Slóvenar taki við allt að fimmþúsund flóttamönnum á hverjum degi en Slóvenar segjast aðeins ráða við að taka helming þess fjölda.

Sjá næstu 50 fréttir