Fleiri fréttir Fjórum dönsum betur Sýning Íslenska dansflokksins á fimmtudagskvöld á fjórum nýjum dúettum – tvídönsum – er um flest markverður vitnisburður um stöðu dansins hér. Innan dansflokksins eru flinkir dansarar, konurnar sterkari en karlarnir, efni flokksins til að gera sýningar sæmilega úr garði felast fyrst og fremst í tíma til æfinga og vinnu. 18.10.2008 05:30 Dóttirin syngur aftur með Bubba í Köben Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda. 18.10.2008 05:30 Iceland Airwaves: Dagur 4 Feitustu bitarnir í Hafnarhúsinu „Stærstu“ sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. 18.10.2008 04:00 Berbrjósta stúlka á umslagi Berbrjósta skosk stúlka prýðir umslag fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Viking Giant Show, The Lost Garden of the Hooligans, sem er nýkomin út. 18.10.2008 03:15 Stjörnurnar fylgdu Depardieu til grafar Allt fræga fólkið í Frakklandi kom saman í dag til þess að fylgja syni kvikmyndastjörnunnar Gerard Depardieu til grafar. Guillaume Depardieu var 37 ára þegar hann lést úr lungnabólgu fyrr í vikunni. Hann var leikari eins og faðir hans en þótti nokkuð uppreisnargjarn. Við útför Guillaumes var meðal annars forsetafrúin, Carla Bruni-Sarkozy. 17.10.2008 21:41 Hefner er ófrjór, segir fyrrverandi Playboykærasta Ein af fyrrverandi kærustum Hughs Hefner sem yfirgaf hann nýverið ræðir opinberlega ástæðu þess af hverju hún yfirgaf ellilílferisþegann og sældarlífið í Playboyhöllinni. 17.10.2008 15:13 Allir eru hundleiðir á krepputali, segir Sigga Lund „Við erum á jákvæðu nótunum og í morgun í föstudagsfílingnum ræddum við við hlustendur um allt milli himins og jarðar, nema kreppuna," Sigga Lund einn stjórnanda morgunþáttarins Zúúber á FM957. 17.10.2008 13:46 Madonna niðurlægir Guy á tónleikum - myndband Madonna sendi fyrrverandi eiginmanni, Guy Ritchie, sem hún var gift í tæp 8 ár, miður skemmtileg skilaboð á tónleikum sem hún hélt í Boston. 17.10.2008 13:10 Sinfóníuhljómsveitin býður þjóðinni á tónleika „Á tímum óvissu og fjárhagskreppu er fátt hollara en að fá að upplifa allar mannlegar tilfinningar í gegnum tónlistina,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 17.10.2008 11:55 Angelina Jolie vill ættleiða fleiri börn - myndband Angelina Jolie, sem er 33 ára gömul, kynnti kvikmyndina Changeling í bandaríska sjónvarpsþættinum The Today show og ræddi opinskátt um fjöskyldulífið. 17.10.2008 10:33 Íslenskt ofurkvöld Iceland Airwaves-hátíðin rann af stað með stæl á miðvikudagskvöldið. Allir staðir fullir. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að láta nokkrar af heitustu íslensku sveitunum spila tvisvar á hátíðinni. 17.10.2008 09:00 Listahátíð leggur net fyrir vorið Listahátíð í Reykjavík verður haldin í 39. sinn á vori komanda og er nú hafinn undirbúningur fyrir hátíðina undir stjórn nýs listræns stjórnanda, Hrefnu Haraldsdóttur. Hefur hátíðin nú auglýst eftir umsóknum um tónleikahald í heimahúsum í Reykjavík í maí 2009. 17.10.2008 07:00 Sling veldur flogaveiki Hljómsveitin Singapore Sling býður í dag til hlustunarteitis á nýju plötu sinni „Perversion, Desperation and Death“ í Gallery Lost Horse, Skólastræti, á milli kl. 18-20. Einnig verður sýnt myndband Þjóðverjans Uli Schueppel við lagið „Godman“, en það var bannað á MTV-Europe. 17.10.2008 07:00 Góður túr Hljómsveitin GusGus er nýkomin heim úr stuttri tónleikaferð um Japan og var sveitinni gríðarlega vel tekið. Þetta var í fyrsta sinn sem sveitin spilaði þar í landi og flutti hún að mestu nýtt efni á aðaltónleikunum sem haldnir voru í risastórri tónleikahöll, Makuhari Messe. Tilefni tónleikanna var þrjátíu ára afmæli tískusamsteypunnar Diesel. 17.10.2008 07:00 Ókeypis sinfóníur í kvöld Í kvöld og á morgun býður Sinfóníuhljómsveit Íslands öllum sem áhuga hafa á tónleika í Háskólabíó. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 19.30 en á morgun verða þeir kl. 17. 17.10.2008 06:00 ICELAND AIRWAVES: DAGUR 3 Sænsk fjölskylda snýr hausum Á Tunglið er vissara að mæta í léttum klæðnaði sem þolir bleytu í kvöld. Gestir geta nefnilega átt von á þéttri svitakeyrslu fram undir morgun. Hryggjarstykki kvöldsins eru tónleikar sænsku rafpoppsveitarinnar Familjen. 17.10.2008 05:00 Forsala hafin á James Bond Forsala á nýjustu James Bond-myndina, Quantum of Solace, er hafin hér á landi á heimasíðunni midi.is. Myndin verður frumsýnd 7. nóvember og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Alls sáu 55 þúsund Íslendingar síðustu Bond-mynd, Casino Royale. 17.10.2008 03:45 Uppfært - Glæsisnekkja Jóns Ásgeirs og Ingibjargar í virtu bátatímariti Tímaritið Boat International, sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæsisnekkjur, eyddi heilum ellefu síðum í umfjöllun um snekkjuna One O One, sem er í eigu hjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. 16.10.2008 22:10 Fjarstæða að Einar Már hafi verið rekinn fyrir að gagnrýna útrásarvíkinga Einar Már Guðmundsson rithöfundur var í viðtali hjá Færeyska sjónvarpinu þar sem hann ræddi um efnahagskrísuna á Íslandi. Þar fullyrti hann að hann hafi verið rekinn sem pistlahöfundur í þættinum Mannamáli á Stöð 2 fyrir að segja sína meiningu um auðmenn landsins. Sigmundur Ernir Rúnarsson, umsjónarmaður Mannamáls segir út í hött að Einar hafi verið látinn fara vegna einhverra ummæla sinna um menn og málefni. 16.10.2008 15:05 Minnir meira á tölur frá Baghdad „Þetta minnir meira á tölur frá Baghdad en Reykjavík,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og miðborgarbúi, og rifjar upp að eftir næstsíðustu helgi hafi 13 manns legið í valnum eftir líkamsárásir í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. 16.10.2008 13:19 Ný vefsíða fyrir íslensk heimili „Þetta er vefur sem er miðjan fyrir þá sem eru að fara að versla eitthvað fyrir heimilið eða leita að einhverju sem tengist heimilinu," svarar Davið Lúter Sigurðarson eigandi Eignaland.is þegar Vísir spyr hann um nýja vefinn. 16.10.2008 12:31 Eiginkonan yfirgefur David kynlífsfíkil Leikarinn David Duchovny, 48 ára, sem farið hefur meðal annars með hlutverk alríkismannsins Fox Mulder í X-Files þáttaröðunum er skilinn við leikkonuna Téa Leoni. 16.10.2008 09:38 Gallery verður Projects Tekið hefur til starfa sýningarrýmið 101 Projects. Eins og nafnið gefur til kynna er 101 Project á vegum 101 Gallery og byggir á grunni þess, enda rekið í sama húsnæði. Í sýningarrýminu 101 Projects verður áfram boðið upp á samtímamyndlist, með aukinni áherslu á sýningar framsækinna, alþjóðlegra myndlistarmanna. Listrænn stjórnandi 101 Projects er Birta Guðjónsdóttir. 16.10.2008 07:00 Sílspikað í Hafnarhúsinu Spikfeitt tónlistarkvöld bíður gesta á Airwaves í kvöld og eflaust verður sílspikaðasta upplifunin á Listasafni Reykjavíkur. Þar spila þrjár áhugaverðar erlendar sveitir í beit. 16.10.2008 06:00 Roy vann verðlaun Norðurlandaráðs Sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Anderson og framleiðandi hans Pernilla Sandström fengu í gær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir kvikmyndina Þið, sem lifið: „Í þessari stórkostlegu kvikmynd Þið, sem lifið veltir Roy Andersson fyrir sér lífinu, dauðanum og veikleikum mannskepnunnar. 16.10.2008 06:00 Hart í bak aftur á svið Annað kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviðinu í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Er þetta í þriðja sinn sem verkið er sett á svið í Reykjavík en það var frumsýnt 1962 í Iðnó. 16.10.2008 05:00 Skautalag komið út Hljómsveitin Ghostigital hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Hoovering Hoover Skates, eða Svífandi ryksuguskautar. Fjallar textinn um uppfinningamann sem er í skýjunum yfir nýjasta sköpunarverki sínu. Listahópurinn Weird Girls hefur búið til myndband við lagið þar sem hjólaskautar leika stórt hlutverk. 16.10.2008 05:00 Flagari Britneyjar gríðarlega vinsæll Svo virðist sem bandaríska söngkonan Britney Spears sé ekki alveg af baki dottinn ef marka má viðbrögð við nýju myndbandi við lagið Womanizer sem útleggjast mætti á íslensku sem Flagarinn. 15.10.2008 21:38 Síðustu sýningar Oakland to Iceland Heimildamyndin From Oakland to Iceland verður sýnd í Regnboganum á morgun, fimmtudag og föstudag í tengslum við Airwaves tónlistarhátíðina. Þetta verða síðustu sýningar myndarinnar á Íslandi. 15.10.2008 15:56 Fréttaritari Rúv þambar sunnlenskan bjór í beinni frá Wall Street Núna þegar efnahagshörmungarnar ganga yfir land og þjóð eru fáir betur í stakk búnir til að taka á hörmungunum en Sunnlendingar. Sunnlendingar hafa hrist af sér Suðurlandsskjálfta, Buffaló skó og vafasamari þingmenn en hollt er að fara yfir í þessari tilkynningu. 15.10.2008 15:27 Bubbatónleikum í Köben ekki aflýst „Sögusagnir um að ekki verði af tónleikunum eru úr lausu lofti gripnar," segir Páll Eyjólfsson umboðsmaður Bubba Morthens sem er staddur í Kaupmannahöfn ásamt starfsfólki Iceland Exxpress að undirbúa Bubbatónleika. 15.10.2008 12:38 Sigurður Einarsson keypti hús fyrir 10 milljónir punda Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings er sagður hafa keypt sér hús í London fyrir 10,5 milljónir punda eða um tvo milljarða íslenskra króna. Húsið keypti Sigurður aðeins mánuði áður en Kaupþing var þjóðnýttur í síðustu viku. 15.10.2008 11:17 Niðurlút Madonna að skilja Söngkonan Madonna, 50 ára, og kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, 40 ára, eru að skilja ef marka má fjölmiðla beggja vegna Atlantshafsins. Fullyrt er að hjónaband þeirra er á enda. Sjálf hefur Madonna sem og talsmenn hennar ítrekað vísað orðrómi um skilnað á bug. 15.10.2008 11:03 Svíar fengu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Anderson og Pernilla Sandstrom framleiðandi hljóta kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir kvikmyndina Þið, sem lifið. 15.10.2008 10:35 Reykjavík! í sandpappír Útgáfan Kimi Records frá Akureyri heldur sérstakt Kima-kvöld á Tunglinu (Gauki á Stöng). Boðið er upp á eðaldagskrá. Mexíkóska einmenningssveitin Halo Between hefur leik kl. 19, svo koma Hellvar, Morðingjarnir, Borko, Benni Hemm Hemm, Hjaltalín, Retro Stefson og Reykjavík! 15.10.2008 07:00 Sigurður frumflytur á Háskólatónleikum í dag Hádegistónleikaröð á vegum Háskóla Íslands hefur síðustu vetur gert sitt til að gleðja tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu enda metnaðarfull og áhugaverð dagskrá. Það er því mörgum eflaust fagnaðarefni að tónleikaröðin fer af stað á nýjan leik með tónleikum Kvartetts Sigurðar Flosasonar í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Kvartettinn mun þar frumflytja nýja tónlist eftir Sigurð. 15.10.2008 07:00 Klezmer á konsert Það var fullt á sunnudagskvöld í Neskirkju þegar söngsveitin Fílharmónía hélt þar tónleika á sunnudag. Í kvöld gefst öllum þeim sem misstu af sunnudagstónleikunum tækifæri til að mæta og sjá og heyra kórinn flytja þjóðlagatónlist gyðinga frá Austur-Evrópu, klezmer, sem hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi á liðnum árum. 15.10.2008 06:15 Kaótískt ástand í bransanum Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. 15.10.2008 05:45 Gefa út blað um Airwaves Tímaritið Reykjavík Grapevine stendur fyrir daglegri útgáfu tónlistarblaðsins Grapevine Airwaves á meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir. 15.10.2008 05:15 Tónleikar í Hljómalind Fjöldi hljómsveita kemur fram á kaffihúsinu Hljómalind meðan á Iceland Airwaves stendur, dagana 15. til 19. október. Á meðal þeirra verða breska sveitin Florence and the Machine, Jamie de Moon frá Bandaríkjunum, Digital Madness, Sagtmóðigur, Dys og Mai Chi frá Bretlandi. 15.10.2008 05:00 Tók ekki upp með Björk Samkvæmt útgáfufélagi hljómsveitarinnar Radiohead hefur söngvarinn Thom Yorke ekki tekið upp neitt nýtt efni með Björk. Nýtt smáskífulag söngkonunnar, Náttúra, þar sem Yorke syngur bakraddir undir áköfum trommutakti, kemur út 20. október og samkvæmt fregnum úr herbúðum Bjarkar tóku þau lagið upp saman. 15.10.2008 05:00 Woyzek sýndur í New York Vesturport sýnir sviðsetningu Gísla Arnar Garðarssonar á Woyzek í New York í vikunni. Nær fimmtíu manna flokkur hélt til New York á sunnudag og eru þrjár sýningar á verkinu á vegum BAM-hátíðarinnar. 15.10.2008 05:00 Söngkonur í aðalhlutverki „Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváðum að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri,“ segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrastardóttir um Trúbatrixur sem samanstanda af þjóðþekktum og upprennandi íslenskum söngkonum. 15.10.2008 03:30 Plata Hjaltalín uppseld hjá útgefanda Fyrstu fimm þúsund eintökin af Sleepdrunk Seasons, frumburði hljómsveitarinnar Hjaltalín, eru nú uppseld hjá útgefanda. Í stað þess að panta inn ný eintök af upprunalegu útgáfunni var þess í stað ákveðið að taka inn upplag af bresku útgáfu plötunnar sem inniheldur lagið Þú komst við hjartað í mér. Lagið, sem nýlega sló Íslandsmet í sölu á Tónlist.is, verður því loksins fáanlegt á efnislegri plötu með Hjaltalín en áður hafði það komið út á Pottþétt safnplötu. 14.10.2008 21:34 Davíð frá, krónan út, og ríkisstjórnin fellur „Ég held að við leggjum niður krónuna og göngum í Evrópusambandið. Ísland mun ganga til liðs við heiminn og nýtt fólk komast til valda," segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. 14.10.2008 16:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórum dönsum betur Sýning Íslenska dansflokksins á fimmtudagskvöld á fjórum nýjum dúettum – tvídönsum – er um flest markverður vitnisburður um stöðu dansins hér. Innan dansflokksins eru flinkir dansarar, konurnar sterkari en karlarnir, efni flokksins til að gera sýningar sæmilega úr garði felast fyrst og fremst í tíma til æfinga og vinnu. 18.10.2008 05:30
Dóttirin syngur aftur með Bubba í Köben Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda. 18.10.2008 05:30
Iceland Airwaves: Dagur 4 Feitustu bitarnir í Hafnarhúsinu „Stærstu“ sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. 18.10.2008 04:00
Berbrjósta stúlka á umslagi Berbrjósta skosk stúlka prýðir umslag fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Viking Giant Show, The Lost Garden of the Hooligans, sem er nýkomin út. 18.10.2008 03:15
Stjörnurnar fylgdu Depardieu til grafar Allt fræga fólkið í Frakklandi kom saman í dag til þess að fylgja syni kvikmyndastjörnunnar Gerard Depardieu til grafar. Guillaume Depardieu var 37 ára þegar hann lést úr lungnabólgu fyrr í vikunni. Hann var leikari eins og faðir hans en þótti nokkuð uppreisnargjarn. Við útför Guillaumes var meðal annars forsetafrúin, Carla Bruni-Sarkozy. 17.10.2008 21:41
Hefner er ófrjór, segir fyrrverandi Playboykærasta Ein af fyrrverandi kærustum Hughs Hefner sem yfirgaf hann nýverið ræðir opinberlega ástæðu þess af hverju hún yfirgaf ellilílferisþegann og sældarlífið í Playboyhöllinni. 17.10.2008 15:13
Allir eru hundleiðir á krepputali, segir Sigga Lund „Við erum á jákvæðu nótunum og í morgun í föstudagsfílingnum ræddum við við hlustendur um allt milli himins og jarðar, nema kreppuna," Sigga Lund einn stjórnanda morgunþáttarins Zúúber á FM957. 17.10.2008 13:46
Madonna niðurlægir Guy á tónleikum - myndband Madonna sendi fyrrverandi eiginmanni, Guy Ritchie, sem hún var gift í tæp 8 ár, miður skemmtileg skilaboð á tónleikum sem hún hélt í Boston. 17.10.2008 13:10
Sinfóníuhljómsveitin býður þjóðinni á tónleika „Á tímum óvissu og fjárhagskreppu er fátt hollara en að fá að upplifa allar mannlegar tilfinningar í gegnum tónlistina,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 17.10.2008 11:55
Angelina Jolie vill ættleiða fleiri börn - myndband Angelina Jolie, sem er 33 ára gömul, kynnti kvikmyndina Changeling í bandaríska sjónvarpsþættinum The Today show og ræddi opinskátt um fjöskyldulífið. 17.10.2008 10:33
Íslenskt ofurkvöld Iceland Airwaves-hátíðin rann af stað með stæl á miðvikudagskvöldið. Allir staðir fullir. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að láta nokkrar af heitustu íslensku sveitunum spila tvisvar á hátíðinni. 17.10.2008 09:00
Listahátíð leggur net fyrir vorið Listahátíð í Reykjavík verður haldin í 39. sinn á vori komanda og er nú hafinn undirbúningur fyrir hátíðina undir stjórn nýs listræns stjórnanda, Hrefnu Haraldsdóttur. Hefur hátíðin nú auglýst eftir umsóknum um tónleikahald í heimahúsum í Reykjavík í maí 2009. 17.10.2008 07:00
Sling veldur flogaveiki Hljómsveitin Singapore Sling býður í dag til hlustunarteitis á nýju plötu sinni „Perversion, Desperation and Death“ í Gallery Lost Horse, Skólastræti, á milli kl. 18-20. Einnig verður sýnt myndband Þjóðverjans Uli Schueppel við lagið „Godman“, en það var bannað á MTV-Europe. 17.10.2008 07:00
Góður túr Hljómsveitin GusGus er nýkomin heim úr stuttri tónleikaferð um Japan og var sveitinni gríðarlega vel tekið. Þetta var í fyrsta sinn sem sveitin spilaði þar í landi og flutti hún að mestu nýtt efni á aðaltónleikunum sem haldnir voru í risastórri tónleikahöll, Makuhari Messe. Tilefni tónleikanna var þrjátíu ára afmæli tískusamsteypunnar Diesel. 17.10.2008 07:00
Ókeypis sinfóníur í kvöld Í kvöld og á morgun býður Sinfóníuhljómsveit Íslands öllum sem áhuga hafa á tónleika í Háskólabíó. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 19.30 en á morgun verða þeir kl. 17. 17.10.2008 06:00
ICELAND AIRWAVES: DAGUR 3 Sænsk fjölskylda snýr hausum Á Tunglið er vissara að mæta í léttum klæðnaði sem þolir bleytu í kvöld. Gestir geta nefnilega átt von á þéttri svitakeyrslu fram undir morgun. Hryggjarstykki kvöldsins eru tónleikar sænsku rafpoppsveitarinnar Familjen. 17.10.2008 05:00
Forsala hafin á James Bond Forsala á nýjustu James Bond-myndina, Quantum of Solace, er hafin hér á landi á heimasíðunni midi.is. Myndin verður frumsýnd 7. nóvember og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Alls sáu 55 þúsund Íslendingar síðustu Bond-mynd, Casino Royale. 17.10.2008 03:45
Uppfært - Glæsisnekkja Jóns Ásgeirs og Ingibjargar í virtu bátatímariti Tímaritið Boat International, sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæsisnekkjur, eyddi heilum ellefu síðum í umfjöllun um snekkjuna One O One, sem er í eigu hjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. 16.10.2008 22:10
Fjarstæða að Einar Már hafi verið rekinn fyrir að gagnrýna útrásarvíkinga Einar Már Guðmundsson rithöfundur var í viðtali hjá Færeyska sjónvarpinu þar sem hann ræddi um efnahagskrísuna á Íslandi. Þar fullyrti hann að hann hafi verið rekinn sem pistlahöfundur í þættinum Mannamáli á Stöð 2 fyrir að segja sína meiningu um auðmenn landsins. Sigmundur Ernir Rúnarsson, umsjónarmaður Mannamáls segir út í hött að Einar hafi verið látinn fara vegna einhverra ummæla sinna um menn og málefni. 16.10.2008 15:05
Minnir meira á tölur frá Baghdad „Þetta minnir meira á tölur frá Baghdad en Reykjavík,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og miðborgarbúi, og rifjar upp að eftir næstsíðustu helgi hafi 13 manns legið í valnum eftir líkamsárásir í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. 16.10.2008 13:19
Ný vefsíða fyrir íslensk heimili „Þetta er vefur sem er miðjan fyrir þá sem eru að fara að versla eitthvað fyrir heimilið eða leita að einhverju sem tengist heimilinu," svarar Davið Lúter Sigurðarson eigandi Eignaland.is þegar Vísir spyr hann um nýja vefinn. 16.10.2008 12:31
Eiginkonan yfirgefur David kynlífsfíkil Leikarinn David Duchovny, 48 ára, sem farið hefur meðal annars með hlutverk alríkismannsins Fox Mulder í X-Files þáttaröðunum er skilinn við leikkonuna Téa Leoni. 16.10.2008 09:38
Gallery verður Projects Tekið hefur til starfa sýningarrýmið 101 Projects. Eins og nafnið gefur til kynna er 101 Project á vegum 101 Gallery og byggir á grunni þess, enda rekið í sama húsnæði. Í sýningarrýminu 101 Projects verður áfram boðið upp á samtímamyndlist, með aukinni áherslu á sýningar framsækinna, alþjóðlegra myndlistarmanna. Listrænn stjórnandi 101 Projects er Birta Guðjónsdóttir. 16.10.2008 07:00
Sílspikað í Hafnarhúsinu Spikfeitt tónlistarkvöld bíður gesta á Airwaves í kvöld og eflaust verður sílspikaðasta upplifunin á Listasafni Reykjavíkur. Þar spila þrjár áhugaverðar erlendar sveitir í beit. 16.10.2008 06:00
Roy vann verðlaun Norðurlandaráðs Sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Anderson og framleiðandi hans Pernilla Sandström fengu í gær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir kvikmyndina Þið, sem lifið: „Í þessari stórkostlegu kvikmynd Þið, sem lifið veltir Roy Andersson fyrir sér lífinu, dauðanum og veikleikum mannskepnunnar. 16.10.2008 06:00
Hart í bak aftur á svið Annað kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviðinu í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Er þetta í þriðja sinn sem verkið er sett á svið í Reykjavík en það var frumsýnt 1962 í Iðnó. 16.10.2008 05:00
Skautalag komið út Hljómsveitin Ghostigital hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Hoovering Hoover Skates, eða Svífandi ryksuguskautar. Fjallar textinn um uppfinningamann sem er í skýjunum yfir nýjasta sköpunarverki sínu. Listahópurinn Weird Girls hefur búið til myndband við lagið þar sem hjólaskautar leika stórt hlutverk. 16.10.2008 05:00
Flagari Britneyjar gríðarlega vinsæll Svo virðist sem bandaríska söngkonan Britney Spears sé ekki alveg af baki dottinn ef marka má viðbrögð við nýju myndbandi við lagið Womanizer sem útleggjast mætti á íslensku sem Flagarinn. 15.10.2008 21:38
Síðustu sýningar Oakland to Iceland Heimildamyndin From Oakland to Iceland verður sýnd í Regnboganum á morgun, fimmtudag og föstudag í tengslum við Airwaves tónlistarhátíðina. Þetta verða síðustu sýningar myndarinnar á Íslandi. 15.10.2008 15:56
Fréttaritari Rúv þambar sunnlenskan bjór í beinni frá Wall Street Núna þegar efnahagshörmungarnar ganga yfir land og þjóð eru fáir betur í stakk búnir til að taka á hörmungunum en Sunnlendingar. Sunnlendingar hafa hrist af sér Suðurlandsskjálfta, Buffaló skó og vafasamari þingmenn en hollt er að fara yfir í þessari tilkynningu. 15.10.2008 15:27
Bubbatónleikum í Köben ekki aflýst „Sögusagnir um að ekki verði af tónleikunum eru úr lausu lofti gripnar," segir Páll Eyjólfsson umboðsmaður Bubba Morthens sem er staddur í Kaupmannahöfn ásamt starfsfólki Iceland Exxpress að undirbúa Bubbatónleika. 15.10.2008 12:38
Sigurður Einarsson keypti hús fyrir 10 milljónir punda Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings er sagður hafa keypt sér hús í London fyrir 10,5 milljónir punda eða um tvo milljarða íslenskra króna. Húsið keypti Sigurður aðeins mánuði áður en Kaupþing var þjóðnýttur í síðustu viku. 15.10.2008 11:17
Niðurlút Madonna að skilja Söngkonan Madonna, 50 ára, og kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, 40 ára, eru að skilja ef marka má fjölmiðla beggja vegna Atlantshafsins. Fullyrt er að hjónaband þeirra er á enda. Sjálf hefur Madonna sem og talsmenn hennar ítrekað vísað orðrómi um skilnað á bug. 15.10.2008 11:03
Svíar fengu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Anderson og Pernilla Sandstrom framleiðandi hljóta kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir kvikmyndina Þið, sem lifið. 15.10.2008 10:35
Reykjavík! í sandpappír Útgáfan Kimi Records frá Akureyri heldur sérstakt Kima-kvöld á Tunglinu (Gauki á Stöng). Boðið er upp á eðaldagskrá. Mexíkóska einmenningssveitin Halo Between hefur leik kl. 19, svo koma Hellvar, Morðingjarnir, Borko, Benni Hemm Hemm, Hjaltalín, Retro Stefson og Reykjavík! 15.10.2008 07:00
Sigurður frumflytur á Háskólatónleikum í dag Hádegistónleikaröð á vegum Háskóla Íslands hefur síðustu vetur gert sitt til að gleðja tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu enda metnaðarfull og áhugaverð dagskrá. Það er því mörgum eflaust fagnaðarefni að tónleikaröðin fer af stað á nýjan leik með tónleikum Kvartetts Sigurðar Flosasonar í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Kvartettinn mun þar frumflytja nýja tónlist eftir Sigurð. 15.10.2008 07:00
Klezmer á konsert Það var fullt á sunnudagskvöld í Neskirkju þegar söngsveitin Fílharmónía hélt þar tónleika á sunnudag. Í kvöld gefst öllum þeim sem misstu af sunnudagstónleikunum tækifæri til að mæta og sjá og heyra kórinn flytja þjóðlagatónlist gyðinga frá Austur-Evrópu, klezmer, sem hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi á liðnum árum. 15.10.2008 06:15
Kaótískt ástand í bransanum Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. 15.10.2008 05:45
Gefa út blað um Airwaves Tímaritið Reykjavík Grapevine stendur fyrir daglegri útgáfu tónlistarblaðsins Grapevine Airwaves á meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir. 15.10.2008 05:15
Tónleikar í Hljómalind Fjöldi hljómsveita kemur fram á kaffihúsinu Hljómalind meðan á Iceland Airwaves stendur, dagana 15. til 19. október. Á meðal þeirra verða breska sveitin Florence and the Machine, Jamie de Moon frá Bandaríkjunum, Digital Madness, Sagtmóðigur, Dys og Mai Chi frá Bretlandi. 15.10.2008 05:00
Tók ekki upp með Björk Samkvæmt útgáfufélagi hljómsveitarinnar Radiohead hefur söngvarinn Thom Yorke ekki tekið upp neitt nýtt efni með Björk. Nýtt smáskífulag söngkonunnar, Náttúra, þar sem Yorke syngur bakraddir undir áköfum trommutakti, kemur út 20. október og samkvæmt fregnum úr herbúðum Bjarkar tóku þau lagið upp saman. 15.10.2008 05:00
Woyzek sýndur í New York Vesturport sýnir sviðsetningu Gísla Arnar Garðarssonar á Woyzek í New York í vikunni. Nær fimmtíu manna flokkur hélt til New York á sunnudag og eru þrjár sýningar á verkinu á vegum BAM-hátíðarinnar. 15.10.2008 05:00
Söngkonur í aðalhlutverki „Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváðum að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri,“ segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrastardóttir um Trúbatrixur sem samanstanda af þjóðþekktum og upprennandi íslenskum söngkonum. 15.10.2008 03:30
Plata Hjaltalín uppseld hjá útgefanda Fyrstu fimm þúsund eintökin af Sleepdrunk Seasons, frumburði hljómsveitarinnar Hjaltalín, eru nú uppseld hjá útgefanda. Í stað þess að panta inn ný eintök af upprunalegu útgáfunni var þess í stað ákveðið að taka inn upplag af bresku útgáfu plötunnar sem inniheldur lagið Þú komst við hjartað í mér. Lagið, sem nýlega sló Íslandsmet í sölu á Tónlist.is, verður því loksins fáanlegt á efnislegri plötu með Hjaltalín en áður hafði það komið út á Pottþétt safnplötu. 14.10.2008 21:34
Davíð frá, krónan út, og ríkisstjórnin fellur „Ég held að við leggjum niður krónuna og göngum í Evrópusambandið. Ísland mun ganga til liðs við heiminn og nýtt fólk komast til valda," segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. 14.10.2008 16:01