Fleiri fréttir

Óttar skrifar um gosið í Eyjum

„Þarna eru margir Eyjamenn sem segja frá upplifun sinni á dramatískan hátt og opna sig með tilfinningar sínar," segir Óttar Sveinsson rithöfundur. Fimmtánda Útkallsbók Óttars er komin í verslanir og að þessu sinni fjallar höfundurinn um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973.

Vinsæl bók verður mynd

Skáldsagan Viltu vinna milljarð? eftir Vikas Swarup hefur notið talsverðra vinsælda á meðal íslenskra lesenda. Þeir sem halda upp á bókina geta nú glaðst yfir þeim fréttum að hún hefur verið kvikmynduð og að við stjórnvölinn sat enginn annar en hinn ágæti leikstjóri Danny Boyle, sem á að baki myndir á borð við Trainspotting og 28 Days Later.

Mynd um fatlaða uppistandara

Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir undirbýr nú heimildarmynd um uppistandshópinn Hjólastólasveitina, sem hefur vakið mikla athygli síðan hann var stofnaður fyrir einu ári.

Árituðu ólöglegar plötur

Hljómsveitin Mezzoforte er nýkomin heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem hún spilaði í fyrsta sinn á ferli sínum. Tónleikahöllin í borginni tekur tvö þúsund manns í sæti og var fullt út úr dyrum.

Van Damme sem Van Damme

Kvikmyndin JCVD var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi við nokkra undrun og furðu bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Myndin er að hluta til sannsöguleg, enda byggð á ævi og störfum hasarmyndahetjunnar Jean-Claude Van Damme og þeirri tilvistarkreppu sem hann hefur mátt upplifa nú þegar hann hefur ekki leikið í vinsælli mynd í tíu ár.

Myndi aldrei selja brúðkaupsmyndirnar

Söngkonan Beyonce segist aldrei hafa hugleitt að selja glanstímaritum myndir úr brúðkaupi sínu og rapparans Jay-Z. Hún viðurkenndi þó í fjölmiðlum á dögunum að henni hefði brugðið við fjárhæðirnar sem þeim voru boðnar fyrir brúðkaupsmyndirnar.

Fannst látin hjá heimili Paulu Abdul

Kona fannst látin fyrir utan heimili Idol-dómarans Paulu Abdul í gær. Talið er að konan hafi verið eltihrellir, en lögregla hafði mörgum sinnum þurft að hafa afskipti af konunni fyrir utan heimili Abdul.

Árlegir styrktartónleikar fyrir BUGL

Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir tónleikum til styrktar BUGL, barna og unglingageðdeild Landspítalans, í Grafarvogskirkju á morgun, 13.nóvember. Fjöldi listamanna gefur vinnu sína á tónleikunum en þeir eru árlegur viðburður og frá árinu 2003 hafa átta milljónir króna safnast með þessum hætti.

Sundmaður vann ljósmyndakeppni

Ólympíufarnarnir íslensku gerðu ýmislegt fleira en að hoppa, hlaupa og skjóta bolta á meðan á dvöl þeirra í Peking stóð í sumar. Eins og aðrir ferðamenn festu þeir upplifun sína af leikunum, borginni og fólkinu þar á filmu.

Craig er enginn Bond

Daniel Craig vantar greinilega ýmislegt upp á að ná sömu hæðum og James Bond í séntilmennsku. Leikarinn bar risavaxna regnhlíf í göngutúr með elskunni sinni, Satsuki Mitchell. Þrátt fyrir að vera klæddur bæði síðum frakka og hatti skýldi Craig einungis sjálfum sér með regnhlífinni. Kærastan sem gekk við hlið hans mátti hinsvegar takast á við rigninguna ein.

Madonna vill verða leikstjóri

Poppdrottningin Madonna ætlar í samkeppni við eiginmanninn fyrrverandi, Guy Ritchie, og reyna fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri. Þetta segir Christopher Ciccone bróðir hennar í heimildamynd sem sýnd verður í Bretlandi í kvöld.

Jennifer tjáir sig um skilnaðinn við Brad

Eftir áralanga þögn um skilnað sinn við Brad Pitt hefur Jennifer Aniston nú loks tjáð sig. Í desemberhefti Vogue segist hún ósátt við að Angelina Jolie hafi talað um fyrstu daga sambands síns við Pitt í fjölmiðlum. En Brad og Aniston voru einmitt gift þegar hann byrjaði með Angelinu sem þá lék á móti honum í kvikmyndinni Mr. and Mrs Smith.

Rómantískur Stefán Máni

Glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni virðist við fyrstu sýn ekki vera hinn dæmigerði mjúki maður. Sögur hans eru uppfullar af hörkutólum og ofbeldisseggjum.

Íslenskar á by:Larm

Hljómsveitirnar Hjaltalín og Retro Stefson spila á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm sem verður haldin í Ósló í ellefta sinn í febrúar á næsta ári.

Samstarf við Nova Scotia

Fulltrúar frá Nova Scotia-fylki í Kanada sýndu mikinn áhuga á samstarfi við Ísland á tónlistarráðstefnunni Nova Scotia Music Week sem var haldin í Glasgow í Skotlandi á dögunum.

Jóakim og María eiga von á barni

Jóakim Danaprins og María prinsessa eiga von á sínu fyrsta barni. Í tilkynningu segir að María sé sett í byrjun maí, tæpu ári eftir að þau Jóakim og María gengu í það heilaga.

Hjördís nýr ritstjóri Nýs lífs

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á Fréttablaðinu, Stöð 2, DV og Mannlífi, hefur verið ráðin ritstjóri Nýs lífs. Hún verður annar ef tveimur ritstjórum Nýs lífs ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur þar til Ingibjörg fer í fæðingarorlof.

Kynna sína nýjustu plötu

Sprengjuhöllin heldur útgáfutónleika í Íslensku óperunni í kvöld til að fagna annarri plötu sinni, Bestu kveðjur. Hljómsveitin mun leika lög af nýju plötunni í bland við eldra efni. Fjöldi aukahljóðfæraleikarar mun einnig stíga á stokk.

Lára Ómarsdóttir til liðs við Bubba Morthens

Fremstu popparar landsins voru mættir til að kynna tónleika sem eru liður í allsherjar gleðidegi ætlaðan til að leiða huga almennings frá ömurlegri stöðu efnahagsmála. Lára Ómarsdóttir skipuleggur kynningarmál.

Þúsundir skora á Þorgerði

„Þetta er frábært. Ótrúlegur fjöldi. Undirskriftasöfnunin fór af stað fyrir rétt rúmri viku,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Skjás eins.

Ásdís og Kolfinna hættar saman

„Jú, þetta er rétt. Alveg ótrúlega sorglegt að mínu mati,“ segir Ásdís Olsen en sjónvarpsþættinum Mér finnst hefur verið hætt á ÍNN-sjónvarpsstöðinni í núverandi mynd.

Ágætt að vera Íslendingur

„Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars.

Sarah Palin tók til í fataskápnum um helgina

Sarah Palin, ríkisstjóri í Alaska og fyrrum varaforsetaefni repúblikana, varði hluta helgarinnar við að gramsa í fataskápnum hjá sér. Tilgangurinn var að finna út úr því hvaða föt væru í eigu Repúblikanaflokksins. Palin var gagnrýnd harðlega fyrir að eyða 150 þúsund bandaríkjadollurum í föt.

Southfork búgarður úr Dallas skoðaður - myndband

30 ár eru síðan sápuóperan Dallas sem fjallaði um Ewing-fjölskylduna hóf göngu sína. Af því tilefni heimsótti fréttamaður BBC Southfork búgarðinn í Dallas í Texas og fræðir áhorfendur hvað fer fram þar í dag.

Ósáttur við ummæli Andra Snæs um fall Verzló

Hafsteinn Gunnar Hauksson, formaður Nemendafélags Verzló, er ósáttur við ummæli Andra Snæs Magnasonar rithöfundar um að núverandi efnahagsþrengingar feli í sér fall Verzló.

Sienna Miller á lausu - myndir

„Ég er á lausu í augnablikinu og er ferlega ánægð með það," segir Sienna sem hefur þurft að þola neikvæða fjölmiðlaumfjöllun í heimalandi sínu undanfarna mánuði um samband hennar og gifta leikarans Balthazar Getty.

Miriam Makeba látin

Suðurafríska söngkonan Miriam Makeba sem heilllaði Íslendinga með sögn sínum á tónleikum Listahátíðar hér á landi árið 2006 lést á Ítalíu í gærkvöldi, 76 ára að aldri.

Karl tekur upp eftirstríðsmynd í Tékklandi

„Ég hef unnið með leikstjóra myndarinnar,Tomás Masín, áður. Við höfum gert nokkrar auglýsingar saman hérna í Tékklandi. Hann hringdi í mig og bauð mér verkefnið og þetta var einfaldlega of gott tilboð til að hafna því,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að stjórna tökunum í tékknesku stórmyndinni Þrjár Árstíðir í Helvíti sem fram fara í Prag og víðar í Tékklandi.

Erlendir nafnar Lay Low

Lay Low er án efa einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands í dag, auk þess sem erlendir útgefendur slást um krafta hennar. Hún er þó ekki sú eina sem ber þetta sérstæða listamannsnafn því hún á sér að minnsta kosti fjóra nafna úr tónlistarbransaum vestanhafs.

Aðdáendur upp á svið

Rivers Cuomo, forsprakki hljómsveitarinnar Weezer, ætlar að bjóða aðdáendum sínum upp á svið með sér á tónleikum í Kaliforníu 25. nóvember. Cuomo er að kynna sína nýjustu sólóplötu, Alone II, og vill með þessu vekja enn meiri athygli á gripnum.

Norðmenn vilja íslendinga í bókhaldið

Í atvinnuhluta Fréttablaðsins í dag má sjá litla sæta auglýsingu á norsku. Þar er fyrirtæki sem heitir Norsk Turboservice að auglýsa eftir fólki í reikningshald, bókhald, sölumennsku og fleira.

Krúttkynslóðin lifir en Groupkynslóðin féll

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var gestur í Silfri Egils á Rúv í dag. Þar sagði hann m.a að krúttkynslóðin hefði ekki fallið þar sem hún hefði ekki tekið lánin heldur notað og nýtt gamla hluti. Hann sagði hinsvegar að Groupkynslóðin hefði beðið skipbrot og að á næstu dögum og vikum þyrfu nokkrir að segja af sér, biðjast afsökunar og sýna auðmýkt. Eftir það væri hægt að byrja að byggja upp.

Miðnæturbörn á tjaldið

Þær fregnir berast erlendis frá að skáldsaga Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, sem upphaflega kom út árið 1981, verði fljótlega kvikmynduð.

Leika á Rosenberg

Hljómsveitin Thin Jim and the Castaways heldur tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg á miðvikudagskvöld kl. 21.

Flemming Geir kastaði eggjum í Alþingishúsið

Það vakti athygli viðstaddra á Austurvelli í dag þegar hópur unglinga hóf að kasta eggjum í Alþingishúsið. Einn þeirra var Arnar Freyr Karlsson sem er betur þekktur sem Flemming Geir í gamanþáttaröðinni Dagvaktinni.

Páll Óskar selur diskasafnið á kreppuverði

Á meðan hinir fullorðnu grýttu eggjum í alþingishúsið skapaðist örtröð inni á NASA þar sem börn hópuðust í kringum poppstjörnuna og hagsýnismanninn Pál Óskar Hjálmtýsson til að fá hjá honum áritun á Silfursafnið hans nýútkomna.

Allir á skíðum í skagafirði

Það er heldur betur mikil gleði í Skagafirðinum þessa dagana enda hefur fólk getað farið á skíði á skíðasvæðinu í Tindastóli undanfarna daga. Viggó Jónsson umsjónarmaður svæðisins segist hafa opnað hjá sér þann 31.október og er búið að vera ágætt að gera síðan þá. Opið er á skíðasvæðinu til klukkan 17:00 í dag og er fínasta færi. Þriggja gráðu hiti, nægur snjór, logn og alskýjað.

Gerir mynd um Obama

Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur tryggt sér sýningarréttinn á nýrri heimildarmynd um Barack Obama, næsta forseta Bandaríkjanna. Fyrirtæki leikarans Edwards Norton, Class 5 Films, framleiðir myndina, en tökum lýkur ekki fyrr en Obama hefur svarið embættiseið sinn á næsta ári. Tökulið hefur fylgt Obama hvert fótspor frá árinu 2006, til að mynda er hann ferðaðist til Afríku og þegar hann tilkynnti um forsetaframboð sitt. Einnig hefur verið rætt við fjölskyldu Obama, vini og starfsfólk hans.

Radiohead er ekki betri

Noel Gallagher, liðsmaður Oasis, er ósáttur þegar gagnrýnendur telja Radiohead vera betri hljómsveit en Oasis eingöngu vegna þess að hún sé tilraunakenndari.

Berst við glæpamenn

Næsta mynd Kim Basinger, tryllirinn While She Was Out, kemur í bíó vestanhafs tólfta desember næstkomandi. Þar leikur hún eiginkonu í úthverfi nokkru sem lendir í því að hópur glæpamanna situr um hana á aðfangadag jóla. Berst hún fyrir lífi sínu eingöngu með verkfærabox að vopni.

Sjá næstu 50 fréttir