HM í Katar 2022

HM í Katar 2022

HM í fótbolta karla fór fram í Katar dagana 20. nóvember til 18. desember 2022.

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Ég mun greiða sektina sjálfur“

    Frakkinn Kylian Mbappé hefur farið mikinn á HM í Katar þar sem lið hans á titil að verja. Hann gaf í fyrsta skipti á mótinu kost á viðtali eftir sigur Frakka á Póllandi í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tók fram úr Maradona í sínum þúsundasta leik

    Lionel Messi skoraði fyrra mark Argentínu þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins með 2-1 sigri á Ástralíu. Leikurinn var sá þúsundasti hjá Messi á ferlinum og markið hans níunda á heimsmeistaramóti.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi skoraði í naumum argentínskum sigri

    Lionel Messi lék sinn þúsundasta leik á ferlinum og skoraði þegar Argentína sigraði Ástralíu, 2-1, í sextán liða úrslitum á HM í Katar í kvöld. Argentínumenn mæta Hollendingum í átta liða úrslitum á föstudaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van Gaal kyssti Dumfries á blaðamannafundi

    Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, var ánægður með Denzel Dumfries eftir sigurinn á Bandaríkjunum, svo ánægður að hann smellti kossi á bakvörðinn á blaðamannafundi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hollendingar fyrstir í átta liða úrslitin

    Holland komst fyrst liða í átta liða úrslit á HM í Katar eftir 3-1 sigur á Bandaríkjunum í dag. Denzel Dumfries var maður leiksins en hann skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö fyrir Memphis Depay og Daley Blind. Haji Wright skoraði mark Bandaríkjamanna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pele settur í lífslokameðferð

    Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur verið settur í lífslokameðferð af læknum á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo. Þessi ákvörðun var tekin þar sem líkami hans er hættur að svara geislameðferð vegna krabbameins í þörmum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gabriel Jesus ekki meira með í Katar

    Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus verður ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla. Jesus meiddist á hné gegn Kamerún í gær og leikur vafi á því hvort hann verði klár í slaginn þegar enska úrvalsdeildin hefst á ný í lok mánaðarins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pulisic klár í slaginn gegn Hollendingum

    Christian Pulisic hefur fengið grænt ljós frá læknum bandaríska knattspyrnulandsliðsins eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn Íran. Hann verður því klár í slaginn þegar 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar hefjast í dag.

    Fótbolti