

HM í Katar 2022
HM í fótbolta karla fór fram í Katar dagana 20. nóvember til 18. desember 2022.
Leikirnir

Segir að Japanir verði að berjast eins og samúræjar gegn Króötum
Japanir verða að berjast eins og samúræjar þegar þeir mæta Króötum í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Þetta segir Yuto Nagatomo, einn reyndasti leikmaður japanska liðsins.

Vinícius Júnior í stríði við Nike
Vinícius Júnior, leikmaður brasilíska landsliðsins og Real Madrid, er kominn í stríð við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike.

Matty Cash á heimleið frá HM í Katar en alls ekki tómhentur
Pólski knattspyrnumaðurinn Matty Cash er á heimleið frá heimsmeistaramótinu í Katar eins og félagar hans í pólska landsliðinu eftir tap á móti Frökkum í sextán liða úrslitum keppninnar.

„Hann er ekki að deyja“
Brasilíska knattspyrnugoðið Pele liggur ekki á dánarbeðinu eins og einhverjir erlendir fjölmiðlar ýjuðu að fyrir helgi.

„Hann verður besti miðjumaður heims“
Jude Bellingham hefur verið á meðal betri leikmanna enska landsliðsins á HM í Katar þrátt fyrir ungan aldur. Liðsfélagar hans hafa mikla trú á kauða.

„Ég mun greiða sektina sjálfur“
Frakkinn Kylian Mbappé hefur farið mikinn á HM í Katar þar sem lið hans á titil að verja. Hann gaf í fyrsta skipti á mótinu kost á viðtali eftir sigur Frakka á Póllandi í gær.

Sterling farinn heim frá Katar og óvíst hvort hann spili meira á HM
Raheem Sterling var óvænt ekki í leikmannahópi Englands í 16-liða úrslitum HM í Katar í gær þegar England sló Senegal úr leik á öruggan hátt.

Giroud bætti met Henry
Mark Olivier Giroud gegn Póllandi í 16-liða úrslitum HM í Katar í dag var sögulegt.

Englendingar léku sér að Senegal og eru komnir í 8-liða úrslit
England mætir heimsmeisturum Frakklands í 8-liða úrslitum á HM í fótbolta eftir afar öruggan sigur á Senegal í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Mbappe kláraði Pólverja í síðari hálfleik og Frakkar komnir í 8-liða úrslit
Frakkland er komið í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar en liðið lagði Pólland 3-1 í 16-liða úrslitum í dag. Oliver Giroud skoraði fyrsta mark Frakka og er nú markahæsti landsliðsmaður Frakklands frá upphafi.

Leikmenn Ástralíu biðu í röð til að fá mynd af sér með Messi þrátt fyrir tapið
Lionel Messi var maður leiksins þegar Argentína vann Ástralíu í 16-liða úrslitum HM í gær. Messi skoraði fyrra mark Argentínu en það stoppaði ekki leikmenn Ástralíu í myndatökum með Messi eftir leik.

Innbyrðis vandamálin sem felldu Belga | Vandræðaleg grillveisla og rifrildi lykilmanna
Belgíska landsliðið olli miklum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu í Katar og féll úr leik eftir riðlakeppnina. The Athletic hefur skyggnst bakvið tjöldin hjá belgíska liðinu þar sem innbyrðis deilur lykilmanna hafa valdið vandræðum.

Búist við að Saka komi inn í byrjunarliðið á kostnað Foden eða Rashford
England mætir Senegal í kvöld í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Katar. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Bukayo Saka komi inn í byrjunarlið Englands á kostnað Phil Foden eða Marcus Rashford sem báðir skoruðu í síðasta leik.

Tók fram úr Maradona í sínum þúsundasta leik
Lionel Messi skoraði fyrra mark Argentínu þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins með 2-1 sigri á Ástralíu. Leikurinn var sá þúsundasti hjá Messi á ferlinum og markið hans níunda á heimsmeistaramóti.

Færði Argentínu mark á silfurfati og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga
Matthew Ryan og félagar í ástralska landsliðinu féllu úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir tap gegn Argentínu. Ryan gerði mistök í öðru marki Argentínu og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga sínum í FC Kaupmannahöfn eftir leik.

Alexander-Arnold segist ekki vera að reyna að fá Bellingham til Liverpool
Trent Alexander-Arnold segir að hann sé ekki að reyna að sannfæra Jude Bellingham um að koma til Liverpool.

Messi skoraði í naumum argentínskum sigri
Lionel Messi lék sinn þúsundasta leik á ferlinum og skoraði þegar Argentína sigraði Ástralíu, 2-1, í sextán liða úrslitum á HM í Katar í kvöld. Argentínumenn mæta Hollendingum í átta liða úrslitum á föstudaginn.

Van Gaal kyssti Dumfries á blaðamannafundi
Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, var ánægður með Denzel Dumfries eftir sigurinn á Bandaríkjunum, svo ánægður að hann smellti kossi á bakvörðinn á blaðamannafundi.

Hollendingar fyrstir í átta liða úrslitin
Holland komst fyrst liða í átta liða úrslit á HM í Katar eftir 3-1 sigur á Bandaríkjunum í dag. Denzel Dumfries var maður leiksins en hann skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö fyrir Memphis Depay og Daley Blind. Haji Wright skoraði mark Bandaríkjamanna.

Pele settur í lífslokameðferð
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur verið settur í lífslokameðferð af læknum á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo. Þessi ákvörðun var tekin þar sem líkami hans er hættur að svara geislameðferð vegna krabbameins í þörmum.

Gabriel Jesus ekki meira með í Katar
Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus verður ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla. Jesus meiddist á hné gegn Kamerún í gær og leikur vafi á því hvort hann verði klár í slaginn þegar enska úrvalsdeildin hefst á ný í lok mánaðarins.

Dómararnir þurftu fylgd inn í klefa eftir að leikmenn Úrúgvæ gerðu að þeim aðsúg
Það voru mikil læti eftir að leik Úrúgvæ og Gana lauk á heimsmeistaramótinu í Katar í gær og þurftu dómarar leiksins fylgd inn í klefa að honum loknum. Luis Suarez segir að FIFA sé á móti Úrúgvæ.

Pulisic klár í slaginn gegn Hollendingum
Christian Pulisic hefur fengið grænt ljós frá læknum bandaríska knattspyrnulandsliðsins eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn Íran. Hann verður því klár í slaginn þegar 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar hefjast í dag.

Veikindi valda Hollendingum vandræðum fyrir stórleikinn í dag
Holland mætir Bandaríkjunum í fyrsta leik 16-liða úrslita heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Undirbúningur hollenska liðsins fyrir þennan stórleik hefur ekki verið sá besti þar sem flensa hefur herjað á lið Hollands.

Jagúar á Englandi gefur annan frían ef England vinnur HM
Breski bílaframleiðandinn Jagúar tilkynnti í gær að allir viðskiptavinir sem kaupa bíl núna fái annan frían með ef England verður heimsmeistari í knattspyrnu karla.

Sviss í sextán liða úrslit eftir leik mótsins
Sviss er komið í 16-liða úrslit HM í fótbolta sem fram fer í Katar eftir frábæran 3-2 sigur á Serbíu. Leikurinn var gríðarlega dramatískur og sveiflukenndur.

Aboubakar tryggði Kamerún óvæntan sigur og sá rautt eftir fagnaðarlætin
Tilfinningarnar báru Vincent Aboubakar, framherji Kamerún, ofurliði þegar hann skoraði það sem reyndist sigurmark Kamerún gegn Brasilíu í lokaleik liðanna í riðlakeppni HM í fótbolta. Hann reif sig úr að ofan og fékk sitt annað gula spjald í kjölfarið.

Breyttu um leikkerfi eftir að miðinn sem Eriksen fékk komst í þeirra hendur
Það vakti mikla athygli þegar Christian Eriksen, fyrirliði danska landsliðsins í fótbolta, fékk miða á stærð við A3 blað í leik Danmerkur og Ástralíu. Miðinn endaði í höndum Ástralíu sem gerðu í kjölfarið taktíska breytingu og sendu Dani heim af HM sem nú fer fram í Katar.

Bæði lið gengu niðurlút af velli eftir fréttirnar úr hinum leiknum
Úrúgvæ tókst ekki að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir að hafa unnið 2-0 sigur á Gana í lokaumferð H-riðils.

Bæði lið áfram eftir magnaðan sigur Kóreumanna
Suður-Kórea afrekaði það að vinna Portúgal, 2-1, í lokaumferð H-riðils á HM karla í fótbolta og það dugði liðinu til að komast í 16-liða úrslit á fleiri skoruðum mörkum en Úrúgvæ.