Fréttir

Fréttamynd

Þyrla Trítons sótti tvo slasaða sjómenn

Þyrla danska varðskipsins Tríton lenti með tvo menn við Landspítalann í Fossvogi á tíunda tímanum í kvöld. Báðir höfðu slasast á hendi. Annar mannanna var um borð í færeyska togaranum Ran, um 600 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, en að sögn Landhelgisgæslunnar missti hann framan af tveimur fingrum.

Innlent
Fréttamynd

Lítið vald kjörinna fulltrúa, segir bæjarstjórinn á Ísafirði

Bæjarstjórinn á Ísafirði segir greinilegt að kjörnir fulltrúar ráði ekki þegar kemur að málefnum ráðuneytanna. Flutningur launagreiðslna heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum sé bara lítið dæmi. Sú breyting hefur orðið að launagreiðslur til starfsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði og Patreksfirði fara nú beint af reikningi fyrir sunnan inná reikninga starfsmannanna. Þannig minnkar velta viðskiptabanka Heilbrigðisstofnananna um hálfan milljarð árlega auk þess sem störfum við launavinnslu fækkar.

Innlent
Fréttamynd

Ákæra hugsanlega gefin út á morgun vegna Sancy

Lögreglustjórinn á Eskifirði mun líklega gefa út ákæru á morgun vegna færeyska togarans Sancy sem skipverjar á Óðni færðu til hafnar á Eskifirði í fyrradag. Skipstjóri og stýrimaður togarans voru í yfirheyrslum fram á kvöld vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Waters við múrinn í Ísrael

Íslandsvinurinn Roger Waters krotaði á múrinn eða girðinguna sem aðskilur Vesturbakkann og Ísraelsríki. "Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög ánægður að hafa séð vegginn," sagði Waters við þetta tækifæri. Heimsókn Waters til Ísraels og Palestínu er hluti af tónleikaferð hans, en hann tók þá ákvörðun að færa tónleika sína frá Tel Aviv í friðarþorpið Neve Shalom Wahat al-Salam, sem bæði er búið Ísraelum og Palestínumönnum. Rokkarinn sagði að þrátt fyrir að hann hefði séð myndir væri það sláandi að standa við vegginn, sjá kort og áætlanir og hvað hann gerir samfélaginu. Waters var einmitt forsprakki hljómsveitarinnar Pink Floyd sem gaf út lagið The Wall á sínum tíma, ádeilu á einræði og kúgun.

Erlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um að hafa stolið matvælum

Karlmaður var í dag sýknaður Í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um þjófnað á matvælum. Maðurinn var ákærður í desember á síðasta ári fyrir að stolið fjórum pakkningum af heilum humri, tveimur lambahryggjum og þremur lambaframbógum úr frystigám við verslunina Bónus á Akureyri, en verðmæti þýfisins var rúmar fimmtán þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Suðurríkjaþingmenn á móti lögum um kosningarétt

Þingmenn úr suðurríkjunum standa gegn frumvarpi um kosningarétt á Bandaríska þinginu. Til stendur að framlengja lögin um kosningarétt frá 1965, en þau renna út á næsta ári. Samstaða var milli repúblikana og demókrata um nýtt frumvarp en tvö atriði í því eru ekki að skapi suðurríkjaþingmannanna.

Erlent
Fréttamynd

Snæuglu sleppt á Hólmavík

Snæuglu sem dvalið hefur í Húsdýragarðinum í endurhæfingu í 10 mánuði var sleppt í dag. Snæuglan, ungur karlfugl, fannst flækt í gaddavír við Hólmavík í september á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Kjálki græddur á kornabarn

Kínverskir læknar græddu í morgun kjálka á eins árs gamlan dreng sem var bitinn heiftarlega af asna fyrir hálfum mánuði. Þótt enn sé of snemmt að segja til um batahorfurnar virðist aðgerðin hafa heppnast ágætlega.

Erlent
Fréttamynd

Hafna hugmyndum um að fresta skattalækkunum

Málfundafélagið Óðinn, félag launþegar í Sjálfstæðisflokkinum í Reykjavík, hafnar alfarið hugmyndum um að dregið verði úr eða frestað verði boðuðum skattalækkunum af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður Saddams myrtur

Einum af aðallögfræðingum Saddams Hussein var rænt í morgun og hann myrtur. Hann er sá þriðji í verjendaliðinu sem fellur fyrir hendi morðingja.

Erlent
Fréttamynd

SA sögð beita hótunum

Samtök atvinnulífsins segja fyrirhugaða vinnustöðvun starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn ólögmæta og minna á mögulega bótaskyldu verkalýðsfélaga og starfsmanna. Forsvarsmaður annars verkalýðsfélags starfsmanna segir samtökin beita hótunum.

Innlent
Fréttamynd

Steinn Eiríksson ráðinn sveitarstjóri á Borgarfirði eystri

Steinn Eiríksson, eigandi og framkvæmdastjóri Álfasteins á Borgarfirði eystri, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps til áramóta. Fréttavefurinn Austurlandid.is greinir frá því að Steinn hafi verið kjörinn í hreppsnefnd í síðustu sveitastjórnarkosningum en óbundin kosning var á Borgarfirði eystri. Magnús Þorsteinsson, fráfarandi sveitarstjóri, tilkynnti fyrir kosningar að hann myndi ekki gefa kost á sér til starfans áfram.

Innlent
Fréttamynd

Bush vill loka Guantanamo-fangelsinu

George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í yfirlýsingu að nýjasta ákæran í Baugsmálinu hafi beðið hnekki þegar dómari málsins óskaði eftir skýringum saksóknara á henni fyrir dómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skaðleg smáskilaboð

Gífurlegur fjöldi SMS smáskilaboða, jafnvel yfir hundrað þúsund, voru send á íslensk GSM símanúmer um tíu-leytið í morgun. Skilaboðin geymdu upplýsingar um erlenda stefnumótasíðu og ef farið er inn á heimasíðuna mun tölva viðkomandi smitast af skaðlegum tölvuvírus.

Innlent
Fréttamynd

Nýr samningur gerir ráð fyrir að biðlistar styttist

Barna- og unglingageðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og Miðstöð heilsuverndar barna hafa undirritað samstarfssamning vegna þjónustu við börn með erfiðleika á geð- og hegðunarsviði. Langir biðlistar hafa myndast á Barna- og unglingageðdeild og skortur er á viðeigandi þjónustu við börn með hegðunar-eða geðvanda. Samningurinn miðar að því að draga úr álagi á Barna- og unglingageðdeild og stytta biðtíma barna og fjölskyldna eftir sérhæfðum úrræðum.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á hjólandi vegfaranda

Ekið var á hjólandi vegfaranda á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hjólreiðamaðurinn slasaðist ekki en fékk nokkrar skrámur og var ekki fluttur á slysadeild. Tveir sjúkrabílar komu engu að síður á staðinn og skoðuðu sjúkraliðsmenn manninn.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar ákærur hugsanlegar í Baugsmálinu

Ekki er útilokað að von sé á nýjum ákærum í Baugsmálinu, eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, fékk boð um að mæta í yfirheyrslur hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku. Málflutningur í Baugsmálinu fór fram í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hægir á einkaneyslu

Velta í dagvöruverslun í maí var 4,7 prósentum hærri en á sama tíma fyrir ári þegar áhrif verðbreytinga hafa verið undanskilin. Til samanburðar nam vöxtur dagvöruverslunar í maí 13 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir líkur á að heimilin hafi brugðist við breytingum í kaupmætti samhliða vaxandi verðbólgu og gengislækkun krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skipstjórinn aftur færður til yfirheyrslu

Yfirheyrslu yfir stýrimanni togarans Sancy lauk rétt í þessu en þær hófust í morgun. Lögreglan á Eskifirði gerir ráð fyrir að hefja á ný yfirheyrslu yfir skipstjóra togarans nú síðdegis og að hún muni standa fram eftir kvöldi. Þá er verið að vinna úr gögnum siglingartölvu togarans en fyrstu upplýsingar gefa til kynna að þau 20 tonn af fiski sem voru um borð í togaranum, hafi verið veidd í íslenski lögsögu.

Innlent
Fréttamynd

Miklar tafir á umferð

Sæbrautin er lokuð í báðar áttir frá Kirkjusandi að Laugarnesvegi, en til stóð að opna hana um klukkan fimm. Umferð er mjög hæg um hjáleiðina um Laugarnesveg og tekur leiðin í gegnum hnútinn að minnsta kosti kortér.

Innlent
Fréttamynd

Orkuveitan verður ekki seld

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu

Nú stendur yfir munnlegur málflutningur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, hefur í morgun fært rök fyrir því að kaup Baugs á Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar, séu tæk til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir tugi staðreyndavilla vera í ákæruskjálinu.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent

Hagnaður sænsku tískuvörukeðjunnar Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið ætlar í útrás til Kína á næsta ári og mun setja á laggirnar verslanir með föt fyrir bæði kynin. Verlsanirnar munu ekki verða reknar í nafni sænska fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rannsókn á tveimur landhelgisbrotum?

Ríkissaksóknari ákveður á næstu dögum hvort rannsókn verður haldið áfram á meintu landhelgisbroti færeysks togara, sem Fokkervél Gæslunnar stóð að meintu broti í íslenskri lögsögu í fyrra. Rannsókn á nýju meintu broti annars færeysks togara er fram haldið á Eskifirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn hætt á meintri ofbeldishótun

Lögreglan í Reykjavík hefur hætt rannsókn á meintri hótun um ofbeldi á hendur Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í göngu Íslandsvina í lok maí.

Innlent
Fréttamynd

Kaupmáttur aðeins aukist um tvö prósent

Þrátt fyrir að launavísitalan sýni óvenju miklar launahækkanir síðastliðna tólf mánuði, hefur verðbólgan saxað svo á þær að kaupmáttur hefur aðeins aukist um rúm tvö prósent á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli í Vín

Þrjúhundruð námsmenn mótmæltu komu Bush Bandaríkjaforseta til Austurríkis á götum Vínarborgar í dag. Bush kom til Austurríkis gærkvöld til fundar með leiðtogum Evrópusambandsins

Erlent