Erlent

Fréttamynd

Læknir SÞ handtekinn

Tíu manns voru handteknir í Kabúl í gær í tengslum við mannrán á þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Hefja afskipti á ný

Bandaríkjamenn hafa hafið afskipti af friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs á ný. Powell, utanríkisráðherra, er kominn til Ísraels til viðræðna við Ísraela og Palestínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Powell í Mið-Austurlöndum

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Ísraels þar sem hann hyggst reyna að endurvekja friðarferlið þar. Palestínumenn vona og vilja að hann hlutist til um að Ísraelsstjórn standi ekki í vegi fyrir forsetakosningum á svæðum Palestínumanna, en þær eru fyrirhugaðar eftir um einn og hálfan mánuð.

Erlent
Fréttamynd

Auðvelda baráttu gegn hryðjuverkum

Bretar hafa áhyggjur af hryðjuverkum og hyggjast breyta lögum til að auðvelda baráttuna gegn þeim. Meðal hugmynda sem eru til umræðu eru að grípa til forvarna gegn fólki sem talið er að leggi á ráðin um hryðjuverk. Auk þessa er rætt um dómstóla án kviðdóms og að leyfa upptökur af hleruðum samtölum sem sönnunargögn.

Erlent
Fréttamynd

Fjölga hermönnum í Afghanistan

Danir ætla að fjölga hermönnum sínum í Afganistan. Politiken segir hermönnunum ætlað að vinna að mannúðarstörfum og þjálfa nýjan, afganskan her. Eftir fjölgunina verða 225 danskir hermenn í Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Senda eftirlitsnefnd til Palestínu

Evrópusambandið mun senda eftirlitsnefnd til Palestínu til að fylgjast með forsetakosningunum þegar kosið verður um eftirmann Jassers Arafat sem lést á sjúkrahúsi í París 11. nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Verkfalli rútubílstjóra lokið

Verkfalli rútubílstjóra í Finnlandi er lokið. Það stóð í tvær vikur. Samgöngur voru að komast í samt horf í gær en einhverjir hnökrar voru þó á þeim.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert grunsamlegt

Engar vísbendingar um banamein Jassirs Arafats er að finna í læknaskýrslum hans, samkvæmt því sem Nasser al-Kidwa, frændi Arafats, segir. Hann fékk skýrslurnar afhentar hjá frönskum yfirvöldum. Al-Kidwa segir eiturefnapróf hafa verið gert á Arafat, en að ekkert grunsamlegt hafi þar komið í ljós. <font size="4"></font>

Erlent
Fréttamynd

Börn til sölu

Ungabörn ganga kaupum og sölu í austur-Evrópu og verðið er frá rúmum 40 þúsund íslenskum krónum. Sky-fréttastofan greinir frá því að það hafi aðeins tekið fréttamann stöðvarinnar nokkrar mínútur að finna foreldra í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, sem voru reiðubúin að selja krílið sitt fyrir nokkra tugi þúsunda.

Erlent
Fréttamynd

Meira en 50 handteknir

Fleiri en fimmtíu voru handteknir í rassíu lögreglunnar gegn mafíunni í suðurhluta Ítalíu í morgun. Meðal þeirra sem eru í haldi eru þingmaður og fjöldi annarra stjórnmálamanna. Nokkur fjöldi kaupsýslumanna er einnig í haldi, en mennirnir eru allir grunaðir um tengsl við skipulagða glæpastarfemi, peningaþvætti og fjárkúgun.

Erlent
Fréttamynd

Brögð í tafli?

Ásakanir um kosningasvindl eru komnar fram í Úkraínu þar sem forsetakosningar vour í gær. Útgönguspár bentu til þess að stjórnarandstæðingurinn Viktor Yushchenko hefði náð meirihluta, en tölur kjörnefndar, sem birtar voru á sjöunda tímanum í morgun, gefa hins vegar til kynna að forsætisráðherra landsins, Viktor Yanukovich, hafi hlotið fleiri atkvæði og hafi um hálfs prósents forskot.

Erlent
Fréttamynd

5 létust í skotbardaga veiðimanna

Fimm létu lífið og þrír eru í lífshættþegar til skotbardaga kom milli dádýraveiðimanna í skóglendi nærri litlu þorpi í Wisconsin í gærkvöld. Bardaginn varð einungis sólarhring eftir að veiðitíminn hófst. Einn maður hóf að skjóta á þrjá veiðimenn eftir að þeir vísuðu honum burt af merktu veiðisvæði.

Erlent
Fréttamynd

ESB vill að kosið verði að nýju

Evrópusambandið fer fram á að forsetakosningarnar í Úkraínu verði endurteknar, þar sem þær hafi ekki uppfyllt lýðræðisleg skilyrði. Talsmenn allra aðildarríkja ESB hyggjast senda Úkraínumönnum orðsendingu, þar sem hvatt verður til þess að kosningarnar verði endurteknar og farið verði að ítrustu skilyrðum um lýðræðislega framkvæmd þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Þingið hafni kosningúrslitum

Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, hafa hvatt úkraínska þingið til þess að samþykkja ekki úrslit nýafstaðinna forsetakosninga. Í yfirlýsingu frá borgarráði Kænugarðs segir að miklar efasemdir séu uppi um að rétt hafi verið staðið að kosningunum og því sé eðlilegt að þingið neiti að samþykkja úrslitin.

Erlent
Fréttamynd

Brögð í tafli?

Viðtæk kosningasvik voru framin í Úkraínu, að mati kosningaeftirlitsmanna. Forsætisráðherra landsins var í dag lýstur sigurvegari forsetakosninga, en tugir þúsunda mótmælenda sætta sig ekki við niðurstöðurnar.

Erlent
Fréttamynd

Tvö mannskæð slys í Kína

Fimmtíu og þrír létust þegar flugvél endastakkst ofan í ísi lagt stöðuvatn aðeins nokkrum sekúndum eftir flugtak í norðurhluta Kína í morgun. Níu námumenn létu jafnframt lífið í eldsvoða í sama landshluta í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar í Írak ákveðnar

Tilkynnt var í gær að fyrstu kosningarnar í Írak eftir fall Saddams Hussein verði haldnar 30. janúar. Ekki á að fresta kosningum vegna átaka í landinu. "Kjörstjórn hefur einróma samþykkt að íhuga 30. janúar sem kjördag," sagði formaður kjörstjórnar, Abdel Hussein al-Hindawi, við fréttamenn í Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

53 létust í flugslysi

Fimmtíu og þrír létust þegar flugvél endastakkst ofan í ísi lagt stöðuvatn aðeins nokkrum sekúndum eftir flugtak í svokallaðri Innri-Mongólíu í Kína í morgun. Ekki er vitað hvað kom upp á, veður var gott þegar slysið varð og margir á ferli við flugvöllinn.

Erlent
Fréttamynd

Boðað til kosninga í Írak

Boðað hefur verið til þingkosninga í Írak þrítugasta janúar á næsta ári þrátt fyrir það upplausnarástand sem ríkir í landinu. Dagsetningin fyrir kosningarnar var kunngerð í dag en fyrirfram höfðu margir haft uppi varnaðarorð og efast um að kosningar geti verið óhlutdrægar við núverandi kringumstæður.

Erlent
Fréttamynd

Sneri aftur í veisluna með byssu

Danska lögreglan telur að tæplega fimmtugur karlmaður frá fyrrverandi Júgóslavíu hafi drepið samlanda sinn með því að skjóta hann nokkrum skotum í samkomuhúsi á Kaupmannahafnarsvæðinu í gærmorgun. Maðurinn neitar sök en hann gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær.

Erlent
Fréttamynd

Fjögur morð á sólarhring í Napólí

Fjórir menn hafa verið drepnir undafarinn sólarhring í borginni Napólí á Ítalíu. Lögreglan segir morðin að öllum líkindum tengjast innbyrðis átökum í mafíunni þar í borg.

Erlent
Fréttamynd

Kúrdar drepnir

Tyrkneskir hermenn drápu tvo Kúrda sem réðust að herstöð í suðausturhluta Tyrklands í gær. Kúrdarnir skutu úr sjálfvirkum rifflum á hermennina en féllu þegar þeir svöruðu fyrir sig, samkvæmt heimildum hersins.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri lík finnast

Lík þriggja manna sem skotnir höfðu verið í höfuðið fundust á götum Mósúl í Írak í dag. Líklegt er talið að mennirnir séu úr þjóðvarðaliði Íraka en það hefur ekki verið staðfest. Í gær fundust lík níu írakskra þjóðvarðliða á víðavangi í borginni sem einnig höfðu verið drepnir með skoti í höfuðið.

Erlent
Fréttamynd

Friður í suður-Súdan

Sameinuðu þjóðirnar munu staðsetja þúsundir hermanna í Suður-Súdan þegar ríkisstjórnin í Khartoum, höfuðborg Súdans, og byltingarhreyfingin í suðrinu hafa skrifað undir friðarsamning.

Erlent
Fréttamynd

Týndir í Sahara

Fimm þýskir ferðamenn fundust heilir á húfi eftir að hafa verið saknað í fjölda daga í Sahara-eyðimörkinni. Ferðalangarnir eiga yfir höfði sér kæru fyrir stuld á fornminjum.

Erlent
Fréttamynd

Kindur mótmæla

Um það bil 1200 kindur ráfuðu um götur Madrídar í gær, 21. nóvember, til að vekja athygli á kröfu um verndun á árstíðabundnum flutningi búpenings milli beitilanda á láglendi og hálendi, en það er aldagömul hefð á Spáni.

Erlent
Fréttamynd

Kusu tengsl við Vesturlönd

Útgönguspár seinni umferðar forsetakosninga í Úkraínu sem voru í gær benda til þess að Viktor Júsjenko beri sigur úr býtum.

Erlent
Fréttamynd

80% skuldanna felld niður

Rússar hafa samþykkt að fella niður 80 prósent skulda Íraka sem hljóða upp á um það bil 125 milljarða dollara. Þetta er haft eftir bandarískum embættismanni en Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að skuldirnar verði felldar niður.

Erlent
Fréttamynd

Safn um helförina

Safn í Jerúsalem um helförina hefur opnað heimasíðu með aðgangi að lífshlaupi um þriggja milljóna gyðinga sem deyddir voru af nasistum. Gagnasafnið er það yfirgripsmesta sinnar tegundar.

Erlent