Fótbolti

Settur í bann fyrir nasistafrasa

Marco van Basten
Marco van Basten vísir/getty
Fyrrum hollenski landsliðsmaðurinn Marco van Basten hefur verið settur í bann frá störfum fyrir sjónvarpsstöðina Fox Sports fyrir að nota þekktan nasistafrasa í útsendingu.

Van Basten var að vinna sem sérfræðingur fyrir Fox um helgina þegar hann sagði „sieg heil“ í loftinu.

Frasinn var mikið notaður á meðal nasista á sínum tíma en þetta er eins konar sigurkveðja.

Van Basten lét orðin falla eftir viðtal sem fréttamðaur tók við þýskan þjálfara. Hann baðst afsökunar seinna í þættinum á ummælunum.

Hann sagðist ekki hafa ætlað að koma fólki í uppnám heldur „hafi þetta átt að gera grín að þýsku fráttamannsins.“

Fox sagði í tilkynningu að ummælin væru „heimskuleg og óviðeigandi“ og mun sjónvarpsstöðin ekki nota Van Basten sem sérfræðing næstu vikuna.

Þá mun fyrirtækið gefa laun hans til hollenskrar stofnunnar sem vinnur að því að fræða fólk um seinni heimsstyrjöldina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×