Fótbolti

Mascher­a­no samdi við nýja vinnu­veit­endur yfir kvöld­verði í Peking

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mascherano í leik í Kína.
Mascherano í leik í Kína. vísir/getty
Javier Mascherano er að ganga í raðir argentínska félagsins, Estudiantes de La Plata, en félagið greindi frá því að samningar hafi náðst milli Mascherano og félagsins.

Mascherano er nú á mála hjá kínverska félaginu Hebei China Fortune en hann kom til liðsins í janúar 2018. Núverandi samningur hans átti að renna út þann 31. desember.

Juan Sebastian Veron er forseti félagsins en Veron lék meaðl annars með Manchester United. Hann sagði að samningar við Mascherano hafi náðst yfir kvöldverði í Peking.







Því mun miðjumaðurinn snúa aftur til heimalandsins eftir fjórtán ár í útlandinu en hann lék meðal annars með Liverpool áður en hann fór til Barcelona árið 2010.

Þar vann hann átján titla hjá félaginu, þar á meðal Meistaradeildina í tvígang, áður en hann yfirgaf félagið í janúarmánuði á síðasta ári og hélt til Kína.

Estudiantes de La Plata er nú í 7. sæti argentínsku deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×