Fleiri fréttir Nýr eigandi Já: Eitt sterkasta vörumerki á Íslandi „Allir Íslendingar þekkja Já og fyrirtækið nýtur mikils trausts og tryggðar viðskiptavina sinna. Já er jafnframt eitt sterkasta vörumerki á Íslandi. Þetta teljum við að geri fyrirtækið að góðum fjárfestingarkosti. Okkur finnst það spennandi verkefni að vinna með starfsmönnum að því á næstu árum að veita sífellt betri þjónustu og ná enn meiri árangri í að veita fólki og fyrirtækjum áreiðanlegar og aðgengilegar upplýsingar með fjölbreyttum leiðum," segir Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Auðar 1 fjárfestingasjóðs. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Auður 1 hefði keypt Já af Skiptum. 5.11.2010 16:15 Lögreglan varar við netfangaþjófum Ríkislögreglustjóri vill aðvara almenning en vart hefur orðið við það að netföngum fólks hjá þjónustuaðilum á borð við Hotmail, G-mail o.fl. er stolið og síðan er sendur út fjöldapóstur á öll netföng í netfangaskrá viðkomandi. 5.11.2010 15:53 Tíkin Flækja hitti fálka í Laugardalnum Tíkin Flækja er aðeins sex mánaða gömul og fer daglega í göngutúr um Laugardalinn með eiganda sínum, Ásrúnu E. Magnúsdóttur. Þar hitta þær gjarnan hrafna og jafnvel gæsir en í gærmorgun blasti við þeim ný sjón þegar þær rákust á tignarlegan fálka með blóðuga bráð í klónum. 5.11.2010 15:23 Önnur Quantas þota í vandræðum Boeing 747 þota frá ástralska flugfélaginu Quantas þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak í Singapore og lenda vegna vélarbilunar. Í gær nauðlenti Airbus A380 þota frá sama félagi á sama flugvelli þegar einn hreyfill vélarinnar sprakk í loft upp. Í kjölfarið voru allar vélar félagsins sömu gerðar kyrrsettar. Vélin í dag var á leið til Sidney og náði hún að lenda án vandræða. 5.11.2010 15:21 Meintir fjársvikarar látnir lausir í dag Mennirnir tveir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli verða látnir lausir síðar í dag. Mennirnir voru þann 22. október úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald og rennur það út í dag. 5.11.2010 14:51 Vill vita hversu margir ráðherrar fengu meðmælabréf Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um meðmælabréf vegna atvinnuumsókna. „Hvað hefur ráðherra og/eða ráðuneytið skrifað mörg meðmælabréf vegna atvinnuumsókna fyrrum ráðherra á árunum 2000-2010? Fyrir hvern voru bréfin skrifuð, hvert voru þau send og hvenær?“ segir í fyrirspurninni sem var lögð fram á Alþingi í dag. 5.11.2010 14:44 Jóhanna fundaði með yfirmanni herafla Nató Forsætisráðherra fundaði í dag með yfirmanni herafla Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Evrópu, James G. Stavridis. Rætt var um leiðtogafund NATO sem forsætisráðherra mun sækja og haldinn verður í Lissabon 19. til 20. nóvember næstkomandi. Á fundinum í Lissabon mun framkvæmdastjóri NATO meðal annars kynna tillögur að nýrri grundvallarstefnu bandalagsins. 5.11.2010 14:24 Innbrotaalda á Suðurnesjum Lögreglunni á Suðurnesjum hefur að undanförnu borist nokkur fjöldi tilkynninga um innbrot og tilraunir til innbrots. Að sögn lögreglu hafa innbrotin átt sér stað bæði að nóttu og degi og hafa heimili, bifreiðar og fyrirtæki orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. 5.11.2010 14:14 Lög um landslén til að vernda ímynd Íslands Drög að frumvarpi til laga um landslénið .is og önnur höfuðlén sem sérstaka skírskotun hafa til Íslands er nú til umsagnar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Meginmarkmiðið með frumvarpsdrögunum er að stuðla að gæðum, hagkvæmni og framþróun á sviði lénaumsýslu með því að setja lagaramma um lénaskráningar á Íslandi sem tryggir öryggi, skilvirkni og gagnsæi varðandi umsýslu með lén sem tilheyra landsléninu .is. Markmið þess eru aukinheldur að tryggja að um skráningu léna gildi skýrar reglur þar sem gætt er að hagsmunum almennings og að jafnræði aðila um aðgang sé tryggt. Auk þess má segja að tilgangur laga um landslénið .is sé að vernda ímynd Íslands, það er að tryggja að .is sé gæðamerki. Þetta kemur fram á vef samgönguráðuneytisins. 5.11.2010 14:09 Aukinn viðbúnaður vegna fellibyls á Haítí Mikill viðbúnaður er nú hjá Rauða krossinum á Haítí en búist er við að fellibylurinn Tómas muni skella á eyna Hispaníólu á hverri stundu. Fellibylurinn hefur valdið miklum usla síðustu daga í Karabíska hafinu, og er óttast að afleiðingarnar kunni að verða skelfilegar þegar hann nær landi á Haítí þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Miklar rigningar fylgja fellibylnum og eykur það enn á hættuna á að kólerufaraldur blossi upp í höfuðborginni. 5.11.2010 14:01 Efast um sparnað vegna niðurskurðar í heilbrigðismálum Aðgerðahópar vegna niðurskurðar í heilbrigðismálum mótmæla harðlega þeirri skerðingu sem kynnt hefur verið í tillögum til fjárlaga næsta ársin. Aðgerðahópar frá flestum landshlutum héldu fjarfund á þriðjudag þar sem rætt var um alvarlega stöðu heilbrigðismála. Tillögur til fjárlaga ger ráð fyrir 4,7 milljarða króna niðurskurði og umtalsverðum skipulagsbreytingum með tilflutningi á þjónustu frá landsbyggðinni til Reykjavíkur og Akureyrar. Um 84% fyrirhugaðs niðurskurðar beinast að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. 5.11.2010 13:52 Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5.11.2010 13:41 Ljótupeysudagur hjá STALÍN Starfsfólk Lánasjóðs íslenskra námsmanna heldur í dag svokallaðan ljótupeysudag þar sem starfsfólk mætti til vinnu í ljótustu peysunni sem það fann. Starfsmannafélag LÍN skipulagði daginn en félagið ber nafnið STALÍN. 5.11.2010 13:33 Nýi vegurinn kostaði 2,7 milljarða króna Þjóðvegurinn milli Húsavíkur og Þórshafnar styttist um 53 kílómetra á morgun, með formlegri opnun Hófaskarðsleiðar þvert yfir Melrakkasléttu. Núverandi vegur milli byggðanna norður um Sléttu er 212 kílómetra langur en með nýja veginum styttist leiðin niður í 159 kílómetra. Þá leysir vegurinn af Öxarfjarðarheiði, sem hefur aðeins verið fær á sumrin. 5.11.2010 13:01 Íslenski fjárhundurinn á risasýningu í Bandaríkjunum „Þetta er mjög mikilvæg sýning fyrir framtíðarvinsældir íslenska fjárhundsins í Bandaríkjunum,“ segir Kristina Moore, fjölmiðlafulltrúi hundasýningar Kennel-klúbbsins. 5.11.2010 13:00 Sjálfstætt starfandi skólar eru ódýrari fyrir sveitarfélögin Sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólar eru ódýrari í rekstri fyrir sveitarfélögin en þeir opinberu. Að meðaltali fá sjálfstætt starfandi leikskólar aðeins 86% af þeim kostnaði sem sveitarfélögin leggja til eigin leikskóla. Í flestum tilvikum innheimta leikskólarnir ekki hærri skólagjöld en sveitarfélagaskólarnir og eru þannig reknir fyrir umtalsvert lægri fjárhæðir. 5.11.2010 12:45 Sigmundur Davíð: Sérkennilegt hjá Jóhönnu Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki að þeir taki forsætisráðherra á orðinu og leggi fram vantrauststilllögu á ríkisstjórnina á Alþingi. 5.11.2010 12:11 Guðbjartur situr enn á skipulagi Ölfuss Guðbjartur Hannesson, sem var settur umhverfisráðherra um skipulagsmál Ölfuss, eftir að Svandís Svavarsdóttir lýsti sig vanhæfa, hefur ekki enn staðfest aðalskipulag sveitarfélagsins. Ein vika er komin fram yfir þann tíma sem ráðamenn sveitarfélagsins telja stjórnsýslulög veita honum til að afgreiða málið. 5.11.2010 11:37 Lögreglan lærir um peningaþvætti Fjármunabrot og peningaþvætti tengt skipulagðri brotastarfsemi voru í brennidepli á tveggja daga námskeiði, sem haldið var í Lögregluskólanum nýverið. Rannsóknir slíkra mála eru oft mjög umfangsmiklar en á námskeiðinu var farið yfir fjölmörg atriði sem að þessu snúa. 5.11.2010 10:34 Kexinu lokað: Þetta er bara eins og golfklúbbur „Þetta er bara klúbbur, eins og golfklúbbur,“ sagði Arnar Már Þórisson, einn af eigendum klúbbsins Kex á Barónstíg en lögreglan lokaði staðnum á þriðjudagskvöldinu. 5.11.2010 10:32 Svíakóngur ekki í mál útaf bókinni Gústaf Adolf konungur Svíþjóðar hyggst ekki höfða mál á hendur höfundunum þremur sem hafa skrifað um hann bersögla bók. Þar er meðal annars fullyrt að hann hafi haldið framhjá Sylvíu drottningu og stundað allskonar annan ólifnað. 5.11.2010 10:10 Jenis og Jóhanna í kokteilboði - Ræddu ekkert saman Færeyski þingmaðurinn Jenis av Rana og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mættu bæði í kokteilboð sem íslenska ríkisstjórnin hélt fyrir þá þingmenn sem sóttu þing Norðurlandaráðs. Jenis er Íslendingum helst kunnur fyrir að hafa neitað að sitja til borðs með Jóhönnu og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, þegar þær sóttu Færeyjar heim fyrir skömmu. 5.11.2010 09:18 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5.11.2010 08:00 Bandaríkjamenn stoppa njósnastarfsemi sína í Osló Bandarísk stjórnvöld hafa fullvissað Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs um að njósnastarfsemi þeirra í Osló hafi verið stöðvuð. 5.11.2010 07:54 Unglingar reyndu að kveikja í fjölbýlishúsi á Keflavíkurflugvelli Nokkrir unglingar gerðu tilraun til að kveikja í á þremur stöðum í fjölbýlishúsi á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í nótt. 5.11.2010 07:51 Gáfu lottóvinning upp á milljarð til vina og vandamanna Eldri hjón á Nova Scotia í Kanada sem nýlega unnu rúmlega milljarð króna í lottói hafa ákveðið að gefa megnið af féinu til vina og vandamanna auk þess að fjórar kirkjur frá sinn skerf. 5.11.2010 07:48 Lögreglan í Keflavík aðstoðaði húsvilltan mann Lögreglan í Keflavík var kölluð að húsi í bænum í nótt þar sem talið var að maður væri að brjótast þar inn. 5.11.2010 07:45 Óvissuástand þegar vélarbilun varð í stórum frystitogara Óvissusástand skapaðist þegar skyndilega drapst á aðalvél í stórum frystitogara, með hátt í 30 manna áhöfn, þegar hann var staddur út af Gjögri, nyrst á Vestfjarðakjálkanum í gær. 5.11.2010 07:41 Enginn lifði af flugslys í Pakistan Allir 22 um borð fórust þegar lítil leiguflugvél hrapaði til jarðar í Pakistan aðeins mínútu eftir flugtak frá hafnarborginni Karachi í gærkvöldi. 5.11.2010 07:38 Qantas telur að hönnunargalli hafi valdið vélarbilun Talsmenn Qantas flugfélagsins í Ástralíu segja að vélarbilun vegna hönnunargalla hafi líklega valdið því að breiðþota af gerðinni Airbus 380 nauðlenti í Singapore í gær eftir að einn hreyfill þotunnar sprakk skömmu eftir flugtak. 5.11.2010 07:37 Allir fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar á Kúbu Farþegavél með 68 manns innanborðs brotlenti á fjalli á Kúbu og sprakk í loft upp í gærkvöldi. Talið er að allir um borð hafi farist en 28 þeirra voru erlendir ríkisborgarar. 5.11.2010 07:26 Hitabeltisstormurinn Tómas að skella á Haití Hitabeltisstormurinn Tómas er um það bil að skella á Haíti en mikil úrkoma hefur hrjáð Haitibúa í alla nótt. 5.11.2010 07:23 Mellurnar, marijúanað og einkaþota ráðherrans Ítalir hafa örugglega talið að forsætisráðherrann Silvio Berlusconi, gæti ekki eyðilagt orðpor þjóðarinnar frekar en orðið er. Þjóðinni gæti skjátlast. 5.11.2010 07:19 Þrír menn í haldi vegna líkamsárásar í Kópavogi Þrír menn gista nú fangageymslur lögreglunnar eftir að hafa ráðist á fjórða manninn fyrir utan veitingastað í Hamraborg í Kópavogi um miðnætti. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en er ekki mikið meiddur. 5.11.2010 07:17 Biður fólk að dæma ekki hana Birtu sína „Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar það sér hana fyrst af því að hún er svona hárlaus,“ segir Belinda Theriault um Sphynx-læðuna sína Birtu. Belinda og tíkin Týra voru óaðskiljanlegar í fimmtán ár þar til Týra dó haustið 2006. 5.11.2010 07:00 Vildi ekki stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum Björgvin G. Sigurðsson vildi ekki að Samfylkingin gengi til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2007. Hún ætti fremur að vera áfram í stjórnarandstöðu en að mynda stjórn með höfuðandstæðingi sínum. 5.11.2010 06:45 Fréttaskýring: Tugir mála fyrnast vegna niðurskurðar Niðurskurður hjá lögregluembættum hefur hjá sumum embættum haft alvarleg áhrif á afköst að mati ríkissaksóknara. Dómum í sakamálum hefur fækkað verulega milli ára, og umtalsvert færri mál koma til ríkissaksóknara frá lögreglustjórum landsins. 5.11.2010 06:30 Mílu gert að veita Vodafone aðgang Upplýsingatækni Vodafone fær aðgang að ljósleiðara NATO sem er í umsjá og að hluta í eigu Mílu, samkvæmt nýrri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunarinnar (PFS). Tengingu á helstu staði á að vera lokið fyrir 15. desember, að því er fram kemur í ákvörðuninni. Eftir 5.11.2010 06:00 Rannsókn á morðmálinu lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á manndrápinu í Hafnarfirði í ágúst síðastliðnum. Málið verður sent til ákæruvaldsins í kringum helgina. 5.11.2010 05:00 Jón Atli í viðtali: Tilfinningaklámið er úti um allt Mojito, nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónasson, verður frumsýnt í Tjarnarbíói 17. nóvember næstkomandi. Undirliggjandi stef verksins eru afleiðingar efnahagshrunsins. Leikritið fjallar um tvo starfsmenn úr skilanefnd banka sem hittast fyrir tilviljun. Annar þeirra fer að rifja upp heimsókn sína á indversk/pakistanskan veitingastað í Reykjavík, sem endaði með ósköpum. Glös, borð og stólar voru brotin og slagsmál brutust út. 5.11.2010 05:00 Hungurverkfall í heilan áratug Irom Shamala, 38 ára gömul indversk kona, hefur ekki sjálfviljug sett mat inn fyrir varir sínar síðan 4. nóvember árið 2000. Í gær hafði hún því verið í hungurverkfalli í heilan áratug. 5.11.2010 04:30 Vestfirðingar slökkva ljósin Hátt í sjö hundruð manns á Vestfjörðum hðfðu síðdegis í gær skráð sig í átak á Facebook gegn ríkisstjórninni. Upphafsmaður átaksins, Guðjón M. Þorsteinsson, vill að Vestfirðingar slökkvi ljós á heimilum sínum og fyrirtækjum í eina mínútu klukkan sjö í kvöld. 5.11.2010 04:00 Gaf sjálfur leyfi til pyntinga George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist sjálfur bera ábyrgð á ákvörðun um að vatnspyntingar voru notaðar við yfirheyrslur á fanga sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásum á Bandaríkin haustið 2001. 5.11.2010 03:30 Bónusar verða í boði hjá báðum Icelandair og norræna flugfélagið SAS hafa samið sín á milli um margháttað samstarf, svo sem um tengingar og þjónustu flugfélaganna á milli áfangastaða og gagnkvæm réttindi fyrir vildarklúbbsfélaga. 5.11.2010 03:15 Borgarstjóri bítur frá sér „Eini munurinn á mér og óhæfum borgarstjóra er að ég er ekki óhæfur," segir Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttatímann sem kemur út á morgun. 4.11.2010 21:44 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr eigandi Já: Eitt sterkasta vörumerki á Íslandi „Allir Íslendingar þekkja Já og fyrirtækið nýtur mikils trausts og tryggðar viðskiptavina sinna. Já er jafnframt eitt sterkasta vörumerki á Íslandi. Þetta teljum við að geri fyrirtækið að góðum fjárfestingarkosti. Okkur finnst það spennandi verkefni að vinna með starfsmönnum að því á næstu árum að veita sífellt betri þjónustu og ná enn meiri árangri í að veita fólki og fyrirtækjum áreiðanlegar og aðgengilegar upplýsingar með fjölbreyttum leiðum," segir Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Auðar 1 fjárfestingasjóðs. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Auður 1 hefði keypt Já af Skiptum. 5.11.2010 16:15
Lögreglan varar við netfangaþjófum Ríkislögreglustjóri vill aðvara almenning en vart hefur orðið við það að netföngum fólks hjá þjónustuaðilum á borð við Hotmail, G-mail o.fl. er stolið og síðan er sendur út fjöldapóstur á öll netföng í netfangaskrá viðkomandi. 5.11.2010 15:53
Tíkin Flækja hitti fálka í Laugardalnum Tíkin Flækja er aðeins sex mánaða gömul og fer daglega í göngutúr um Laugardalinn með eiganda sínum, Ásrúnu E. Magnúsdóttur. Þar hitta þær gjarnan hrafna og jafnvel gæsir en í gærmorgun blasti við þeim ný sjón þegar þær rákust á tignarlegan fálka með blóðuga bráð í klónum. 5.11.2010 15:23
Önnur Quantas þota í vandræðum Boeing 747 þota frá ástralska flugfélaginu Quantas þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak í Singapore og lenda vegna vélarbilunar. Í gær nauðlenti Airbus A380 þota frá sama félagi á sama flugvelli þegar einn hreyfill vélarinnar sprakk í loft upp. Í kjölfarið voru allar vélar félagsins sömu gerðar kyrrsettar. Vélin í dag var á leið til Sidney og náði hún að lenda án vandræða. 5.11.2010 15:21
Meintir fjársvikarar látnir lausir í dag Mennirnir tveir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli verða látnir lausir síðar í dag. Mennirnir voru þann 22. október úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald og rennur það út í dag. 5.11.2010 14:51
Vill vita hversu margir ráðherrar fengu meðmælabréf Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um meðmælabréf vegna atvinnuumsókna. „Hvað hefur ráðherra og/eða ráðuneytið skrifað mörg meðmælabréf vegna atvinnuumsókna fyrrum ráðherra á árunum 2000-2010? Fyrir hvern voru bréfin skrifuð, hvert voru þau send og hvenær?“ segir í fyrirspurninni sem var lögð fram á Alþingi í dag. 5.11.2010 14:44
Jóhanna fundaði með yfirmanni herafla Nató Forsætisráðherra fundaði í dag með yfirmanni herafla Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Evrópu, James G. Stavridis. Rætt var um leiðtogafund NATO sem forsætisráðherra mun sækja og haldinn verður í Lissabon 19. til 20. nóvember næstkomandi. Á fundinum í Lissabon mun framkvæmdastjóri NATO meðal annars kynna tillögur að nýrri grundvallarstefnu bandalagsins. 5.11.2010 14:24
Innbrotaalda á Suðurnesjum Lögreglunni á Suðurnesjum hefur að undanförnu borist nokkur fjöldi tilkynninga um innbrot og tilraunir til innbrots. Að sögn lögreglu hafa innbrotin átt sér stað bæði að nóttu og degi og hafa heimili, bifreiðar og fyrirtæki orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. 5.11.2010 14:14
Lög um landslén til að vernda ímynd Íslands Drög að frumvarpi til laga um landslénið .is og önnur höfuðlén sem sérstaka skírskotun hafa til Íslands er nú til umsagnar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Meginmarkmiðið með frumvarpsdrögunum er að stuðla að gæðum, hagkvæmni og framþróun á sviði lénaumsýslu með því að setja lagaramma um lénaskráningar á Íslandi sem tryggir öryggi, skilvirkni og gagnsæi varðandi umsýslu með lén sem tilheyra landsléninu .is. Markmið þess eru aukinheldur að tryggja að um skráningu léna gildi skýrar reglur þar sem gætt er að hagsmunum almennings og að jafnræði aðila um aðgang sé tryggt. Auk þess má segja að tilgangur laga um landslénið .is sé að vernda ímynd Íslands, það er að tryggja að .is sé gæðamerki. Þetta kemur fram á vef samgönguráðuneytisins. 5.11.2010 14:09
Aukinn viðbúnaður vegna fellibyls á Haítí Mikill viðbúnaður er nú hjá Rauða krossinum á Haítí en búist er við að fellibylurinn Tómas muni skella á eyna Hispaníólu á hverri stundu. Fellibylurinn hefur valdið miklum usla síðustu daga í Karabíska hafinu, og er óttast að afleiðingarnar kunni að verða skelfilegar þegar hann nær landi á Haítí þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Miklar rigningar fylgja fellibylnum og eykur það enn á hættuna á að kólerufaraldur blossi upp í höfuðborginni. 5.11.2010 14:01
Efast um sparnað vegna niðurskurðar í heilbrigðismálum Aðgerðahópar vegna niðurskurðar í heilbrigðismálum mótmæla harðlega þeirri skerðingu sem kynnt hefur verið í tillögum til fjárlaga næsta ársin. Aðgerðahópar frá flestum landshlutum héldu fjarfund á þriðjudag þar sem rætt var um alvarlega stöðu heilbrigðismála. Tillögur til fjárlaga ger ráð fyrir 4,7 milljarða króna niðurskurði og umtalsverðum skipulagsbreytingum með tilflutningi á þjónustu frá landsbyggðinni til Reykjavíkur og Akureyrar. Um 84% fyrirhugaðs niðurskurðar beinast að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. 5.11.2010 13:52
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5.11.2010 13:41
Ljótupeysudagur hjá STALÍN Starfsfólk Lánasjóðs íslenskra námsmanna heldur í dag svokallaðan ljótupeysudag þar sem starfsfólk mætti til vinnu í ljótustu peysunni sem það fann. Starfsmannafélag LÍN skipulagði daginn en félagið ber nafnið STALÍN. 5.11.2010 13:33
Nýi vegurinn kostaði 2,7 milljarða króna Þjóðvegurinn milli Húsavíkur og Þórshafnar styttist um 53 kílómetra á morgun, með formlegri opnun Hófaskarðsleiðar þvert yfir Melrakkasléttu. Núverandi vegur milli byggðanna norður um Sléttu er 212 kílómetra langur en með nýja veginum styttist leiðin niður í 159 kílómetra. Þá leysir vegurinn af Öxarfjarðarheiði, sem hefur aðeins verið fær á sumrin. 5.11.2010 13:01
Íslenski fjárhundurinn á risasýningu í Bandaríkjunum „Þetta er mjög mikilvæg sýning fyrir framtíðarvinsældir íslenska fjárhundsins í Bandaríkjunum,“ segir Kristina Moore, fjölmiðlafulltrúi hundasýningar Kennel-klúbbsins. 5.11.2010 13:00
Sjálfstætt starfandi skólar eru ódýrari fyrir sveitarfélögin Sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólar eru ódýrari í rekstri fyrir sveitarfélögin en þeir opinberu. Að meðaltali fá sjálfstætt starfandi leikskólar aðeins 86% af þeim kostnaði sem sveitarfélögin leggja til eigin leikskóla. Í flestum tilvikum innheimta leikskólarnir ekki hærri skólagjöld en sveitarfélagaskólarnir og eru þannig reknir fyrir umtalsvert lægri fjárhæðir. 5.11.2010 12:45
Sigmundur Davíð: Sérkennilegt hjá Jóhönnu Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki að þeir taki forsætisráðherra á orðinu og leggi fram vantrauststilllögu á ríkisstjórnina á Alþingi. 5.11.2010 12:11
Guðbjartur situr enn á skipulagi Ölfuss Guðbjartur Hannesson, sem var settur umhverfisráðherra um skipulagsmál Ölfuss, eftir að Svandís Svavarsdóttir lýsti sig vanhæfa, hefur ekki enn staðfest aðalskipulag sveitarfélagsins. Ein vika er komin fram yfir þann tíma sem ráðamenn sveitarfélagsins telja stjórnsýslulög veita honum til að afgreiða málið. 5.11.2010 11:37
Lögreglan lærir um peningaþvætti Fjármunabrot og peningaþvætti tengt skipulagðri brotastarfsemi voru í brennidepli á tveggja daga námskeiði, sem haldið var í Lögregluskólanum nýverið. Rannsóknir slíkra mála eru oft mjög umfangsmiklar en á námskeiðinu var farið yfir fjölmörg atriði sem að þessu snúa. 5.11.2010 10:34
Kexinu lokað: Þetta er bara eins og golfklúbbur „Þetta er bara klúbbur, eins og golfklúbbur,“ sagði Arnar Már Þórisson, einn af eigendum klúbbsins Kex á Barónstíg en lögreglan lokaði staðnum á þriðjudagskvöldinu. 5.11.2010 10:32
Svíakóngur ekki í mál útaf bókinni Gústaf Adolf konungur Svíþjóðar hyggst ekki höfða mál á hendur höfundunum þremur sem hafa skrifað um hann bersögla bók. Þar er meðal annars fullyrt að hann hafi haldið framhjá Sylvíu drottningu og stundað allskonar annan ólifnað. 5.11.2010 10:10
Jenis og Jóhanna í kokteilboði - Ræddu ekkert saman Færeyski þingmaðurinn Jenis av Rana og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mættu bæði í kokteilboð sem íslenska ríkisstjórnin hélt fyrir þá þingmenn sem sóttu þing Norðurlandaráðs. Jenis er Íslendingum helst kunnur fyrir að hafa neitað að sitja til borðs með Jóhönnu og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, þegar þær sóttu Færeyjar heim fyrir skömmu. 5.11.2010 09:18
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5.11.2010 08:00
Bandaríkjamenn stoppa njósnastarfsemi sína í Osló Bandarísk stjórnvöld hafa fullvissað Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs um að njósnastarfsemi þeirra í Osló hafi verið stöðvuð. 5.11.2010 07:54
Unglingar reyndu að kveikja í fjölbýlishúsi á Keflavíkurflugvelli Nokkrir unglingar gerðu tilraun til að kveikja í á þremur stöðum í fjölbýlishúsi á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í nótt. 5.11.2010 07:51
Gáfu lottóvinning upp á milljarð til vina og vandamanna Eldri hjón á Nova Scotia í Kanada sem nýlega unnu rúmlega milljarð króna í lottói hafa ákveðið að gefa megnið af féinu til vina og vandamanna auk þess að fjórar kirkjur frá sinn skerf. 5.11.2010 07:48
Lögreglan í Keflavík aðstoðaði húsvilltan mann Lögreglan í Keflavík var kölluð að húsi í bænum í nótt þar sem talið var að maður væri að brjótast þar inn. 5.11.2010 07:45
Óvissuástand þegar vélarbilun varð í stórum frystitogara Óvissusástand skapaðist þegar skyndilega drapst á aðalvél í stórum frystitogara, með hátt í 30 manna áhöfn, þegar hann var staddur út af Gjögri, nyrst á Vestfjarðakjálkanum í gær. 5.11.2010 07:41
Enginn lifði af flugslys í Pakistan Allir 22 um borð fórust þegar lítil leiguflugvél hrapaði til jarðar í Pakistan aðeins mínútu eftir flugtak frá hafnarborginni Karachi í gærkvöldi. 5.11.2010 07:38
Qantas telur að hönnunargalli hafi valdið vélarbilun Talsmenn Qantas flugfélagsins í Ástralíu segja að vélarbilun vegna hönnunargalla hafi líklega valdið því að breiðþota af gerðinni Airbus 380 nauðlenti í Singapore í gær eftir að einn hreyfill þotunnar sprakk skömmu eftir flugtak. 5.11.2010 07:37
Allir fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar á Kúbu Farþegavél með 68 manns innanborðs brotlenti á fjalli á Kúbu og sprakk í loft upp í gærkvöldi. Talið er að allir um borð hafi farist en 28 þeirra voru erlendir ríkisborgarar. 5.11.2010 07:26
Hitabeltisstormurinn Tómas að skella á Haití Hitabeltisstormurinn Tómas er um það bil að skella á Haíti en mikil úrkoma hefur hrjáð Haitibúa í alla nótt. 5.11.2010 07:23
Mellurnar, marijúanað og einkaþota ráðherrans Ítalir hafa örugglega talið að forsætisráðherrann Silvio Berlusconi, gæti ekki eyðilagt orðpor þjóðarinnar frekar en orðið er. Þjóðinni gæti skjátlast. 5.11.2010 07:19
Þrír menn í haldi vegna líkamsárásar í Kópavogi Þrír menn gista nú fangageymslur lögreglunnar eftir að hafa ráðist á fjórða manninn fyrir utan veitingastað í Hamraborg í Kópavogi um miðnætti. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en er ekki mikið meiddur. 5.11.2010 07:17
Biður fólk að dæma ekki hana Birtu sína „Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar það sér hana fyrst af því að hún er svona hárlaus,“ segir Belinda Theriault um Sphynx-læðuna sína Birtu. Belinda og tíkin Týra voru óaðskiljanlegar í fimmtán ár þar til Týra dó haustið 2006. 5.11.2010 07:00
Vildi ekki stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum Björgvin G. Sigurðsson vildi ekki að Samfylkingin gengi til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2007. Hún ætti fremur að vera áfram í stjórnarandstöðu en að mynda stjórn með höfuðandstæðingi sínum. 5.11.2010 06:45
Fréttaskýring: Tugir mála fyrnast vegna niðurskurðar Niðurskurður hjá lögregluembættum hefur hjá sumum embættum haft alvarleg áhrif á afköst að mati ríkissaksóknara. Dómum í sakamálum hefur fækkað verulega milli ára, og umtalsvert færri mál koma til ríkissaksóknara frá lögreglustjórum landsins. 5.11.2010 06:30
Mílu gert að veita Vodafone aðgang Upplýsingatækni Vodafone fær aðgang að ljósleiðara NATO sem er í umsjá og að hluta í eigu Mílu, samkvæmt nýrri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunarinnar (PFS). Tengingu á helstu staði á að vera lokið fyrir 15. desember, að því er fram kemur í ákvörðuninni. Eftir 5.11.2010 06:00
Rannsókn á morðmálinu lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á manndrápinu í Hafnarfirði í ágúst síðastliðnum. Málið verður sent til ákæruvaldsins í kringum helgina. 5.11.2010 05:00
Jón Atli í viðtali: Tilfinningaklámið er úti um allt Mojito, nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónasson, verður frumsýnt í Tjarnarbíói 17. nóvember næstkomandi. Undirliggjandi stef verksins eru afleiðingar efnahagshrunsins. Leikritið fjallar um tvo starfsmenn úr skilanefnd banka sem hittast fyrir tilviljun. Annar þeirra fer að rifja upp heimsókn sína á indversk/pakistanskan veitingastað í Reykjavík, sem endaði með ósköpum. Glös, borð og stólar voru brotin og slagsmál brutust út. 5.11.2010 05:00
Hungurverkfall í heilan áratug Irom Shamala, 38 ára gömul indversk kona, hefur ekki sjálfviljug sett mat inn fyrir varir sínar síðan 4. nóvember árið 2000. Í gær hafði hún því verið í hungurverkfalli í heilan áratug. 5.11.2010 04:30
Vestfirðingar slökkva ljósin Hátt í sjö hundruð manns á Vestfjörðum hðfðu síðdegis í gær skráð sig í átak á Facebook gegn ríkisstjórninni. Upphafsmaður átaksins, Guðjón M. Þorsteinsson, vill að Vestfirðingar slökkvi ljós á heimilum sínum og fyrirtækjum í eina mínútu klukkan sjö í kvöld. 5.11.2010 04:00
Gaf sjálfur leyfi til pyntinga George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist sjálfur bera ábyrgð á ákvörðun um að vatnspyntingar voru notaðar við yfirheyrslur á fanga sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásum á Bandaríkin haustið 2001. 5.11.2010 03:30
Bónusar verða í boði hjá báðum Icelandair og norræna flugfélagið SAS hafa samið sín á milli um margháttað samstarf, svo sem um tengingar og þjónustu flugfélaganna á milli áfangastaða og gagnkvæm réttindi fyrir vildarklúbbsfélaga. 5.11.2010 03:15
Borgarstjóri bítur frá sér „Eini munurinn á mér og óhæfum borgarstjóra er að ég er ekki óhæfur," segir Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttatímann sem kemur út á morgun. 4.11.2010 21:44