Fleiri fréttir

Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig.

Þarf að fara betur yfir frumvarp um fjölmiðla

Formaður menntamálanefndar Alþingis segir að enn þurfi að fara vel yfir ýmislegt í fjölmiðlafrumvarpinu. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur að huga verði bæði að tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins, en Blaðamannafélag Íslands telur með ákvæði um friðhelgina sé of langt gengið.

Vill ekki sameiningu ráðuneyta

Helgi Magnússon, formaður Samtaka Iðnaðarins, kveðst mótfallinn því að sameina atvinnuvegaráðuneytin í eitt og tekur undir sjónarmið Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Samtök Iðnaðarins hafa þó hingað til stutt sameiningu ráðuneytana.

Enn vitlaust veður undir Eyjafjöllum

Lögreglan á Hvolsvelli varar enn við veðrinu sem geisað hefur undir Eyjafjöllum í dag og í Mýrdalnum. Mikið rok er á svæðinu og hvassar vindhviður. Á svæðinu í kringum Svaðbælisá er mikið sandfok og því hætta á skemmdum á ökutækjum sem fara þar um.

Kínverjar skjóta niður gervihnetti

Kínverjar hafa ráðist á og sprengt upp að minnsta kosti þrjá gervihnetti á braut um jörðu á undanförnum árum. Þetta er þvert á alþjóðlega samninga.

Leita betur að einhverju öðru fyrir Þingeyinga

Forstjóri Landsvirkjunar segir að nýting jarðvarmaorkunnar í Þingeyjarsýslum henti betur smærri fyrirtækjum og stórir aðilar yrðu að sættast á að fá orkuna í þrepum. Hann boðar að leitað verði betur að hugsanlegum orkukaupendum.

Faxi RE var aflahæstur

Afli uppsjávarveiðiskipa HB Granda var alls tæplega 96.400 tonn á síðasta ári og aflaverðmætið nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Aflinn dróst saman um tæp 8% frá því á árinu 2009 en þrátt fyrir það jókst aflaverðmætið um 28,3% milli ára.

Fatarisinn H&M horfir til Íslands

Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni.

Helgi Hjörvar: „Þetta er erfitt með eins manns meirihluta“

„Það hlýtur að vera ríkur vilji til þess að ljúka þeim leiðangri sem lagt var upp með í samstarfinu. Sérstaklega þar sem erfiðasti hlutinn er að baki. Nú hefst uppbyggingin, en það er erfitt með eins manns meirihluta,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, en þar var einnig rætt við Siv Friðleifsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins.

Landspítalinn fær speglunartæki að gjöf

Actavis hefur fært svæfingardeild Landspítala Hringbraut að gjöf speglunartæki fyrir fullorðna og börn. Í tilkynningu frá spítalanum segir að um sé að ræða speglunartæki tengt skjá sem notað er til að barkaþræða sjúklinga fyrir svæfingar. „Tæki þetta er af nýjustu gerð og hentar bæði fyrir fullorðna og börn alveg niður í fyrirbura. Tækið hentar einnig við erfiðar barkarennuísetningar.“

Dularfullt morðmál í Bandaríkjunum

Lík John Wheeler sem starfað hafði fyrir þrjá af forsetum Bandaríkjanna fannst á ruslahaug í Delaware í gærdag. Lögreglan telur að hann hafi verið myrtur.

Segja borgarmeirihlutann reyna að kæfa rannsókn

Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík grunar að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að kæfa opna stjórnsýslurannsókn, sem borgarráð samþykkti samhljóða skömmu fyrir síðsutu borgarstjórnarkosningar.

Útlendingar í vandræðum vegna veðurs

Þrír útlendingar lentu í vandræðum í afleitu veðri, þegar bíll þeirra fór út af veginum í Víkurskarði, skammt frá Akureyri upp úr miðnætti.

Fuglarnir í Arkansas dóu úr hræðslu

Bandarískir vísindamenn telja að þúsundir spörfugla sem féllu dauðir af himni ofan á nýársdagsmorgun í Arkansas hafi hreinlega dáið úr hræðslu.

Árni Friðriksson heldur til loðnuleitar

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í dag til loðnuleitar og er ráðgert að fimm veiðiskip taki þátt í skipulagðri leit undir stjórn leiðangursstjórans á Árna Friðrikssyni.

Leggur til viðamiklar breytingar á ættleiðingarmálum

Hvaða breytingar ætti að gera á fyrirkomulagi ættleiðinga að mati höfundar nýrrar skýrslu um ættleiðingar á Íslandi? Lagt er til að umtalsverðar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi ættleiðingarmála hér á landi í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir innanríkisráðherra. Lagt er til að aukin miðstýring verði í ættleiðingar­málum og að stærra og öflugra sýslumannsembætti sjái um málaflokkinn.

Hallgrímskirkja sögð ritskoða listsýningu

Stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur segir í grein í Fréttablaðinu í dag að valdamenn, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi beiti þöggun og skoðanakúgun. Dæmi sé að sýning Hannesar Lárussonar sem opna átti í Hallgrímskirkju í desember hafi verið slegin af á síðustu stundu.

Vonandi sameinað fyrr en síðar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að sameining sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis í nýtt atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneyti sé enn þá á dagskrá hjá ríkisstjórn. Er það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Gerðu eiturefnamælinguna eftir fyrirspurnir frá íbúum

Fyrirspurnir íbúa á Ísafirði urðu til þess að Mjólkursamsalan (MS) á staðnum réðst í að gera mælingu á þrávirkum aðskotaefnum í afurðum. Mælingar og eftirlit á þrávirkum efnum í umhverfinu eru hins vegar á höndum opinberra eftirlitsstofnana en ekki fyrirtækja. Umhverfisráðuneytinu var tilkynnt um að díoxínmæling í sorpbrennslunni Funa væri tugfalt yfir mörkum.

Fundu stóran smokk í Vestmannaeyjahöfn

Áttatíu sentimetra langur beitusmokkfiskur veiddist í höfninni í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld. Talið er að dýrið hafi verið í smokkfiskatorfu sem fór hjá Vestmannaeyjum en það orðið af einhverjum ástæðum viðskila við hana. Smokkfiskurinn var vankaður þegar hann fannst við höfnina, synti fram og aftur þar sem grunnt var og brást hægt við þegar hann var fangaður.

Missti sjón eftir að skot hljóp úr tertu

„Ég beygi mig til að kveikja á tertunni og um leið og ég ber rokeldspýtuna að kveikiþræðinum þá hleypir tertan af einu skoti á undan öllum hinum. Og það fer beint í augað á mér án þess að springa,“ segir Sveinn Björnsson, fjögurra barna faðir í Reykjavík.

Fjölmargir hundar týndust

„Ég veit að það týndist hellingur af hundum í kringum áramótin og þrír eða fjórir þeirra eru enn týndir,“ segir Hreiðar Karlsson, eigandi hundahótelsins á Leirum. Hann segir fólk hafa byrjað að hringja að Leirum þegar fyrir áramót til að spyrjast fyrir um hunda sem höfðu týnst.

121 milljón fyrir óbyggt hús

Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., hefur verið dæmt til að greiða Arkitektur.is ehf. ríflega 121 milljón króna vegna hönnunar á ráðhúsi fyrir Reykjanesbæ og höfuð­stöðvar fyrir HS orku. Að auki var eignarhaldsfélagið dæmt til að greiða 3,5 milljónir í málskostnað.

Börn fara sjö sinnum í röntgenmyndatöku

Hvert barn fer sjö sinnum í röntgenmyndatöku áður en það nær 18 ára aldri, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þessi mikla notkun röntgenmyndavéla veldur áhyggjum því geislarnir geta verið krabbameinsvaldandi. Í flestum tilfellum eru notuð röntgentæki með væga geisla, en því sterkari sem geislarnir eru þeim mun meiri hætta er á krabbameini.

Hjónavígsla Jóhönnu einn merkasti atburðurinn á árinu

Hjónavígsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Jónínu Leósdóttur rithöfundar eru á meðal merkustu atburða í heimi samkynhneigðra kvenna á árinu sem var að líða. Þetta er í það minnsta mat Rachel Cook, pistlahöfundar á vefnum MCV sem fjallar um málefni samkynhneigðra kvenna.

Níu líkamsárásir tilkynntar

Níu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Fjórar þeirra áttu sér stað í miðborginni en hinar annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu.

Ætlar að búa með tveimur ljónum í mánuð

Flórídabúinn James Jablon ætlar að búa í ljónagryfju í heilan mánuð til þess að afla fjár fyrir dýraathvarf sem hann rekur. Jablon fór inn í búrið, þar sem fyrir eru tvö stærðarinnar ljón, á laugardaginn var og ætlar ekki út fyrr en um næstu mánaðarmót. Eina öryggisráðstöfunin sem hann gerir er að byggja sér skjól uppi í tré þangað sem hann getur flúið verði ljónin æst, eða svöng.

Segir stórt álver á Bakka mjög ólíklegt

Forstjóri Landsvirkjunar segir mjög ólíklegt að stórt álver rísi við Húsavík, eins og Alcoa vill. Viljayfirlýsing um metanólverksmiðju í Kröflu hafi þó ekki sett aðra iðnaðarkosti aftar í röðina og lítið álver á Bakka sé ekki útilokað.

Hótar því að fiskveiðiflotinn sigli í land

Stjórnarmaður í Sjómannafélagi Íslands hótar því að fiskveiðiflotinn sigli í land verði sjómönnum ekki bætt kjararýrnun vegna lækkunar sjómannaafsláttar. Fyrsti hluti lækkunarinnar tók gildi nú um áramótin.

Belju á svelli bjargað af þyrlu

Lítill kálfur fékk að kynnast því hvernig það er að vera bókstaflega eins og belja á svelli þegar hann gekk út á ísilagða tjörn í Oklahómafylki Bandaríkjanna skömmu fyrir áramótin. Kálfurinn fór nokkuð inn á ísbreiðuna en var ómögulegt að komast þaðan aftur enda klaufir ekki gerðar til að ganga á ís.

Fór í rusl þegar hann ætlaði að fremja sjálfsmorð

Hinn 26 ára gamli Vangelis Icapatos varð einstaklega heppinn, eða óheppinn - fer reyndar eftir því hvernig á málið er litið - þegar hann stökk niður af níundu hæð fjölbýlishúss í New York og lenti ofan á hrúgu af ruslapokum.

Schwarzenegger hættur sem ríkisstjóri

Arnold Schwarzenegger hætti í dag sem ríkisstjóri Kalíforníu. Hans síðasta verkefni var að takmarka refsingu sem sonur vinar hans fékk fyrir manndráp.

Grikkir vilja girða Tyrkland af

Grikkir eru að íhuga að reisa girðingu meðfram landamærunum að Tyrklandi til þess að stöðva straum ólöglegra innflytjenda yfir landamærin. Fljótið Evros aðskilur löndin tvö nema á rúmlega tólf kílómetra lengju. Það er þar sem Grikkir vilja reisa girðinguna.

Neyðarástand vegna Fokker vélar FÍ

Neyðarárstand skapaðist á Flesland flugvelli í Bergen í Noregi þegar að reykur gaus upp úr flugvél Flugfélags Íslands sem var við það að lenda á vellinum. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið var ræst út vegna reyksins.

Sjá næstu 50 fréttir