Fleiri fréttir

Logi: Ef þetta kveikir ekki í okkur þá veit ég ekki hvað þarf til

Loga Ólafssyni, þjálfara KR, var augljóslega létt, eftir 3-2 sigur KR á Fram í Laugardalnum í kvöld. Það var mikil pressa á honum og liðinu fyrir leik og ekki var húnn minni þegar liðið var komið 2-0 undir. Logi fækkaði hinsvegar í vörninni og setti fleiri menn í sóknina og það skilaði þremur mörkum á lokakaflanum og þremur stigum í hús.

Kristján: Trufluðu okkur með því að setja þrjá í framlínuna

Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, var traustur í Framvörninni í kvöld en gat ekki komið í veg fyrir það frekar en félagar hans í Framliðinu að KR skoraði þrjú mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins og tryggði sér dramatískan 3-2 sigur.

Þorvaldur: Gerðum mistök sem við erum ekki vanir að gera

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, vildi ekki gera of mikið úr tapi sinna manna á móti KR á Laugardalsvellinum í kvöld. Fram var 2-0 yfir þegar sextán mínútur voru eftir og á leiðinni á topp Pepsi-deildarinnar en tapaði leiknum á endanum 2-3.

Bjarni: Þetta var leikurinn sem við urðum að vinna

Bjarni Guðjónsson var kátur eins og aðrir KR-ingar eftir ótrúlega endurkomu og 3-2 sigur á Fram á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur liðsins í Pepsi-deild karla - í sjöttu tilraun og útlitið var ekki bjart í stöðunni 2-0 fyrir Fram þegar sextán mínútur voru eftir.

Leiðinleg eða þægileg ferðalög íslensku félaganna?

Íslandsmeistarar FH gætu lent í leiðinlegum ferðalögum til Serbíu, Kasakstan, Hvíta-Rússlands eða Moldavíu eða fengið norska liðið Rosenborg eða AIK frá Stokkhólmi í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Drogba: Meiri pressa á okkur en Englendingum

Didier Drogba segir að Fílabeinsstrendingar séu undir meiri pressu en Englendingar á HM. Hann segir að heimamenn ætlist til að liðið nái langt þar sem mótið er á heimaslóðum.

Capello búinn að ákveða byrjunarliðið

Fabio Capello segir að hann sé búinn að ákveða hvernig byrjunarlið enska landsliðsins verður skipað þegar það mætir því bandaríska á HM á laugardaginn.

Viljum búa til úrslitaleik á móti Frökkum á Menningarnótt

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti landsliðshóp sinn á blaðamannafundi í dag fyrir heimaleiki á móti Norður-Írlandi og Króatíu á Laugdarsvellinum en þeir fara fram 19. og 22. júní næstkomandi.

FIFA hætt við 6+5 regluna

Fram kom á þingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Jóhannesarborg í dag að ekkert verði af því að hin svokallaða 6+5 regla taki gildi árið 2012 eins og til stóð.

Robben gæti náð leiknum gegn Dönum

Sjúkraþjálfari hollenska landsliðsins segir að Arjen Robben eigi ágætan möguleika á því að ná fyrsta leik Hollands á HM í Suður-Afríku.

Benitez ráðinn þjálfari Internazionale

Rafael Benitez verður næsti þjálfari ítalska liðsins Internazionale og tekur við starfi Jose Mourinho sem gerði ítalska liðið að þreföldum meisturum á síðasta tímabili.

Wenger spenntur fyrir Cole

Arsene Wenger viðurkennir að hann sé hrifinn af Joe Cole sem hefur verið orðaður við Arsenal að undanförnu.

Bjarni Fel í KR-útvarpinu í kvöld

Bjarni Felixson snýr aftur á öldur ljósvakans í kvöld er hann tekur þátt í upphitun KR-útvarpsins fyrir leik Fram og KR í Pepsi-deild karla í kvöld.

Wenger: Ætlum ekki að sleppa Fabregas

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið sé harðákveðið í að halda Cesc Fabregas í röðum þess þrátt fyrir áhuga Barcelona.

Ætlum ekki að reita Rooney til reiði

Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, segir sína leikmenn ætla ekki að beita neinum brögðum til að reita Wayne Rooney, sóknarmann Englands, til reiði í leik liðanna á HM á laugardaginn.

Bjarni Þór: Mikilvægast að ég spili reglulega

Bjarni Þór Viðarsson gekk í gær til liðs við belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Mechelen og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann lék síðast með KSV Roeselare sem féll úr sömu deild nú í vor.

Meiðsli lykilmanna mikil fyrir HM

Meiðsli setja strik í reikninginn hjá mörgum liðum í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem hefst á morgun. Lykilmenn margra liða þurfa að bíta í það súra epli að horfa á stærsta íþróttaviðburð ársins heima hjá sér.

Everton fær sóknarmann frá Portúgal

Everton hefur fengið til sín tvítugan framherja frá Portúgal. Hann heitir Joao Silva og kemur frá 2. deildar félaginu Desportivo Das Aves.

Vieira framlengir við City

Patrick Vieira hefur skrifað undir nýjan tólf mánaða samning við Manchester City. Vieira kom á frjálsri sölu frá ítalska liðinu Inter Milan í janúar og byrjaði átta leiki á tímabilinu.

Byssu beint að höfði blaðamanna í Suður-Afríku

Þegar ákveðið var að halda HM í Suður-Afríku óttuðust margir að mikið ofbeldi í landinu gæti verið til vandræða. Fyrsta atvikið tengt því hefur átt sér stað þegar byssu var beint að þremur blaðamönnum og þeir rændir.

Xavi hjá Barcelona út ferilinn

Xavi stefnir á að spila með Barcelona út ferilinn en hann skrifaði undir nýjan samning til ársins 2016 í dag.

Skeggið í lagi en æfingagallinn ekki

Þær Dalma og Giannina, dætur Diego Maradona landsliðsþjálfara Argentínu vilja að hann skilji eftir æfingagallann upp á hóteli og klæðist jakkafötum á hliðarlínunni þegar Argentína er að spila.

Kom Ballack í opna skjöldu

Fréttirnar sem bárust í morgun frá Chelsea að Michael Ballack væri einn þeirra leikmanna sem ekki fengu nýjan samning við félagið í sumar komu honum sjálfum í opna skjöldu að sögn umboðsmanns hans.

Bjarni samdi við Mechelen

Bjarni Þór Viðarsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við belgíska úrvalsdeildarfélagið Mechelen.

Liverpool mun hafa samband við Fulham vegna Hodgson

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Liverpool muni hafa samband við Fulham með það fyrir augum að fá að ræða við Roy Hodgson um að taka að sér starf knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Adriano til Roma

Brasilíumaðurinn Adriano hefur gert þriggja ára samning við ítalska úrvalsdeildarfélagið AS Roma.

Xavi hjá Barcelona til 2016

Barcelona greindi frá því í morgun að breytingar hafa verið gerðar á samningi Xavi við félagið sem gæti orðið til þess að hann verði hjá félaginu til loka tímabilsins 2016.

Sjá næstu 50 fréttir