Fleiri fréttir

Leikur aðalhlutverkið í myndum um Wallender

Sverrir Guðnason, þrítugur Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð, leikur eitt aðalhlutverkanna í nýjum sjónvarpsþáttum um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallender. Um er að ræða þrettán myndir, tólf sem fara á DVD-diska og síðar í sjónvarp og svo eina kvikmynd sem sýnd verður í sænskum kvikmyndahúsum. „Ég hef verið að leika mikið í Svíþjóð, bæði í sjónvarpi og kvikmyndum, og var bara fengin til að vera með, þetta er bara mjög gott mál“ segir Sverrir í samtali við Fréttablaðið.

Húsmæður hrifnar

Söngkonan María Magnúsdóttir hefur gefið út plötuna Not Your Housewife.

Frostrósirnar lagðar af stað

Frostrósirnar og fylgdarlið þeirra lögðu af stað í tónleikaferðalag sitt um landið í gær frá Reykjavíkurflugvelli. Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja þar sem fyrstu tónleikarnir verða haldnir í kvöld.

Pétur Ben til Evrópu

Pétur Ben er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu í febrúar. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna sjálfum mér. Það er búið að vera á stefnuskránni í svolítinn tíma en núna er að myndast gat,“ segir Pétur. Túrinn hefst 17. febrúar og stendur yfir til 4. mars. Förinni er heitið til Þýskalands, Hollands, Belgíu og Sviss, þar sem Pétur verður einn með kassagítarinn.

Óskarskapphlaupið hafið

Þrír mánuðir eru þangað til Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles. Nú þegar eru menn farnir að spá því að samkeppnin í flokknum Besta myndin verði sú harðasta í langan tíma.

Allt vitlaust út af jólaseríu

„Þegar við létum seríur á húsið okkar, sem okkur fannst eðlilegt, kom löggan næsta dag og sagði að nágrannarnir okkar gætu ekki sofið fyrir ljósi." „Við tókum það frekar fúl niður. Ég held það sé best að vera heima um jólin."-elly@365.is

Sæagra á boðstólum Sægreifans

Kjartan Halldórsson í Sægreifanum á Geirsgötu hefur vakið heimsathygli með humarsúpunni sinni. Í dag kynnir hann til sögunnar nýja súpu, sem hann kallar Sæagra.

Bjarni Hall gefur út sólóplötu

„Tónlistin er ekkert lík Jeff Who? allavega. Ef ég væri að gera þannig tónlist myndi ég gera hana með hljómsveitinni,“ segir Bjarni Lárus Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who?

Mælt með spilastokki Þorbjörns

„Auðvitað er þetta mikill heiður. Það er gaman að fá viðbrögð við því sem maður gerir,“ segir hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hjá Íslensku auglýsingastofunni.

Kvikmyndar tölvuleik

Til stendur að færa hinn væntanlega tölvuleik Dark Void yfir á hvíta tjaldið. Indverski framleiðandinn Reliance BIG Entertainment og Plan B, sem er í eigu Brads Pitt, hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn að leiknum. Hugsanlega mun Pitt fara með aðalhlutverkið. Dark Void er þriðju persónu skotleikur sem fjallar um flugmanninn Will sem brotlendir flutningavél í Bermúda-þríhyrningnum. Þar hverfur hann inn í aðra veröld þar sem hópur manna þarf að berjast við brjálaðar geimverur. Tölvuleikurinn er væntanlegur í janúar.

Jólaveisla hjá JPV

Fjöldi góðra gesta lét sjá sig í árlegu jólaboði Forlagsins sem að þessu sinni var haldið í lagerhúsnæði Forlagsins á Fiskislóð 39. Bókaútgefendur hafa haft ærlega ástæðu til að gleðjast enda bókavertíðin farið fjörlega af stað og fjöldi forvitnilegra bóka litið dagsins ljós. Forlagið hefur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum; ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur sem Páll Valsson ritar hefur fengið prýðilega dóma og Arnaldur Indriðason virðist ætla að slá eigið sölumet með nýjasta reifaranum sínum Svörtuloft. Eitthvað sem menn héldu að væri nánast ógjörningur. Það mátti því sjá margan rithöfundinn glaðan í bragði á meðan fólk gæddi sér á ljúffengum veigum í boði hússins.-fgg

Hasselhoff enn á sjúkrahúsi

Baywatch stjarnan David Hasselhoff er enn á sjúkrahúsi en hann var fluttur þangað með sjúkrabíl eftir að hann fékk flog á föstudag. Hasselhoff hefur átt við áfengisvandamál að stríða í mörg ár og er talið líklegt að drykkjan tengist þessu atviki.

Annar þáttur Hnísunnar kominn út

Fullt var út úr dyrum þegar annar skólaþáttur NFS - Hnísan - var frumsýndur í fyrirlestrarsal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sýnt er frá ýmsum viðburðum í félagslífinu, ásamt skemmtiefni, en ekki mátti sýna hluta þáttarins sökum ritskoðunar.

Sveppi heillaði börnin - myndir

Sannkölluð jólastemning skapaðist þegar kveitk var á jólatré Kringlunnar við hátíðlega athöfn í dag. Frostrósir og Skólakór Kársness fluttu jólalög og Sveppi sá um að skemmta krökkunum og tendraði síðan ljósin á trénu með aðstoð jólasveina. Við sama tækifæri hófst formleg jólapakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Fjöldi barna mætti með innpakkaðar gjafir.

Spennufíkill korter fyrir jól

„Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða dulin spennufíkn, en ég fer oft af stað í breytingar heima hjá mér korter fyrir jól, það er sennilega að þá hefur maður jólin til að reka á eftir manni sem einhverskonar „skiladag", segir útvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, spurður út í undirbúning fyrir

Menningin er á Miðjunni

„Hugmyndin var að vera með miðil sem fjallar um menningu og afþreyingartengt efni. Við fjöllum um ótal mörg efni, allt frá bókmenntum og tónlist til matargerðar og barnauppeldis og erum með glæsilegan lista af fólki sem skrifar fyrir okkur,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ritstjóri um hið nýja vefrit Miðjuna.

Dætur og mæður elska New Moon

Um fimm til sex þúsund manns sáu kvikmyndina The Twilight: New Moon á fyrstu tveimur sýningardögunum hérlendis.

Kylie í íslenskum skóm á tónleikaferð um heiminn

„Ég get varla verið annað en í skýjunum yfir að svona heimsfræg kona skuli hafa samband og sækjast eftir því að fá að vera í hönnuninni minni við svona stórt tilefni," segir hönnuðurinn Sigrún Lilja Guðjónsdóttir.

Líður þér betur eftir lýtaaðgerðina? - myndir

Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Gordon Ramsey, 42 ára, hefur látið fylla upp í andlitið á sér. Á meðfylgjandi myndum má greinilega sjá að andlit hans hefur breyst. Það er sléttara og fylltara. Þá má líka sjá myndir af Gordon við tökur á sjónvarpsþættinum Hell's Kitchen.

Helgi P: Fjölskyldan sameinast um jólin

„Jólaskapið kemur nú venjulega með matseld," svarar Helgi Pétursson sem sendi frá sér nýja jólaplötu, Gamlir englar, ásamt félögum hans í Ríó Tríó. „Ég útbý hátíðarpaté og sýð rauðrófur og rauðkál. Ætli það sé ekki ilmurinn af þessu, samhliða jólakortaskrifum og slíku sem minnir á jólin á æskuheimilinu, sem auðvitað eru alltaf í ljósrauðum bjarma í minningunni."

Svona færðu stinnari brjóst

„Það eru ákveðnir lykilþættir sem skipta máli þegar kemur að útliti brjósta," segir Garðar Sigvaldason einkaþjálfari aðspurður hvernig gera má brjóstvöðvana stinnari. „Þar má nefna erfðaþætti, líkamsbyggingu, aldur, barneignir og fleira," bætir Garðar við.

Hjálpar Íslendingum að versla

„Ég er bara búin að vera í búðum frá því að ég opnaði síðuna á mánudaginn," segir Elísabet Gunnarsdóttir. Hún hefur nú opnað vefsíðu þar sem hún gefur Íslendingum möguleika á að versla í öllum helstu tískuvöruverslunum í Svíþjóð og sendir fólki vörurnar heim. Þá getur fólk ýmist verslað sjálft í netverslunum búða sem senda ekki til Íslands í gegnum heimilisfang Elísabetar, eða beðið hana að kaupa tilteknar vörur og senda sér gegn vægu þjónustugjaldi.

Gerði íslenska mafíumynd

Mafíumyndir hafa ekki leikið stórt hlutverk í íslenskri kvikmyndagerð undanfarin ár. Á því kann að verða breyting ef marka má nýja íslenska stuttmynd. „Þetta er í raun mjög stór mynd á okkar mælikvarða," segir Stefán Þór Þorgeirsson, handritshöfundur og leikstjóri íslenskrar stuttmyndar um mafíu og glæpastarfsemi. Stefán Þór, 16 ára, stundar nám í Menntaskólanum í Reykjavík, en myndina gerði hann ásamt vini sínum, Stefáni Atla Rúnarssyni, þegar þeir voru í Garðaskóla í Garðabæ.

Destiny‘s Child klæðast íslenskri hönnun

Söngkonan Beyoncé Knowles kom óvænt inn í verslun Topshop í London í gær og festi þar kaup á leggings frá íslenska tískufyrirtækinu E-label. Merkið hefur verið til sölu í Edit deild verslunarinnar frá því í byrjun nóvember.

Money á markaðinn

„Við ætlum að koma með nýja nálgun á tjúttmarkaðinn,“ segir Guðmundur Gunnlaugsson, trommari hinnar nýstofnuðu hljómsveitar Money. Sveitin er skipuð fyrrverandi liðsmönnum Kentár, sem er þekkt fyrir blústónlist sína.

Í samstarf með Gabriel

Tónlistar- og samfélagssíðan Gogoyoko.com hefur hafið samstarf við fimm alþjóðleg góðgerðarsamtök. Þar á meðal eru samtökin Witness sem tónlistarmaðurinn Peter Gabrel stofnaði árið 1992. Þau nota myndbandsupptökur og möguleika á netinu til að opna augu heimsins fyrir mannréttindabrotum. Hin góðgerðarsamtökin eru Refugees United, Læknar án landamæra í Sviss, Mænuskaðastofnun Íslands og Unicef á Íslandi.

Nylon selur Brit-fötin í Kolaportinu

„Þetta er eiginlega blanda af sögunni okkar sem við erum að selja þarna svo við getum byrjað upp á nýtt,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir í Nylon.

Beyoncé klæðist E-label

Íslenska hönnunarmerkið E-label hefur verið til sölu í tískuversluninni Topshop í London undanfarnar vikur. Bandaríska söngkonan Beyoncé hefur nú bæst í hóp viðskiptavina merkisins.

Hittast í jóga og danskennslu

Brú milli menningarheima er verkefni á vegum Hins hússins sem vinnur gegn einangrun ungra innflytjenda hér á landi auk þess að kynna íslenskt samfélag fyrir ungu fólki og aðstoða það við að mynda hér félagslegt net. Vikulega hittist hópur af fólki frá öllum heimshornum og tekur þátt í ýmsum skemmtilegum viðburðum eins og jóga, danskennslu, tónleikum og matargerð.

Rökkur lætur á sér kræla

Rökkur Reykjavík er nýtt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í tónlistar- og tískuviðburðum. Markmiðið þess er að skapa betri vettvang fyrir íslenska hönnuði.

Seinni skipin á Sódómu

Plötur Kimono og Bloodgroup, Easy Music for Difficult People og Dry Land, eru með seinni skipunum í jólaplötuflóðinu í ár. Bloodgroup-platan kemur út annan desember en Kimono platan fjórða. Nú er þó strax hægt að hlusta á báðar plöturnar á Gogoyoko. Sveitirnar tvær ætla að halda sameiginlega tónleika á Sódómu í kvöld. Prins Póló, sem er sólóverkefni Svavars Pétur Eysteinssonar úr Skakkamanage, spilar líka og ætlar að hefja tónleikana kl. 23.45. Kimono-menn stíga á svið klukkan hálf eitt í nótt og Bloodgroup kveikir svo í kofanum frá og með kl. 01.30.

Ástarjátning á veggstyttu

Jónas Halldórsson, antíksali í Hafnarfirði, gerði merkilegan fund fyrir stuttu þegar hann var að ganga frá dánarbúi. Fundurinn var veggstytta með dularfullri áletrun.

Skoðar ófrjósemi karla

Sigríður Dögg Arnardóttir hefur stundað meistaranám í kynfræði við Curtin-háskólann í Perth í Ástralíu undanfarið ár. Samhliða náminu hefur hún haldið úti bloggsíðu um námsefnið þar sem hún fjallar um kynlíf og tengd mál á hispurslausan hátt.

Söngkona gefur út myndasögubók

„Bókin kemur út á mánudaginn," segir Lóa Hjálmtýsdóttir um væntanlega myndasögubók sína Alhæft um þjóðir. Bókin er gefin út af bókaforlaginu Okei bæ-kur og er hluti af bókaflokki sem kallast Litlu sætu.

Vinir kveðja

Síðustu tónleikarnir hjá þeim félögum Friðriki Ómari og Jógvan Hansen verða í Salnum, Kópavogi, í kvöld klukkan átta. Plata þeirra, Vinalög, hefur selst ákaflega vel að undanförnu og er aftur komin á toppinn yfir mest seldu plöturnar á Íslandi. „Við stefnum á gull, vonandi gerist það bara innan tíu daga,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið.

Rósa eldar þakkargjörðarkalkún

Rósa Guðbjartsdóttir, sem gaf nýverið út matreiðslubókina „Eldað af lífi og sál" eldaði þakkargjörðarkalkún í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í kvöld. Hér má sjá myndir þegar Rósa gaf út matreiðslubókina. Hér fyrir neðan má sjá uppskriftirnar að þakkargjörðarkalkún, fyllingu, sósu, sætum kartöflum og ávaxtasalati að hætti Rósu.

Fjölnir Þorgeirs: Eftirminnileg jól

„Ég set upp jólaseríur og fer að kaupa jólagjafir og mandarínukassa," svarar Fjölnir Þorgeirsson ritstjóri vefsins hestafrettir.is aðspurður út í undirbúninginn hjá honum fyrir jólin. „Tilhugsunin að það séu að koma jól, jólalögin og stemmningin við það," útskýrir Fjölnir þegar talið berst að því hvernig hann kemst í hátíðarskap.

Sjúklega sætar - myndir

Hljómsveitin Gusgus spilaði í Sjallanum á Akureyri um helgina. Eins og myndirnar sýna skemmtu gestir sér konunglega. Troðfullt var út úr dyrum enda er söngvari GusGus, Daníel Ágúst, klárlega flottasti afinn á landinu í dag. Dj Lazer og nýjasta ungstirnið í dag, Dj Oculus, komu norður úr Evróputúr til að hita upp.

Síðustu sýningar

Leikritið Fyrir framan annað fólk fékk prýðisgóðar viðtökur þegar það var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í haust. Fram undan eru hins vegar þrjár síðustu sýningarnar. Um helgina verða tvær sýningar, ein á laugardagskvöld en hin á sunnudagskvöld og síðasta sýning er síðan laugardaginn 5. desember.

Sigurrós á sænsku plötuumslagi

Fanfarlo nefnist sænsk hljómsveit sem gerir út frá London. Hún hefur verið að vekja athygli fyrir fyrstu stóru plötuna sína, Reservoir. Myndin framan á umslagi plötunnar er alíslensk því ljósmyndina tók Lilja Birgisdóttir, systir Jónsa í Sigur Rós.

Laugarásvideó rís úr öskustónni

Margur kvikmyndaáhugamaðurinn var harmi sleginn þegar Laugarásvideó brann í lok sumars. Þeir sömu geta nú andað léttar því leigan mun opna aftur á sama stað.

Snýr aftur á heimaslóðir

Svarta kómedían Whatever Works er fyrsta myndin sem Woody Allen tekur upp í New York, í fimm ár. Með aðalhlutverkið fer Larry David, maðurinn á bak við Curb Your Enthusiasm.

Slípað veruleikaflóttapönk

Pönkpopptríóið Morðingjarnir er að senda frá sér plötu númer þrjú, Flóttinn mikli. Enn er hamast í gassaskap og dælt út melódísku eðalpönki. Haukur Viðar Alfreðsson, Morðingi, sagði Dr. Gunna að það sé ekkert kreppupönk á plötunni, bandið hafi afgreitt kreppuna snemma á síðasta ári.

Í kjólum frá Birtu

Sönghópurinn Þrjár raddir klæðist sérhönnuðum kjólum frá fatahönnuðinum Birtu Björnsdóttur þegar hann kemur fram á jólahlaðborði í Turninum í Kópavogi.

Sjá næstu 50 fréttir