Enn nokkur mál sem flokkana greinir á um
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins funduð með aðstoðarmönnum og varaformönnum flokkana um myndun ríkisstjórnar í dag. Greint var frá því fyrir helgi að niðurstöður vinnuhópa, sem myndaðir voru í síðustu viku, bendi til þess að enn séu nokkur mál sem flokkana greinir á um, en ekki hefur fengist upp gefið hvaða málefni það eru.