Vantrauststillaga á hendur Scholz samþykkt
Vantrauststillaga á hendur Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, var samþykkt í þinginu í dag. Niðurstaðan var viðbúin. Tveir mánuðir eru síðan þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk vegna ágreinings um efnahagsstefnuna og óskaði kanslarinn sjálfur eftir því að greidd yrðu atkvæði um vantraust á hendur honum, þar sem það er einfaldasta leiðin til að rjúfa þing og tryggja kosningar.