Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 7. september 2021 11:55
Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. Fótbolti 7. september 2021 11:45
Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. Fótbolti 7. september 2021 11:31
Uppselt á leikinn við Þýskaland Ljóst er að 3.600 áhorfendur gætu mætt á leik Íslands og Þýskalands á Laugardalsvelli annað kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Uppselt er á leikinn. Fótbolti 7. september 2021 09:59
Andri Lucas yngsti og fljótasti Guðjohnsen til að skora fyrir íslenska A-landsliðið Andri Lucas Guðjohnsen fetaði í fótspor föður síns og afa síns þegar hann skoraði jöfnunarmark Íslands gegn Norður-Makedóníu á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Hann varð jafnframt yngsti og fljótasti Guðjohnsen til að skora fyrir landsliðið. Fótbolti 7. september 2021 07:01
Nafnarnir verða heiðraðir fyrir leikinn gegn Þjóðverjum Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson verða heiðraðir fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 á miðvikudaginn. Báðir spiluðu þeir landsleik númer 100 gegn Norður-Makedóníu í gær. Fótbolti 6. september 2021 23:00
Forseti UEFA hafnar hugmyndinni um að halda HM á tveggja ára fresti Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, hefur hafnað þeirri hugmynd að heimsmeistaramótið í fótbolta verði haldið á tveggja ára fresti. Hann segir að það myndi gengisfella mótið. Fótbolti 6. september 2021 21:01
FIFA harmar að leik Brasilíu og Argentínu hafi verið frestað Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segist sjá eftir þeim atburðum sem áttu sér stað sem leiddu til þess að leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2022 var flautaður af. Fótbolti 6. september 2021 19:45
Telja 0% líkur á að Ísland komist á HM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enga möguleika á að komast í lokakeppni HM í Katar á næsta ári, samkvæmt spá íþróttatölfræðiveitunnar Gracenote. Fótbolti 6. september 2021 18:02
Kominn aftur til Englands eftir ránið í vor Sænski landsliðsmarkvörðurinn Robin Olsen samdi við enska B-deildarliðið Sheffield United undir lok félagaskiptagluggans. Hann og fjölskylda hans eru enn að jafna sig eftir skelfilega lífsreynslu sem þau urðu fyrir í vor. Enski boltinn 6. september 2021 15:31
KSÍ verður af tugum milljóna en vonast eftir betri stöðu þegar stelpurnar mæta Evrópumeisturunum Knattspyrnusamband Íslands verður af milljónum, og sennilega tugum milljóna, króna vegna samkomutakmarkana sem enn gilda hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Fótbolti 6. september 2021 13:00
Bæta við fjórum hólfum og selja 800 miða á leikinn við Þýskaland Nú í hádeginu fara í sölu 800 miðar á leik Íslands gegn stórliði Þýskalands í undankeppni HM karla í fótbolta. Leikurinn er á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld. Fótbolti 6. september 2021 10:01
Þakkar stuðninginn og segir markið hafa verið hina fullkomnu afmælisgjöf Bukayo Saka, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, sneri aftur á Wembley-leikvanginn í 4-0 sigri Englands á Andorra í undankeppni HM í fótbolta . Hann hafði ekki stigið fæti þar inn síðan hann brenndi af vítaspyrnunni sem tryggði Ítalíu sigur á Evrópumótinu fyrr í sumar. Fótbolti 6. september 2021 09:30
Mikael Egill spilar með U-21 landsliðinu á þriðjudag Mikael Egill Ellertsson verður í leikmannahópi íslenska U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu er það tekur á móti Grikklandi á morgun, þriðjudag. Hann verður því ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Þýskalandi á miðvikudag. Fótbolti 6. september 2021 08:01
Átti erfitt uppdráttar á miðjunni | Þrír hægri bakverðir í byrjunarliðinu England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra. Fótbolti 6. september 2021 07:31
Messi skilur ekkert í máli kvöldsins Argentínska stjarnan Lionel Messi var ekki skemmt þegar leik landsliðs hans við Brasilíu í São Paulo var hætt vegna brota liðsfélaga hans á sóttvarnarlögum landsins. Fótbolti 5. september 2021 23:01
„Ég hef aldrei verið svona reiður“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði að íslenska liðið yrði að virða stigið sem þeir náðu í gegn Norður Makedóníu í dag, sérstaklega í því ljósi að frammistaðan hefði ekki verið góð í 65 mínútur í leiknum. Fótbolti 5. september 2021 22:00
Þjóðverjar koma fullir sjálfstrausts til Íslands Þýskaland fór á topp J-riðils í undankeppni HM karla í fótbolta með 6-0 sigri á Armeníu í kvöld. Ísland er í fimmta sæti riðilsins og fær Þjóðverja í heimsókn í næstu umferð. Fótbolti 5. september 2021 21:17
Varamennirnir kveiktu neistann þegar Ísland bjargaði stiginu í lokin: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gróf sér holu á Laugardalsvellinum í kvöld en náði að fá eitthvað út úr leiknum með flottum endakafla. Fótbolti 5. september 2021 21:00
Ósannfærandi Ítalir slógu heimsmet Sviss og Ítalía gerðu markalaust jafntefli er þau mættust í Basel í Sviss í C-riðli undankeppni HM 2022 í fótbolta. Ítalir slógu heimsmet með því að forðast tap. Fótbolti 5. september 2021 20:45
„Menn áttu alveg skilið að fá að heyra það“ Kári Árnason, sem bar fyrirliðabandið í 2-2 jafntefli Íslands við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir við spilamennsku íslenska liðsins í hálfleik. Hann segir að ekki sé hægt að gera sömu kröfur á liðið og síðustu misseri. Fótbolti 5. september 2021 20:06
Sjáðu Andra Lucas opna markareikninginn og öll hin mörkin í Laugardalnum í dag Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður Makedóníu í fimmta leik sínum í undankeppni HM 2022 í dag en það stefndi lengi vel í fjórða tap íslenska liðsins í riðlinum. Fótbolti 5. september 2021 19:46
Farsakennd atburðarrás í Brasilíu | Þremur byrjunarliðsmönnum skipað í sóttkví Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM sem fram fer í São Paulo í Brasilíu var stöðvaður snemma leiks vegna brasilískra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir segja fjóra leikmenn Argentínu vera að brjóta sóttvarnarlög. Leiknum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Fótbolti 5. september 2021 19:46
Umfjöllun: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og redduðu stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. Fótbolti 5. september 2021 19:31
Leikmenn kallaðir nauðgarar á göngu fyrir leik Arnar Þór Viðarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið kallaðir „nauðgarar“ á gönguferð sinni í morgun í aðdraganda leiksins við Norður-Makedóníu. Slíkt sé erfitt að þola fyrir unga leikmenn og hafi haft áhrif á spennustig þeirra í leiknum. Fótbolti 5. september 2021 19:26
„Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. Fótbolti 5. september 2021 19:04
Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. Fótbolti 5. september 2021 18:43
„Þetta var íslenskur karakter, eitthvað sem við höfum alltaf haft“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV að loknu 2-2 jafntefli Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM sem fram fer í Katar um jólin 2022. Hann tekur á sig slaka byrjun Íslands og hrósaði ungu strákunum sem komu inn af bekknum og breyttu leiknum. Fótbolti 5. september 2021 18:37
Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. Fótbolti 5. september 2021 18:23
Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. Fótbolti 5. september 2021 18:22