
Svona var blaðamannafundur KSÍ
Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ í dag.
HM í fótbolta karla fór fram í Katar dagana 20. nóvember til 18. desember 2022.
Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ í dag.
Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.
Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld.
Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur.
Ljóst er að 3.600 áhorfendur gætu mætt á leik Íslands og Þýskalands á Laugardalsvelli annað kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Uppselt er á leikinn.
Andri Lucas Guðjohnsen fetaði í fótspor föður síns og afa síns þegar hann skoraði jöfnunarmark Íslands gegn Norður-Makedóníu á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Hann varð jafnframt yngsti og fljótasti Guðjohnsen til að skora fyrir landsliðið.
Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson verða heiðraðir fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 á miðvikudaginn. Báðir spiluðu þeir landsleik númer 100 gegn Norður-Makedóníu í gær.
Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, hefur hafnað þeirri hugmynd að heimsmeistaramótið í fótbolta verði haldið á tveggja ára fresti. Hann segir að það myndi gengisfella mótið.
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segist sjá eftir þeim atburðum sem áttu sér stað sem leiddu til þess að leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2022 var flautaður af.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enga möguleika á að komast í lokakeppni HM í Katar á næsta ári, samkvæmt spá íþróttatölfræðiveitunnar Gracenote.
Sænski landsliðsmarkvörðurinn Robin Olsen samdi við enska B-deildarliðið Sheffield United undir lok félagaskiptagluggans. Hann og fjölskylda hans eru enn að jafna sig eftir skelfilega lífsreynslu sem þau urðu fyrir í vor.
Knattspyrnusamband Íslands verður af milljónum, og sennilega tugum milljóna, króna vegna samkomutakmarkana sem enn gilda hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins.
Nú í hádeginu fara í sölu 800 miðar á leik Íslands gegn stórliði Þýskalands í undankeppni HM karla í fótbolta. Leikurinn er á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld.
Bukayo Saka, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, sneri aftur á Wembley-leikvanginn í 4-0 sigri Englands á Andorra í undankeppni HM í fótbolta . Hann hafði ekki stigið fæti þar inn síðan hann brenndi af vítaspyrnunni sem tryggði Ítalíu sigur á Evrópumótinu fyrr í sumar.
Mikael Egill Ellertsson verður í leikmannahópi íslenska U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu er það tekur á móti Grikklandi á morgun, þriðjudag. Hann verður því ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Þýskalandi á miðvikudag.
England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra.
Argentínska stjarnan Lionel Messi var ekki skemmt þegar leik landsliðs hans við Brasilíu í São Paulo var hætt vegna brota liðsfélaga hans á sóttvarnarlögum landsins.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði að íslenska liðið yrði að virða stigið sem þeir náðu í gegn Norður Makedóníu í dag, sérstaklega í því ljósi að frammistaðan hefði ekki verið góð í 65 mínútur í leiknum.
Þýskaland fór á topp J-riðils í undankeppni HM karla í fótbolta með 6-0 sigri á Armeníu í kvöld. Ísland er í fimmta sæti riðilsins og fær Þjóðverja í heimsókn í næstu umferð.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gróf sér holu á Laugardalsvellinum í kvöld en náði að fá eitthvað út úr leiknum með flottum endakafla.
Sviss og Ítalía gerðu markalaust jafntefli er þau mættust í Basel í Sviss í C-riðli undankeppni HM 2022 í fótbolta. Ítalir slógu heimsmet með því að forðast tap.
Kári Árnason, sem bar fyrirliðabandið í 2-2 jafntefli Íslands við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir við spilamennsku íslenska liðsins í hálfleik. Hann segir að ekki sé hægt að gera sömu kröfur á liðið og síðustu misseri.
Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður Makedóníu í fimmta leik sínum í undankeppni HM 2022 í dag en það stefndi lengi vel í fjórða tap íslenska liðsins í riðlinum.
Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM sem fram fer í São Paulo í Brasilíu var stöðvaður snemma leiks vegna brasilískra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir segja fjóra leikmenn Argentínu vera að brjóta sóttvarnarlög. Leiknum hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis.
Arnar Þór Viðarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið kallaðir „nauðgarar“ á gönguferð sinni í morgun í aðdraganda leiksins við Norður-Makedóníu. Slíkt sé erfitt að þola fyrir unga leikmenn og hafi haft áhrif á spennustig þeirra í leiknum.
Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins.
Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV að loknu 2-2 jafntefli Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM sem fram fer í Katar um jólin 2022. Hann tekur á sig slaka byrjun Íslands og hrósaði ungu strákunum sem komu inn af bekknum og breyttu leiknum.
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM.