Fréttir

Fréttamynd

Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna

Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.

Innlent
Fréttamynd

Tíunda hvert barn misnotað fyrir 18 ára aldur

Talið er að tíunda hvert barn á Íslandi verði fyrir einhverskonar kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Yfirstígum óttann, ráðstefna á vegum samtakanna Blátt áfram, fer fram í Kennaraháskóla Íslands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjóri kannar flutning Árbæjarsafns

Borgarráð fól í dag Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borgarstjóra, að kanna kosti og galla þess að flytja stóran hluta Árbæjarsafns út í Viðey. Sérstakur starfshópur á vegum borgarstjóra gerir úttekt á flutningunum.

Innlent
Fréttamynd

Bauhaus fær lóð við Vesturlandsveg

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag samning við þýsku byggingavöruverslunina Bauhaus um að hún fái lóð í svokölluðum Höllum við rætur Úlfarsfells austan Vesturlandsvegar. Greiðir Bauhaus um það bil 600 milljónir króna fyrir byggingarréttinn á lóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust í Hafnarfirði

Í Hafnarfirði hefur verið rafmagnslaust í nokkrum götum í nágrenni sundlaugar bæjarins frá því klukkan tvö í nótt. Starfsmaður Hitaveitu Suðurnesja, sem annast rafveitu Hafnarfjarðar, sagði ástæðuna fyrir rafmagnsleysinu vera bilun í spenni. Unnið væri að viðgerðum og búist væri við að rafmagn kæmist aftur á um klukkan fjögur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti þingfundadagur fyrir kosningar

Aðeins tvö frumvörp, og jafnvel bara eitt, verða að lögum frá Alþingi í dag, á síðasta þingfundadegi fyrir sveitarstjórnarkosningar. Þing kemur saman klukkan hálf tvö í dag og er það í síðasta sinn fyrir sveitarstjórnarkosningar í lok mánaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Óttinn yfirstiginn

Yfirstígum óttann, ráðstefna á vegum samtakanna Blátt áfram, fer fram í Kennaraháskóla Íslands í dag. Markmið ráðstefnunnar er að skoða hvað samfélagið getur gert til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Robert E. Longo er aðal fyrirlesari á ráðstefnunni.

Innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn Seðlabanka Bretlands ákvað á fundi sínum í morgun að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi hafa staðið óbreyttir í 4,5 prósentum síðastliðna níu mánuði. Almennt var ekki búist við vaxtabreytingum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færist undir samgönguráðuneytið

Yfirtakan á rekstri Keflavíkurflugvallar undir stjórn utanríkisráðuneytisins er aðeins biðleikur þar til völlurinn verður færður undir samgönguráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Átak gegn mænusótt í Nígeríu

Fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklingar koma að alheimsátaki gegn mænusótt sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kynnti í morgun. Framlag Íslendinga mun veita 300 þúsund börnum í Nígeríu, bólusetningu gegn mænusótt.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Shell jókst á milli ára

Hollenska olíufélagið Royal Dutch Shell hagnaðist um 3,31 milljarð punda á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir því að olíufélagið hafi hagnast um 1,5 milljónir punda, rúmar 205 milljónir íslenskar krónur á klukkustund frá janúar til marsloka.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

"Vændi er ekki íþrótt"

Fulltrúar kvennahreyfingarinnar á Íslandi ætla að afhenda þýska sendiráðinu áskorun klukkan tvö í dag. Í fréttatilkynningu hreyfingarinnar segir að tilefnið sé það vændi og mansal sem talið er að verði fylgifiskur heimsmeistarakeppninnar í fótbolta en hún fer fram í Þýskalandi í sumar. Slagorð aðgerðanna verða "vændi er ekki íþrótt." Sömu áskorun á einnig að afhenda Knattspyrnusambandi Íslands klukkan þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður UBS jókst um 33 prósent

Svissneski bankinn UBS hagnaðist um 3,5 milljarða svissneskra franka, jafnvirði 210 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 33 prósenta aukning frá frá sama tímabili í fyrra. Stór hluti hagnaðarins er vegna sölu á svissneska orkufyrirtækinu Motor-Clumbus AG.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrír slösuðust í árekstri

Þrír slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnessvegi á móts við Fíflholt í gær, þegar jeppi og fólksbíll skullu þar saman. Báðir ökumenn og farþegi úr jeppanum voru fluttir á Slysaldeild Landsspítalans, en eru ekki í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert gos í grunnskólum Bandaríkjanna

Nokkrir af stærstu drykkjarvöruframleiðendum í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samkomulag um að kaloríuríkir drykkir verði framvegis teknir úr sölu í grunn- og miðskólum. Framvegis geta börnin því aðeins keypt ósykraðan ávaxtasafa, mjólk eða vatn í skólunum. Hitaeiningasnauðari gosdrykkir verða hins vegar leyfðir í framhaldsskólum.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu þingfundir fyrir kosningar

Alþingi kemur saman til fundar í dag í síðasta skipti fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 27. maí. Þing kemur næst saman 30. maí. Allar líkur eru á að tvö frumvörp verði að lögum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vilja flytja Árbæjarsafn í Viðey

Hugmyndir eru uppi um að flytja Árbæjarsafn út í Viðey og koma því fyrir í austurenda Viðeyjar þar sem byggð var í fyrri tíð. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og hefur eftir Degi B. Eggertssyni, formanni skipulagsnefndar að honum þyki þetta spennandi hugmynd.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar sviptir bílahlunnindum

Ráðherrar í norsku ríkisstjórninni hafa verið sviptir þeim hlunnindum að mega velja sér einkabíla til afnota, fyrir utan ráðherrabílana með bílstjórum allan sólarhringinn.

Erlent
Fréttamynd

Sektir fyrir að hífa upp verð

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp sem kveður á um háar sektir olíufélaga sem reyna að halda bensínverði háu. Frumvarpið verður þó ekki að lögum nema öldungadeild þingsins samþykki það líka.

Erlent
Fréttamynd

Fótbrotnaði í fótboltaleik

Unglingsstúlka slasaðist í knattspyrnuleik í Ólafsvík í gærkvöldi og ákvað læknir að kalla eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hana á slysadeild Landsspítalans í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Varnarkerfið virkaði ekki

Varnarkerfi vegna flóðbylgja virkuðu ekki sem skildi í gær þegar jarðskjálfti upp á tæpa átta varð í sunnanverðu Kyrrahafinu í gær. Flóðbylgjuviðvörun barst ekki til Toga sem er næst upptöku skjálftans.

Erlent
Fréttamynd

Óvenjulegur óróleiki

Óvenjulegur óróleiki var á peningamarkaðnum hér á landi í gær þegar úrvalsvísitalan lækkaði um hátt í tvö prósent en krónan styrktist um leið um hátt í tvö prósent.

Innlent
Fréttamynd

Níu fórust við dómshús

Í það minnsta níu manns létu lífið þegar bílsprengja sprakk við dómshús í Bagdad í morgun. Að sögn lögreglu særðust í það minnsta 46 manns í árásinni. Þá fundust í morgun lík tuttugu manna nærri Tikrit. Þeir höfðu verið ráðnir af dögum.

Erlent
Fréttamynd

Lykilatriði að auka upplýsingaflæði og gegnsæi

Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði.

Innlent
Fréttamynd

Tekjuskattur á fyrirtæki einna lægstur hér á landi

Ísland er áfram í hópi þeirra ríkja þar sem tekjuskattur fyrirtækja er einna lægstur samkvæmt nýrri könnun KPMG. Tekjuskattur fyrirtækja í Evrópu heldur áfram að lækka og er nú töluvert lægri að meðaltali en í Asíu og Suður-Ameríku.

Innlent
Fréttamynd

Engin hætta á hagkerfishruni á íslandi

Einn þekktasti hagfræðingur heims, Frederic S. Mishkin telur sáralitla hættu á hruni í íslensku hagkerfi. Í skýrslu sem hann vann ásamt Tryggva Herbertssyni frá Hagfræðistofnun fyrir Viðskiptaráð er meðal annars lagt til að eftirlit með fjármálastofnunum verði allt fært undir Seðlabankann

Innlent
Fréttamynd

Flóðbylgjuviðvörun dregin til baka

Flóðbylgjumiðstöð Kyrrahafs hefur dregið til baka flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálftans sem varð nærri eyjunni Tonga í Kyrrahafi í dag. Skjálftinn mældist 8,1 á Richter og var í fyrstu óttast að flóbylgja gengi yfir nærliggjandi eyjar, Fídji og Nýja-Sjáland.

Erlent
Fréttamynd

Ríkið mesti lífeyrisþeginn

Ríkið er mesti lífeyrisþeginn að mati Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Hann segir eldri borgara og öryrkja hafa orðið eftir í góðæri síðustu ára og að ójöfnuður á Íslandi geti orðið jafn mikill og í Bandaríkjunum ef ekki verði gripið til stórtækrar uppstokkunar á samspili almannatryggingakerfis og skattkerfis.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn fyrir of hraðan akstur í áttunda sinn á einu ári

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í gærdag ökumann sem mældist á 139 kílómetra hraða á klukkustund. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er góðkunningi lögreglunnar en hann hefur verið stöðvaður átta sinnum fyrir of hraðan akstur á einu ári. Þá eru ekki talin þau umferðarlagabrot sem maðurinn hefur gerst sekur um í öðrum embættum lögreglunnar. Sektir vegna brotanna hljóða upp á 170.000 krónur en maðurinn hefur auk þess fengið níu punkta vegna sömu brota.

Innlent
Fréttamynd

Þingfundum frestað á morgun til 30. maí

Þingfundum verður frestað á morgun en þing kemur saman aftur 30. maí og starfar þá í tvær vikur. Þetta var ákveðið í dag á fundi formanna þingflokka með forseta Alþingis.

Innlent