Erlent

Fréttamynd

Kátt í kistunni

Mörgum til ama eru naktar eða fáklæddar konur notaðar til þess að auglýsa nánast hvað sem er. Ímyndunarafli auglýsenda virðast lítil takmörk sett þegar þeir reu að finna flöt á því að setja berar konur í auglýsingar sínar. Toppnum.....eða botninum hefur þó líklega verið náð á Ítalíu. Þar auglýsa fáklæddar fegurðardísir líkkistur.

Erlent
Fréttamynd

Miklu hættulegra að fara á skíði

Ein afleiðing hlýnunar jarðar er sú að slysum á skíðasvæðum hefur fjölgað gríðarlega, vegna minni snjókomu. Í frönsku Ölpunum hefur slysum fjölgað um 163 prósent á síðustu tveimur árum. Ein ástæðan er sú að fólk gefst upp á að skíða í snjólitlum troðnum brekkum og fer útfyrir þær. Það er ávísun á slys, nema skíðamennirnir séu þeim mun betri.

Erlent
Fréttamynd

Vodafone skrifar undir á Indlandi

Forsvarsmenn breska farsímarisans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjarskiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjarskiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikil spenna í Ekvador

Fjölmenni gerði árásir að þingmönnum í Ekvador í dag. Múgurinn henti steinum í þá og lömdu bíla þeirra en átök á milli stjórnarandstöðuþingmanna, sem eru í meirihluta, og forsetans Rafael Correa, aukast sífellt.

Erlent
Fréttamynd

Komin aftur til Bretlands

Utanríkisráðherra Bretlands skýrði frá því í dag að fólkinu sem var rænt í Eþíópíu fyrir 12 dögum síðan væri komið til Bretlands á ný. Því var sleppt á þriðjudaginn var og var það við góða heilsu. Fólkið var þá afhent yfirvöldum í Erítreu en talið er að ættbálkahöfðingjar á svæðinu þar sem þeim var rænt hafi samið um lausn þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Írans vill ávarpa öryggisráð SÞ

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur beðið um leyfi til þess að ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að verja kjarnorkuáætlanir þjóðar sinnar. Forseti öryggisráðsins, hinn Suður-afríski Dumisani Kumalo, skýrði frá þessu nú í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast afsagnar forsætisráðherra Ungverjalands

Lögregla og mótmælendur í Ungverjalandi tókust á í kvöld eftir að um eitt hundrað þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest kröfðust afsagnar forsætisráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany. Þetta eru stærstu mótmælin í landinu síðan árið 2005 en þá krafðist almenningur þess að hann segði af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa logið til stöðu ríkisfjármála. Forsætisráðherrann laug þá til þess að auka líkurnar á því að hann yrði kosinn á ný.

Erlent
Fréttamynd

Spánverjar samþykkja jafnréttislög

Spænska þingið samþykkti í dag lög um jafnrétti karla og kvenna. Lögin kveða á um jafnan rétt karla og kvenna til atvinnutækifæra og um fæðingarorlof karlmanna. Sósíalistastjórn Spánar hefur leitast við að auka jafnrétti á Spáni allt frá því hún tók við völdum árið 2004. Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero skipaði þá konur í helming ráðherrastóla í ríkisstjórn sinni.

Erlent
Fréttamynd

Íraksfrumvarp fellt í öldungadeild

Frumvarp um að kalla bandaríska hermenn í Írak heim fyrir 31. mars á næsta ári var í dag fellt í öldungadeild bandaríska þingins. Fyrr í dag hafði nefnd fulltrúadeildarinnar samþykkt frumvarp sem kveður á um að bardagabúnir hermenn verði kallaðir heim fyrir september á næsta ári. Kosið verður um það í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Hermennirnir hugsanlega heim fyrir september árið 2008

Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti nú síðdegis áætlun demókrata um að kalla alla bardagabúna hermenn heim frá Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. Nefndin samþykkti aukafjárútlát til stríðsrekstursins en með þungum skilyrðum.

Erlent
Fréttamynd

Ný hlébarðategund fundin

Vísindamenn á Indónesíu hafa fundið nýja tegund af hlébörðum sem helst er að finna á Borneó og Súmötru. Áður var talið að þeir tilheyrðu hlébarðategund sem var að finna á meginlandi Suðaustur-Asíu. Vísindamenn telja að um sömu tegund hafi verið að ræða þar til fyrir rúmlega milljón árum, en þá hafi skilið á milli og tvær tegundir hlébarða þróast.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðstjórn skipuð

Hreyfingar Fatah og Hamas hafa komið sér saman um skipan óháðs fræðimanns í embætti innanríkisráðherra í þjóðstjórn Palestínumanna. Þetta var síðasti ásteytingarsteinn viðræðnanna og var stjórnin kynnt í dag. Hana skipa 9 Hamas-liðar, 6 fulltrúar Fatah og 3 óháðir í innanríkis-, fjármála- og utanríkisráðuneyti. Þing greiðir atkvæði um stjórnina á laugardaginn.

Erlent
Fréttamynd

Sjúkrahús í niðurníðslu í Írak

Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú.

Erlent
Fréttamynd

Pólskum kennurum bannað að tala um samkynhneigð

Pólskir kennarar, sem kynna og stuðla að samkynhneigð, verða reknir samkvæmt nýju frumvarpi sem áætlað er að verði að lögum eftir rúman mánuð. Aðstoðarmenntamálaráðherra Póllands skýrði frá þessu í dag, mannréttindahópum í landinu til mikillar mæðu. Engu að síður segja stjórnvöld í Póllandi að lögin séu ekki ætluð gegn samkynhneigðum kennurum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Putin eykur við eftirlit með fjölmiðlum

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur fyrirskipað að stofnuð verði ný eftirlitsstofnun sem á að fylgjast með og gefa leyfi til fjölmiðla. Hin nýja ofur-stofnun mun fylgjast með sjónvarpsstöðvum, útvarpsstöðvum, dagblöðum og vefsíðum. Rússneskir fréttmenn óttast að stofnunin verði notuð til þess að herða enn að málfrelsi í Rússlandi en vefsíður eru nær eini miðillinn sem enn nýtur þokkalegs frelsis.

Erlent
Fréttamynd

Chirac verður yfirheyrður

Háttsettir menn í franska dómsmálaráðuneytinu fullyrða að Jacques Chirac verði yfirheyrður þegar hann lætur af embætti sem forseti Frakklands vegna hugsanlegra tengsla hans við spillingu á þeim tíma sem hann var borgarstjóri Parísar.

Erlent
Fréttamynd

Þáttur móður í ráninu á Natösju rannsakaður

Dómstóll í Vínarborg mun í dag hefja rannsókn á því hvort móðir Austurrísku stúlkunnar Natösju Kampusch hafi átt þátt í ráni hennar. Natösju var rænt þegar hún var á leið í skólann árið 1998 og var í haldi ræningjans í átta ár. Henni tókst loks að flýja síðastliðið sumar, þá orðin nítján ára gömul. Ræningi hennar framdi þá sjálfsmorð.

Erlent
Fréttamynd

Ég hjó höfuðið af gyðingnum Daniel Pearl

Khalid Sheikh Mohammed, sem hefur viðurkennt að hafa skipulagt árásirnar á tvíburaturnana, og önnur ódæðisverk, hefur viðurkennt að það hafi verið hann sem myrti bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl, sem rænt var í Pakistan árið 2002. "Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl," segir í útskrift sem bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed.

Erlent
Fréttamynd

Allir stríðsaðilar nauðga á Fílabeinsströndinni

Hundruðum og jafnvel þúsundum kvenna hefur verið nauðgað á Fílabeinsströndinni, þeim misþyrmt og þær neyddar til að gerast kynlífsþrælar, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin segja að konur á Fílabeinsströndinni séu hin gleymdu fórnarlömb sem enginn skipti sér af, hvorki innan lands né utan.

Erlent
Fréttamynd

Berjast gegn kynlífstúrisma

Stærstu ferðaskrifstofur Danmerkur ætla að taka höndum saman við lögregluna til þess að koma í veg fyrir að danskir ferðamenn misnoti börn í öðrum löndum kynferðislega. Svokallaðar kynlífsferðir eru vinsælar víða um heim, en í þeim eru kynlífsfélagar innifaldir í verðinu. Stundum eru þessir kynlífsfélagar börn.

Erlent
Fréttamynd

Sýknaður af sölu hakakrossa

Hæstiréttur Þýskalands hefur snúið við dómi gegn eiganda póstverslunar sem var dæmdur í 300 þúsund króna sekt fyrir að selja vörur með hakakrossi nazista. Samkvæmt þýskum lögum er bannað að bera eða sýna hakakrossinn opinberlega.

Erlent
Fréttamynd

Farsímanúmer á 200 milljónir króna

Farsímanúmerið 666 6666 var selt á uppboði í furstadæminu Quatar, á þriðjudag, fyrir rífar 200 milljónir króna. Það er þarmeð orðið dýrasta símanúmer í heimi. Átta manns tóku þátt í uppboðinu, en ekki hefur verið upplýst hver kaupandinn er. Seljandinn var hinsvegar símafyrirtækið Telco Qtel.

Erlent
Fréttamynd

Markaðir jafna sig eftir dýfu

Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa verið á uppleið eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þessi íbúð er ekki nógu stór fyrir okkur bæði

Rússnesk kona borgaði fyrrverandi afbrotamanni fyrir að myrða 17 ára gamlan son sinn vegna þess að hún var þreytt á að deila eins herbergis íbúðarkytru með honum og kærustu hans. Sjálf átti konan kærasta þannig að þau voru fjögur í plássinu.

Erlent
Fréttamynd

Reka 300 starfsmenn

Danska ríkisútvarpið ætlar að segja upp 10% starfsmanna sinna á þessu ári vegna kostnaðar við byggingu nýrra höfuðstöðva sem hefur farið fram úr áætlun. Fjölmargir starfsmenn lögðu niður vinnu í dag til að mótmæla aðgerðunum.

Erlent
Fréttamynd

Vaknaði og féll svo aftur í dá

Læknar í Bandaríkjunum standa ráðþrota frammi fyrir ráðgátunni um konuna sem vaknaði úr 6 ára dái, vakti í 3 daga og féll síðan aftur í dá. Þeir kunna engar skýringar á því hvað hafi vakið hana og síðan valdið því að hún féll aftur í dá.

Erlent
Fréttamynd

Írak vill afnema dauðarefsingu

Ríkisstjórn Íraks, sem hlaut mikla gagnrýni fyrir hvernig staðið var að aftöku Saddams Hussein, vill afnema dauðarefsingu, að sögn mannréttindaráðherra landsins. Wijdan Michael segir að það verði gert í áföngum. Fyrsta skrefið verði að afnema dauðarefsingar fyrir brot önnur en þau allra verstu, svosem þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu.

Erlent
Fréttamynd

Bretar vilja ekki opna Heathrow

Bretar vilja fresta gildistöku samnings um frjálst flug milli Evrópu og Bandaríkjanna, um eitt ár. Samningurinn á að taka gildi í október á þessu ári, og kemur í staðin fyrir gamlan samning sem rekja má allt aftur til síðari heimsstyrjaldarinnar. Bretar veigra sér við því að létta hömlum af Heathrow flugvelli sem er stærsta flugmiðstöð í Evrópu.

Erlent