Sport

Þorgerður Anna: Allt of stórt tap

Þorgerður Anna Atladóttir átti góða innkomu í síðari hálfleik gegn Króatíu í kvöld og skoraði fjögur góð mörk. Ísland tapaði þó leiknum, 35-25, í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM í Danmörku og Noregi.

Handbolti

Anna Úrsúla: Náðum ekki að klukka þær

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir nýtti þau færi sem hún fékk gegn Króatíu í kvöld vel en segir að varnarleikurinn hefði þurft að vera miklu betri. Ísland tapaði leiknum, 35-25, í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM í Noregi og Danmörku.

Handbolti

Sir Alex: Rooney að verða betri með hverjum leik

Manchester United tók toppsætið í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir 1-1 jafntefli gegn Valencia í kvöld. Sir Alex Ferguson eyddi flestum sínum kröftum eftir leik í að hrósa sóknarmanninum Wayne Rooney sem sé enn betur að finna taktinn með hverjum leiknum.

Fótbolti

Harpa Sif: Spila meira með hjartanu

Harpa Sif Eyjólfsdóttir sagði að íslensku stelpurnar hafi ekki spilað eins og lagt var upp með fyrir leikinn gegn Króatíu í kvöld. Ísland tapaði, 35-25, í sínum fyrsta leik á EM í Danmörku og Noregi.

Handbolti

Redknapp: Algjör snilld að vinna riðilinn

„Þegar dregið var í riðla sagði ég að þetta yrði mjög erfiður riðli. Ég tel þetta hafa verið sterkasta riðilinn og að enda á toppi hans er algjör snilld," sagði Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham.

Fótbolti

Guðmundur: Var köflótt hjá okkur

„Við minnkuðum muninn í eitt mark í seinni hálfleiknum og áttum alla möguleika en það þurfti meira í kjölfarið. Það þurfti betri vörn og það þurfti betri sóknarleik eftir þennan góða kafla," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Svíþjóð í kvöld.

Handbolti

Ísland tapaði fyrir Svíþjóð og mætir Noregi á morgun

Svíþjóð vann Ísland 31-26 í Heimsbikarnum í handbolta í kvöld. Sænska liðið var 19-14 yfir í hálfleik. Það er því ljóst að Ísland mun leika gegn Noregi um þriðja sætið á mótinu á morgun en heimamenn í Svíþjóð leika gegn Dönum í úrslitum.

Handbolti

Ashley Cole og Nicolas Anelka verða hvíldir á morgun

Ashley Cole og Nicolas Anelka fóru ekki með Chelsea til Marseille þar sem að liðið mætir heimamönnum í lokaleik riðilakeppni Meistaradeildarinnar á morgun. Leikurinn skiptir ekki miklu máli því það er þegar ljóst að Chelsea-liðið vinnur riðilinn og Marseill fylgir þeim í 16 liða úrslitin.

Enski boltinn

Danir í úrslit Heimsbikarsins

Danir munu spila í úrslitum Heimsbikarsins í handbolta eftir sigur á Norðmönnum, 36-31, í Halmstad í dag. Staðan í hálfleik var 15-14 fyrir Dani.

Handbolti

Koscielny í lagi eftir allt saman en Djourou verður ekki með

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var alltof fljótur á sér að afskrifa Laurent Koscielny eftir heilahristinginn hans um síðustu helgi. Koscielny átti að vera frá fram á nýtt ár en Frakkinn stóðst hinsvegar læknisskoðun í dag og verður því með á móti Partizan Belgrad í Meistaradeildinni á morgun.

Fótbolti

Halldór mætir sínum gömlu félögum í fyrsta leiknum með Val

Það er búið að skipta liðunum upp í riðla á Reykjavíkurmótinu 2011 hjá meistaraflokki karla en níu félög taka þátt í mótinu sem hefst um miðjan janúar. Áætlað er að keppni í karlaflokki hefjist 13. janúar en hjá konunum 22. janúar en það má finna drög að niðurröðun inn á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Shearer hefur áhuga á því að taka við Newcastle

Alan Shearer hefur áhuga á því að taka aftur við liði Newcastle en félagið leitar nú að nýjum stjóra eftir að Chris Hughton var óvænt rekinn í gær. Það þykja mesta líkur á því að Martin Jol eða Alan Pardew verði ráðnir en Newcastle ætlar að reyna að ganga frá nýjum stjóra fyrir helgi.

Enski boltinn

EM: Farangur króatíska landsliðsins týndist

Íslenska kvennalandsliðið mætir því króatíska í kvöld í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Danmörku og Noregi. Króatía lék tvo æfingaleiki í Svíþjóð um helgina en liðið varð fyrir því óláni að farangur þess týndist á leiðinni til Svíþjóðar.

Handbolti

Roy Hodgson vill fá Ronaldinho til Liverpool

Brasilíumaðurinn Ronaldinho gæti verið á leiðinni á Anfield næsta sumar ef marka má fréttir frá Ítalíu í morgun. Itasportpress heldur því fram að hinn þrítugi fyrrum besti knattspyrnumaður heims sé á óskalistanum hjá Roy Hodgson.

Enski boltinn