Fleiri fréttir

Eyjólfur: Áttum ekki skilið að tapa leiknum

Íslenska U-21 lið karla tapaði í gær fyrir Aserbaídsjan í undankeppni EM 2013, 1-0. Sigurmarkið kom undir lok fyrri hálfleiks, beint úr aukaspyrnu. Þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson var að vonum svekktur eftir leikinn en var þó ánægður með frammistöðu sinna manna.

Sigurður Ragnar: Getum varist vel á móti bestu liðum heims

Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsþjálfari var sáttur við frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik Algarve-bikarsins. Anja Mittag tryggði þýska liðinu sigurinn á 25. mínútu leiksins.

Tevez fær annan varaliðsleik

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Carlos Tevez spila aftur með varaliði Manchester City í dag eftir að hann þótti ekki standa sig nógu vel í leik með varaliðinu nú á þriðjudaginn. Þá spilaði hann í 45 mínútur og náði aðeins einu skoti að marki.

Spenna á dagskrá í Keflavík

Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í í kvöld og þar á meðal er leikur bikarmeistara Keflavíkur og Snæfells í Keflavík.

Er Fram með tak á FH?

Þrír leikir fara fram í N1-deild karla í handbolta í kvöld og flestra augu verða á leik FH og Fram í Kaplakrika.

Delonte West svaf í búningsklefa Dallas | staurblankur og ráðvilltur

Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma.

Hótar því að sekta leikmenn sem fara úr að ofan

Roberto Donadoni þjálfar nú ítalska félagið Parma en þessi fyrrum landsliðsleikmaður og landsliðsþjálfari er orðinn pirraður á því að hans menn fái gult spjald fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara úr keppnistreyjunni.

Robben afgreiddi Englendinga

Arjen Robben var maður leiksins er Holland vann dramatískan 2-3 sigur á Englandi þar sem tvö mörk voru skoruð í uppbótartíma.

Alfreð: Þetta var draumainnkoma

Alfreð Finnbogason minnti heldur betur á sig gegn Svartfjallalandi í kvöld en hann skoraði mark Íslands í leiknum. Hann var síðan ekki fjarri því að tryggja Íslandi sigur í leiknum skömmu síðar.

Svekkjandi tap gegn Svartfjallalandi

Stevan Jovetic tryggði Svartfjallalandi sigur á Íslandi með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. Svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið sem stóð sig vel í leiknum.

Wade bað Kobe afsökunar

Dwayne Wade segir að hann hafi beðið Kobe Bryant afsökunar á að hafa nefbrotið hann í stjörnuleik NBA-deildarinnar um helgina. Hann segir að um óviljaverk hafi verið að ræða.

Ramsay vill að Bellamy spili áfram með landsliði Wales

Aaron Ramsay, leikmaður Arsenal, hefur hvatt Craig Bellamy til að gefa áfram kost á sér í velska landsliðið. Bellamy verður fyrirliði liðsins í minningarleik um Gary Speed, fyrrum þjálfara liðsins, annað kvöld.

Mamelund á leið til Montpellier

Norska skyttan Erlend Mamelund ætlar að fara frá Haslum í sumar og ganga til liðs við Montpellier í Frakklandi í sumar.

Enska landsliðið var í miklu stuði þegar Holland kom síðast á Wembley

England og Holland mætast í kvöld í vináttulandsleik á Wembley en það eru að verða liðin sextán ár síðan að hollenska liðið spilaði síðast við Englendinga á Wembley. Enska liðið var þá í miklu stuði og vann 4-1 sigur á því hollenska í lokaleik liðanna í riðlakeppni EM 1996 sem fram fór á Englandi.

Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri.

Liggur ekki á að finna nýjan landsliðsþjálfara

Trevor Brooking, einn forráðamanna enska knattspyrnusambandsins, segir að ekkert liggi á að finna nýjan landsliðsþjálfara. Engar viðræður hafa átt sér stað við mögulega kandídata.

Robin van Persie meiddist á æfingu

Óvíst er hvort að Hollendingurinn Robin van Persie geti spilað gegn enska landsliðinu á morgun þar sem hann hlaut smávægileg meiðsli á æfingu í gær.

Parker verður fyrirliði enska landsliðsins í kvöld

Fréttastofur Sky og BBC hafa heimildir fyrir því að Scott Parker, miðjumaður Tottenham, verði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum á móti Hollandi í kvöld en tvær af bestu knattspyrnuþjóðum heims mætast þá í vináttulandsleik á Wembley. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Dagur ánægður með að fá Hamburg

Dagur Sigurðsson sagði við þýska fjölmiðla að hann væri ánægður með að hafa dregist gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Sölvi Geir fyrirliði | Kári byrjar

Sölvi Geir Ottesen verður fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Svartfjallalandi í dag. Stefán Logi Magnússon stendur í marki íslenska liðsins.

Svartfjallaland - Ísland í beinni á SportTV

Hægt verður að fylgjast með vináttulandsleik Svartfjallalands og Íslands ytra í dag í beinni útsendingu á SportTV.is. Þetta kom fram í tilkynningu frá síðunni í dag.

Ekki öruggt að Podolski fari til Arsenal

Ekki eru allir þýskir fjölmiðlar sammála um að það sé öruggt að Lukas Podolski fari til Arsenal nú í sumar. Hann hefur verið sterklega orðaður við Lundúnarfélagið í dágóðan tíma.

Chisora dæmdur í lífstíðarbann

Breski hnefaleikakappinn Derek Chisora hefur verið dæmdur í ótímabundið keppnisbann af Alþjóðahnefaleikasambandinu og sektaður um 20 milljónir króna.

Karalandsliðið í fótbolta í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977

Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag.

Capello óskaði Pearce góðs gengis

Stuart Pearce, núverandi þjálfari enska landsliðsins, greindi frá því að Fabio Capello hafi óskað sér góðs gengis fyrir landsleik Englands og Hollands á morgun.

NBA í nótt: New Jersey vann meistarana

New Jersey Nets gerði sér lítið fyrir og skellti NBA-meisturunum í Dallas Mavericks í nótt, 93-92, en þá fóru alls níu leikir fram í deildinni.

Lagerbäck: Þetta eru fyrstu skrefin

Lars Lagerbäck krefst þess að íslenska A-landsliðið í fótbolta geri fá mistök í vináttulandsleiknum gegn Svartfjallalandi í dag sem fram fer á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica. Þetta er annar leikur Íslands undir stjórn sænska þjálfarans, en Ísland tapaði 3-1 gegn Japan síðastliðinn föstudag í Osaka. Ísland stillir upp alveg nýju liði frá því í leiknum gegn Japan og er landsliðsþjálfarinn vongóður um að ná að leggja Svartfjallaland að velli.

Sara Björk: Ég mun aldrei biðja um skiptingu

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum í ár þegar liðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands. Þetta er í áttunda sinn sem íslensku stelpurnar taka þátt í þessu árlega móti en bestum árangri náðu þær í fyrra þegar íslenska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn.

Engir ágústleikir í dalnum?

Samtök knattspyrnufélaga í Evrópu, ECA, hafa komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að fækka fjölda vináttulandsleikja ár hvert. 201 evrópskt knattspyrnufélag er meðlimur í ECA en þar af eru tvö íslensk félög – Keflavík og FH.

Hildur ætlar að harka af sér í kvöld

KR og Snæfell mætast í DHL-höllinni í kvöld í einum af úrslitaleikjunum um sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna en liðin mega ekkert gefa eftir ætli þau að vera með í úrslitakeppninni í ár.

Fabregas styður við bakið á Wenger

Þó svo Cesc Fabregas hafi ákveðið að flýja frá Arsenal þá ber hann enn tilfinningar til félagsins og fylgist vel með því hvernig Arsenal gengur.

Sjá næstu 50 fréttir