Fleiri fréttir Eyjólfur: Áttum ekki skilið að tapa leiknum Íslenska U-21 lið karla tapaði í gær fyrir Aserbaídsjan í undankeppni EM 2013, 1-0. Sigurmarkið kom undir lok fyrri hálfleiks, beint úr aukaspyrnu. Þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson var að vonum svekktur eftir leikinn en var þó ánægður með frammistöðu sinna manna. 1.3.2012 08:00 Sigurður Ragnar: Getum varist vel á móti bestu liðum heims Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsþjálfari var sáttur við frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik Algarve-bikarsins. Anja Mittag tryggði þýska liðinu sigurinn á 25. mínútu leiksins. 1.3.2012 07:30 Tevez fær annan varaliðsleik Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Carlos Tevez spila aftur með varaliði Manchester City í dag eftir að hann þótti ekki standa sig nógu vel í leik með varaliðinu nú á þriðjudaginn. Þá spilaði hann í 45 mínútur og náði aðeins einu skoti að marki. 1.3.2012 07:00 Spenna á dagskrá í Keflavík Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í í kvöld og þar á meðal er leikur bikarmeistara Keflavíkur og Snæfells í Keflavík. 1.3.2012 06:30 Er Fram með tak á FH? Þrír leikir fara fram í N1-deild karla í handbolta í kvöld og flestra augu verða á leik FH og Fram í Kaplakrika. 1.3.2012 06:00 Delonte West svaf í búningsklefa Dallas | staurblankur og ráðvilltur Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma. 29.2.2012 23:30 Hótar því að sekta leikmenn sem fara úr að ofan Roberto Donadoni þjálfar nú ítalska félagið Parma en þessi fyrrum landsliðsleikmaður og landsliðsþjálfari er orðinn pirraður á því að hans menn fái gult spjald fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara úr keppnistreyjunni. 29.2.2012 22:45 Robben afgreiddi Englendinga Arjen Robben var maður leiksins er Holland vann dramatískan 2-3 sigur á Englandi þar sem tvö mörk voru skoruð í uppbótartíma. 29.2.2012 21:51 Soldado með þrennu gegn Venesúela Spánverjar kjöldrógu lið Venesúela, 5-0, í kvöld þar sem Roberto Soldado fór á kostum og skoraði þrennu. 29.2.2012 22:23 Ítalía og Þýskaland töpuðu á heimavelli Þýskaland og Ítalía þurftu að sætta sig við töp gegn Frökkum og Bandaríkjamönnum í kvöld. 29.2.2012 21:46 Messi skoraði þrennu | Larsson hetja Svía Lionel Messi fór á kostum með Argentínu gegn Sviss í kvöld og skoraði öll þrjú mörk liðsins í 1-3 sigri Argentínu. 29.2.2012 21:29 Úrslit kvöldsins í IE-deild kvenna | Snæfell lagði KR Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna og var mest spenna fyrir leik KR og Snæfells. 29.2.2012 21:18 Alfreð: Þetta var draumainnkoma Alfreð Finnbogason minnti heldur betur á sig gegn Svartfjallalandi í kvöld en hann skoraði mark Íslands í leiknum. Hann var síðan ekki fjarri því að tryggja Íslandi sigur í leiknum skömmu síðar. 29.2.2012 20:10 Lagerbäck: Hefði ekkert á móti framherja sem gæti skorað 10-15 mörk Sænski landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck var nokkuð sáttur með leik íslenska liðsins gegn Svartfjallalandi í kvöld þó svo Ísland hefði tapað naumlega, 2-1. 29.2.2012 19:49 Svekkjandi tap gegn Svartfjallalandi Stevan Jovetic tryggði Svartfjallalandi sigur á Íslandi með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. Svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið sem stóð sig vel í leiknum. 29.2.2012 16:17 Wade bað Kobe afsökunar Dwayne Wade segir að hann hafi beðið Kobe Bryant afsökunar á að hafa nefbrotið hann í stjörnuleik NBA-deildarinnar um helgina. Hann segir að um óviljaverk hafi verið að ræða. 29.2.2012 19:30 Ramsay vill að Bellamy spili áfram með landsliði Wales Aaron Ramsay, leikmaður Arsenal, hefur hvatt Craig Bellamy til að gefa áfram kost á sér í velska landsliðið. Bellamy verður fyrirliði liðsins í minningarleik um Gary Speed, fyrrum þjálfara liðsins, annað kvöld. 29.2.2012 18:15 Mamelund á leið til Montpellier Norska skyttan Erlend Mamelund ætlar að fara frá Haslum í sumar og ganga til liðs við Montpellier í Frakklandi í sumar. 29.2.2012 17:30 Enska landsliðið var í miklu stuði þegar Holland kom síðast á Wembley England og Holland mætast í kvöld í vináttulandsleik á Wembley en það eru að verða liðin sextán ár síðan að hollenska liðið spilaði síðast við Englendinga á Wembley. Enska liðið var þá í miklu stuði og vann 4-1 sigur á því hollenska í lokaleik liðanna í riðlakeppni EM 1996 sem fram fór á Englandi. 29.2.2012 16:45 Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri. 29.2.2012 16:05 Strákarnir í 21 árs liðinu komnir á botninn í riðlinum Íslenska 21 árs landsliðið tapaði 0-1 á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM í Bakú í Aserbaídsjan í dag og situr því í botnsæti riðilsins þegar liðið hefur spilað fimm leiki af átta. 29.2.2012 15:49 Aston Villa tapaði rúmum tíu milljörðum í fyrra Aston Villa hefur greint frá því að félagið tapaði gríðarlegum fjárhæðum á síðasta rekstrarári. Miklu munaði að félagið skipti tvívegis um knattspyrnustjóra. 29.2.2012 15:30 Terry vill spila á ný innan fjögurra vikna John Terry segir að hnéaðgerð sín hafi gengið vel og að læknar vilji gefa honum 4-6 vikur til að jafna sig. Hann vilji þó byrja að spila fyrr. 29.2.2012 14:15 Liggur ekki á að finna nýjan landsliðsþjálfara Trevor Brooking, einn forráðamanna enska knattspyrnusambandsins, segir að ekkert liggi á að finna nýjan landsliðsþjálfara. Engar viðræður hafa átt sér stað við mögulega kandídata. 29.2.2012 14:15 Robin van Persie meiddist á æfingu Óvíst er hvort að Hollendingurinn Robin van Persie geti spilað gegn enska landsliðinu á morgun þar sem hann hlaut smávægileg meiðsli á æfingu í gær. 29.2.2012 13:30 Parker verður fyrirliði enska landsliðsins í kvöld Fréttastofur Sky og BBC hafa heimildir fyrir því að Scott Parker, miðjumaður Tottenham, verði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum á móti Hollandi í kvöld en tvær af bestu knattspyrnuþjóðum heims mætast þá í vináttulandsleik á Wembley. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. 29.2.2012 13:00 Dagur ánægður með að fá Hamburg Dagur Sigurðsson sagði við þýska fjölmiðla að hann væri ánægður með að hafa dregist gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 29.2.2012 12:15 Sölvi Geir fyrirliði | Kári byrjar Sölvi Geir Ottesen verður fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Svartfjallalandi í dag. Stefán Logi Magnússon stendur í marki íslenska liðsins. 29.2.2012 11:34 Svartfjallaland - Ísland í beinni á SportTV Hægt verður að fylgjast með vináttulandsleik Svartfjallalands og Íslands ytra í dag í beinni útsendingu á SportTV.is. Þetta kom fram í tilkynningu frá síðunni í dag. 29.2.2012 11:12 Ekki öruggt að Podolski fari til Arsenal Ekki eru allir þýskir fjölmiðlar sammála um að það sé öruggt að Lukas Podolski fari til Arsenal nú í sumar. Hann hefur verið sterklega orðaður við Lundúnarfélagið í dágóðan tíma. 29.2.2012 10:45 Chisora dæmdur í lífstíðarbann Breski hnefaleikakappinn Derek Chisora hefur verið dæmdur í ótímabundið keppnisbann af Alþjóðahnefaleikasambandinu og sektaður um 20 milljónir króna. 29.2.2012 10:17 Karalandsliðið í fótbolta í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag. 29.2.2012 10:00 Capello óskaði Pearce góðs gengis Stuart Pearce, núverandi þjálfari enska landsliðsins, greindi frá því að Fabio Capello hafi óskað sér góðs gengis fyrir landsleik Englands og Hollands á morgun. 29.2.2012 09:35 NBA í nótt: New Jersey vann meistarana New Jersey Nets gerði sér lítið fyrir og skellti NBA-meisturunum í Dallas Mavericks í nótt, 93-92, en þá fóru alls níu leikir fram í deildinni. 29.2.2012 09:00 Keppa með símann í bílnum og "tvíta" þegar 40 hringir eru eftir Þeir virðast alveg vera með þetta ökumennirnir í NASCAR mótaröðinni í Bandaríkjunum því þeir tvíta í miðjum kappakstri eins og ekkert sé eðlilegra. 29.2.2012 08:00 Lagerbäck: Þetta eru fyrstu skrefin Lars Lagerbäck krefst þess að íslenska A-landsliðið í fótbolta geri fá mistök í vináttulandsleiknum gegn Svartfjallalandi í dag sem fram fer á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica. Þetta er annar leikur Íslands undir stjórn sænska þjálfarans, en Ísland tapaði 3-1 gegn Japan síðastliðinn föstudag í Osaka. Ísland stillir upp alveg nýju liði frá því í leiknum gegn Japan og er landsliðsþjálfarinn vongóður um að ná að leggja Svartfjallaland að velli. 29.2.2012 07:30 Sara Björk: Ég mun aldrei biðja um skiptingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum í ár þegar liðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands. Þetta er í áttunda sinn sem íslensku stelpurnar taka þátt í þessu árlega móti en bestum árangri náðu þær í fyrra þegar íslenska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn. 29.2.2012 07:00 Engir ágústleikir í dalnum? Samtök knattspyrnufélaga í Evrópu, ECA, hafa komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að fækka fjölda vináttulandsleikja ár hvert. 201 evrópskt knattspyrnufélag er meðlimur í ECA en þar af eru tvö íslensk félög – Keflavík og FH. 29.2.2012 06:30 Hildur ætlar að harka af sér í kvöld KR og Snæfell mætast í DHL-höllinni í kvöld í einum af úrslitaleikjunum um sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna en liðin mega ekkert gefa eftir ætli þau að vera með í úrslitakeppninni í ár. 29.2.2012 06:00 Vann maraþon en var ekki skráður í hlaupið | Dæmdur úr leik Scott Downard missti sigurverðlaunin í Cowtown-maraþonhlaupinu um helgina eftir að upp komst að hann hafi hlaupið undir fölsku flaggi en hlaupið fór fram í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum. 28.2.2012 23:30 Podolski sagður vera á leið til Arsenal í sumar Samkvæmt þýska blaðinu Bild þá hefur þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski samþykkt að ganga í raðir Arsenal í sumar. 28.2.2012 22:48 Höness segir fjölmiðla hafa eyðilagt leikstíl Robben Uli Höness, forseti Bayern München, er æfur út í þýska fjölmiðlamenn því hann vill meina að Hollendingurinn Arjen Robben hafi breytt leikstíl sínum vegna gagnrýni fjölmiðlamanna. 28.2.2012 22:45 Búið að tilkynna byrjunarlið Íslands fyrir Þjóðverjaleikinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A-liðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Þjóðverjum á Algarve Cup á morgun. 28.2.2012 22:28 Fabregas styður við bakið á Wenger Þó svo Cesc Fabregas hafi ákveðið að flýja frá Arsenal þá ber hann enn tilfinningar til félagsins og fylgist vel með því hvernig Arsenal gengur. 28.2.2012 22:00 Jóhannes Karl í fyrsta skipti í byrjunarliði Huddersfield í vetur Nýr stjóri Huddersfield, Simon Grayson, virðist hafa talsvert meira álit á Jóhannesi Karli Guðjónssyni en forveri hans því hann skellti Jóhannesi í byrjunarlið liðsins í kvöld. 28.2.2012 21:37 Sjá næstu 50 fréttir
Eyjólfur: Áttum ekki skilið að tapa leiknum Íslenska U-21 lið karla tapaði í gær fyrir Aserbaídsjan í undankeppni EM 2013, 1-0. Sigurmarkið kom undir lok fyrri hálfleiks, beint úr aukaspyrnu. Þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson var að vonum svekktur eftir leikinn en var þó ánægður með frammistöðu sinna manna. 1.3.2012 08:00
Sigurður Ragnar: Getum varist vel á móti bestu liðum heims Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsþjálfari var sáttur við frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik Algarve-bikarsins. Anja Mittag tryggði þýska liðinu sigurinn á 25. mínútu leiksins. 1.3.2012 07:30
Tevez fær annan varaliðsleik Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Carlos Tevez spila aftur með varaliði Manchester City í dag eftir að hann þótti ekki standa sig nógu vel í leik með varaliðinu nú á þriðjudaginn. Þá spilaði hann í 45 mínútur og náði aðeins einu skoti að marki. 1.3.2012 07:00
Spenna á dagskrá í Keflavík Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í í kvöld og þar á meðal er leikur bikarmeistara Keflavíkur og Snæfells í Keflavík. 1.3.2012 06:30
Er Fram með tak á FH? Þrír leikir fara fram í N1-deild karla í handbolta í kvöld og flestra augu verða á leik FH og Fram í Kaplakrika. 1.3.2012 06:00
Delonte West svaf í búningsklefa Dallas | staurblankur og ráðvilltur Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma. 29.2.2012 23:30
Hótar því að sekta leikmenn sem fara úr að ofan Roberto Donadoni þjálfar nú ítalska félagið Parma en þessi fyrrum landsliðsleikmaður og landsliðsþjálfari er orðinn pirraður á því að hans menn fái gult spjald fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara úr keppnistreyjunni. 29.2.2012 22:45
Robben afgreiddi Englendinga Arjen Robben var maður leiksins er Holland vann dramatískan 2-3 sigur á Englandi þar sem tvö mörk voru skoruð í uppbótartíma. 29.2.2012 21:51
Soldado með þrennu gegn Venesúela Spánverjar kjöldrógu lið Venesúela, 5-0, í kvöld þar sem Roberto Soldado fór á kostum og skoraði þrennu. 29.2.2012 22:23
Ítalía og Þýskaland töpuðu á heimavelli Þýskaland og Ítalía þurftu að sætta sig við töp gegn Frökkum og Bandaríkjamönnum í kvöld. 29.2.2012 21:46
Messi skoraði þrennu | Larsson hetja Svía Lionel Messi fór á kostum með Argentínu gegn Sviss í kvöld og skoraði öll þrjú mörk liðsins í 1-3 sigri Argentínu. 29.2.2012 21:29
Úrslit kvöldsins í IE-deild kvenna | Snæfell lagði KR Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna og var mest spenna fyrir leik KR og Snæfells. 29.2.2012 21:18
Alfreð: Þetta var draumainnkoma Alfreð Finnbogason minnti heldur betur á sig gegn Svartfjallalandi í kvöld en hann skoraði mark Íslands í leiknum. Hann var síðan ekki fjarri því að tryggja Íslandi sigur í leiknum skömmu síðar. 29.2.2012 20:10
Lagerbäck: Hefði ekkert á móti framherja sem gæti skorað 10-15 mörk Sænski landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck var nokkuð sáttur með leik íslenska liðsins gegn Svartfjallalandi í kvöld þó svo Ísland hefði tapað naumlega, 2-1. 29.2.2012 19:49
Svekkjandi tap gegn Svartfjallalandi Stevan Jovetic tryggði Svartfjallalandi sigur á Íslandi með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. Svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið sem stóð sig vel í leiknum. 29.2.2012 16:17
Wade bað Kobe afsökunar Dwayne Wade segir að hann hafi beðið Kobe Bryant afsökunar á að hafa nefbrotið hann í stjörnuleik NBA-deildarinnar um helgina. Hann segir að um óviljaverk hafi verið að ræða. 29.2.2012 19:30
Ramsay vill að Bellamy spili áfram með landsliði Wales Aaron Ramsay, leikmaður Arsenal, hefur hvatt Craig Bellamy til að gefa áfram kost á sér í velska landsliðið. Bellamy verður fyrirliði liðsins í minningarleik um Gary Speed, fyrrum þjálfara liðsins, annað kvöld. 29.2.2012 18:15
Mamelund á leið til Montpellier Norska skyttan Erlend Mamelund ætlar að fara frá Haslum í sumar og ganga til liðs við Montpellier í Frakklandi í sumar. 29.2.2012 17:30
Enska landsliðið var í miklu stuði þegar Holland kom síðast á Wembley England og Holland mætast í kvöld í vináttulandsleik á Wembley en það eru að verða liðin sextán ár síðan að hollenska liðið spilaði síðast við Englendinga á Wembley. Enska liðið var þá í miklu stuði og vann 4-1 sigur á því hollenska í lokaleik liðanna í riðlakeppni EM 1996 sem fram fór á Englandi. 29.2.2012 16:45
Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri. 29.2.2012 16:05
Strákarnir í 21 árs liðinu komnir á botninn í riðlinum Íslenska 21 árs landsliðið tapaði 0-1 á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM í Bakú í Aserbaídsjan í dag og situr því í botnsæti riðilsins þegar liðið hefur spilað fimm leiki af átta. 29.2.2012 15:49
Aston Villa tapaði rúmum tíu milljörðum í fyrra Aston Villa hefur greint frá því að félagið tapaði gríðarlegum fjárhæðum á síðasta rekstrarári. Miklu munaði að félagið skipti tvívegis um knattspyrnustjóra. 29.2.2012 15:30
Terry vill spila á ný innan fjögurra vikna John Terry segir að hnéaðgerð sín hafi gengið vel og að læknar vilji gefa honum 4-6 vikur til að jafna sig. Hann vilji þó byrja að spila fyrr. 29.2.2012 14:15
Liggur ekki á að finna nýjan landsliðsþjálfara Trevor Brooking, einn forráðamanna enska knattspyrnusambandsins, segir að ekkert liggi á að finna nýjan landsliðsþjálfara. Engar viðræður hafa átt sér stað við mögulega kandídata. 29.2.2012 14:15
Robin van Persie meiddist á æfingu Óvíst er hvort að Hollendingurinn Robin van Persie geti spilað gegn enska landsliðinu á morgun þar sem hann hlaut smávægileg meiðsli á æfingu í gær. 29.2.2012 13:30
Parker verður fyrirliði enska landsliðsins í kvöld Fréttastofur Sky og BBC hafa heimildir fyrir því að Scott Parker, miðjumaður Tottenham, verði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum á móti Hollandi í kvöld en tvær af bestu knattspyrnuþjóðum heims mætast þá í vináttulandsleik á Wembley. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. 29.2.2012 13:00
Dagur ánægður með að fá Hamburg Dagur Sigurðsson sagði við þýska fjölmiðla að hann væri ánægður með að hafa dregist gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 29.2.2012 12:15
Sölvi Geir fyrirliði | Kári byrjar Sölvi Geir Ottesen verður fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Svartfjallalandi í dag. Stefán Logi Magnússon stendur í marki íslenska liðsins. 29.2.2012 11:34
Svartfjallaland - Ísland í beinni á SportTV Hægt verður að fylgjast með vináttulandsleik Svartfjallalands og Íslands ytra í dag í beinni útsendingu á SportTV.is. Þetta kom fram í tilkynningu frá síðunni í dag. 29.2.2012 11:12
Ekki öruggt að Podolski fari til Arsenal Ekki eru allir þýskir fjölmiðlar sammála um að það sé öruggt að Lukas Podolski fari til Arsenal nú í sumar. Hann hefur verið sterklega orðaður við Lundúnarfélagið í dágóðan tíma. 29.2.2012 10:45
Chisora dæmdur í lífstíðarbann Breski hnefaleikakappinn Derek Chisora hefur verið dæmdur í ótímabundið keppnisbann af Alþjóðahnefaleikasambandinu og sektaður um 20 milljónir króna. 29.2.2012 10:17
Karalandsliðið í fótbolta í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag. 29.2.2012 10:00
Capello óskaði Pearce góðs gengis Stuart Pearce, núverandi þjálfari enska landsliðsins, greindi frá því að Fabio Capello hafi óskað sér góðs gengis fyrir landsleik Englands og Hollands á morgun. 29.2.2012 09:35
NBA í nótt: New Jersey vann meistarana New Jersey Nets gerði sér lítið fyrir og skellti NBA-meisturunum í Dallas Mavericks í nótt, 93-92, en þá fóru alls níu leikir fram í deildinni. 29.2.2012 09:00
Keppa með símann í bílnum og "tvíta" þegar 40 hringir eru eftir Þeir virðast alveg vera með þetta ökumennirnir í NASCAR mótaröðinni í Bandaríkjunum því þeir tvíta í miðjum kappakstri eins og ekkert sé eðlilegra. 29.2.2012 08:00
Lagerbäck: Þetta eru fyrstu skrefin Lars Lagerbäck krefst þess að íslenska A-landsliðið í fótbolta geri fá mistök í vináttulandsleiknum gegn Svartfjallalandi í dag sem fram fer á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica. Þetta er annar leikur Íslands undir stjórn sænska þjálfarans, en Ísland tapaði 3-1 gegn Japan síðastliðinn föstudag í Osaka. Ísland stillir upp alveg nýju liði frá því í leiknum gegn Japan og er landsliðsþjálfarinn vongóður um að ná að leggja Svartfjallaland að velli. 29.2.2012 07:30
Sara Björk: Ég mun aldrei biðja um skiptingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum í ár þegar liðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands. Þetta er í áttunda sinn sem íslensku stelpurnar taka þátt í þessu árlega móti en bestum árangri náðu þær í fyrra þegar íslenska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn. 29.2.2012 07:00
Engir ágústleikir í dalnum? Samtök knattspyrnufélaga í Evrópu, ECA, hafa komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að fækka fjölda vináttulandsleikja ár hvert. 201 evrópskt knattspyrnufélag er meðlimur í ECA en þar af eru tvö íslensk félög – Keflavík og FH. 29.2.2012 06:30
Hildur ætlar að harka af sér í kvöld KR og Snæfell mætast í DHL-höllinni í kvöld í einum af úrslitaleikjunum um sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna en liðin mega ekkert gefa eftir ætli þau að vera með í úrslitakeppninni í ár. 29.2.2012 06:00
Vann maraþon en var ekki skráður í hlaupið | Dæmdur úr leik Scott Downard missti sigurverðlaunin í Cowtown-maraþonhlaupinu um helgina eftir að upp komst að hann hafi hlaupið undir fölsku flaggi en hlaupið fór fram í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum. 28.2.2012 23:30
Podolski sagður vera á leið til Arsenal í sumar Samkvæmt þýska blaðinu Bild þá hefur þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski samþykkt að ganga í raðir Arsenal í sumar. 28.2.2012 22:48
Höness segir fjölmiðla hafa eyðilagt leikstíl Robben Uli Höness, forseti Bayern München, er æfur út í þýska fjölmiðlamenn því hann vill meina að Hollendingurinn Arjen Robben hafi breytt leikstíl sínum vegna gagnrýni fjölmiðlamanna. 28.2.2012 22:45
Búið að tilkynna byrjunarlið Íslands fyrir Þjóðverjaleikinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A-liðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Þjóðverjum á Algarve Cup á morgun. 28.2.2012 22:28
Fabregas styður við bakið á Wenger Þó svo Cesc Fabregas hafi ákveðið að flýja frá Arsenal þá ber hann enn tilfinningar til félagsins og fylgist vel með því hvernig Arsenal gengur. 28.2.2012 22:00
Jóhannes Karl í fyrsta skipti í byrjunarliði Huddersfield í vetur Nýr stjóri Huddersfield, Simon Grayson, virðist hafa talsvert meira álit á Jóhannesi Karli Guðjónssyni en forveri hans því hann skellti Jóhannesi í byrjunarlið liðsins í kvöld. 28.2.2012 21:37