Fleiri fréttir

Þrjár þýskar landsliðskonur yfirgefa Turbine Potsdam í vor

Turbine Potsdam, lið Margrétar Láru Viðarsdóttur, tapaði dýrmætum stigum um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti botnliði Bayer Leverkusen en það voru fréttirnar eftir leikinn sem voru þó enn meira áfall fyrir félagið.

Chelsea vill fá Hulk í sumar

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur lýst yfir áhuga á að fá sóknarmanninn Hulk í raðir félagsins frá Porto nú í sumar.

Carragher setur stefnuna á Meistaradeildina

Liverpool tryggði sér um helgina þátttökurétt í Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð með því að bera sigur úr býtum í enska deildabikarnum. En Carragher vill komast í Meistaradeildina og festa liðið í sessi þar.

Fótboltadómarar hafa rétt fyrir sér í 92,3% tilfella

Mistök dómara eru oftar en ekki helsta umræðuefnið eftir fótboltaleiki. Það er áhugavert að rýna í niðurstöður af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á störfum atvinnudómara í efstu deildum á Englandi. Dómarar hafa rétt fyrir sér í 92,3% tilfella og aðstoðardómararnir eru með enn betri tölfræði á bak við sig. Þeir hafa rétt fyrir sér í 99,3% tilvika.

Leikur Englands og Hollands sýndur beint á Stöð 2 Sport

Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á vináttulandsleik Englendinga og Hollendinga sem fer fram á Wembley á morgun klukkan 19.50 að íslenskum tíma. Báðar þjóðir eru meðal fimm efstu á heimslistanum og þykja til alls líklegar á Evrópumótinu í sumar.

Guðbjörg vill nýja bolta

Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er ekki ánægð með þá bolta sem landsliðið fær að æfa með á Algarve í Portúgal.

Usain Bolt æfir af krafti fyrir ÓL í London | 9,4 sek er markmiðið

Usain Bolt, heimsmethafi í 100 og 200 metra spretthlaupum undirbýr sig af krafti fyrir titilvörnina í báðum greinunum fyrir Ólympíuleikana í London á þessu ári. Bolt hefur að undanförnu dvalið í borginni Kingston í heimalandinu Jamaíku við æfingar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail segir Bolt að hann ætli sér að bæta sig verulega á ÓL í London.

Scott Parker besti landsliðsmaður Englendinga á árinu

Scott Parker, miðjumaður Tottenham og enska landsliðsins, þótti standa sig best allra hjá enska landsliðinu á síðasta ári að mati stuðningsmanna enska landsliðsins sem kusu hann bestan í vefkosningu.

Neymar: Ronaldinho mælti með Barcelona

Brasilíumaðurinn Neymar hefur gefið vísbendingu um að hann muni á endanum ganga til liðs við Barcelona á Spáni. Þessi tvítugi kappi er nú á mála hjá Santos í heimalandinu en hann þykir einn efnilegasti knattspyrnumaður heims.

Dagur og félagar mæta Hamburg | AG til Svíþjóðar

Dregið var í 16-liða og fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu í Danmörku í dag. Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn mætir sænska liðinu Sävehof en þetta eru einu tveir fulltrúar Norðurlandanna í keppninni.

Guðjón Valur aftur í liði vikunnar

Aðra vikuna í röð er Guðjón Valur Sigurðsson í liði vikunnar í Meistaradeild Evrópu. Hann þótti standa sig vel í stórleik AG Kaupmannahafnar og Kiel.

Samba: Fór ekki til Anzhi peninganna vegna

Chris Samba segir staðhæfingar Steve Kean rangar og að hann hafi ekki ákveðið að ganga til liðs við Anzhi Makhachkala í Rússlandi peninganna vegna.

Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands

Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra.

RG3 fljótasti leikstjórnandinn síðan Michael Vick

Það er enginn skortur á flottum leikstjórnendum í NFL-nýliðavalinu í ár. Líklegt er að leikstjórnendur verði valdir númer eitt og tvö í valinu að þessu sinni. Þeir sem verða örugglega valdir fyrstir eru Andrew Luck og Robert Griffin III eða RG3 eins og hann er oftast kallaður.

Stuðningsmenn Kaiserslautern með Hitler-bendingar

Stjórn þýska félagsins Kaiserslautern hefur tekið fast á máli sem kom upp á æfingu félagsins í gær. Þá mættu nokkrir einstaklingar á æfingu liðsins og móðguðu Ísraelann Itay Shecter, leikmann félagsins.

Krísufundur hjá Inter

Það var krísufundur hjá ítalska félaginu Inter í dag þegar Massimo Moratti, forseti Inter, settist niður með þjálfaranum, Claudio Ranieri.

Bent frá í þrjá mánuði | Missir líklega af EM

Aston Villa og enska landsliðið urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að framherjinn Darren Bent spilar líklega ekki meira í vetur og mun þar af leiðandi einnig missa af EM í sumar.

Dzeko: Engin pressa á mér út af Tevez

Edin Dzeko óttast ekki að fá færri mínútur inn á vellinum þó svo að útlit sé fyrir að Carlos Tevez byrja að spila með liðinu á ný á næstu vikum.

John Henry ánægður með Kenny Dalglish

John Henry, eigandi Liverpool, var vitanlega hæstánægður með að félagið hafi borið sigur úr býtum í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fyrsti titill félagsins síðan að Henry tók við félaginu árið 2010.

Tíu milljarða hagnaður Arsenal

Arsenal hagnaðist vel á sölu þeirra Cesc Fabregas og Samir Nasri en félagið hefur tilkynnt hagnað upp á tæpa tíu milljarða króna fyrir fyrri hluta núverandi rekstrarárs, frá maí til nóvember 2011.

Bryant með brákað nef og vægan heilahristing

Kobe Bryant, aðalstjarna NBA liðsins LA Lakers, er með brákað nef eftir viðskipti sín við Dwayne Wade leikmanna Miami Heat í Stjörnuleiknum í Orlando í gær. Forráðamenn Lakers greindu frá því að Bryant færi í skoðun hjá háls – nef og eyrnalækni í dag.

Comolli: Stórstjörnur vilja koma til Liverpool

Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segir að margar stórstjörnur úr knattspyrnuheiminum vilji koma til félagsins nú í sumar. Sigur liðsins í enska deilabikarnum muni aðeins ýta undir það.

Hreindýraveiði á Grænlandi?

Nú er úthlutun lokið vegna hreindýraveiða á Íslandi og líklega um 3.500 veiðimenn sem þurfa að bíta í það súra epli að hafa ekki fengið úthlutað dýri. En þeir veiðimenn sem vilja ekki missa af upplifuninni og jafnvel gera hana betri, ættu að skoða þessa frétt sem við fundum hjá Lax-Á. Það eru víðar hreindýr en á Íslandi sem betur fer.

Mahan í fyrsta sinn á meðal 10 efstu á heimslistanum

Bandaríski kylfingurinn Hunter Mahan kom sér í níunda sætið á heimslistanum í golfi með sigri sínum á Heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum. Mahan hafði betur gegn Norður-Íranum Rory McIlroy í úrslitum mótsins, 2/1. Mahan hefur aldrei áður náð að vera á meðal 10 efstu á heimslistanum áður.

Oscar Carlén fór í sína sjöttu hnéaðgerð

Sænski handboltakappinn Oscar Carlén verður frá keppni næsta árið eftir að hann þurfti að gangast undir enn einu aðgerðina vegna þrálátra hnémeiðsla. Carlén er á mála hjá Hamburg í Þýskalandi.

Giggs og Scholes bestu leikmenn United frá upphafi

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þeir Paul Scholes og Ryan Giggs séu í sérflokki af öllum þeim leikmönnum sem hafi klæðst rauðu treyju félagsins.

Róbert og Ásgeir Örn til Parísar

Þeir Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu spila í Frakklandi á næstu leiktíð þar sem þeir hafa gengið frá samningum við Paris Handball.

Walker ekki með Englendingum

Kyle Walker verður ekki með Englandi í landsleiknum gegn Hollandi á miðvikudaginn. Hann meiddist í leik sinna manna í Tottenham gegn Arsenal um helgina.

Pálmi Rafn kallaður í landsliðið

Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Svartfellingum ytra á miðvikudaginn.

Diarra samdi við Fulham

Mahamadou Diarra, fyrrum leikmaðu Real Madrid, hefur samið við Fulham í ensku úrvalsdeildinni og mun spila með liðinu til loka leiktíðarinnar.

Sif Atladóttir ekki með til Algarve

Varnarmaðurinn Sif Atladóttir varð að draga sig úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðsla og fer því ekki með til Algarve.

Sjá næstu 50 fréttir