Fréttir

Fréttamynd

Forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum ekki fyrir hendi nú

Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn seðlabanka Bretlands ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi eru 4,5 prósent og hafa haldist óbreyttir í 10 mánuði í röð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kríuvarp hafið af fullum krafti í Grímsey

Þótt kríuvarp viðrist nánast ætla að misfarast víðasthvar á Suður- og Vesturlandi er krían farin að verpa af fullum krafti í Grímsey. Of snemmt er þó að spá um afkomu unganna þar, en talsverður ungadauði varð í eynni í fyrra, sem rakinn er til skorts á sandsíli í hafinu, en síli er aðalfæða kríunnar.

Innlent
Fréttamynd

Launavísitalan hækkaði um 0,9 prósent

Launavísitalan í maí er 289,1 stig og hækkaði um 0,9 prósent frá fyrri mánuði. Vísitalan stóð í 286,4 stigum í apríl og hafði hækkað um 0,4 prósent á milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nokkrir hálendisvegir opnaðir á morgun

Sprengisandsleið er enn lokuð og verður lokuð út mánuðinn hið minnsta, samkvæmt upplysingum Vegagerðarinnar. Þá er útlit fyrir að Skagafjarðarleilð og Eyjafjarðarleið verði lokaðar enn lengur. Á morgun verða hins vegar nokkrar leiðir opnaðar eins og til dæmis Dómadalsleið og frá Búrfelli í Landmannalaugar.

Innlent
Fréttamynd

Ísland - dýrast í heimi

Norska hagstofan og evrópska hagstofan eru ekki sammála um hvaða ríki er hið ríkasta í heimi, en þær eru einhuga um það að Ísland sé dýrasta land í heimi. Norska hagstofan segir að Lichtenstein sé ríkasta landið en Eurostat segir að Lúxemborg sé það ríkasta.

Innlent
Fréttamynd

Stofnfrumurannsóknir vekja vonir

Stofnfrumurannsóknir bandarískra vísindamanna gefa von um að vinna megi á móti lömun með því að rækta úr stofnfrumum taugar og annað sem upp á vantar til að lamaðir vöðvar geti hreyfst á ný.

Erlent
Fréttamynd

Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt smygl

Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að smygla tæpu kílói af amfetamíni og 3,8 kílóum af kannabis til landsins í bíl með Norrænu í desember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Einn af aðalverjendum Husseins drepinn

Einn af aðallögfræðingum Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, hefur verið drepinn. Þetta hefur íröksk lögregla staðfest. Manninum, Khamis al-Obaidi, mun hafa verið rænt í Bagdad og hann skotinn skömmu síðar en líkið af honum fannst í höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu

Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun.

Erlent
Fréttamynd

Ótryggt ástand í Sri Lanka

Ástandið í Sri Lanka er ótryggt eftir þá óöld sem þar hefur ríkt. Á annað hundrað manns hafa látið lífið í árásum Tamíl-tígra og stjórnarhersins síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Mikil öryggisgæsla í Vín vegna heimsóknar Bush

Mikil öryggisgæsla verður í Vín í Austurríki í kvöld og og á morgun en Bush Bandaríkjaforseti kom til borgarinnar í kvöld til fundar við fulltrúa Evrópusambandsins sem verður á morgun. Þrjú þúsund lögreglumenn verða að störfum í borginni næsta sólahring en búist er við mótmælum vegna heimsóknar forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Charles Taylor kominn til Hollands

Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, kom til Hollands í kvöld þar sem réttað verður yfir honum en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi í 10 ára borgarastríði í Sierra Leone.

Erlent
Fréttamynd

Starfsfólk Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli leggur niður vinnu á sunnudaginn

Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Dyrhólaey lokuð fyrir almennri umferð

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka fyrir almennri umferð inn á Dyrhólaey og Háey til og með 25. júní. Dyrhólaey er friðuð en Umhverfisstofnun mun, í samráði við landeigendur og nytjarétthafa, fylgjast með framgangi varps í eynni. Í framhaldi verður tekin ákvörðun um hvort rétt sé að opna fyrir umferð almennings á Dyrhólaey og Háey.

Innlent
Fréttamynd

Úttekt verður gerð á jafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Árna Þórs Sigurðssonar, Vinstri grænum, um láta fara fram úttekt á kynjajafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg. Tillagan var samþykkt samhljóða en hún gerir ráð fyrir að fela mannréttindanefnd að láta gera úttekt á stöðu kynjajafnréttismála hjá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir að hafa kastað gangstéttarbroti í andliti annars manns fyrir utan skemmtistað á Selfossi í júní á síðasta ári. Mennirnir voru báðir að skemmta sér en til átaka kom með þeim afleiðingum að annar maðurinn kastaði broti úr gangstéttarhellu í hinn og við það maðurinn hlaut áverka í andliti og sex tennur brotnuðu.

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði ASÍ með tillögur ríkisstjórnarinnar

Ekkert samkomulag virðist vera í sjónmáli milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Formaður ASÍ varð fyrir vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum skattleysismörkum sem ræddar voru í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslutöku haldið áfram á morgun

Skýrslutaka af skipstjórinum á færeyska togaranum Sancy, sem tekinn var af varðskipinu Óðni í fyrrinótt, lauk á áttunda tímanum í dag. Skýrslutaka hófst í morgun hjá lögreglunni á Eskifirði en enn hefur ekkert verið ákveðið hvort hann verði ákærður.

Innlent
Fréttamynd

Maður slasaðist í laxveiði

Hjálparsveit skáta í Aðaldal, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit voru kallaðar út vegna manns sem hafði slasast á bökkum Laxár í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld er hann var við laxveiði. Talið er að maðurinn hafi farið úr mjaðmalið en björgunarsveitin og hjálparsveitirnar fluttu manninn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Íslensku forvarnarverðlaunin afhent í fyrsta sinn

Þorsteinn Pétursson, forvarna- og fræðslufulltrúi lögreglunnar á Akureyri, fékk Íslensku forvarnarverðlaunin sem voru afhent í dag. Þorsteinn hefur um árabil heimsótt alla leik-og grunnskóla á Akureyri, auk Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri til að fræða unga fólkið um umferðarmál og fíkniefni og allt þar á milli. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en verðlaunaveitingin er samstarfsverkefni Sjóvá, Landsbjargar, Landspítala-háskólasjúkrahúss og Lýðheilsustöðvar.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjórn samþykkir tillögu F-listans um Heilsuverndarstöðina

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur til borgaráðs. Tillaga Ólafs um Heilsuverndarstöðina er á þá leið að heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn sjái til þess að sú heilsuverndar- og heilsugæslustarfsemi, sem fer fram á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, verði þar áfram og að Heilsuverndarstöðin komist aftur í eigu almennings.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignaféagið Stoðir kaupir fasteignafélagið Löngustétt

Fasteignafélagið Stoðir hefur gengið frá kaupum á fasteignafélaginu Löngustétt. Um er að ræða yfir 30.000 fermetra skrifstofu og verslunarhúsnæði. Meðal helstu fasteigna Löngustéttar eru Laugavegur 182, Dalshraun 1 í Hafnarfirði, Austurstræti 8, Pósthússtræti 1 og 3, stærsti hluti verslunarkjarnans við Þverholt í Mosfellsbæ og verslunarkjarna við Sunnumörk í Hveragerði. Stoðir er með yfir 300.000 fermetra húsnæðis í eignasafni sínu á Íslandi og yfir 150.000 fermetra húsnæðs í Danmörku í gegnum fasteignafélagið Atlas.

Innlent
Fréttamynd

Gífurlegt tjón hjá Alcan

Framleiðsla álversins í Straumvík hefur hrunið um helming eftir alvarlega rafmagnsbilun. Þrjá til fjóra mánuði tekur að koma framleiðslunni í eðlilegt horf og gæti tap vegna orðið á annan milljarð.

Innlent