Menntaskólar

Fréttamynd

Nemendafélagssíða í anda Facebook: Ný heimasíða NFS opnuð

Ný heimasíða NFS hefur nú litið dagsins ljós. Síðan hefur ýmsa skemmtilega eiginleika sem minna helst á Facebook, þar sem hver og einn hefur sitt eigið persónulega vefsvæði að innskráningu loknu. Síðan er þó enn í vinnslu og nemendur beðnir um að sýna þolinmæði, komi upp vandamál.

Lífið
Fréttamynd

Kvennó: Erum tilbúin að sanna að við séum betri en MH

„Það er alveg fáránlega góð stemning, sérstaklega hérna í Kvennó. Okkur hefur alltaf líkað illa við MH og við erum nú tilbúin til að sanna að við séum betri skóli. Það verður staðfest á morgun í fyrsta skipti,“ segir Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar.

Lífið
Fréttamynd

Hálfnaktir folar og kreppuræður í Bláa sal - myndir

Eins og Skólalíf hefur fjallað um undanfarna daga fór MR-VÍ dagurinn fram í síðustu viku og lauk honum með sannfærandi sigri MR-inga. Nú hefur Skólalíf komist yfir myndir frá ræðukeppni sem fram fór um kvöldið, en hægt er að skoða þær í albúminu hér að neðan. Þar gefur meðal annars að líta hálfnakta Verzló-fola í dúndrandi gír, og auðvitað ræðumennina sem tókust á af miklum móð um kreppuna. Ljósmyndari er Daníel Pétursson.

Lífið
Fréttamynd

„Bjart ár framundan hjá FG í ræðumennskunni"

„Keppnin gekk frábærlega vel fyrir sig, allir ræðumenn komu vel undirbúnir til leiks og ljóst að mikil vinna lá þarna að baki. Við þjálfararnir vorum reglulega ánægðir með þetta. Það er bjart ár framundan hjá FG í ræðumennskunni,“ segir Viktor Hrafn Hólmgeirsson, einn þjálfara ræðuliðs Fjölbrautarskólans í Garðabæ.

Lífið
Fréttamynd

FS sigrar Paintball-mót framhaldsskólanna

Fjölbrautaskóli Suðurnesja sigraði Paintball-mót framhaldsskólanna þetta árið. Úrslitin fóru fram síðasta sunnudag og áttust þar við Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Verkmenntaskólinn á Akureyri. Úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaleiknum þar sem spennan var í hámarki.

Lífið
Fréttamynd

Ekki neitt af fellingum og hellingur af kellingum - myndband

Strákarnir í Verzló-skemmtiþættinum 12:00 hafa enn vakið athygli, og nú fyrir tónlistarmyndband sem þeir sérgerðu fyrir VÍ-MR daginn sem fram fór á föstudaginn síðasta. Þar eru þeir búnir að poppa ærlega upp Víva Verzló stefið, sem stuðningslið skólans syngur jafnan hástöfum þegar skólinn keppir á opinberum vetvangi.

Lífið
Fréttamynd

Umfjöllun: Sannfærandi MR-sigur í Bláa sal

Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Verzlunarskólann á hinum árlega kappdegi skólanna í gær. Verzlingar voru einu stigi yfir MR-ingum eftir keppni í ýmsum greinum í Hljómskálagarðinum yfir daginn. MR-ingum tókst hins vegar að snúa gæfunni sér í hag og unnu sannfærandi sigur í ræðukeppni um kvöldið. Þar með unnu MR-ingar MR-VÍ daginn 2009.

Lífið
Fréttamynd

MR vann Versló enn og aftur!

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigurorð af Verzlunarskóla Íslands í hinni árlegu keppni MR-ví. Um daginn voru haldnar nokkrar keppnir eins og kappát, boðhlaup, reipitog, öskurkeppni og fleira. Þar leiddu Verslingar með einu stigi en það var ekkert sem stöðvaði MR-inga um kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

MS-ingur setur heimsmet: ,,Það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Það gerist ekki oft á þessu litla landi að heimsmet séu slegin, því þykja það mikil tíðindi að ungur nemandi í Menntaskólanum við Sund, Páll Bergþórsson hafi slegið eitt slíkt. Páli tókst að sitja í U-inu sem er helsti samkomustaðuur MS-inga samfellt í 19 klukkustundir og 47 mínútur síðastliðinn þriðjudag og þykir þetta vera mesta afrek í sögu skólans.

Lífið
Fréttamynd

Keppt um kreppuna á kappdegi MR og Verzló

Ræðulið Verzló og MR koma til með að keppa um umræðuefnið „Ísland verður betra eftir kreppuna“ á hinum árlega kappdegi skólanna á föstudag. Verzlingar koma til með að mæla með fullyrðingunni, en MR-ingar á móti. Samningar um viðfangsefnið tókust með liðunum aðfaranótt laugardags, en þá höfðu viðræður staðið yfir þeirra á milli síðan seinni part föstudags.

Lífið
Fréttamynd

Árshátíð MR: Leitað að lagi

Á heimasíðu skólafélagsins í MR er nú auglýst eftir lagahöfundi sem vill gefa tónsmíðar sínar til árshátíðar skólans. Um er að ræða árshátíðarlagið svokallaða, sem fléttast inn í hátíðahöldin. Lagið er valið með keppni á hverju ári.

Lífið
Fréttamynd

Ræðuárið hefst í kvöld: Kvennó með opna sýnikeppni

Í kvöld fer fram fyrsta opna framhaldsskólaræðukeppni ársins í Kvennaskólanum, en keppnin er haldin að frumkvæði þjálfara ræðuliðs skólans. Þeir hafa valið átta efnilegustu ræðumennina af námskeiði sem haldið var í skólanum til að keppa þessa sýnikeppni áður en valið verður í endanlegt keppnislið Kvennó fyrir MORFÍS.

Lífið
Fréttamynd

Busun fór úr böndunum: Bjuggu til druslulista yfir busastelpurnar

Millburn framhaldsskólinn í New Jersey í Bandaríkjunum er á lista yfir 200 bestu skóla í landinu. Hann er nú einnig kominn á kortið fyrir vægast sagt suddalegar busunaraðferðir. Í frétt sem birtist á fréttavef ABC segir frá því harðræði sem busar við skólann verða fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Íhuga að halda risafyrirpartí í stað busaballs

„Þetta er erfitt fyrir Hraðbraut,“ segir Nadía Lind Atladóttir, formaður nemendafélagsins Autobahn. Hún segir ekkert busaball hafa verið haldið við skólann, því illa gangi að fá aðra skóla í samstarf með þeim.

Lífið
Fréttamynd

Góðgerðarráð Verzló: Safnaði 116.000 með íssölu

GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands hefur verið starfandi síðastliðin tvö ár. Nefndin hefur látið margt gott af sér leiða. Eitt afrekið er Litli Verzló sem er barnaskóli í Úganda sem ráðið byggði í samstarfi við ABC barnahjálp.

Lífið
Fréttamynd

Sigið af þaki Turnsins í fyrstu íslensku hasarmyndinni

Skotbardagar, blóðsúthellingar, þyrluflug, sprengingar og sig niður af þaki Turnsins í Kópavogi er meðal þess sem fyrir augu ber í nýjasta þætti 12:00, en það er skemmtiþáttur Verzlinga sem nemendur við skólann eiga veg og vanda að. Til að kynna sig til leiks útbjó nefndin sem stendur að baki þættinum eins konar stuttmynd, sem formaður nefndarinnar tekur undir að sé eiginlega fyrsta alvöru íslenska hasarmyndin. Þar bregða nefndarmenn sér í hlutverk sérsveitar sem þarf að berjast við hryðjuverkamenn sem hyggjast sprengja upp Turninn.

Lífið
Fréttamynd

Grínkóngurinn Dóri DNA þjálfar ræðulið MH

„Þetta leggst bara ferlega vel í mig, við erum að móta liðið núna og komum sterk inn,“ segir gúmmelaðibóndinn Dóri DNA, en hann verður þjálfari MORFÍS liðs Menntaskólans við Hamrahlíð á komandi tímabili. Sjálfur var hann meðmælandi liðsins fyrir um fimm árum og keppti til úrslita árið 2004.

Lífið
Fréttamynd

Býst við 200 manns á kvöldvöku Nördafélagsins

Nördafélagið og Tölvuakademían svokallaða í MR standa undir nafni um helgina, en félögin standa fyrir heljarinnar kvöldvöku sem hefst annað kvöld klukkan 20 og lýkur klukkan 8 á sunnudag. Matthías Páll Gissurarson, formaður beggja félaga, segir mikla stemningu fyrir viðburðinum í skólanum.

Lífið
Fréttamynd

Lögreglan mætti ekki á pókermót Verzló

„Þetta gekk alveg rosalega vel,“ segir Agnes Jóhannsdóttir, formaður íþróttaráðs Verzlunarskólans, um pókermót sem ráðið stóð fyrir í gærkvöld. Alls mættu 64 strákar til leiks og spiluðu fram eftir kvöldi. Að sögn Agnesar borguðu keppendur þúsund króna þátttökugjald, og voru þeir spilarar sem lengst héldu út leystir út með veglegum gjafabréfum hjá nágranna Verzló, Kringlunni.

Lífið
Fréttamynd

Varalitaðir og ómálaðir busar: Þurftu ekki að blása á Kvennóballi

Því fer fjarri að allir framhaldsskólar láti nemendur sína blása á böllum, en líkt og Skólalíf greindi frá í gær er sá hátturinn hafður á hjá bæði Verzló, MR og fleiri skólum. Þannig var til dæmis ekki beitt áfengismælum á busaballi Kvennó. Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar, segir ballið þrátt fyrir það hafa gengið vel fyrir sig.

Lífið
Fréttamynd

Allir busar látnir blása á Verzlóballi

Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum.

Lífið
Fréttamynd

Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR

Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð.

Lífið
Fréttamynd

Þátttökugjöld í framhaldsskólamóti KSÍ hækka ekki í kreppunni

Frestur til að tilkynna þátttöku í framhaldsskólamóti KSÍ í knattspyrnu rennur út þann 18. september, en samkvæmt tilkynningu frá KSÍ verður ekki tekið við skráningum eftir þann tíma. Þátttökugjald er 15.000 krónur á lið í ár, en hver skóli getur alls sent fjögur lið í keppnina; tvö kvennalið og tvö karlalið.

Lífið
Fréttamynd

Tökum á busamyndbandi lokið

Myndbandsnefnd Skólafélagsins ætlar sér ýmsa skemmtilega og stóra hluti í vetur. Fyrsta verkefni skólaársins er að sjálfsögðu gerð og frumsýning busakynningarmyndbandsins.

Lífið
Fréttamynd

Ný önn, nýtt vefráð, nýtt busakjöt

Chicks, Einar Birgir, Busakjöt og góðir hálsar. Núna eru einungis fjórir dagar í nýtt skólaár og þið eruð væntanlega heima hjá ykkur og veltið fyrir ykkur hvort www.NFF.is síðan verði jafn léleg og hún hefur verið seinustu ár?

Lífið