Fleiri fréttir

Jacob Zuma bar sigur úr býtum

Jacob Zuma, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, var í gær kjörinn forseti landsins af þjóðþinginu, sem samkvæmt stjórnarskrá velur forseta. Afríska þjóðarráðið vann stórsigur í þingkosningum í síðasta mánuði.

Hengdu drengina upp á króka

Svíþjóð Hjón á fimmtugsaldri í Dölunum í Svíþjóð hafa verið ákærð fyrir ofbeldi gegn þremur drengjum sem þau voru með í fóstur á árunum 2004-2007.

Evran verður allsráðandi

Finnar telja stöðugt vaxtastig, upptöku evru og ferðafrelsi til helstu kosta aðildar landsins að Evrópusambandinu fyrir fjórtán árum. Þetta kemur fram í könnun Samtaka aðila á vinnumarkaði þar í landi í nýliðnum mánuði.

Bandaríkjamenn biðjast afsökunar

Blóðug loftárás Bandaríkjahers á almenna borgara í Afganistan varpaði skugga á fund Baracks Obama Bandaríkjaforseta með forsetum Afganistans og Pakistans, sem heimsóttu hann í Hvíta húsið í gær. Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur ítrekað gagnrýnt Bandaríkjaher fyrir árásir sem þessa og gerði atburðina á mánudag að meginefni viðræðna þeirra.

Svo vonar maður það besta

Heilbrigðismál Valgerður Grímsdóttir hjúkrunarfræðingur heldur í dag til Íraks á vegum Rauða kross Íslands til starfa fyrir Alþjóða Rauða krossinn. Mun hún dvelja í hálft ár í borginni Najaf og vinna að eflingu bráðaþjónustu á sjúkrahúsi borgarinnar.

Hafragrautur þrisvar í viku

Að bjóða upp á hafragraut í matinn þrisvar í viku í leikskólum er meðal hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg hefur gripið til vegna efnahagsástandsins.

Sjö boð bárust í hafnargæsluna

Sjö sendu inn tilboð í útboð Faxaflóahafna á hafnargæslu vegna komu skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur. Lægsta boð var frá Öryggismiðstöð Íslands og hefur verið samið við fyrirtækið um verkefnið.

Fjölsmiðjan stækkar við sig

samfélagsmál „Við tókum ekki þátt í góðærinu og verðum eiginlega bara vör við kreppuna í aukinni aðsókn ungs fólks,“ segir Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar.

Lömbin fá nafn

Sex lömb höfðu bæst í hóp dýra í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær en sauðburður hófst í garðinum í fyrradag.

Hengdi sig eftir tap Arsenal

Suleiman Alphonso Omondi, 29 ára Keníumaður og aðdáandi enska knattpyrnuliðsins Arsenal, framdi sjálfsmorð eftir leik liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrrakvöld. Arsenal tapaði leiknum og féll úr keppni.

Erfitt að yfirgefa ofbeldissambandið

Samfélagsmál Erlendum konum hefur fækkað mjög hjá Kvennaathvarfinu síðan í haust en á sama tíma hefur íslenskum konum fjölgað mjög mikið. Þetta segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

Ending hjálma þrjú til fimm ár

Ending reiðhjólahjálma er fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Þetta kemur fram í frétt frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem hvetur hjólreiðafólk til að nota hjálma nú þegar átakið „Hjólað í vinnuna“ er hafið.

Catalina aftur í gæsluvarðhald

Lögreglumál Catalina Mikue Ncogo, sem komst í fréttir vegna meints mansals fyrr á árinu, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 12. maí. Hún er grunuð um aðild að nokkuð umfangsmiklu smygli á fíkniefnum hingað til lands.

Bíltúr eftir ís borgaði sig upp

Það getur margborgað sig að bjóða börnunum sínum í ísbíltúr, eins og kona ein sem búsett er á Suðurlandi komst að um síðastliðna helgi.

Dóttir Söru Palin predikar skírlíf

Bristol Palin, nítján ára gömul dóttir Söru Palin sem bauð sig fram sem varaforsetaefni Bandaríkjanna fyrir Repúblikana, er nú farinn að boða skírlíf. Dóttir ríkissstjórans í Alaska, eignaðist barn á síðasta ári en það þótti heldur vandræðalegt fyrir Söru Palin, enda í miðju framboði þegar fregnirnar urðu opinberar, enda Repúblikanar heldur íhaldsamari en Demókratarnir.

Hommahatari í mál við Breta vegna bannlista

Bandaríski útvarpsmaðurinn Michael Savage er einn af þeim sextán sem bresk yfirvöld hafa bannað að koma til landsins vegna skoðanna sinna og gjörða. Michael er útvarpsmaður og ötull andstæðingur samkynhneygðar. Á listanum eru nöfn mið-austurlenskra hryðjuverkamanna og morðingja - og svo nafnið hans Michaels.

Dyraverðir grunaðir um nauðgun

Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa nauðgað nítján ára stúlku við Tryggvagötu um helgina, starfa báðir sem dyraverði. Samkvæmt heimildum Vísis störfuðu þeir á sitthvorum skemmtistaðnum nálægt Tryggavgötunni.

Sextán ríkisborgarar í erlendum fangelsum

Alls dvelja sextán íslenskir ríkisborgarar í erlendum fangelsum samkvæmt fréttastofu RÚV. Ekki er útilokað að fleiri einstaklingar dvelji í erlendum fangelsum. Utanríkisráðumneytið hefur reynt að ná sambandið við Ragnar Erling sem var handtekinn fyrir helgi með rúm fimm kíló af kókaíni í farangri sínum.

Tugmilljóna kosningabarátta skilar sér í ESB könnun

„Það er alltaf spurning um það hvernig spurt er," segir Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar, um skoðanna könnunn Gallup sem RÚV greindi frá í kvöld. Þar kom fram að 61,2 prósent vilja fara í aðildarviðræður við ESB. Þá voru rétt tæp 27 prósent sem voru alfarið á móti því. Tæp tólf prósent tóku ekki sérstaka afstöðu til málsins.

Ragnar Erling: „Ég mun deyja hérna“

„Ég er kominn með matareitrun," sagði Brasilíufanginn Ragnar Erling Hermannsson grátandi þegar fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hann í dag. Ragnar er vistaður í fangelsinu Cotel en þar deilir hann klefa með fimmtán öðrum enstaklingum. Honum líður illa og vill koma heim.

Deilt um indónesíska hobbitann

Vísindamenn deila hart um indónesíska hobbitann en fótur hans fannst og hafa vísindamenn grandskoðað hann undanfarið.

Ragnar Erling: Símaviðtal

Brasilíufanginn Ragnar Erling Hermannsson óttast um líf sitt og þarf að deila fangaklefa með fimmtán öðrum mönnum. Hér má hlusta á átakanlegt viðtal við Ragnar Erling.

Ný ríkisstjórn borin undir atkvæði á laugardaginn

Samfylkingin hefur tekið Nasa á leigu á laugardaginn klukkan tvö um daginn. Samkvæmt heimildum Vísis þá mun flokkstjórn Samfylkingarinnar verða kallað saman þá til þess að samþykkja ráðherra lista og stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.

Hagkvæmara að vera atvinnulaus en í láglauna starfi

Öll laun undir tvö hundruð þúsund krónum eru komin í samkeppni við atvinnuleysisbætur. Hagstæðara getur verið að vera á bótum en vinna fullan vinnudag á lægstu launum. Viðurlög eru þó hörð þverneiti fólk að taka störf sem bjóðast.

Auður ríkra rýrnað um þúsund milljarði

Auður tuttugu og fimm ríkustu Íslendinganna árið 2007 hefur rýrnað um eitt þúsund og tvö hundruð milljarða króna en hrein eign flestra þeirra er engin í dag. Tapið slagar upp í landsframleiðslu ársins 2007.

Lóðum fyrir 130 milljónir skilað í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær að taka við afsölum af sex lóðum í gær en verðmæti þeirra samanlagt eru 136 milljónir króna. Mikið hefur verið um að einstaklingar hafi skilað lóðum sem þeim var úthlutað fyrir efnahagshrunið.

Vegaframkvæmdir á Akureyri

Lögreglan á Akureyri tilkynnir að vegna gerðar undirganga á Hörgárbraut, norðan Skúta, verður Hörgárbraut lokuð milli Hlíðarbrautar og Undirhlíðar frá 7. maí til 4. júní næst komandi. Hjáleið er um Krossanesbraut.

Illugi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins

Illugi Gunnarsson, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í dag kjörinn formaður þingflokks sjálfstæðismanna á fundi þingflokksins. Illugi gegndi stöðu varaformanns þingflokksins á síðasta kjörtímabili.

Lögregludólgur í þriggja ára fangelsi

Hæstiréttur staðfesti þriggja ára fangelsisdóm yfir síbrotamanninum Má Ívari Henryssyni. Már, sem er rúmlega þrítugur, var sakfelldur fyrir að sparka þrívegis í lögreglumenn auk fjöldann allan af þjófnaðarbrotum, ölvunarakstur og fjársvik.

ASÍ krefst mun lægri vaxta

Miðstjórn ASÍ krefst þess að vextir lækki verulega. Miðstjórnin hvetur Seðlabanka Íslands til að lækka stýrivexti við vaxtaákvörðun á morgun þannig að vaxtamunurinn verði ekki meiri en sem nemur 4% miðað við evrópska seðlabankann en vextir þar eru í dag 1,25%.

Síbrotamaður í 18 mánaða fangelsi

Hæstiréttur staðfesti í dag 18 mánaða fangelsisdóm yfir Ragnari Davíð Bjarnasyni fyrir vörslu fíkniefna og fyrir að aka bifreið án réttinda. Ragnar áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn sem fyrr segir. Fyrir dómi játaði Ragnar Davíð brot sín skýlaust en hann hefur margoft verið dæmdur í fangelsi og var á skilorði þegar brotin, sem hann var dæmdur fyrir, voru framin. Þótti hæfileg refsing ákærða því 18 mánuðir.

Hústökufólkið yfirgaf húsið

Hópur hústökufólks sem fór í leyfisleysi inn í hús við Vatnsstíg 4 í Reykjavík í hádeginu yfirgaf húsið á fjórða tímanum eftir að lögregla gaf hópnum tækifæri á að fara úr húsinu. Ekki kom til neinna ryskinga líkt og um miðjan síðasta mánuð þegar hústökufólk kom sér fyrir í húsinu sem var rýmt fimm dögum síðar af lögreglu. Að sögn lögreglu voru á annan tug manna í húsinu að þessu sinni.

Fjöldauppsagnir ósiðlegar

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir að það hafi kannski hljómað vel á árinu 2007 að mæta sparnaðarkröfunni á Landspítalann með fjöldauppsögnum, en slík aðgerð sé ekki í kortunum nú. „Hún er samfélagslega óábyrg og hún er hreint út sagt ósiðleg.“

Miðbaugsmaddaman aftur í gæsluvarðhald

Catalina Mikue Ncoco sem komst í fréttirnar fyrr á þessu ári vegna vændishúsa sem hún hélt úti á höfuðborgarsvæðinu hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 12.maí vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Karl Steinar Valsson hjá fíkniefnadeild lögreglunnar vill ekki staðfesta að Catalina eigi í hlut en útilokar ekki að konan tengist belgískum burðardýrum sem handtekin hafa verið við komuna hingað til lands undanfarið.

Fjölskylda Ragnars í sjokki

„Við erum bara í sjokki og erum að reyna að anda frá mínútu til mínútu til þess að geta gert eitthvað í þessum málum."

Búist við margir hjóli í vinnuna

Hin árlega landskeppni Hjólað í vinnuna var sett í morgun í Reykjavík. Búist er við feikigóðri þátttöku því reiðhjólið nýtur meiri vinsælda um þessar mundir en áður sem samgöngutæki, að fram kemur í tilkynningu.

Frjálslyndi flokkurinn skuldar sex milljónir

„Við erum ekkert hættir í pólitík þó við skuldum einhverjar milljónir. Það hefur oft komið fyrir áður að við skuldum peninga," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

Olíuleki í Hafnarfjarðarhöfn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við störf í Hafnarfjarðarhöfn þar sem olía lak af pólskum togara sem þar liggur við festar. Búið er að hefta lekann og koma í veg fyrir að olían breiðist út í höfninni en um hundrað fermetra flekkur myndaðist í höfninni.

Umferðarslys í Hafnarfirði

Tveir bílar, jeppi og fólksbíll, skullu saman á gatnamótunum við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Sjúkrabílar og tækjabíll slökkviliðsins er á staðnum og þurfti að beita klippum til þess að koma fólkinu út úr flökunum. Fólkð verður flutt á slysadeild til aðhlynningar en að sögn slökkviliðs er fólkið ekki alvarlega slasað.

Hjálparstarf Kirkjunnar: Gríðarleg fjölgun beiðna um aðstoð

Gríðarleg fjölgun hefur orðið á beiðnum um aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar eða 317 prósent miðað við sama tíma í fyrra þegar tekið er mið af fyrstu fjórum mánuðum ársins. Í tilkynningu kemur fram að umsóknir í ár, janúar til apríl, hafi verið 2.206 en voru 701 í fyrra.

Ákærð fyrir að sparka í höfuð á skemmtistað

Þrjátíu og sex ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa sparkað í höfuð fórnarlambs með þeim afleiðingum að blæðandi sár myndaðist á vinstra eyra og vörum og bóglur mynduðust við hægra auga. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum Kaffi Edinborg við Aðalstræti á Ísafirði í október á síðasta ári. Málið var þingfest í héraðsdómi Vestfjarða í dag.

Eigandinn á Vatnsstíg vissi ekki af hústökufólkinu

Ágúst Friðgeirsson, eigandi hússins á Vatnsstíg 4, kom af fjöllum þegar fréttastofan sagði honum frá því að hústökufólk hefði á ný tekið sér bólfestu í húsinu en fólkið var borið þaðan út með valdi fyrir nokkrum dögum síðan. Í dag sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu þess efnis að þau væru mætt á svæðið á ný til þess að sýna samstöðu með pólsku hústökufólki en 6. maí er tileinkaður baráttu þeirra.

Stjórnvöld hafa klúðrað kynningu á aðgerðum fyrir heimilin

Stjórnvöld hafa klúðrað kynningu á þeim úrræðum sem Alþingi hefur samþykkt vegna skulda heimilanna og verða tafarlaust að grípa til aðgerða til stuðnings þeim úrræðum sem þegar eru fyrir hendi, að mati forseta Alþýðusambands Íslands. Hann segir misskilning að fólk með gjalddaga húsnæðislána í vanskilum eigi ekki rétt á greiðsluaðlögun.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir að slá mann með hamri og stela

Þrítugur karlmaður, Agnar Davíð Stefánsson, var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Agnar var dæmdur fyrir margítrekuð þjófnaðar- og umferðarlagabrot auk þess sem hann var dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá sló hann karlmann í höfuðið með hamri í heimahúsi í Reykjavík með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð aftan á hnakka. Agnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 8.apríl en það kemur til frádráttar refsingar

Sjá næstu 50 fréttir