Fleiri fréttir

Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar

Vísbendingar eru um að rússneskir hakkarar hafi plantað gervifrétt á vef ríkisfréttastofu Katar sem átti þátt í að önnur arabaríki einangruðu landið með viðskiptaþvingunum. Bandarísk yfirvöld hafa aðstoðað við rannsókn málsins.

Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku

Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Loka á tilkynningar í iPhone við akstur

Apple býður brátt ökumönnum að loka á tilkynningar og læsa skjánum á iPhone á meðan þeir eru undir stýri. Markmiðið er að fækka slysum sem hljótast af snjallsímanotkun við akstur.

Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron

Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968.

ISIS lýsir yfir ábyrgð á atviki í Melbourne

Maður hélt konu í gíslingu í Brighton, úthverfi borgarinnar Melbourne í Ástralíu, í dag. Lögregluyfirvöld segja atvikið í borginni "hryðjuverk.“ Lögregla skaut manninn til bana á vettvangi en annar maður lét einnig lífið í umsátrinu.

Ríkjabandalag gegn loftslagsbreytingum eflist

Þrettán bandarísk ríki hafa myndað bandalag um að vinna að markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum þrátt fyrir að Donald Trump ætli að draga Bandaríkin út úr alþjóðasamvinnunni. Flest þeirra eru undir stjórn demókrata en tveir ríkisstjórar úr röðum repúblikana hafa gengið í bandalagið.

Árásin í London: Öllum sleppt úr haldi lögreglu

Lögregla í London hefur sleppt öllum, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina á London Bridge og Borough Market á laugardagskvöld, úr haldi. Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint.

Trump ætlar ekki að stöðva vitnisburð Comey

James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mun að óbreyttu bera vitni um samskipti sín við Donald Trump Bandaríkjaforseta á fimmtudag eftir að Hvíta húsið gaf út í dag að Trump myndi ekki beita valdheimild sinni til að meina Comey um að tjá sig.

Heitasta fjarreikistjarna sem hefur fundist

Hitinn í lofthjúpi KELT-9b er svo hár að vísindamenn telja að hann geti aðeins verið á formi frumeinda þar sem sameindir ná ekki að tolla saman. Fjarreikistjarnan er sú heitasta sem fundist hefur til þessa.

Árásarmennirnir í London nafngreindir

Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld.

Morðinginn sagður óánægður fyrrverandi starfsmaður

Fimm eru látnir eftir að óánægður fyrrverandi starfsmaður gekk berserksgang á iðnaðarsvæði í Orlando í Flórída í morgun. Maðurinn svipti sig lífi eftir morðin. Hann er ekki talinn hafa nein tengsl við hryðjuverkahópa.

Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans

Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna.

Réttað yfir Bill Cosby í dag

Fyrsti dagur réttarhalda í máli grínistans Bill Cosby er í dag en hann er sakaður um að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi.

Fyrsta fórnarlambið nafngreint

Lögregluyfirvöld í London segja að árásarmennirnir þrír verði nafngreindir um leið og gengið hafi verið úr skugga um að slík nafnbirting muni ekki skaða rannsóknarhagsmuni.

Sjá næstu 50 fréttir