Fleiri fréttir Brjáluð þungarokksbomba „Við vorum beðnir um að taka eina tónleika á Eistnaflugi í sumar, sem við gerðum. Eftir það ákváðum við að klára nokkur lög sem við höfðum samið en aldrei fullklárað og þess vegna var hljómsveitin endurvakin,“ segir Agnar Eldberg gítarleikari um endurkomu harðkjarnahljómsveitarinnar Klink sem mun spila á Dillon í kvöld ásamt hljómsveitunum Retrön og Celestine. 10.10.2009 06:00 Ekki fyrir lofthrædda leikara Börkur Jónsson hefur hannað sérstaka leikmynd fyrir verkið Fjölskylduna í Borgarleikhúsinu. Leikmyndin er þriggja hæða hús og segir Börkur þetta sitt stærsta verk til þessa. 10.10.2009 06:00 Dönsk útgáfa vill Berndsen „Þeir eru að undirbúa samning fyrir mig sem ég er væntanlega að fara að skrifa undir,“ segir tónlistarmaðurinn Berndsen. 10.10.2009 06:00 Póst-módernísk tilvísun í afa „Gleraugun eru póst-módernísk tilvísun í afa,“ segir rapparinn, grínistinn og listaháskólaneminn Halldór Halldórsson, best þekktur sem Dóri DNA. Dóri hefur vakið athygli fyrir reffilega framkomu undanfarið og vilja einhverjir þakka það nýjum gleraugum á nefi rapparans. Gleraugun er mjög lík þeim sem nóbelskáldið Halldór Laxness, afi Dóra, bar á efri árum sínum og það er engin tilviljun. 10.10.2009 06:00 Bláa gullið glóir í Borgó Í dag verður frumsýnt verk fyrir fólk á aldrinum 9 til 99 ára sem fjallar um vatn. Sýningin hefur það að markmiði að sýningargestir sjái vatn í nýju ljósi; upplifi margbreytileika, mikilvægi og töfra bláa gullsins. 10.10.2009 06:00 Fjórða plata Óskars Álftagerðisbróðirinn Óskar Pétursson hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Allt sem ég er. Tónlistin er eftir Björgvin Þ. Valdimarson og gestasöngvarar eru Björgvin Halldórsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, sem syngur lagið Neyslu(kv)æði þar sem gert er góðlátlegt grín að neysluæði Íslendinga. 10.10.2009 06:00 Oasis heldur ekki áfram Söngvarinn Liam Gallager hefur lýst því yfir að Oasis muni ekki starfa áfram án bróður hans, Noels. 10.10.2009 06:00 Flóamarkaður í Kaffistofu Nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands standa fyrir flóamarkaði í nemendagalleríinu Kaffistofunni í dag. 10.10.2009 05:45 Rabbað við rallökumenn Styrktarakstur fyrir Daníel Sigurðsson rallökumann fer fram við Litlu Kaffistofuna klukkan 13 í dag. Þar gefst færi á að skoða rallíbíla og ræða við þaulreynda ökuþóra og geta þeir óhræddustu fengið að aka rallíbíl sjálfir. Daníel hóf að keppa á Íslandi árið 1998 og varð Íslandsmeistari nýliða árið árið eftir. Árið 2007 hóf hann að keppa í Bretlandi og hefur gott gengi hans vakið nokkra athygli fjölmiðla þar í landi. 10.10.2009 05:00 Rokkað fyrir Hljóðstofu Níu hljómsveitir koma fram á Grand rokk í kvöld. Þær ætla að rokka til stuðnings nýju hljóðveri. Það heitir Hljóðstofan og Jóhann Rúnar Þorgeirsson og Friðrik Helgason reka það í sameiningu. 10.10.2009 05:00 Hamingjusöm Hudson Söng- og leikkonan Jennifer Hudson, sem eignaðist sitt fyrsta barn í sumar, segist njóta móðurhlutverksins. „Ég hef unun af því að nostra við barnið og dekra við það, mér finnst gaman að sjá annað fólk hamingjusamt og það er fátt yndislegra en að gleðja sitt eigið barn." 10.10.2009 04:30 SPILAR Á FJÖGUR HLJÓÐFÆRI OG FORELDRARNIR Í SINFÓ Sautján ára rappari sem kallar sig Gummzter gefur á næstunni út sína fyrstu plötu, Erkiengill. Hann á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því foreldrar hans eru í Sinfóníuhljómsveit Íslands. 10.10.2009 04:00 Fimmtán ára afmæli Sixtís Hljómsveitin Sixtís heldur upp á fimmtán ára afmæli sitt með balli á Players í kvöld. Tveir af hinum upprunalegu meðlimum sveitarinnar, Þórarinn Freysson og Andrés Þór Gunnlaugsson, ætla að stíga á svið og gera sér glaðan dag með sínum gömlu félögum. Þórarinn er búsettur í Bretlandi en Andrés Þór er einn fremsti djassari landsins. 10.10.2009 03:45 Hlutverk Herdísar Áfram heldur flutningur verka eftir Hrafnhildi Hagalín í Útvarpsleikhúsinu á rás 1 sem samin voru fyrir nokkra elstu og virtustu leikara okkar: á sunnudag verður frumflutt leikritið Is there someone out there? með Herdísi Þorvaldsdóttur í aðalhlutverki. 10.10.2009 03:30 Strætin ljóma, borgin syngur Í gær hleypti Reykjavíkurborg af stokkunum átaksverkefninu Ljómandi borg með því að kveikt var á friðarsúlunni í Viðey. 10.10.2009 03:00 Misheppnuð Lindsay Lohan Leikkonan Lindsay Lohan var ráðinn sérlegur ráðgjafi tískuhússins Ungaro fyrir nokkru og um helgina var fyrsta framleiðslan undir leiðsögn Lohan frumsýnd. 10.10.2009 02:30 Tvítugsafmæli Skítamórals Hljómsveitin Skítamórall hélt tvenna tónleika á skemmtistaðnum Rúbín í fyrrakvöld í tilefni af tuttugu ára afmæli sínu. Tónleikarnir voru teknir upp og verða gefnir út á geisla- og mynddiski fyrir jólin. 10.10.2009 02:00 Myndlist leidd af öðrum verkum Í dag verður myndlistarsýning opnuð á Seyðisfirði. Hún er sett upp í Bókabúðinni, sem hefur nú þjónað sem verkefnarými Skaftfells í rúmt ár. Auk fjölbreyttra sýninga hafa verið haldin í bókabúðinni námskeið, vinnustofur, markaðir og uppákomur. 10.10.2009 01:30 Umhverfisvæn fatahönnun Hollenski fatahönnuðurinn Jette Korine kom fram með sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni í lok sumars. Línan, sem heitir Endless Light, var öll unnin úr umhverfisvænum efnum og litum og seldist upp á skömmum tíma. Nú vinnur Jette að því að koma frá sér vetrarlínu með ullarkápum og fylgihlutum. 10.10.2009 01:00 Ný plata á næsta ári Ný plata frá söngkonunni Amy Winehouse er væntanleg á næsta ári. „Ég hef heyrt nokkrar lagaprufur sem heilluðu mig algjörlega upp úr skónum," sagði aðstoðarforstjóri plötufyrirtækisins Island. 10.10.2009 00:30 Ný plata og afmælistónleikar Todmobile heldur tuttugu ára afmælistónleika í Íslensku óperunni 4. nóvember. „Ég hlakka mikið til. Við höfum ekki haldið tónleika þarna síðan okkar fyrstu fimm starfsár. Þá var þetta fastur liður eins og venjulega, alltaf á haustin,“ segir gítarleikarinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. 10.10.2009 00:30 MH tók fyrsta MH-Kvennó daginn Menntaskólinn við Hamrahlíð bar sigurorð af Kvennaskólanum á fyrsta MH-Kvennó deginum í gærkvöldi. Keppnin hófst á Miklatúni um miðjan dag í gær og lauk með ræðukeppni í hátíðarsal MH. 9.10.2009 21:58 Bubbi: Það er búið að fjötra ungviðið til framtíðar „Það segir sig sjálft bara,“ svarar Bubbi Morthens aðspurður um plötuumslag nýju Egó plötunnar sem kom út í vikunni en þar er mynd af handjárnuðu barni. „Umslagið er ekkert annað en skírskotun til ofbeldisaðgerða útrásarvíkinganna, bankanna og stjórnvalda og hvernig það er búið að fjötra ungviðið til framtíðar. Staða íslenskra barna eftir hrunið," segir hann. „Egó platan er fín og vekur auðvitað spurningar hjá sumum og allt það. Lögin á plötunni kaflast á við þann tíðaranda sem var þegar Egóið var nýtilkomið á markað. Hún er uppfærð því við erum að spila í dag en ekki árið 1982 en fyrst og fremst er þetta bara popprokk plata þar sem að kallast á sterkar melódíur og svo kannski textar aðallega um ástina og síðan hrunið," segir Bubbi. Egó heldur tónleika á Seyðisfirði í kvöld, föstudag. 9.10.2009 10:18 Búið að ráða leikstjóra fyrir Jar City Bandaríski leikstjórinn Tod Williams hefur verið ráðinn til að leikstýra amerísku útgáfunni af Mýrinni eða Jar City eins og hún heitir á enskri tungu. Þetta staðfestir Baltasar Kormákur í samtali við Fréttablaðið. 9.10.2009 07:00 Endurtaka Alice in Chains-tónleika Gítarleikarinn Franz Gunnarsson og félagar héldu tónleika til heiðurs hljómsveitinni Alice in Chains síðasta fimmtudag. Tónleikarnir heppnuðust svo vel að hljómsveitin hefur ákveðið að endurtaka leikinn í kvöld á Sódómu Reykjavík. Húsið verður opnað klukkan 21 og miðaverð er 2.000 krónur. Forsala á tónleikana fer fram í versluninni Havarí, en þar kostar miðinn 1.500 krónur. 9.10.2009 06:00 Milljón fyrir bestu myndirnar „Okkur fannst í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu tilvalið að koma með eitthvað spennandi og jákvætt fyrir fólkið í þjóðfélaginu að hugsa um,“ segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Símaskrárinnar. 9.10.2009 05:00 2.600 lítrar af poppi yfir dansþyrsta „Ég ætla að blása 2.600 lítrum af poppi yfir gesti staðarins,“ segir athafnamaðurinn Atli Már Gylfason. 9.10.2009 04:30 Ungur lögfræðingur gefur út sína fyrstu glæpasögu „Ég vona að það sé pláss fyrir okkur bæði á markaðnum,“ segir lögfræðingurinn Ragnar Jónasson sem hefur gefið út sína fyrstu glæpasögu, Fölsk nóta. Bókin verður í harðri samkeppni fyrir jólin við nýja glæpasögu Agöthu Christie sem Ragnar sá einmitt sjálfur um að þýða. 9.10.2009 04:00 Nemendafélagssíða í anda Facebook: Ný heimasíða NFS opnuð Ný heimasíða NFS hefur nú litið dagsins ljós. Síðan hefur ýmsa skemmtilega eiginleika sem minna helst á Facebook, þar sem hver og einn hefur sitt eigið persónulega vefsvæði að innskráningu loknu. Síðan er þó enn í vinnslu og nemendur beðnir um að sýna þolinmæði, komi upp vandamál. 8.10.2009 21:26 Örlygur Smári gerist plötusnúður „Mig hefur langað til að gera þetta í langan tíma og fæ kjörið tækifæri til að kýla á þetta,", segir upptökustjórinn og lagahöfundurinn Örlygur Smári. Örlygur lætur gamlan draum rætast annað kvöld þegar hann verður plötusnúður á 90's-kvöldi á skemmtistaðnum Spot. Hann hefur hingað til verið þekktari fyrir gæfuríkt samstarf þeirra poppkóngsins Páls Óskars ásamt því að hafa tvisvar samið framlag Íslands í Eurovision. 8.10.2009 06:00 Sigvaldi J. Kárason sigraði í Cannes Franco og Formula Fun, teiknimyndaþáttaröð sem nokkrir Íslendingar koma að, var valið áhugaverðasta barnaefnið á sjónvarps-og auglýsingahátíðinni í Cannes sem nú fer fram við strendur Miðjarðarhafsins. Sigvaldi J. Kárason er leikstjóri þáttanna og hann var kampakátur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. 8.10.2009 06:00 Flateyjarævintýri Lay Low koma út Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, skellti sér síðsumars út í Flatey í Breiðafirði. Með í för voru leikstjórinn Denni Karlsson, myndatökumaðurinn Víðir Sigurðsson, hljóðupptökumaðurinn Viðar Hákon Gíslason og Kári Sturluson, umboðsmaður Lovísu. 8.10.2009 05:45 Katie Price skrifar fjórðu ævisöguna Fjórða ævisaga glamúrfyrirsætunnar Katie Price er nú í burðarliðnum en breskar bókaútgáfur hafa lýst því yfir að þær hafi ekki áhuga á að gefa bókina út. Þetta er fjórða ævisaga Price á fimm árum og í þeirri nýjustu mun hún fjalla um skilnað sinn við Peter Andre. 8.10.2009 05:30 Teknóið er enn að þróast „Reyk Veek er samstarfsverkefni nokkurra tónlistarmanna sem allir spila og semja teknótónlist. Við þekktumst lítið áður en samstarfið hófst en áttum það sameiginlegt að vilja spila gott teknó,“ segir plötusnúðurinn Heimir Héðinsson um tónlistarverkefnið Reyk Veek. 8.10.2009 05:00 LeAnn flutt í hverfið Fyrrverandi eiginkona leikarans Eddie Cibrian kvartar sáran undan nýrri kærustu hans, söngkonunni LeAnn Rimes. Brandi Glanville segir Rimes hafa sýnt mikið tillitsleysi þegar hún flutti í hverfið sem Glanville býr í ásamt börnum sínum og Cibrian, en hjónaband þeirra fór í súginn eftir að upp komst um framhjáhald Cibrians og Rimes. 8.10.2009 04:30 Fersk XX byggir á fortíðinni Það er kominn október og tónlistarspekúlantar eru farnir að velta því fyrir sér hvaða plötur verða á listanum yfir plötur ársins. Þar á meðal verður væntanlega fyrsta plata The XX frá London. 8.10.2009 04:15 STUÐMAÐUR OG FRÚ BJÓÐA ÚTLENDINGUM HEIM TIL SÍN „Við Ásta höfum stundum rætt þetta, hvort það væri ekki gaman að bjóða upp á svona hér á Íslandi. Við höfum séð þetta í útlöndum og farið í svona og þetta er miklu persónulegra heldur en að láta einhvern fararstjóra þusa yfir manni á fleygiferð inni í rútu,“ segir Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður með meiru. 8.10.2009 04:00 Friðrik Ómar eini viðskiptavinur Jógvans „Friðrik er eini viðskiptavinurinn enda er ég hættur í bili með skærin," segir Jógvan Hansen, fyrrverandi hárgreiðslumaður. Hann stundar nú nám við Keili, háskólann í Reykjanesbæ, á félagsfræðibraut og hefur tekið sér ársleyfi frá hárskerðingum og litun. Samstarfsmaður hans í tónlistinni, Friðrik Ómar, nýtur hins vegar þess heiðurs að vera eini viðskiptavinur Jógvans. 8.10.2009 03:45 Leikherbergi Brads Pitt Brad Pitt segist ekki hafa orku til að fara út að skemmta sér nú þegar hann er sex barna faðir. Þess í stað býður hann vinum sínum heim til sín þegar hann hefur þörf fyrir félagsskap. 8.10.2009 03:30 Eftirlitsmaðurinn er mættur hingað Annað kvöld er frumsýning í Nemendaleikhúsi Listaháskóla Íslands. Verkið er nú sett upp í þriðja sinn hér á landi en hefur löngum verið talið eitt öndvegisverk rússneskra leikbókmennta: Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol. Þetta er fyrsta verkefni útskriftarhópsins á lokaári: Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ævar Þór Benediktsson fara á næsta vori út í lífið. 8.10.2009 03:00 Sonur Gunna Þórðar er kominn í tónlistarbransann Eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni. Sonur Gunna Þórðar þreifar nú fyrir sér í tónlistinni. 8.10.2009 03:00 Milljarðar tapast og hundrað störf glatast Íslensk kvikmyndagerð er í mikilli hættu að mati forsvarsmanna atvinnugreinarinnar ef boðaður niðurskurður í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika. Hátt í hundrað störf munu glatast og veltan getur dregist saman um rúma tvo milljarða. 8.10.2009 03:00 Flytur heim og gerir gott úr hlutunum Líney Inga Arnórsdóttir útskrifaðist í vor frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Henni hefur verið boðið starf hjá Ketchum, sem er annað stærsta almannatengslafyrirtæki heims, en hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum gera henni ómögulegt að starfa hjá fyrirtækinu þegar tímabundið landvistarleyfi hennar rennur út. 8.10.2009 02:45 Anna Sigga með fyrstu íslensku hárlínuna „Stóru hárgreiðslufyrirtækin senda reglulega frá sér hárlínur, alveg eins og fatahönnuðir gera. Mér datt í hug að það gæti verið gaman að gera mína eigin línu og ákvað að láta verða af því þar sem þetta er eitthvað sem mér þykir gaman að gera og það hefði verið leiðinlegt ef hugmyndin hefði bara grotnað í hausnum á mér,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir hárstílisti, sem sendi frá sér sína fyrstu hárlínu, Psychobilly, fyrir stuttu. 8.10.2009 02:45 Lennon-veisla í boði Yoko Ono Á föstudaginn, sem hefði orðið 69 ára afmælisdagur Johns Lennon, verður Friðarsúlan í Viðey tendruð í þriðja sinn. Yoko Ono kemur enn og aftur til landsins og býður ókeypis ferðir til Viðeyjar á föstudaginn og um næstu helgi. Einnig býður hún á tónleika til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sem hefjast kl. 22 á föstudagskvöld. 8.10.2009 02:30 Sjá næstu 50 fréttir
Brjáluð þungarokksbomba „Við vorum beðnir um að taka eina tónleika á Eistnaflugi í sumar, sem við gerðum. Eftir það ákváðum við að klára nokkur lög sem við höfðum samið en aldrei fullklárað og þess vegna var hljómsveitin endurvakin,“ segir Agnar Eldberg gítarleikari um endurkomu harðkjarnahljómsveitarinnar Klink sem mun spila á Dillon í kvöld ásamt hljómsveitunum Retrön og Celestine. 10.10.2009 06:00
Ekki fyrir lofthrædda leikara Börkur Jónsson hefur hannað sérstaka leikmynd fyrir verkið Fjölskylduna í Borgarleikhúsinu. Leikmyndin er þriggja hæða hús og segir Börkur þetta sitt stærsta verk til þessa. 10.10.2009 06:00
Dönsk útgáfa vill Berndsen „Þeir eru að undirbúa samning fyrir mig sem ég er væntanlega að fara að skrifa undir,“ segir tónlistarmaðurinn Berndsen. 10.10.2009 06:00
Póst-módernísk tilvísun í afa „Gleraugun eru póst-módernísk tilvísun í afa,“ segir rapparinn, grínistinn og listaháskólaneminn Halldór Halldórsson, best þekktur sem Dóri DNA. Dóri hefur vakið athygli fyrir reffilega framkomu undanfarið og vilja einhverjir þakka það nýjum gleraugum á nefi rapparans. Gleraugun er mjög lík þeim sem nóbelskáldið Halldór Laxness, afi Dóra, bar á efri árum sínum og það er engin tilviljun. 10.10.2009 06:00
Bláa gullið glóir í Borgó Í dag verður frumsýnt verk fyrir fólk á aldrinum 9 til 99 ára sem fjallar um vatn. Sýningin hefur það að markmiði að sýningargestir sjái vatn í nýju ljósi; upplifi margbreytileika, mikilvægi og töfra bláa gullsins. 10.10.2009 06:00
Fjórða plata Óskars Álftagerðisbróðirinn Óskar Pétursson hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Allt sem ég er. Tónlistin er eftir Björgvin Þ. Valdimarson og gestasöngvarar eru Björgvin Halldórsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, sem syngur lagið Neyslu(kv)æði þar sem gert er góðlátlegt grín að neysluæði Íslendinga. 10.10.2009 06:00
Oasis heldur ekki áfram Söngvarinn Liam Gallager hefur lýst því yfir að Oasis muni ekki starfa áfram án bróður hans, Noels. 10.10.2009 06:00
Flóamarkaður í Kaffistofu Nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands standa fyrir flóamarkaði í nemendagalleríinu Kaffistofunni í dag. 10.10.2009 05:45
Rabbað við rallökumenn Styrktarakstur fyrir Daníel Sigurðsson rallökumann fer fram við Litlu Kaffistofuna klukkan 13 í dag. Þar gefst færi á að skoða rallíbíla og ræða við þaulreynda ökuþóra og geta þeir óhræddustu fengið að aka rallíbíl sjálfir. Daníel hóf að keppa á Íslandi árið 1998 og varð Íslandsmeistari nýliða árið árið eftir. Árið 2007 hóf hann að keppa í Bretlandi og hefur gott gengi hans vakið nokkra athygli fjölmiðla þar í landi. 10.10.2009 05:00
Rokkað fyrir Hljóðstofu Níu hljómsveitir koma fram á Grand rokk í kvöld. Þær ætla að rokka til stuðnings nýju hljóðveri. Það heitir Hljóðstofan og Jóhann Rúnar Þorgeirsson og Friðrik Helgason reka það í sameiningu. 10.10.2009 05:00
Hamingjusöm Hudson Söng- og leikkonan Jennifer Hudson, sem eignaðist sitt fyrsta barn í sumar, segist njóta móðurhlutverksins. „Ég hef unun af því að nostra við barnið og dekra við það, mér finnst gaman að sjá annað fólk hamingjusamt og það er fátt yndislegra en að gleðja sitt eigið barn." 10.10.2009 04:30
SPILAR Á FJÖGUR HLJÓÐFÆRI OG FORELDRARNIR Í SINFÓ Sautján ára rappari sem kallar sig Gummzter gefur á næstunni út sína fyrstu plötu, Erkiengill. Hann á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því foreldrar hans eru í Sinfóníuhljómsveit Íslands. 10.10.2009 04:00
Fimmtán ára afmæli Sixtís Hljómsveitin Sixtís heldur upp á fimmtán ára afmæli sitt með balli á Players í kvöld. Tveir af hinum upprunalegu meðlimum sveitarinnar, Þórarinn Freysson og Andrés Þór Gunnlaugsson, ætla að stíga á svið og gera sér glaðan dag með sínum gömlu félögum. Þórarinn er búsettur í Bretlandi en Andrés Þór er einn fremsti djassari landsins. 10.10.2009 03:45
Hlutverk Herdísar Áfram heldur flutningur verka eftir Hrafnhildi Hagalín í Útvarpsleikhúsinu á rás 1 sem samin voru fyrir nokkra elstu og virtustu leikara okkar: á sunnudag verður frumflutt leikritið Is there someone out there? með Herdísi Þorvaldsdóttur í aðalhlutverki. 10.10.2009 03:30
Strætin ljóma, borgin syngur Í gær hleypti Reykjavíkurborg af stokkunum átaksverkefninu Ljómandi borg með því að kveikt var á friðarsúlunni í Viðey. 10.10.2009 03:00
Misheppnuð Lindsay Lohan Leikkonan Lindsay Lohan var ráðinn sérlegur ráðgjafi tískuhússins Ungaro fyrir nokkru og um helgina var fyrsta framleiðslan undir leiðsögn Lohan frumsýnd. 10.10.2009 02:30
Tvítugsafmæli Skítamórals Hljómsveitin Skítamórall hélt tvenna tónleika á skemmtistaðnum Rúbín í fyrrakvöld í tilefni af tuttugu ára afmæli sínu. Tónleikarnir voru teknir upp og verða gefnir út á geisla- og mynddiski fyrir jólin. 10.10.2009 02:00
Myndlist leidd af öðrum verkum Í dag verður myndlistarsýning opnuð á Seyðisfirði. Hún er sett upp í Bókabúðinni, sem hefur nú þjónað sem verkefnarými Skaftfells í rúmt ár. Auk fjölbreyttra sýninga hafa verið haldin í bókabúðinni námskeið, vinnustofur, markaðir og uppákomur. 10.10.2009 01:30
Umhverfisvæn fatahönnun Hollenski fatahönnuðurinn Jette Korine kom fram með sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni í lok sumars. Línan, sem heitir Endless Light, var öll unnin úr umhverfisvænum efnum og litum og seldist upp á skömmum tíma. Nú vinnur Jette að því að koma frá sér vetrarlínu með ullarkápum og fylgihlutum. 10.10.2009 01:00
Ný plata á næsta ári Ný plata frá söngkonunni Amy Winehouse er væntanleg á næsta ári. „Ég hef heyrt nokkrar lagaprufur sem heilluðu mig algjörlega upp úr skónum," sagði aðstoðarforstjóri plötufyrirtækisins Island. 10.10.2009 00:30
Ný plata og afmælistónleikar Todmobile heldur tuttugu ára afmælistónleika í Íslensku óperunni 4. nóvember. „Ég hlakka mikið til. Við höfum ekki haldið tónleika þarna síðan okkar fyrstu fimm starfsár. Þá var þetta fastur liður eins og venjulega, alltaf á haustin,“ segir gítarleikarinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. 10.10.2009 00:30
MH tók fyrsta MH-Kvennó daginn Menntaskólinn við Hamrahlíð bar sigurorð af Kvennaskólanum á fyrsta MH-Kvennó deginum í gærkvöldi. Keppnin hófst á Miklatúni um miðjan dag í gær og lauk með ræðukeppni í hátíðarsal MH. 9.10.2009 21:58
Bubbi: Það er búið að fjötra ungviðið til framtíðar „Það segir sig sjálft bara,“ svarar Bubbi Morthens aðspurður um plötuumslag nýju Egó plötunnar sem kom út í vikunni en þar er mynd af handjárnuðu barni. „Umslagið er ekkert annað en skírskotun til ofbeldisaðgerða útrásarvíkinganna, bankanna og stjórnvalda og hvernig það er búið að fjötra ungviðið til framtíðar. Staða íslenskra barna eftir hrunið," segir hann. „Egó platan er fín og vekur auðvitað spurningar hjá sumum og allt það. Lögin á plötunni kaflast á við þann tíðaranda sem var þegar Egóið var nýtilkomið á markað. Hún er uppfærð því við erum að spila í dag en ekki árið 1982 en fyrst og fremst er þetta bara popprokk plata þar sem að kallast á sterkar melódíur og svo kannski textar aðallega um ástina og síðan hrunið," segir Bubbi. Egó heldur tónleika á Seyðisfirði í kvöld, föstudag. 9.10.2009 10:18
Búið að ráða leikstjóra fyrir Jar City Bandaríski leikstjórinn Tod Williams hefur verið ráðinn til að leikstýra amerísku útgáfunni af Mýrinni eða Jar City eins og hún heitir á enskri tungu. Þetta staðfestir Baltasar Kormákur í samtali við Fréttablaðið. 9.10.2009 07:00
Endurtaka Alice in Chains-tónleika Gítarleikarinn Franz Gunnarsson og félagar héldu tónleika til heiðurs hljómsveitinni Alice in Chains síðasta fimmtudag. Tónleikarnir heppnuðust svo vel að hljómsveitin hefur ákveðið að endurtaka leikinn í kvöld á Sódómu Reykjavík. Húsið verður opnað klukkan 21 og miðaverð er 2.000 krónur. Forsala á tónleikana fer fram í versluninni Havarí, en þar kostar miðinn 1.500 krónur. 9.10.2009 06:00
Milljón fyrir bestu myndirnar „Okkur fannst í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu tilvalið að koma með eitthvað spennandi og jákvætt fyrir fólkið í þjóðfélaginu að hugsa um,“ segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Símaskrárinnar. 9.10.2009 05:00
2.600 lítrar af poppi yfir dansþyrsta „Ég ætla að blása 2.600 lítrum af poppi yfir gesti staðarins,“ segir athafnamaðurinn Atli Már Gylfason. 9.10.2009 04:30
Ungur lögfræðingur gefur út sína fyrstu glæpasögu „Ég vona að það sé pláss fyrir okkur bæði á markaðnum,“ segir lögfræðingurinn Ragnar Jónasson sem hefur gefið út sína fyrstu glæpasögu, Fölsk nóta. Bókin verður í harðri samkeppni fyrir jólin við nýja glæpasögu Agöthu Christie sem Ragnar sá einmitt sjálfur um að þýða. 9.10.2009 04:00
Nemendafélagssíða í anda Facebook: Ný heimasíða NFS opnuð Ný heimasíða NFS hefur nú litið dagsins ljós. Síðan hefur ýmsa skemmtilega eiginleika sem minna helst á Facebook, þar sem hver og einn hefur sitt eigið persónulega vefsvæði að innskráningu loknu. Síðan er þó enn í vinnslu og nemendur beðnir um að sýna þolinmæði, komi upp vandamál. 8.10.2009 21:26
Örlygur Smári gerist plötusnúður „Mig hefur langað til að gera þetta í langan tíma og fæ kjörið tækifæri til að kýla á þetta,", segir upptökustjórinn og lagahöfundurinn Örlygur Smári. Örlygur lætur gamlan draum rætast annað kvöld þegar hann verður plötusnúður á 90's-kvöldi á skemmtistaðnum Spot. Hann hefur hingað til verið þekktari fyrir gæfuríkt samstarf þeirra poppkóngsins Páls Óskars ásamt því að hafa tvisvar samið framlag Íslands í Eurovision. 8.10.2009 06:00
Sigvaldi J. Kárason sigraði í Cannes Franco og Formula Fun, teiknimyndaþáttaröð sem nokkrir Íslendingar koma að, var valið áhugaverðasta barnaefnið á sjónvarps-og auglýsingahátíðinni í Cannes sem nú fer fram við strendur Miðjarðarhafsins. Sigvaldi J. Kárason er leikstjóri þáttanna og hann var kampakátur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. 8.10.2009 06:00
Flateyjarævintýri Lay Low koma út Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, skellti sér síðsumars út í Flatey í Breiðafirði. Með í för voru leikstjórinn Denni Karlsson, myndatökumaðurinn Víðir Sigurðsson, hljóðupptökumaðurinn Viðar Hákon Gíslason og Kári Sturluson, umboðsmaður Lovísu. 8.10.2009 05:45
Katie Price skrifar fjórðu ævisöguna Fjórða ævisaga glamúrfyrirsætunnar Katie Price er nú í burðarliðnum en breskar bókaútgáfur hafa lýst því yfir að þær hafi ekki áhuga á að gefa bókina út. Þetta er fjórða ævisaga Price á fimm árum og í þeirri nýjustu mun hún fjalla um skilnað sinn við Peter Andre. 8.10.2009 05:30
Teknóið er enn að þróast „Reyk Veek er samstarfsverkefni nokkurra tónlistarmanna sem allir spila og semja teknótónlist. Við þekktumst lítið áður en samstarfið hófst en áttum það sameiginlegt að vilja spila gott teknó,“ segir plötusnúðurinn Heimir Héðinsson um tónlistarverkefnið Reyk Veek. 8.10.2009 05:00
LeAnn flutt í hverfið Fyrrverandi eiginkona leikarans Eddie Cibrian kvartar sáran undan nýrri kærustu hans, söngkonunni LeAnn Rimes. Brandi Glanville segir Rimes hafa sýnt mikið tillitsleysi þegar hún flutti í hverfið sem Glanville býr í ásamt börnum sínum og Cibrian, en hjónaband þeirra fór í súginn eftir að upp komst um framhjáhald Cibrians og Rimes. 8.10.2009 04:30
Fersk XX byggir á fortíðinni Það er kominn október og tónlistarspekúlantar eru farnir að velta því fyrir sér hvaða plötur verða á listanum yfir plötur ársins. Þar á meðal verður væntanlega fyrsta plata The XX frá London. 8.10.2009 04:15
STUÐMAÐUR OG FRÚ BJÓÐA ÚTLENDINGUM HEIM TIL SÍN „Við Ásta höfum stundum rætt þetta, hvort það væri ekki gaman að bjóða upp á svona hér á Íslandi. Við höfum séð þetta í útlöndum og farið í svona og þetta er miklu persónulegra heldur en að láta einhvern fararstjóra þusa yfir manni á fleygiferð inni í rútu,“ segir Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður með meiru. 8.10.2009 04:00
Friðrik Ómar eini viðskiptavinur Jógvans „Friðrik er eini viðskiptavinurinn enda er ég hættur í bili með skærin," segir Jógvan Hansen, fyrrverandi hárgreiðslumaður. Hann stundar nú nám við Keili, háskólann í Reykjanesbæ, á félagsfræðibraut og hefur tekið sér ársleyfi frá hárskerðingum og litun. Samstarfsmaður hans í tónlistinni, Friðrik Ómar, nýtur hins vegar þess heiðurs að vera eini viðskiptavinur Jógvans. 8.10.2009 03:45
Leikherbergi Brads Pitt Brad Pitt segist ekki hafa orku til að fara út að skemmta sér nú þegar hann er sex barna faðir. Þess í stað býður hann vinum sínum heim til sín þegar hann hefur þörf fyrir félagsskap. 8.10.2009 03:30
Eftirlitsmaðurinn er mættur hingað Annað kvöld er frumsýning í Nemendaleikhúsi Listaháskóla Íslands. Verkið er nú sett upp í þriðja sinn hér á landi en hefur löngum verið talið eitt öndvegisverk rússneskra leikbókmennta: Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol. Þetta er fyrsta verkefni útskriftarhópsins á lokaári: Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ævar Þór Benediktsson fara á næsta vori út í lífið. 8.10.2009 03:00
Sonur Gunna Þórðar er kominn í tónlistarbransann Eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni. Sonur Gunna Þórðar þreifar nú fyrir sér í tónlistinni. 8.10.2009 03:00
Milljarðar tapast og hundrað störf glatast Íslensk kvikmyndagerð er í mikilli hættu að mati forsvarsmanna atvinnugreinarinnar ef boðaður niðurskurður í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika. Hátt í hundrað störf munu glatast og veltan getur dregist saman um rúma tvo milljarða. 8.10.2009 03:00
Flytur heim og gerir gott úr hlutunum Líney Inga Arnórsdóttir útskrifaðist í vor frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Henni hefur verið boðið starf hjá Ketchum, sem er annað stærsta almannatengslafyrirtæki heims, en hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum gera henni ómögulegt að starfa hjá fyrirtækinu þegar tímabundið landvistarleyfi hennar rennur út. 8.10.2009 02:45
Anna Sigga með fyrstu íslensku hárlínuna „Stóru hárgreiðslufyrirtækin senda reglulega frá sér hárlínur, alveg eins og fatahönnuðir gera. Mér datt í hug að það gæti verið gaman að gera mína eigin línu og ákvað að láta verða af því þar sem þetta er eitthvað sem mér þykir gaman að gera og það hefði verið leiðinlegt ef hugmyndin hefði bara grotnað í hausnum á mér,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir hárstílisti, sem sendi frá sér sína fyrstu hárlínu, Psychobilly, fyrir stuttu. 8.10.2009 02:45
Lennon-veisla í boði Yoko Ono Á föstudaginn, sem hefði orðið 69 ára afmælisdagur Johns Lennon, verður Friðarsúlan í Viðey tendruð í þriðja sinn. Yoko Ono kemur enn og aftur til landsins og býður ókeypis ferðir til Viðeyjar á föstudaginn og um næstu helgi. Einnig býður hún á tónleika til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sem hefjast kl. 22 á föstudagskvöld. 8.10.2009 02:30