Fótbolti

Ranieri orðinn þjálfari Kolbeins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ranieri í sínum síðasta leik sem stjóri Leicester.
Ranieri í sínum síðasta leik sem stjóri Leicester. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson fékk nýjan þjálfara í gær er Ítalinn Cladio Ranieri var ráðinn þjálfari franska liðsins Nantes.

Ranieri tekur við starfinu af Portúgalanum Sergio Conceicao sem er tekinn við Porto.

Ranieri þurfti að fá sérstakt leyfi hjá frönsku úrvalsdeildinni til þess að taka við Nantes þar sem hann er orðin 65 ára gamall en einhverra hluta vegna eru Frakkar með aldurshámark á aldri knattspyrnuþjálfara í deildinni.

Þetta er sautjánda starf Ranieri á löngum ferli sem spannar 31 ár. Hápunktinum náði hann þó klárlega með Leicester er hann vann ensku úrvalsdeildina með liðinu.

Kolbeinn hefur ekki spilað lengi með Nantes vegna meiðsla og framtíð hans í fótboltanum óljós. Hann er þó enn á mála hjá Nantes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×