Fleiri fréttir

Hallar á ógæfuhliðina hjá forseta Brasilíu

Ennn kvarnast úr stuðningnum við Dilmu Rousseff Brasilíuforseta sem reynir nú að komast hjá lögsókn. Annar flokkur í samsteypustjórn Rousseff hefur nú sagt sig úr stjórninni en í síðasta mánuði fór stærsti samstarfslokkurinn frá borði.

Einn handtekinn á Schiphol

Hluta Schiphol flugvallar í Amsterdam í Hollandi var lokað í gærkvöldi þar sem óttast var að sprengjumaður væri á vellinum. Tugir lögreglumanna stukku inn í flughöfnina og lokuðu hluta hennar af í fjóra tíma og var öllum gert að yfirgefa bygginguna. Ástandið varði í fjóra klukkutíma og var einn maður handtekinn en ekki er ljóst hvort hann hafi haft nokkuð illt í hyggju.

Clinton og Trump jöfn

Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum.

Efnt til þingkosninga í hluta Sýrlands í dag

Allar líkur eru á að Assad forseti og stjórn hans vinni stórsigur í kosningum í Sýrlandi í dag. Vopnahlé tók gildi í lok febrúar. Ýmsir hryðjuverkahópar áttu ekki aðild að því. Loftárásum hefur verið haldið áfram á yfirráðasv

Húsleit hjá Mossack Fonseca í Panama

Lögreglan í Panama gerði í gær húsleit á skrifstofum lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, sem er stofan sem Panamaskjölin svokölluðu láku frá.

LSD veldur aukinni virkni í heila

Nýleg rannsókn á ofskynjunarlyfinu LSD gefur til kynna að lyfið losi heilann tímabundið frá því vinnuferli sem hann þróar með sér frá barnæsku. Tímamóta rannsókn segja vísindamenn.

AGS: Vara Breta við að yfirgefa ESB

Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn segir Breta verða fyrir gífurlegum efnahagslegum skaða kjósi þeir að yfirgefa Evrópusambandið.

Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum

Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð.

Vilja sækja Rousseff til saka

Nefnd á brasilíska þinginu samþykkti í gær að unnið skuli að því að lögsækja sitjandi forseta landsins, Dilmu Rousseff. Nefndin samþykkti tillöguna með 38 atkvæðum gegn 27 en hún er sökuð um að hafa fegrað bókhald ríkisins til þess að fela fjárlagahallann.

Ráðherra segir ekkert rangt við að græða

Cameron bregst við Panama-skjölunum með því að boða strangari reglur um skattsvik. Osborne og Corbyn hafa einnig birt tölur úr skattframtölum sínum. Á morgun koma embættismenn frá fimmtíu löndum saman til að ræða viðbrögð við skj

Cameron ræðir mál sín í þinginu

David Cameron forsætisráðherra Breta á erfiðan dag fyrir höndum þegar hann mætir í þingið í fyrsta sinn frá því upp komst að hann hafi hagnast á aflandsfélagi sem var í eigu föður hans sem nú er látinn. Cameron ætlar í dag að skýra frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að refsa fyrirtækjum sem hvetja til skattaundandskota eða hjálpa starfsfólki sínu við að stunda slíkt.

Sjá næstu 50 fréttir