Fréttir

Fréttamynd

Fáar nýráðningar í Bandaríkjunum

Nýráðningar voru með minnsta móti í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar Bandaríkjanna. Nýráðningar voru 138.000 talsins og er það með minnsta móti samanborið við síðustu sex mánuði. Laun hafa hins vegar hækkað nokkuð og vekur það ugg manna um yfirvofandi verðbólgu. Atvinnuleysi stóð í stað á milli mánaða en það mældist 4,7 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Breytingar á friðarsamningum í Súdan

Stjórnvöld í Súdan hafa samþykkt breytingar á friðarsamningum milli stríðandi fylkinga í Darfur-héraði. Þetta er haft eftir háttsettum sáttasemjara á vegum Afríkubandalagsins.

Erlent
Fréttamynd

73 breytingar á bensínverði árið 2005

Talsmenn Atlantsolíu telja víst að lækkun stóru olíufélaganna á bensíni í gær megi rekja til þess að Atlantsolía hafi ekki hækkað sitt verð upp á síðkastið, eins og stóru félögin. Benda þeir á að áður en félagið kom inn á markaðinn hafi stóru félögin aðeins endurskoðað verðlagningu á mánaðar fresti, en sjötíu og þrjár verðbreytingar hafi orðið hjá þeim á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Hálfur annar milljarður í nefndir

Nefndir ráðuneytanna kostuðu ríkissjóð nær einn og hálfan milljarð króna á síðasta ári. Rúmlega helmingur þeirrar upphæðar er vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa verið við stýri

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki hafa verið við stýrið þegar skemmtibátur hans steytti á skeri á Viðeyjarsundi, sem leiddi til dauða karls og konu. Málflutningur hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán ráðnir fyrstir til starfa

Fyrstu starfsmennirnir sem Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar ræður til að vinna við rekstur flugvallarins verða þrettán starfsmenn snjóhreinsunar- og brautadeildar. Vinna við samningagerð og ráðningar fer fljótt í fullan gang.

Innlent
Fréttamynd

Kögun tapaði 100 milljónum

Kögun hf. og dótturfélög fyrirtækisins töpuðu 100 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 195 prósenta viðsnúningur frá síðasta ári þegar fyrirtækið skilaði 105 milljóna króna hagnaði. Tap Kögunar fyrir skatta nam 120 milljónum króna. Kögun hf. verður skráð úr Kauphöll Íslands gangi yfirtökutilboð Skoðunar ehf. í fyrirtækið eftir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði lítillega

Olíuverð hækkaði lítillega á mörkuðum í dag í kjölfar lækkana síðustu daga og fór yfir 70 dollara markið á ný á helstu mörkuðum. Verð á olíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 14 sent í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og stendur verðið í 70,08 dollurum á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu hækkaði um 21 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og stendur nú í 70,50 dollurum á tunnu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ráðherrabreytingar í bresku ríkisstjórninni

Charles Clarke, innanríkisráðherra í bresku ríkisstjórninni, lætur af embætti sínu og Jack Straw utanríkisráðherra verður forseti neðri deildar þingsins. John Prescott varaforsætisráðherra verður þó ekki látinn víkja en einhver verkefni tekin af honum.

Erlent
Fréttamynd

Fimm ölvaðir við akstur

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði 120 ökumenn upp úr miðnætti í nótt. Fimm þeirra reyndust vera undir áhrifum áfengis og þar af var einn réttindalaus. Auk þess voru tveir rétt undir leyfilegum mörkum og fengu ekki að halda áfram akstri í nótt, en verða hinsvegar ekki sektaðir.

Innlent
Fréttamynd

Sagðir stelast inn í lögsögu

Skipstjórar á íslenskum frystitogurum halda því fram að erlendir togarar eigi það til að stelast inn fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögumörk Íslands á Reykjaneshrygg þegar Landhelgisgæslan sér ekki til, en slíkt er landhelgisbrot.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignaskattar hafa lækkað um 25% í Árborg

Bæjarstjórn Árborgar hefur ákveðið að lækka fasteignaskatta úr núll komma 37 prósentum í núll komma þrjátíu. Þessi lækkun bætist ofan á lækkun sem ákveðin hafði verið í desember í fyrra. Samtals hafa fasteignaskattar því lækkað um 25 prósent í Árborg. Fasteignaskattar hafa lækkað víða á suðvesturhorninu í kjölfar gífurlegrar hækkunar á fasteignaverði enda eru skattarnir reiknaðir út frá fasteignamati.

Innlent
Fréttamynd

Heldur í helstu landnemabyggðir

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hét því að halda í helstu landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum þegar ríkisstjórn hans sór embættiseið í gær. Fjórir flokkar eiga aðild að ísraelsku ríkisstjórninni en Olmert sagðist stefna að því að fá fleiri flokka til samstarfs.

Erlent
Fréttamynd

Einn og hálfur milljarður í nefndastörf

Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna nefndastarfa á vegum ráðuneyta nam nær einum og hálfum milljarði króna á síðasta ári. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar er til kominn vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Sagðir ætla að myrða teiknarana

Tólf öfgafullir múslimar eru sagðir á leið til Danmerkur til þess að myrða mennina, sem teiknuðu skopmyndirnar af Múhameð spámanni, sem birtar voru í Jótlandspóstinum.

Erlent
Fréttamynd

Taka við Keflavíkurflugvelli 1. júlí

Íslendingar taka við rekstri Keflavíkurflugvallar 1. júlí næstkomandi. Lög í þessa veru voru samþykkt frá Alþingi í gærkvöldi. Það var þó ekki hægt fyrr en þingmenn voru þrisvar búnir að greiða atkvæði með afbrigðum svo hægt væri að flýta afgreiðslu frumvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Færri bjóða í lóðir en áður

Boðnar voru tíu til fjórtán milljónir króna í hverja lóð í tíu lóða útboði Reykjavíkurborgar í lóðir í Úlfarsárdal, en tilboðin voru opnuð í gær. Alls bárust 143 tilboð í lóðirnar frá aðeins sautján bjóðendum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja gagnsæi í starfskjörum þingmanna og ráðherra

Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Blair stokkar upp stjórn sína

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hóf uppstokkun í ríkisstjórn sinni nú í morgun eftir slæmt gengi Verkamannaflokksins í sveitastjórnarkosningum. Blair vill þó ekkert gefa upp um hvaða breytingar sé um að ræða að svo stöddu.

Erlent
Fréttamynd

Deilt um skattbyrði í ljósi nýrra útreikninga

Síðustu þrír fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru mestu skattpíningarráðherra Íslandssögunnar fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á þingi í kvöld um skattbyrði. Fjármálaráðherra sakaði Samfylkinguna um hentistefnu í skattaumræðum og sagði vitlausar fullyrðingar um skattbyrði ekki verða réttari þótt fleiri endurtækju þær.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlusveit gæslunnar varla tilbúin í haust

Nær útilokað er að Landhelgisgæslan hafi til reiðu fjögurra þyrlna fullmannaða sveit í haust, þegar áætlað er að herþyrlur fari af landi brott. Það tekur til að mynda lágmark fjóra til fimm mánuði að þjálfa nýjan flugmann.

Innlent
Fréttamynd

Heimilt að samkeyra upplýsingar lögreglu og skattayfirvalda

Vinnumálastofnun er heimilt að samkeyra upplýsingar stofnunarinnar með upplýsingum lögreglu, Útlendingastofnunar og skattayfirvalda, eftir að ný lög um atvinnuréttindi útlendinga hér á landi tóku gildi 1. maí. Þetta er heimilað til að unnt sé að athuga hvort atvinnurekendur fari að lögum við ráðningu erlendra starfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Óvissu um afdrif starfsmanna á Keflavíkurflugvelli aflétt

Allir starfsmenn sem sagt hefur verið upp störfum á Keflavíkurflugvelli og heyra undir nýstofnaða Flugmálastjórn þar, geta fengið vinnu hjá hinni nýju stofnun. Geir h Haarde, utanríkisráðherra, segir stofnunina setta á laggirnar til bráðabyrgða en í framtíðinni muni starfsemin á Keflavíkurflugvelli heyra undir samgönguráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptabankarnir þola vel skell

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir að staða viðskiptabankanna sé það sterk að þeir þoli áföll. Hann segir þá hins vegar verða að hægja á vexti sínum. Seðlabankastjóri gagnrýnir bankastarfsemi ríkisins í gegnum íbúðalánasjóð og segir stöðuna á húsnæðismarkaðnum óviðunandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir yfirvöld þurfa standa vörð um erlent launafólk

Starfsgreinafélag Austurlands gagnrýnir yfirvöld harðlega fyrir slæleg vinnubrögð lögreglu og annarra opinberra aðila með eftirliti á kaupum og kjörum erlends launafólks. Félagið kærði fyrirtæki á Austurlandi í október fyrir að ráða erlenda verkamenn sem skráðir voru ferðamenn í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framið rán í Árbæjarapóteki vopnaður hnífi í febrúar á síðasta ári. Það kemur til þyngingar dómsins að maðurinn rauf skilorð þegar atburðurinn átti sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Skoruðu á þýsk stjórnvöld og KSÍ vegna vændis tengdu HM

Fulltrúar kvennahreyfingarinnar á Íslandi afhentu í dag Knattspyrnusambandi Íslands áskorun vegna þess vændis og mansals sem fylgja mun heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í sumar. Það var formaður KSÍ sem tók við áskoruninni þar sem farið er fram á að sambandið mótmæli þeirri ofbeldisvæðingu sem felist í því að flytja tugþúsundir kvenna til Þýsklands frá Mið- og Austur-Evrópu til þess að stunda vændi á meðan HM fer fram.

Innlent
Fréttamynd

Minni innflutningur í apríl

Vörur voru fluttar hingað til lands fyrir 27 milljarða króna í síðasta mánuði ef marka má bráðabirgðatölur um innheimtu virðisaukaskatts. Þetta kemur fram í Vefriti Fjármálaráðuneytisins í dag. Þetta er 6 milljörðum krónum minna en í mars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkaði

Olíuverð lækkaði um rúman dal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri greinargerð sinni að olíubirgðir í landinu hefðu aukist. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja skýrari reglur um hljóðmengun

Íbúasamtök Laugardalshverfa, Grafarvogs og Þriðja hverfis hafa farið þess á leit við borgarstjórn Reykjavíkur að settar verði reglur um mat á áhrifum framkvæmda á lífsgæði íbúa.

Innlent