Fótbolti

Robinho: Ég vil fara til Chelsea

Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hefur gefið það út að hann vilji fara frá Real Madrid og ganga til liðs við Chelsea. Enska liðið hefur verið á eftir þessum snjalla leikmanni í allt sumar.

Enski boltinn

Boruc datt á djammið

Artur Boruc, markvörður skoska liðsins Celtic, hefur verið tekinn úr landsliðshópi Póllands fyrir leiki í undankeppni HM í næsta mánuði. Ástæðan er sú að hann og tveir liðsfélagar hans brutu agareglur.

Fótbolti

David Healy til Sunderland

Sunderland er að ganga frá kaupunum á sóknarmanninum David Healy frá Fulham. Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, er að tryggja sér Djibril Cisse á lánssamningi svo liðinu ætti ekki að skorta möguleika í sóknarlínuna.

Enski boltinn

Hermann fær samkeppni frá Traore

Franski vinstri bakvörðurinn Armand Traore er kominn til Portsmouth. Hann kemur á lánssamningi frá Arsenal til eins árs og mun veita Hermanni Hreiðarssyni samkeppni um stöðuna.

Enski boltinn

Steve Davis til Rangers

Norður-Írinn Steve Davis er farinn frá Fulham og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við skoska liðið Glasgow Rangers. Þessi 23 ára miðjumaður var á lánssamningi hjá Rangers seinni hluta síðasta tímabils.

Enski boltinn

Vincent Kompany til City

Manchester City hefur komist að samkomulagi við þýska félagið Hamburg um kaupverðið á varnarmanninum Vincent Kompany. Þessi 22 ára belgíski varnarmaður á 23 landsleiki að baki.

Enski boltinn

Útilokað að Arshavin fari til Tottenham

Zenit frá Pétursborg hefur útilokað að Andrei Arshavin fari til Tottenham. Félagið segir það ljóst að viðræður við enska félagið muni ekki halda áfram þar sem það væri ekki hægt að finna leikmann í stað Arshavin.

Enski boltinn

Barwick að hætta hjá FA

Brian Barwick mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins í lok ársins. Þessi ákvörðun var tekin eftir langar viðræður hans við stjórnarformanninn Lord Triesman um hlutverk sitt í sambandinu.

Enski boltinn

Berbatov áritaði United treyju

Breska blaðið The Sun birti í dag myndir af Dimitar Berbatov, sóknarmanni Tottenham, að árita Manchester United treyju. Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við United í sumar.

Enski boltinn

Úrslit vináttulandsleikja

Fjölmargir vináttulandsleikir í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Frakkar unnu til að mynda 3-2 sigur á Svíum og Danir steinlágu á heimavelli fyrir Spánverjum, 3-0.

Fótbolti

Silvestre til Arsenal

Arsenal hefur gengið frá kaupum á franska landsliðsmanninum Mikael Silvestre frá Manchester United. Silvestre samdi við Arsenal til næstu tveggja ára.

Enski boltinn

Tap fyrir Danmörku

Íslenska U21-landsliðið tapaði 0-2 fyrir því danska í vináttulandsleik sem fram fór á KR-vellinum í dag. Danirnir skoruðu í sitthvorum hálfleiknum en það síðara var úr vítaspyrnu.

Íslenski boltinn

Grétar ekki meira með í sumar

Grétar Ólafur Hjartarson, sóknarmaður Grindavíkur, mun ekki leika meira með í Landsbankadeildinni í sumar. Hann er með slitið liðband á utanverðu hné en frá þessu greindu Víkurfréttir í dag.

Íslenski boltinn