Fleiri fréttir

„Leikskólinn er að berjast fyrir lífi sínu“

Samráðsfundur mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar með fulltrúum þeirra stéttarfélaga sem eiga starfsmenn í leik- og grunnskólum borgarinnar sem og frístundaheimilum, hófst nú klukkan þrjú. Til fundarins er boðað vegna fyrirhugaðra sameininga hjá skólum og frístundaheimilum borgarinnar.

Morðmálið lagt í dóm

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni lauk eftir klukkan eitt í dag og málið var þá lagt í dóm. Ákæruvaldið krefst ítrustu refsingar yfir Gunnari Rúnari sem er sextán ára fangelsi. Verjandi hans krefst hins vegar sýknu á grundvelli 15. greinar almennra hegningalaga, þ.e. á þeirri forsendu að hann hafi verið ófær um að stjórna gerðum sínum sökum geðveiki þegar morðið var framið.

„Dresscode“ á balli Samfés - flegnir bolir bannaðir

Mun strangari reglur um klæðaburð gilda á balli Samfés í ár, Samtaka félagsmiðstöðva. Í bréfi sem stjórn Samfés hefur sent til grunnskólanema og starfsfólks félagsmiðstöðva kemur fram að fjölmargar athugasemdir hafi borist vegna klæðaburðar krakkanna á undanförnum árum. Nú er því brugðist við þeim athugasemdum með ströngum reglum um klæðaburð, svokölluðum „dresscode."

Íslenskur talgervill í smíðum

Blindrafélagið hefur tekið ákvörðun um að hafa forgöngu um smíði á nýjum íslenskum talgervli (Text To Speach Engine eða TTS) sem stenst samanburð við það besta sem þekkist í erlendum málum.

Neytendasamtökin vilja taka upp Skráargatið

Neytendasamtökin hafa ítrekað hvatt til þess að hollustumerkið Skráargatið verði tekið upp á Íslandi. Merkið er valkvætt fyrir framleiðendur og einungis þau matvæli sem eru hollust í sínum flokki mega bera það.

Krefjast lokaðra réttarhalda yfir Þorvarði

Lögmaður Þorvarðs Davíðs Ólafssonar fór fram á að réttarhöld yfir honum yrðu lokuð almenningi en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þorvarður er ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst á föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Þórðarson, í nóvember á síðasta ári.

Svæsið geðrof gerði Gunnar Rúnar ófæran um að stjórna gerðum sínum

Svæsið geðrof varð til þess að Gunnar Rúnar Sigurþórsson varð ófær um að stjórna gerðum sínum, sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Gunnars Rúnars, í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Máli sínu til stuðnings benti hún á vitnisburð þriggja geðlækna sem hafa borið vitni fyrir dómi. Hún fer frammá sýknu í málinu.

Ný neysluviðmið kynnt í dag

Velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, kynnir í dag skýrslu um svonefnd neysluviðmið, sem eiga að endurspegla mánaðarleg útgjöld landsmanna. Talið er að niðurstöðurnar geti skipt miklu í viðræðum um endurnýjun kjarasamninga. Áður hafa ýmsir reiknað út neysluviðmið, en niðurstöðurnar hafa verið afar ólíkar, eftir því hver reiknar. Guðbjartur kynnir nýju neysluviðmiðin klukkan þrjú.

Svæfingalæknir í fangelsi fyrir fjársvik

Fimmtíu og fimm ára gamall svæfingalæknir var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að svíkja rúmlega fjóra og hálfa milljón króna út úr Tryggingastofnun.

Borgarar njóti sólar við vegg Tollhússins

Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur, leggja til að bílastæðin sunnan við Tollhúsið í Tryggvagötu verði færð úr sólinni og í skuggann hinu megin götunnar.

Reyndi að smygla rítalíni og rívotríli á hraunið

Kona var handtekin á Litla-Hrauni vegna gruns um að ætla að smygla lyfjum til fanga í fangelsinu í síðustu viku. Hún hafði innan klæða um 200 töflur af rítalíni og rívotríli sem hún hafði framvísað til fangavarðar rétt áður en lögreglumenn komu á staðinn.

Ölvaður ökumaður festi bíl og hringdi á lögguna

Lögreglumenn á Selfossi höfðu hinsvegar í nægu að snúast síðastliðið föstudagskvöld eftir að talsverð snjókoma olli ófærð. Nokkuð var um að leitað væri til lögreglu vegna ökutækja sem sátu föst í snjó.

Opinn fundur um atvinnuleið SA

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um atvinnuleiðina á miðvikudaginn kemur klukkan 8:30 og stendur fundurinn til klukkan tíu. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík en atvinnuleiðin er sýn Samtaka atvinnulífsins á leiðina út úr kreppunni.

Deilt um sakhæfi Gunnars Rúnars

Í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni er aðallega deilt um sakhæfi Gunnars, sagði Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari í málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Vitnaleiðslur báru þessa klárlega merki í dag, enda voru fjögur vitni og þar af þrír geðlæknar. Gunnar Rúnar hefur játað morðið á sig á fyrri stigum þess og vildi ekki bæta neitt við þann framburð í dag.

Gönguskíðabrautir troðnar í Heiðmörk

Gönguskíðabrautir hafa verið troðnar í Heiðmörk og er öll aðstaða eins og best verður á kosið. Í dag er fínasta veður og færi, mikill snjór, logn og sólskin og vel kalt.

Erfiður morgunn fyrir fjölskyldu Hannesar

„Það hefur verið erfitt fyrir þá sem sitja í dómsalnum að hlusta á óhugnanlegar lýsingarnar á morðinu. Ekki síst fyrir fjölskyldu, vini og aðstandendur Hannesar. Þetta hefur verið erfiður morgunn,“ sagði fréttamaðurinn Andri Ólafsson, í viðtali við Bylguna í hádeginu, þar sem hann lýsti andrúmsloftinu í réttarhöldunum yfir Gunnar Rúnari Sigurþórssyni.

Fimmtíu kannabisplöntur í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði um helgina. Að sögn lögreglu fundust rúmlega 50 kannabisplöndur auk þess sem hald var lagt á ýmsan búnað sem tengist starfsemi sem þessari.

Bankar og pósthús opin í Kaíró

Bankar, pósthús og bensínstöðvar voru opin í Kairó höfuðborg Egyptalands í dag annan daginn í röð. Þessar stofnanir hafa verið lokaðar meira og minna frá því mótmælin hófust fyrir fjórtán dögum. Mótmælendur halda enn fyrir á Frelsistorginu og hafa margir slegið upp tjöldum og heita því enn að yfirgefa ekki torgið fyrr en Hosni Mubarar forseti er farinn frá völdum. Yfirvöld hafa slakað á útgöngubanni, sem tekið hefur gildi klukkan þrjú á daginn að staðartíma en gildir nú frá klukkan fimm. Það hefur þó takmarkaða þýðingu vegna þess að mótmælendur hafa algerlega hundsað það. Daglegt líf er samt sem áður að verða meira og meira eins og íbúarnir eiga að venjast.

100 unglingar á æskulýðsmóti

Um 100 unglingar á aldrinum 13 til 16 ára og leiðtogar af Norður- og Austurlandi tóku þátt í æskulýðsmóti í Brúarási á Fljótsdalshéraði. Mótið var haldið í Brúarásskólao og þema mótsins var „Með sama hugarfari og Kristur" og vísar til þess að við erum öll ólík, en eitt, að því er fram kemur í tilkynningu. „Höfum margbreytilega hæfileika, sem við eigum að nýta hvert fyrir annað og samfélag okkar. Í þemastund á laugardeginum var fræðsla um mannréttindi, hver við erum, hvað við eigum sameiginlegt og mikilvægi þess að hugsa til þeirra sem njóta ekki mannréttinda.“

Páfagaukar og eðlur frusu í hel í mexíkóskum dýragarði

Þrjátíu og fimm dýr í mexíkóskum dýragarði frusu í hel þegar kuldinn í norðurhluta Mexíkó varð sá mesti í 60 ár. Dýragarðurinn Serengeti Zoo er í Chihuahua-fylki þar sem frosthörkur hafa verið miklar undanfarna daga og varð kaldast þegar frostið náði þrettán gráðum.

Segir umræðu um erfðatækni á algjörum villigötum

Framkvæmdastjóri ORF Líftækni segir að þingsályktunartillaga átta þingmanna um bann við útiræktun á erfðabreyttum líverum gangi þvert gegn vísindalegum rökum. Þá segir hann umræðuna um erfðatækni á algjörum villigötum.

Gagnrýnir ráðningarferli forstjóra OR

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir að verulegar brotalamir séu á vinnubrögðum meirihluta stjórnarinnar vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnar tillögu Kjartans um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð.

„Kæri Jón“ - 8. bekkingar keppa

Ritgerðasamkeppni meðal nemenda 8. bekkjar grunnskólanna er hafin. Nemendur skrifa Jóni Sigurðssyni bréf í tilefni af 200 ára afmæli hans á árinu. Yfirskrift keppninnar er „Kæri Jón...“

Aðkoman á morðstað föst í huga Hildar

„Mér líður ógeðslega illa - persónan sem ég var er bara horfin," sagði Guðlaug Matthildur Rögnvaldsdóttir, unnusta Hannesar Þórs Helgasonar, við vitnaleiðslur í héraðsdómi í morgun. Guðlaug Matthildur, sem kölluð er Hildur, var niðurlút þegar hún gekk inn í dómssalinn.

Ókeypis hafragrautur og lýsi á morgnana

„Þegar fjármunir eru af skornum skammti skiptir máli að hugsa út fyrir rammann," segir Ragnheiður Linda Skúladóttir, forstöðurmaður Hringsjár sem er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla.

Frábært færi í Bláfjöllum

Opið er á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag. Í Hlíðarfjalli verður opið frá klukkan 13 - 19. Vindhraðinn í fjallinu er tveir metrar á sekúndu og frostið um tíu gráður.

50 þúsund fyrir upplýsingar: Auglýst eftir árásarmanni

Gestur á kosningaballi stúdentahreyfingarinnar Vöku aðfaranótt föstudags kastaði glasi inn á dansgólfið með þeim afleiðingum að tvær stúlkur slösuðust. Önnur hlaut alvarleg meiðsl af árásinni og brotnuðu meðal annars fimm tennur.

Fór að huga að morði eftir gerð YouTube myndbandsins

Hugmynd Gunnars Rúnars Sigurþóssonar um að losna við Hannes Þór Helgason virðist hafa sprottið upp eftir að hann setti myndband á YouTube með ástarjátningu til hennar til unnustu Hannesar. Þetta kom fram í máli Tómasar Zoega geðlæknis sem gerði yfirmat á Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ásamt Kristni Tómassyni geðlækni.

HS Orka hækkar verð á raforku

Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin.

Lúkas lifir í dómsölum - þurfti að endurflytja málið

Fyrsta dómsuppsaga í meiðyrðamáli, sem Helgi Rafn Brynjarsson hefur höfðað, verður á næsta fimmtudag. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn ætti einhvern hlut að máli.

Hvar eru Alessia og Livia?

Mikil leit stendur nú yfir víða um heim að sex ára gömlum tvíburasystrum. Lögreglan í þremur ríkjum leitar nú að stúlkunum en faðir þeirra rændi þeim af heimili þeirra í Sviss á dögunum. Hann framdi síðan sjálfsmorð með því að stökkva fyrir lest og enginn veit hvar stúlkurnar eru niðurkomnar. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir stúlkunum, sem heita Alessia og Livia, og þyrlur og leitarhundar hafa verið notaðar til að kemba svæðið í kringum Puglia á Ítalíu, en faðirinn lést þar.

Djúpstæð sektarkennd vegna morðsins

Gunnar Rúnar Sigurþórsson þroskaðist eðlilega sem ungt barn en varð fyrir hörmulegu áfalli þegar faðir hans svipti sig lífi. Þetta sagði Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir sem gerði geðrannsókn á Gunnari Rúnari eftir að hann var handtekinn vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Helgi Garðar bar vitni í dómnum í morgun. Helgi Garðar telur Gunnar Rúnar vera ósakhæfan og vill að hann sæti öryggisgæslu.

Eldrauður Landspítali í þriðja sinn

Landspítalinn við Hringbraut er nú í þriðja sinn lýstur upp í rauðum lit til að minna á forvarnir hjá konum vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga má úr líkum á þessum sjúkdómum.

Innfæddir tóku yfir lúxushótel á Páskaeyju

Lögeglan á Páskaeyju, sem er undan ströndum Chile í Suður Ameríku, lét í nótt til skarar skríða gegn hópi innfæddra sem höfðu tekið sér bólfestu í lúxushóteli einu á eyjunni og haldið þar til frá því í ágúst á síðasta ári.

Ætlar að bregða búi vegna Funamálsins

Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér enga framtíð í áframhaldandi búskap í Efri-Engidal eftir að niðurstöður mælinga Matvælastofnunar staðfestu díoxínmengun í mjólk, kjöti og fóðri á bænum.

Gunnar Rúnar svarar engu - víkur úr dómsal

Gunnar Rúnar Sigurþórsson svarar engum spurningum við aðalmeðferð sem nú stendur yfir þar sem hann er ákærður fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Lögmaður Gunnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðarinnar í morgun að hann myndi nýta sér rétt sinn til að svara engum spurningum heldur aðeins staðfesta lögregluskýrslur. Gunnar Rúnar óskaði eftir að víkja úr dómsal á meðan aðalmeðferðin stendur yfir, utan þess þegar hann staðfestir lögregluskýrslur, og var orðið við þeirri beiðni. Að þessu loknu var gert stutt hlé á þinghaldi en næst á dagskrá er skýrslutaka af geðlæknum.

Fullur bíll af ungmennum hafnaði úti í sjó

Fullur bíll af ungmennum hafnaði úti í sjó á laugardagskvöldinu á Eskifirði. Fimm manns voru í bílnum og þurfti að flytja tvo á sjúkrahús og tvo á heilsugæslu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Eskifirði þá mjaðmagrindabrotnaði stúlka sem var farþegi í bílnum.

Aguilera klúðraði þjóðsöngnum á Super Bowl

Söngkonan Christina Aguilera hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni á Super Bowl þar sem hún klúðraði bandaríska þjóðsöngnum. Super Bowl er sá íþróttaviðburður sem hvað flestir Bandaríkjamenn fylgjast með en söngur Christinu þótti tilgerðarlegur á köflum auk þess sem hún gleymdi textanum.

Enn barist á landamærum Tælands og Kambódíu

Enn kom til átaka í morgun á milli herja Kambódíu og Tælands en síðustu fjóra daga hafa bardagar geisað á landamærum ríkjanna. Stórskotahríð og vélbyssuskothríð heyrðist í morgun nálægt merkilegu klaustri frá elleftu öld og segja Kambódíumenn að byggingin hafi skemmst í átökunum.

Fjórhjólamenn í ógöngum við Esjurætur

Tveir menn á fjórhjólum óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita eftir að hafa fest hjólin úti í á, skammt frá Tröllafossi við Esjurætur undir kvöld í gær. Þeir óðu krapaða og ískalda ánna í land, og kólnaði mikið við það.

Assange tekur til varna í London

Málflutningur hefst í dag í London í máli Julians Assange en sænska ríkið vill fá hann framseldan þangað vegna ásakana um kynferðisbrot. Lögmaður Assange segir að Svíar hafi ekki haft rétt til þess að gefa út handtökuskipun á hendur Assange á sínum tíma vegna þess að engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur honum. Lögmaðurinn mun einnig grípa til varna á grundvelli mannréttinda að því er fram kemur á BBC en Assange óttast að verða framseldur áfram til Bandaríkjanna verði hann á annað borð sendur til Svíþjóðar.

Sjá næstu 50 fréttir