Fleiri fréttir Veðurstofan varar við vorhreti Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á vorhreti framundan. Í tilkynningu segir að stíf norðaustan- og norðanátt verði ríkjandi næstu daga með kólnandi veðri á landinu öllu. Á morgun má reikna með slyddu á heiðum og fjallvegum á svæðinu frá Tröllaskaga til Austfjarða, en aðfaranótt fimmtudags bætir í vind á því svæði og úrkoma verður slydda eða snjókoma, jafnt á láglendi sem til fjalla. 17.5.2011 16:44 Flugumferð beint frá Austurvelli vegna loftfimleikamanna Flugumferð verður beint frá Austurvelli á laugardaginn vegna óvenjulegrar listauppákomu sem verður í boði í miðborginni á laugardaginn. 17.5.2011 16:13 Rottweilertíkin enn í felum - lögreglu skortir úrræði Rottweilertíkin Chrystel, sem var rænt úr vörslu lögreglu í byrjun mánaðarins, er enn ófundin. Lögreglan á Selfossi hefur sent beiðni til allra dýralækna á landinu, á allar lögreglustöðvar og til þeirra starfsmanna sem sjá um skráningu dýra, um að hafa samband ef tíkin kemur í leitirnar. Chrystel skal aflífa samkvæmt úrskurði héraðsdýralæknis og síðar úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir sem tók málið upp eftir að eigandi tíkarinnar kærði úrskurð héraðsdýralæknis. Eins og komið hefur fram í fréttum beit Chrystel konu í handlegginn í byrjun marsmánaðar. Áður hafði hún bitið dóttur konunnar. "Hugmyndin er enn að handsama hana og fylgja málinu eftir í samræmi við fram komna úrskurði," segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi. Lögreglan hefur þó engin úrræði nú önnur en að bíða og vonast eftir að fá vísbendingar um hvar tíkina er að finna. "Þetta sýnir okkur hversu máttlaust kerfið er í raun þegar kemur að því að fást við svona mál," segir Oddur. "Ljóst er að lagarammi sá sem hundahald byggir á er engan vegin til þess fallin að tryggja hundum eðlilegt viðurværi né heldur úrræði ef eigendur þeirra sýna ekki af sér þá ábyrgð að sinna umsjón þeirra af kostgæfni," segir hann. Oddur bendir ennfremur á að samþykktir um hundahald séu misjafnar eftir sveitafélögum. "Misjafnt er hver skuli taka ákvarðanir á grundvelli þeirra, kæruleiðir eru einnig misjafnar og jafnvel ekki til staðar og fleira mætti telja til. Því er spurning hvort sá rammi sem þar er settur um úrræði eigi ekki frekar heima í lögum um dýravernd en samþykktum um hundahald þannig að jafnræðis sé gætt," segir hann. Chrystel var vistuð á vegum lögreglunnar á hundahóteli á meðan beðið var úrskurðar eftir að eigandi kærði upphaflegan úrskurð um aflífun tíkarinnar vegna bits. "Ótækt er einnig með öllu að vista þurfi hund svo vikum eða mánuðum skipti utan heimilis eiganda á meðan allir kæru frestir og viðeigandi frestir til að koma að andmælum líða," segir Oddur. Hann segir að vera kunni að eðlilegt sé að hundaeigandi geti kært ákvörðun lögreglustjóra um aflífun til héraðsdýralæknis. Honum finnst þó mikilvægt að héraðsdýralæknir setji sér ákveðið verklag, eða að yfirdýralæknir setji það öllu héraðsdýralæknum, þannig að matið sé samræmt og að niðurstaða úr því sé endanleg, einmitt til að koma í veg fyrir langa vistun dýrsins í einangrun meðan úrskurða er beðið. "Annað í þessu máli er spurningin um hvort ekki sé eðlilegt að eigandi hunds skuli afla sér þekkingar til að geta sinnt lágmarks hlýðniþjálfun og umhirðu hunds áður en hann fær leyfi til að halda hann. Fróðlegt væri til dæmis að fulltrúar Hundaræktarfélags Íslands veltu þessu máli fyrir sér og gerðu í framhaldi af því tillögur til úrbóta enda ljóst að þar á bæ er þekkingin á viðfangsefninu fyrir hendi og vilji til þess að mál þessi séu í lagi," segir Oddur. Forsagan Tæpir þrír mánuðir eru síðan Chrystel beit konu sem var á leið í heimsókn til eigenda tíkarinnar, og á lóðinni fyrir utan hús þeirra þar sem tíkin var bundin. Sýslumaðurinn á Selfossi úrskurðaði, með vísan álit héraðsdýralæknis, að tíkinni skyldi lógað. Eigandi tíkarinnar var ósáttir við þann úrskurð og réði sér lögmann. Chrystel var þá vistuð, á vegum lögreglunnar, á hundahóteli. Þaðan var henni síðan stolið í byrjun mánaðarins. Lögreglan fór þá fram á húsleitarheimild hjá eiganda tíkarinnar, sem þá var fluttur til Akureyrar. Dómari hafnaði þessu og taldi ekki liggja fyrir neinar vísbendingar um að eigandi hafi átt aðild að hundaráninu. "Í málinu liggja hinsvegar ekki frami gögn sem staðfesta fullyrðingar lögreglu um að þar hafi (eigandi tíkarinnar) verið að verki og er því að mati dómsins ekki fullnægjandi rannsóknarforsendur sem tengja (eiganda tíkarinnar) við töku hundsins af hundahótelinu," sagði í úrskurði dómara. Fyrir dómi bar lögmaður eigandans engu að síður að tíkin væri komin á heimili eigandans á Akureyri og dveldist þar. Eigandinn var í framhaldinu boðaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Akureyri. Hann lýsti því yfir að það væri ekki rétt með farið hjá lögmanninum að tíkin væri á heimilinu og veitti sjálfur leyfi fyrir húsleit. Þar var tíkin ekki og hefur ekkert komið fram síðan sem hefur vísað lögreglu á sporið. 17.5.2011 16:08 Slökktu eld í Skipholti áður en slökkvliðið mætti Slökkviliðið var kallað í Skipholt um klukkan hálf fjögur í dag. Þar hafði komið upp töluverður eldur inni á baðherbergi íbúðar en íbúar náðu að kæfa eldinn áður en slökkvilið bar að garði. Nú er unnið að því að reykræsta. Að öðru leyti hefur nokkur erill verið í sjúkraflutningum hjá slökkviliðinu en farið hefur verið í um fjörutíu útköll það sem af er degi. 17.5.2011 16:00 Jussanam fær varanlegt dvalarleyfi: "Sigur fyrir konur" "Ég er mjög glöð,“ segir brasilíska söngkonan Jussanam Da Silva, sem hefur fengið varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Innanríkisráðuneytið veitti henni dvalarleyfið í gær og byggði ákvörðun sína á sterkum tengslum hennar við land og þjóð samkvæmt fréttastofu RÚV. 17.5.2011 15:20 Stúlkan komin í leitirnar Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir fyrr í dag er fundin, heil á húfi. Ekkert hafði spurst til hennar í nokkra daga en eftir að lýst var eftir henni kom hún í leitirnar. 17.5.2011 15:09 Guðlaugur þakkaði Ögmundi fyrir að standa að heræfingu í sumar Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðismanna þakkaði í dag Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir að láta ekki pólitíska fortíð sína flækjast fyrir sér í embættiverkum sínum. Þar átti hann við fyrirhugaða heræfingu sem stendur til að halda hér á landi í júní á vegum NATO. Guðlaugur sagði að einhverntíma hefðu önnur sjónarmið heyrst frá Ögmundi, sem oft hefur talað gegn heræfingum af þessu tagi. Hann bað ráðherrann síðan um að upplýsa þingheim nánar um þessa æfingu, sem furðu hljótt hafi farið fram að þessu. 17.5.2011 14:48 Ögmundur vill ekki gera mál flugumannsins að utanríkismáli Ögmundur Jónasson er ekki þeirrar skoðunnar að taka þurfi mál flugumannsins Mark Kennedys upp gagnvart breskum yfirvöldum. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir að ekkert bendi til þess að íslensk lögregluyfirvöld hafi vitað af því að Mark Kennedy hefði á sínum tíma verið flugumaður á vegum bresku lögreglunnar en hann tók þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland við Kárahnjúka á sínum tíma. 17.5.2011 14:37 Fatalína fyrir óléttar konur Úrslit í fatahönnunarkeppni fyrir óléttar konur verða kynnt í kvöld. Keppnin er samvinnuverkefni milli fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands og verslunarinnar Tvö líf sem selur fatnað fyrir konur á meðgöngu. Nemendur á öðru ári í fatahönnun tóku þátt í námskeiði undir leiðsögn Lindu Bjargar, fagstjóra fatahönnunarbrautar, þar sem markmiðið var að hanna fatalínu fyrir Tvö líf. Hver nemandi hannaði tíu alklæðnaði fyrir barnshafandi konur. Eitt af þessum verkefnum verður svo valið af aðstandendum verslunarinnar og er markmiðið að sú fatalína verði þróuð áfram og framleidd af verslunni en Tvö líf hefur áhuga á að þróa sitt eigið vörumerki. Fær sigurvegarinn einnig 150.000 kr. í verðlaun. Verðlaunin verða afhent vinningshafanum síðdegis í kvöld í versluninni Tvö líf. Fatahönnunarbraut Listaháskólans leggur áherslu á að vinna með fyrirtækjum í fataiðnaði á íslandi. Það er mikilvægt að nemendur vinni að raunverulegum verkefnum og taki þátt í nýsköpun í faginu. 17.5.2011 14:36 Ákærðir fyrir að neyða mann til þess að millifæra úr heimabanka Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að svipta karlmann á sextugsaldri frelsi sínu og neyða hann til þess að millifæra rúmlega hundrað þúsund krónur yfir á heimabanka eins af mönnunum. 17.5.2011 13:23 Lögreglan lýsir eftir Stefaníu Casöndru Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Stefaníu Casöndru Guðmundsdóttur, Garðbraut 72, Garði. Stefanía er svarthærð og um 170 sentimetrar á hæð. Að sögn lögreglu var hún klædd í svartar leggingsbuxur og hvíta peysu og í strigaskóm. 17.5.2011 12:58 Dæmdir fyrir vopnað rán í söluturni Tveir karlmenn voru í dag dæmdir í átta mánaða fangelsi og einn í sex mánaða fangelsi fyrir að fremja vopnað rán í söluturni í Breiðholti í febrúar. Dómarnir eru skilorðsbundnir. Tveir þeirra ruddust inn í söluturninn grímuklæddir og vopnaðir hnífi og kúbeini. Einn þeirra beindi hnífnum að afgreiðslumanninum og skipaði honum að opna afgreiðslukassann. Á meðan ógnaði hinn fjórum ungmennum með kúbeininu. Þriðji maðurinn beið fyrir utan í bíl. 17.5.2011 12:25 Keyra um með áminningu í afturrúðunni: "Ég missti vin í bílslysi" "Við ákváðum að heiðra minningu hans með því að vera alltaf í bílbelti sjálfir,“ segir Hilmar Tryggvi Finnsson, tvítugur piltur frá Hvolsvelli, en hann missti vin sinn fyrir skömmu í hörmulegu bílslysi. 17.5.2011 12:23 Ekkert bendir til að lögreglan hafi vitað af flugumanninum Engar upplýsingar hafa komið fram sem benda til þess að ríkislögreglustjóri hafi vitað af Mark Kennedy, flugumanni á vegum bresku lögreglunnar, sem tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra óskaði eftir upplýsingum frá embættinu um hvort vitneskja um málið hefði verið fyrir hendi. 17.5.2011 11:54 Nýstárleg mannvirki í Öskjuhlíð Í Öskjuhlíð hafa verið reist 7 hús á síðustu dögum sem koma til með að standa þar í nokkra daga. Mannvirkin eru hönnuð og byggð af nemendum í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík og arkitektanemum við LHÍ. Verkefnið er hluti af námskeiðinu Hönnun, ferli, framkvæmd, sem er undir leiðsögn arkitektanna Björns Guðbrandssonar og Jóhanns Sigurðssonar. 17.5.2011 11:13 Samtök atvinnulífsins samþykkja kjarasamningana Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga í allsherjaratkvæðagreiðslu sem fram fór í síðustu viku. Samningarnir voru samþykktir með 75% greiddra atkvæða, 21,5% atkvæða voru greidd gegn samningunum en 3,5% tóku ekki afstöðu. Kosningaþátttaka var 57% að því er fram kemur í tilkynningu frá SA. 17.5.2011 10:35 Tókst á loft og endaði á ljósastaur Ölvaður ökumaður ók niður ljósastaur við Esjubraut á Akranesi á fimmtudaginn í síðustu viku. Vitni lýstu atburðinum þannig að bifreiðinni hafi verið ekið með miklum hraða um Esjubraut og síðan yfir hringtorg þar sem hann tókst á loft. Hann lenti síðan á gangstétt og stöðvaðist á ljósastaur sem þar var fyrir. Ökumaður var talsvert lemstraður og var fluttur á slysadeild en reyndist ekki alvarlega meiddur. 17.5.2011 10:06 Álfasala SÁÁ að hefjast Tuttugasta og önnur Álfasala SÁÁ fer fram 19.-22. maí næstkomandi. Eins og undanfarin ár er álfurinn tileinkaður unga fólkinu og mun allt söfnunarfé renna til rekstrar unglingadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. Álfasalan skiptir SÁÁ gríðarlega miklu máli og er mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna, að því er segir í tilkynningu frá SÁÁ. Álfurinn verður til sölu víðsvegar á landinu og við allar helstu stórverslanir á höfuðborgarsvæðinu, við alla útsölustaði ÁTVR og nýlundan í ár er að N1 hefur gengið til liðs við SÁÁ með myndarlegum hætti og ætlar að bjóða upp á Álfinn á sínum bensínstöðvum víðsvegar um landið. Auk þess verður hægt að kaupa Álfinn með rafrænum hætti inn á heimasíðu SÁÁ, www.saa.is. Það er hugsað fyrst og fremst fyrir þá Íslendinga sem eru erlendis og vilja kaupa Álfinn. Við þetta má bæta að Álfurinn er komin með sína eigin Facebook síðu. 17.5.2011 10:05 Stórslösuð eftir árás dalmatíuhunds Kona á fertugsaldri hlaut opið beinbrot á legg og sár á kviði þegar hún varð fyrir tilefnislausri árás dalmatíuhunds í gærmorgun. 17.5.2011 10:00 Rekstur Valaskjálfar niðurgreiddur - Samkeppniseftirlitið skoðar málið Eigendur gisti- og veitingahúsa á Fljótsdalshéraði hafa kvartað til Samkeppnisyfirlitsins vegna rekstrarfyrirkomulags félagsheimilisins Valaskjálfar. Þeir segja það lítillækkandi að keppa við rekstur sem niðurgreiddur sé af sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Austurgluggans, http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/Veitingamenn_kvarta_til_samkeppnisyfirvalda_Fljotsdalsherad_nidurgreidir_rekstur_Valaskjalfar Sveitarfélagið Fljótsdalshérað rifti seinasta haust samningi við leigutaka félagsheimilishluta Valaskjálfar eftir drátt á leigugreiðslu og samskiptaerfiðleika við leikhópa. Húsnæðið var auglýst til leigu en auglýst var tvisvar þar sem tilboðin sem bárust í fyrra skiptið þóttu ekki ásættanleg. Í upphafi árs var samið við Hótel Egilsstaði. Það fyrirtæki tilheyrir Hringhótelum sem á húsnæðið í heild sinni, en leigir félagsheimilið áfram til sveitarfélagsins. Þetta fyrirkomulag leggst illa í samkeppnisaðila á svæðinu sem hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda. Gunnlaugur Jónasson, sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum, segir það "lítilsvirðingu" og "með öllu óásættanlegt" að sveitarfélagið greiði niður rekstur eins samkeppnisaðila. Nógu erfitt sé að halda þjónustunni gagnandi yfir vetrartímann. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, viðurkennir að það geti "orkað tvímælis að sveitarfélagið taki á sig skuldbindingar eins og þær sem felast í langtímaleigusamningi á umræddu húsnæði sem síðan er endurleigt aðilum á lægra verði en sveitarfélagið greiðir." Hann segir erfitt að gera svo öllum líki en markmiðið sé ekki að vega að þeirri starfsemi sem fyrir er. Sjá fréttina á vef Austurgluggans. 17.5.2011 09:14 Norðmenn hóta að beita neitunarvaldi Norsk stjórnvöld ræða nú í fullri alvöru um að beita neitunarvaldi sínu og hafna því að taka inn í norsk lög tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um samkeppni í póstþjónustu. 17.5.2011 08:15 Hefði viljað sjá hærra mat „Þetta er ákveðinn varnarsigur og jákvætt svo langt sem það nær. Það hefði verið betra að hækka okkur. En þetta styður við það mat manna að Ísland sé að rétta úr kútnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat Fitch um lánshæfishorfur ríkissjóðs sem birt var í gær. 17.5.2011 08:00 Þyrluflugmenn í kröppum dansi á Grænlandi Þyrluflugmenn frá Vesturflugi komust í hann krappann fyrir nokkrum dögum þegar þeir voru á leið til tveggja staða á Austurströnd Grænlands, til að þjónusta vinnuflokka við rannsóknir vegna fyrirhugaðrar námuvinnslu. 17.5.2011 07:46 Bílvelta í Vesturbæ Bíll valt á gatnamótum Boðagranda og Eiðisgranda laust fyrir klukkan sex í morgun og var ökumaður fastur í bílnum, sem nam staðar á hvolfi. 17.5.2011 07:43 Strandveiðisvæði D verður lokað á miðnætti Strandveiðisvæði D, sem nær frá Hornafirði með allri Suðurströndinni allt að Borgarbyggð í Faxaflóa verður lokað á miðnætti, þar sem heildarkvóti strandveiðibáta á svæðinu í þessum mánuði er að klárast. 17.5.2011 07:41 Reyndu að stinga lögreglu af eftir díselþjófnað Tveir ungir menn á stórum pallbíl reyndu að stinga lögreglu af þegar hún stóð þá að verki við að stela dísilolíu af stórum flutningabíl í Víðidal á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 17.5.2011 07:38 Blá lömb spígspora um Steingrímsfjörð "Gamlir og þrjóskir bændur eru búnir að finna upp alls konar brellur,“ segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum í Steingrímsfirði, sem heilsprautaði í vor fjögur nýborin lömb með bláum merkjalit. 17.5.2011 07:00 Hinsegin dagar hlutu verðlaun Hinsegin dagar hlutu í gær Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Þorvaldi Kristinssyni, forseta Hinsegin daga, verðlaunin í Höfða. 17.5.2011 07:00 Kallar eftir hugarfarsbreytingu þingmanna Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur áhyggjur af yfirbragði stjórnmálaumræðunnar í landinu og segir þörf á hugarfarsbreytingu. 17.5.2011 06:00 Ákærðir fyrir lífshættulega árás Tveir menn, 37 og 43 ára, hafa verið ákærðir fyrir húsbrot, ólögmæta nauðung og stórfellda líkamsárás sem framin var í Reykjanesbæ á síðustu nýársnótt. 17.5.2011 06:00 Aflandskrónum komið í vinnu Seðlabankinn áformar að efna til uppboðs á erlendum gjaldeyri fyrir eigendur aflandskróna. Um tilraunaverkefni er að ræða og verða lágar fjárhæðir boðnar upp, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. 17.5.2011 06:00 Ákærður fyrir að fótbrjóta ökuníðing Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Meint brot áttu sér stað þegar lögreglumaðurinn veitti ökumanni eftirför úr Reykjavík í Mosfellsbæ. 17.5.2011 05:00 Eiginkonan enn í öndunarvél Konan sem varð fyrir árás eiginmanns síns á heimili þeirra í Grafarholti á sunnudagsmorgun var enn þungt haldin í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Maðurinn var á sunnudagskvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. maí grunaður um manndrápstilraun. 17.5.2011 05:00 Ólína segir allt á sömu bókina lært Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður segir að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á málefnum sorpbrennslna á Íslandi sýni enn og aftur fram á þá brotalöm sem virðist vera í íslenskri stjórnsýslu og ýmsar skýrslur ríkisendurskoðunar hafa staðfest að undanförnu. 17.5.2011 04:00 Fattaði að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi Þegar ég gekk inn á Litla hraun í fyrsta sinn fattaði ég að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi. Þetta segir Grétar Sigurðsson sem fékk tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða árið 2005. 16.5.2011 20:23 Fréttaskýring: Varasamar breytingar á kvótakerfi Drög liggja fyrir að frumvarpi Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fréttablaðið bar hugmyndirnar í frumvarpinu undir hagfræðinga til að fá svar við því hverjar afleiðingar breytinganna eru líklegar til að verða. 16.5.2011 19:45 Björgunin markaði tímamót Minningarguðþjónusta um sögulegt björgunarfrek við Íslandsstrendur var haldin í bænum Grimsby í Bretlandi um helgina. Björgunin markaði upphaf þess að gúmmíbátar urðu skylduútbúnaður á skipum. 16.5.2011 19:23 MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16.5.2011 18:46 Opnunarhátíð Hörpunnar kostaði 20 milljónir króna Kostnaður við opnunarhátíð Hörpunnar nam tuttugu milljónum króna. Stjórnendur Hörpunnar neita að gefa upp hverjir voru á gestalista opnunarkvöldsins. 16.5.2011 18:45 Enn þungt haldin á gjörgæsludeild Kona sem varð fyrir árás á heimili sínu í gærmorgun liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild. Henni er haldið sofandi í öndunarvél. 16.5.2011 18:36 Gæti verið auðveldara að sækja fé á erlenda lánamarkaði Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch ratings hefur uppfært lánshæfishorfur Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Seðlabankastjóri segir að þetta gæti auðveldað ríkissjóði að sækja sér fé á erlendum lánamörkuðum. 16.5.2011 18:28 Össur: Tekur þrjú ár að taka upp evruna frá samþykkt í þjóðaratkvæði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. 16.5.2011 18:02 Herbert þarf að greiða fyrir þakviðgerðina Dómur er fallinn í "þakmálinu" svokallaða, en þar stríddi Herbert Guðmundsson söngvari við nágranna sína og neitaði að taka þátt í viðgerðum á raðhúsalengjunni sem hann býr í. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Herbert ætti að greiða 3,6 milljónir króna til húsfélagsins auk 1,5 milljóna í málskostnað. 16.5.2011 16:19 Össur bauðst til að veita Ashtiani hæli hér á landi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur boðist fyrir hönd íslenska ríkisins til að veita írönsku konunni Ashtiani hæli hér á landi. Þetta kom fram í upphafi máls utanríkisráðherra á Alþingi í dag þar sem hann flutti skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál. Össur sagði að ráðuneytið hafi á undanförnum misserum gert gangsskör í því að beita sér frekar í málum einstaklinga á alþóðavettvangi og tiltók hann sérstaklega mál Ashtiani, sem dæmd hefur verið til dauða í Íran. 16.5.2011 16:15 Svipt fjárræði - andlega veik kona lifði á smálánum Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta konu fjárræði í tólf mánuði en samkvæmt úrskurði héraðsdóms hefur hún sent á aðra milljón króna til dularfulls auðsmanns "syðra“ eins og hún orðar það sjálf. Það var systir konunnar sem fór fram á að hún yrði svipt fjárræði. 16.5.2011 16:06 Sjá næstu 50 fréttir
Veðurstofan varar við vorhreti Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á vorhreti framundan. Í tilkynningu segir að stíf norðaustan- og norðanátt verði ríkjandi næstu daga með kólnandi veðri á landinu öllu. Á morgun má reikna með slyddu á heiðum og fjallvegum á svæðinu frá Tröllaskaga til Austfjarða, en aðfaranótt fimmtudags bætir í vind á því svæði og úrkoma verður slydda eða snjókoma, jafnt á láglendi sem til fjalla. 17.5.2011 16:44
Flugumferð beint frá Austurvelli vegna loftfimleikamanna Flugumferð verður beint frá Austurvelli á laugardaginn vegna óvenjulegrar listauppákomu sem verður í boði í miðborginni á laugardaginn. 17.5.2011 16:13
Rottweilertíkin enn í felum - lögreglu skortir úrræði Rottweilertíkin Chrystel, sem var rænt úr vörslu lögreglu í byrjun mánaðarins, er enn ófundin. Lögreglan á Selfossi hefur sent beiðni til allra dýralækna á landinu, á allar lögreglustöðvar og til þeirra starfsmanna sem sjá um skráningu dýra, um að hafa samband ef tíkin kemur í leitirnar. Chrystel skal aflífa samkvæmt úrskurði héraðsdýralæknis og síðar úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir sem tók málið upp eftir að eigandi tíkarinnar kærði úrskurð héraðsdýralæknis. Eins og komið hefur fram í fréttum beit Chrystel konu í handlegginn í byrjun marsmánaðar. Áður hafði hún bitið dóttur konunnar. "Hugmyndin er enn að handsama hana og fylgja málinu eftir í samræmi við fram komna úrskurði," segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi. Lögreglan hefur þó engin úrræði nú önnur en að bíða og vonast eftir að fá vísbendingar um hvar tíkina er að finna. "Þetta sýnir okkur hversu máttlaust kerfið er í raun þegar kemur að því að fást við svona mál," segir Oddur. "Ljóst er að lagarammi sá sem hundahald byggir á er engan vegin til þess fallin að tryggja hundum eðlilegt viðurværi né heldur úrræði ef eigendur þeirra sýna ekki af sér þá ábyrgð að sinna umsjón þeirra af kostgæfni," segir hann. Oddur bendir ennfremur á að samþykktir um hundahald séu misjafnar eftir sveitafélögum. "Misjafnt er hver skuli taka ákvarðanir á grundvelli þeirra, kæruleiðir eru einnig misjafnar og jafnvel ekki til staðar og fleira mætti telja til. Því er spurning hvort sá rammi sem þar er settur um úrræði eigi ekki frekar heima í lögum um dýravernd en samþykktum um hundahald þannig að jafnræðis sé gætt," segir hann. Chrystel var vistuð á vegum lögreglunnar á hundahóteli á meðan beðið var úrskurðar eftir að eigandi kærði upphaflegan úrskurð um aflífun tíkarinnar vegna bits. "Ótækt er einnig með öllu að vista þurfi hund svo vikum eða mánuðum skipti utan heimilis eiganda á meðan allir kæru frestir og viðeigandi frestir til að koma að andmælum líða," segir Oddur. Hann segir að vera kunni að eðlilegt sé að hundaeigandi geti kært ákvörðun lögreglustjóra um aflífun til héraðsdýralæknis. Honum finnst þó mikilvægt að héraðsdýralæknir setji sér ákveðið verklag, eða að yfirdýralæknir setji það öllu héraðsdýralæknum, þannig að matið sé samræmt og að niðurstaða úr því sé endanleg, einmitt til að koma í veg fyrir langa vistun dýrsins í einangrun meðan úrskurða er beðið. "Annað í þessu máli er spurningin um hvort ekki sé eðlilegt að eigandi hunds skuli afla sér þekkingar til að geta sinnt lágmarks hlýðniþjálfun og umhirðu hunds áður en hann fær leyfi til að halda hann. Fróðlegt væri til dæmis að fulltrúar Hundaræktarfélags Íslands veltu þessu máli fyrir sér og gerðu í framhaldi af því tillögur til úrbóta enda ljóst að þar á bæ er þekkingin á viðfangsefninu fyrir hendi og vilji til þess að mál þessi séu í lagi," segir Oddur. Forsagan Tæpir þrír mánuðir eru síðan Chrystel beit konu sem var á leið í heimsókn til eigenda tíkarinnar, og á lóðinni fyrir utan hús þeirra þar sem tíkin var bundin. Sýslumaðurinn á Selfossi úrskurðaði, með vísan álit héraðsdýralæknis, að tíkinni skyldi lógað. Eigandi tíkarinnar var ósáttir við þann úrskurð og réði sér lögmann. Chrystel var þá vistuð, á vegum lögreglunnar, á hundahóteli. Þaðan var henni síðan stolið í byrjun mánaðarins. Lögreglan fór þá fram á húsleitarheimild hjá eiganda tíkarinnar, sem þá var fluttur til Akureyrar. Dómari hafnaði þessu og taldi ekki liggja fyrir neinar vísbendingar um að eigandi hafi átt aðild að hundaráninu. "Í málinu liggja hinsvegar ekki frami gögn sem staðfesta fullyrðingar lögreglu um að þar hafi (eigandi tíkarinnar) verið að verki og er því að mati dómsins ekki fullnægjandi rannsóknarforsendur sem tengja (eiganda tíkarinnar) við töku hundsins af hundahótelinu," sagði í úrskurði dómara. Fyrir dómi bar lögmaður eigandans engu að síður að tíkin væri komin á heimili eigandans á Akureyri og dveldist þar. Eigandinn var í framhaldinu boðaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Akureyri. Hann lýsti því yfir að það væri ekki rétt með farið hjá lögmanninum að tíkin væri á heimilinu og veitti sjálfur leyfi fyrir húsleit. Þar var tíkin ekki og hefur ekkert komið fram síðan sem hefur vísað lögreglu á sporið. 17.5.2011 16:08
Slökktu eld í Skipholti áður en slökkvliðið mætti Slökkviliðið var kallað í Skipholt um klukkan hálf fjögur í dag. Þar hafði komið upp töluverður eldur inni á baðherbergi íbúðar en íbúar náðu að kæfa eldinn áður en slökkvilið bar að garði. Nú er unnið að því að reykræsta. Að öðru leyti hefur nokkur erill verið í sjúkraflutningum hjá slökkviliðinu en farið hefur verið í um fjörutíu útköll það sem af er degi. 17.5.2011 16:00
Jussanam fær varanlegt dvalarleyfi: "Sigur fyrir konur" "Ég er mjög glöð,“ segir brasilíska söngkonan Jussanam Da Silva, sem hefur fengið varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Innanríkisráðuneytið veitti henni dvalarleyfið í gær og byggði ákvörðun sína á sterkum tengslum hennar við land og þjóð samkvæmt fréttastofu RÚV. 17.5.2011 15:20
Stúlkan komin í leitirnar Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir fyrr í dag er fundin, heil á húfi. Ekkert hafði spurst til hennar í nokkra daga en eftir að lýst var eftir henni kom hún í leitirnar. 17.5.2011 15:09
Guðlaugur þakkaði Ögmundi fyrir að standa að heræfingu í sumar Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðismanna þakkaði í dag Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir að láta ekki pólitíska fortíð sína flækjast fyrir sér í embættiverkum sínum. Þar átti hann við fyrirhugaða heræfingu sem stendur til að halda hér á landi í júní á vegum NATO. Guðlaugur sagði að einhverntíma hefðu önnur sjónarmið heyrst frá Ögmundi, sem oft hefur talað gegn heræfingum af þessu tagi. Hann bað ráðherrann síðan um að upplýsa þingheim nánar um þessa æfingu, sem furðu hljótt hafi farið fram að þessu. 17.5.2011 14:48
Ögmundur vill ekki gera mál flugumannsins að utanríkismáli Ögmundur Jónasson er ekki þeirrar skoðunnar að taka þurfi mál flugumannsins Mark Kennedys upp gagnvart breskum yfirvöldum. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir að ekkert bendi til þess að íslensk lögregluyfirvöld hafi vitað af því að Mark Kennedy hefði á sínum tíma verið flugumaður á vegum bresku lögreglunnar en hann tók þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland við Kárahnjúka á sínum tíma. 17.5.2011 14:37
Fatalína fyrir óléttar konur Úrslit í fatahönnunarkeppni fyrir óléttar konur verða kynnt í kvöld. Keppnin er samvinnuverkefni milli fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands og verslunarinnar Tvö líf sem selur fatnað fyrir konur á meðgöngu. Nemendur á öðru ári í fatahönnun tóku þátt í námskeiði undir leiðsögn Lindu Bjargar, fagstjóra fatahönnunarbrautar, þar sem markmiðið var að hanna fatalínu fyrir Tvö líf. Hver nemandi hannaði tíu alklæðnaði fyrir barnshafandi konur. Eitt af þessum verkefnum verður svo valið af aðstandendum verslunarinnar og er markmiðið að sú fatalína verði þróuð áfram og framleidd af verslunni en Tvö líf hefur áhuga á að þróa sitt eigið vörumerki. Fær sigurvegarinn einnig 150.000 kr. í verðlaun. Verðlaunin verða afhent vinningshafanum síðdegis í kvöld í versluninni Tvö líf. Fatahönnunarbraut Listaháskólans leggur áherslu á að vinna með fyrirtækjum í fataiðnaði á íslandi. Það er mikilvægt að nemendur vinni að raunverulegum verkefnum og taki þátt í nýsköpun í faginu. 17.5.2011 14:36
Ákærðir fyrir að neyða mann til þess að millifæra úr heimabanka Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að svipta karlmann á sextugsaldri frelsi sínu og neyða hann til þess að millifæra rúmlega hundrað þúsund krónur yfir á heimabanka eins af mönnunum. 17.5.2011 13:23
Lögreglan lýsir eftir Stefaníu Casöndru Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Stefaníu Casöndru Guðmundsdóttur, Garðbraut 72, Garði. Stefanía er svarthærð og um 170 sentimetrar á hæð. Að sögn lögreglu var hún klædd í svartar leggingsbuxur og hvíta peysu og í strigaskóm. 17.5.2011 12:58
Dæmdir fyrir vopnað rán í söluturni Tveir karlmenn voru í dag dæmdir í átta mánaða fangelsi og einn í sex mánaða fangelsi fyrir að fremja vopnað rán í söluturni í Breiðholti í febrúar. Dómarnir eru skilorðsbundnir. Tveir þeirra ruddust inn í söluturninn grímuklæddir og vopnaðir hnífi og kúbeini. Einn þeirra beindi hnífnum að afgreiðslumanninum og skipaði honum að opna afgreiðslukassann. Á meðan ógnaði hinn fjórum ungmennum með kúbeininu. Þriðji maðurinn beið fyrir utan í bíl. 17.5.2011 12:25
Keyra um með áminningu í afturrúðunni: "Ég missti vin í bílslysi" "Við ákváðum að heiðra minningu hans með því að vera alltaf í bílbelti sjálfir,“ segir Hilmar Tryggvi Finnsson, tvítugur piltur frá Hvolsvelli, en hann missti vin sinn fyrir skömmu í hörmulegu bílslysi. 17.5.2011 12:23
Ekkert bendir til að lögreglan hafi vitað af flugumanninum Engar upplýsingar hafa komið fram sem benda til þess að ríkislögreglustjóri hafi vitað af Mark Kennedy, flugumanni á vegum bresku lögreglunnar, sem tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra óskaði eftir upplýsingum frá embættinu um hvort vitneskja um málið hefði verið fyrir hendi. 17.5.2011 11:54
Nýstárleg mannvirki í Öskjuhlíð Í Öskjuhlíð hafa verið reist 7 hús á síðustu dögum sem koma til með að standa þar í nokkra daga. Mannvirkin eru hönnuð og byggð af nemendum í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík og arkitektanemum við LHÍ. Verkefnið er hluti af námskeiðinu Hönnun, ferli, framkvæmd, sem er undir leiðsögn arkitektanna Björns Guðbrandssonar og Jóhanns Sigurðssonar. 17.5.2011 11:13
Samtök atvinnulífsins samþykkja kjarasamningana Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga í allsherjaratkvæðagreiðslu sem fram fór í síðustu viku. Samningarnir voru samþykktir með 75% greiddra atkvæða, 21,5% atkvæða voru greidd gegn samningunum en 3,5% tóku ekki afstöðu. Kosningaþátttaka var 57% að því er fram kemur í tilkynningu frá SA. 17.5.2011 10:35
Tókst á loft og endaði á ljósastaur Ölvaður ökumaður ók niður ljósastaur við Esjubraut á Akranesi á fimmtudaginn í síðustu viku. Vitni lýstu atburðinum þannig að bifreiðinni hafi verið ekið með miklum hraða um Esjubraut og síðan yfir hringtorg þar sem hann tókst á loft. Hann lenti síðan á gangstétt og stöðvaðist á ljósastaur sem þar var fyrir. Ökumaður var talsvert lemstraður og var fluttur á slysadeild en reyndist ekki alvarlega meiddur. 17.5.2011 10:06
Álfasala SÁÁ að hefjast Tuttugasta og önnur Álfasala SÁÁ fer fram 19.-22. maí næstkomandi. Eins og undanfarin ár er álfurinn tileinkaður unga fólkinu og mun allt söfnunarfé renna til rekstrar unglingadeildar á sjúkrahúsinu Vogi. Álfasalan skiptir SÁÁ gríðarlega miklu máli og er mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna, að því er segir í tilkynningu frá SÁÁ. Álfurinn verður til sölu víðsvegar á landinu og við allar helstu stórverslanir á höfuðborgarsvæðinu, við alla útsölustaði ÁTVR og nýlundan í ár er að N1 hefur gengið til liðs við SÁÁ með myndarlegum hætti og ætlar að bjóða upp á Álfinn á sínum bensínstöðvum víðsvegar um landið. Auk þess verður hægt að kaupa Álfinn með rafrænum hætti inn á heimasíðu SÁÁ, www.saa.is. Það er hugsað fyrst og fremst fyrir þá Íslendinga sem eru erlendis og vilja kaupa Álfinn. Við þetta má bæta að Álfurinn er komin með sína eigin Facebook síðu. 17.5.2011 10:05
Stórslösuð eftir árás dalmatíuhunds Kona á fertugsaldri hlaut opið beinbrot á legg og sár á kviði þegar hún varð fyrir tilefnislausri árás dalmatíuhunds í gærmorgun. 17.5.2011 10:00
Rekstur Valaskjálfar niðurgreiddur - Samkeppniseftirlitið skoðar málið Eigendur gisti- og veitingahúsa á Fljótsdalshéraði hafa kvartað til Samkeppnisyfirlitsins vegna rekstrarfyrirkomulags félagsheimilisins Valaskjálfar. Þeir segja það lítillækkandi að keppa við rekstur sem niðurgreiddur sé af sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Austurgluggans, http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/Veitingamenn_kvarta_til_samkeppnisyfirvalda_Fljotsdalsherad_nidurgreidir_rekstur_Valaskjalfar Sveitarfélagið Fljótsdalshérað rifti seinasta haust samningi við leigutaka félagsheimilishluta Valaskjálfar eftir drátt á leigugreiðslu og samskiptaerfiðleika við leikhópa. Húsnæðið var auglýst til leigu en auglýst var tvisvar þar sem tilboðin sem bárust í fyrra skiptið þóttu ekki ásættanleg. Í upphafi árs var samið við Hótel Egilsstaði. Það fyrirtæki tilheyrir Hringhótelum sem á húsnæðið í heild sinni, en leigir félagsheimilið áfram til sveitarfélagsins. Þetta fyrirkomulag leggst illa í samkeppnisaðila á svæðinu sem hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda. Gunnlaugur Jónasson, sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum, segir það "lítilsvirðingu" og "með öllu óásættanlegt" að sveitarfélagið greiði niður rekstur eins samkeppnisaðila. Nógu erfitt sé að halda þjónustunni gagnandi yfir vetrartímann. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, viðurkennir að það geti "orkað tvímælis að sveitarfélagið taki á sig skuldbindingar eins og þær sem felast í langtímaleigusamningi á umræddu húsnæði sem síðan er endurleigt aðilum á lægra verði en sveitarfélagið greiðir." Hann segir erfitt að gera svo öllum líki en markmiðið sé ekki að vega að þeirri starfsemi sem fyrir er. Sjá fréttina á vef Austurgluggans. 17.5.2011 09:14
Norðmenn hóta að beita neitunarvaldi Norsk stjórnvöld ræða nú í fullri alvöru um að beita neitunarvaldi sínu og hafna því að taka inn í norsk lög tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um samkeppni í póstþjónustu. 17.5.2011 08:15
Hefði viljað sjá hærra mat „Þetta er ákveðinn varnarsigur og jákvætt svo langt sem það nær. Það hefði verið betra að hækka okkur. En þetta styður við það mat manna að Ísland sé að rétta úr kútnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat Fitch um lánshæfishorfur ríkissjóðs sem birt var í gær. 17.5.2011 08:00
Þyrluflugmenn í kröppum dansi á Grænlandi Þyrluflugmenn frá Vesturflugi komust í hann krappann fyrir nokkrum dögum þegar þeir voru á leið til tveggja staða á Austurströnd Grænlands, til að þjónusta vinnuflokka við rannsóknir vegna fyrirhugaðrar námuvinnslu. 17.5.2011 07:46
Bílvelta í Vesturbæ Bíll valt á gatnamótum Boðagranda og Eiðisgranda laust fyrir klukkan sex í morgun og var ökumaður fastur í bílnum, sem nam staðar á hvolfi. 17.5.2011 07:43
Strandveiðisvæði D verður lokað á miðnætti Strandveiðisvæði D, sem nær frá Hornafirði með allri Suðurströndinni allt að Borgarbyggð í Faxaflóa verður lokað á miðnætti, þar sem heildarkvóti strandveiðibáta á svæðinu í þessum mánuði er að klárast. 17.5.2011 07:41
Reyndu að stinga lögreglu af eftir díselþjófnað Tveir ungir menn á stórum pallbíl reyndu að stinga lögreglu af þegar hún stóð þá að verki við að stela dísilolíu af stórum flutningabíl í Víðidal á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 17.5.2011 07:38
Blá lömb spígspora um Steingrímsfjörð "Gamlir og þrjóskir bændur eru búnir að finna upp alls konar brellur,“ segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum í Steingrímsfirði, sem heilsprautaði í vor fjögur nýborin lömb með bláum merkjalit. 17.5.2011 07:00
Hinsegin dagar hlutu verðlaun Hinsegin dagar hlutu í gær Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Þorvaldi Kristinssyni, forseta Hinsegin daga, verðlaunin í Höfða. 17.5.2011 07:00
Kallar eftir hugarfarsbreytingu þingmanna Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur áhyggjur af yfirbragði stjórnmálaumræðunnar í landinu og segir þörf á hugarfarsbreytingu. 17.5.2011 06:00
Ákærðir fyrir lífshættulega árás Tveir menn, 37 og 43 ára, hafa verið ákærðir fyrir húsbrot, ólögmæta nauðung og stórfellda líkamsárás sem framin var í Reykjanesbæ á síðustu nýársnótt. 17.5.2011 06:00
Aflandskrónum komið í vinnu Seðlabankinn áformar að efna til uppboðs á erlendum gjaldeyri fyrir eigendur aflandskróna. Um tilraunaverkefni er að ræða og verða lágar fjárhæðir boðnar upp, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. 17.5.2011 06:00
Ákærður fyrir að fótbrjóta ökuníðing Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Meint brot áttu sér stað þegar lögreglumaðurinn veitti ökumanni eftirför úr Reykjavík í Mosfellsbæ. 17.5.2011 05:00
Eiginkonan enn í öndunarvél Konan sem varð fyrir árás eiginmanns síns á heimili þeirra í Grafarholti á sunnudagsmorgun var enn þungt haldin í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Maðurinn var á sunnudagskvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. maí grunaður um manndrápstilraun. 17.5.2011 05:00
Ólína segir allt á sömu bókina lært Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður segir að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á málefnum sorpbrennslna á Íslandi sýni enn og aftur fram á þá brotalöm sem virðist vera í íslenskri stjórnsýslu og ýmsar skýrslur ríkisendurskoðunar hafa staðfest að undanförnu. 17.5.2011 04:00
Fattaði að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi Þegar ég gekk inn á Litla hraun í fyrsta sinn fattaði ég að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi. Þetta segir Grétar Sigurðsson sem fékk tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða árið 2005. 16.5.2011 20:23
Fréttaskýring: Varasamar breytingar á kvótakerfi Drög liggja fyrir að frumvarpi Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fréttablaðið bar hugmyndirnar í frumvarpinu undir hagfræðinga til að fá svar við því hverjar afleiðingar breytinganna eru líklegar til að verða. 16.5.2011 19:45
Björgunin markaði tímamót Minningarguðþjónusta um sögulegt björgunarfrek við Íslandsstrendur var haldin í bænum Grimsby í Bretlandi um helgina. Björgunin markaði upphaf þess að gúmmíbátar urðu skylduútbúnaður á skipum. 16.5.2011 19:23
MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16.5.2011 18:46
Opnunarhátíð Hörpunnar kostaði 20 milljónir króna Kostnaður við opnunarhátíð Hörpunnar nam tuttugu milljónum króna. Stjórnendur Hörpunnar neita að gefa upp hverjir voru á gestalista opnunarkvöldsins. 16.5.2011 18:45
Enn þungt haldin á gjörgæsludeild Kona sem varð fyrir árás á heimili sínu í gærmorgun liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild. Henni er haldið sofandi í öndunarvél. 16.5.2011 18:36
Gæti verið auðveldara að sækja fé á erlenda lánamarkaði Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch ratings hefur uppfært lánshæfishorfur Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Seðlabankastjóri segir að þetta gæti auðveldað ríkissjóði að sækja sér fé á erlendum lánamörkuðum. 16.5.2011 18:28
Össur: Tekur þrjú ár að taka upp evruna frá samþykkt í þjóðaratkvæði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. 16.5.2011 18:02
Herbert þarf að greiða fyrir þakviðgerðina Dómur er fallinn í "þakmálinu" svokallaða, en þar stríddi Herbert Guðmundsson söngvari við nágranna sína og neitaði að taka þátt í viðgerðum á raðhúsalengjunni sem hann býr í. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Herbert ætti að greiða 3,6 milljónir króna til húsfélagsins auk 1,5 milljóna í málskostnað. 16.5.2011 16:19
Össur bauðst til að veita Ashtiani hæli hér á landi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur boðist fyrir hönd íslenska ríkisins til að veita írönsku konunni Ashtiani hæli hér á landi. Þetta kom fram í upphafi máls utanríkisráðherra á Alþingi í dag þar sem hann flutti skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál. Össur sagði að ráðuneytið hafi á undanförnum misserum gert gangsskör í því að beita sér frekar í málum einstaklinga á alþóðavettvangi og tiltók hann sérstaklega mál Ashtiani, sem dæmd hefur verið til dauða í Íran. 16.5.2011 16:15
Svipt fjárræði - andlega veik kona lifði á smálánum Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta konu fjárræði í tólf mánuði en samkvæmt úrskurði héraðsdóms hefur hún sent á aðra milljón króna til dularfulls auðsmanns "syðra“ eins og hún orðar það sjálf. Það var systir konunnar sem fór fram á að hún yrði svipt fjárræði. 16.5.2011 16:06