Fleiri fréttir Ellefu íslenskar myndir frumsýndar á þessu ári Árið 2011 átti að vera eitt erfiðasta árið í íslenskri kvikmyndagerð og var jafnvel talað um kvikmyndavetur í bransanum. Hins vegar er nú allt útlit fyrir að veturinn verði ansi blíður. 7.1.2011 06:00 Engar ballöður á plötu Foo Fighters Upptökum á sjöundu hljóðversplötu Foo Fighters er lokið og að sögn forsprakkans, Daves Grohl, er útkoman verulega kraftmikil. Platan var tekin upp í bílskúrnum heima hjá Grohl og er væntanleg í vor. „Það eru ellefu lög á plötunni og þarna er ekki ein svefndrukkin ballaða,“ sagði Grohl. 7.1.2011 09:00 Hvernig er það skiptist þið endalaust á mökum þarna í Hollywood? Leikarinn Ryan Phillippe, 36 ára, og leikkonan Amanda Seyfried, 25 ára, eyddu rómantískum stundum í Mexikó á dögunum. Þau sáust saman á veitingastað þar sem þau kysstust yfir forréttinum, aðalréttinum og eftirréttinum ef marka má sjónarvotta. Árið 2008 tók Ryan sér tvo heila mánuði til að ná áttum eftir skilnaðinn við leikkonuna Reese Witherspoon sem hann á tvö börn með áður en hann byrjaði með leikkonunni Abbie Cornish sem lék á móti honum í kvikmyndinni Stop-Loss. Þá var Amanda á föstu með leikaranum, Dominic Cooper, sem lék á móti henni í ABBA kvikmyndinni Mamma Mia! 6.1.2011 16:35 Nei hættu nú ALVEG Því er haldið fram í nýjasta tölublaði tímaritsins OK! að leikkonan Sandra Bullock sem skildi við Jesse James á síðasta ári eftir að upp komst um framhjáhald hans og leikarinn Ryan Reynolds sem skildi við leikkonuna Scarlett Johansson í byrjun desember á síðasta ári eftir rúmlega tveggja ára hjónaband séu byrjuð saman. Reynolds var ófeiminn við að deila hjónabandsvandræðum hans og Scarlett með mótleikurum sínum en hann og Sandra fóru með aðalhlutverkin í myndinni The Proposal árið 2009. „Hann var mjög opinn um vandræði þeirra og sagði að hann og Scarlett væru að glíma við ýmis vandamál," er haft eftir heimildarmanni. 6.1.2011 12:03 Rapprisar með plötu Rapparinn Kanye West segir að ný plata með honum og Jay-Z, Watch The Throne, komi út eftir nokkra daga. West hélt þessu fram í partíi með Jay-Z á næturklúbbi í Las Vegas á gamlárskvöld. Í október síðastliðnum sagði West að það myndi ekki fara langur tími í gerð plötunnar. „Við ætlum til suðurhluta Frakklands í lok þessa mánaðar til að taka upp nokkrar hugmyndir. Við klárum plötuna örugglega á einum degi eða eitthvað svoleiðis,“ sagði hann. 6.1.2011 16:30 Skinner kveður The Streets Fimmta og síðasta plata The Streets, Computers and Blues, er væntanleg í næsta mánuði. Forsprakkinn Mike Skinner er orðinn þreyttur á bandinu og vill feta nýjar slóðir í lífinu. 6.1.2011 15:30 Mila Kunis á lausu Barnastjarnan fyrrverandi, Macaulay Culkin, og leikkonan Mila Kunis eru hætt saman eftir átta ára samband. Talsmaður parsins segir að sambandsslitin hafi þó átt sér stað fyrir nokkrum mánuðum en að þau hafi reynt að halda þeim leyndum á meðan Kunis kynnti nýjustu mynd sína, Black Swan, en myndin hefur hlotið mikið lof ytra. „Við hættum saman í góðu og ætlum að vera góðir vinir,“ hafði Kunis sjálf að segja um slitin. 6.1.2011 14:00 Tvær íslenskar tilnefningar Nýjustu plötur Jónsa og Ólafar Arnalds eru á meðal tólf platna sem hafa verið tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2010. Go með Jónsa og Innundir skinni með Ólöfu Arnalds eru á meðal tólf platna sem hafa verið tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2010. 6.1.2011 14:00 Gerry Rafferty látinn Skoski tónlistarmaðurinn Gerry Rafferty er látinn, 63 ára gamall, eftir langvarandi veikindi. Hann var þekktastur fyrir lögin Baker Street og Stuck in the Middle With You sem hljómaði í kvikmynd Quentins Tarantino, Reservoir Dogs, sem kom út 1992. 6.1.2011 13:00 Hljómsveitin Ég semur HM-lag fyrir landsliðið „Ég er búinn að semja lagið og það verður frumflutt í þættinum hans Loga Bergmanns á föstudagskvöldið,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, forsprakki hljómsveitarinnar Ég. Hann hefur samið nýtt lag fyrir íslenska landsliðið í handbolta sem á að blása strákunum okkar baráttuanda í brjóst þegar þeir leika fyrir hönd þjóðarinnar í Svíþjóð. 6.1.2011 13:00 Fann tilgang í lífinu Halle Berry segir að hún myndi gefa upp kvikmyndaleik fyrir dóttur sína. Óskarsverðlaunaleikkonan á tveggja ára dóttur með fyrrverandi kærasta, Gabriel Aubry, en hún segir að forgangsröðunin hafi breyst þegar hún varð móðir og að hún einbeiti sér ekki að ferlinum lengur. „Börn breyta forgangsröðuninni og núna hef ég tilgang í lífinu. Ég nýt þess að gera bíómyndir en ég myndi gefa það allt upp á bátinn til þess eins að vera með dóttur minni, ef til þess kæmi.“ 6.1.2011 12:00 Túristar, Gúllíver og miðilsgáfa Spennumyndin The Tourist, ævintýramyndin Gulliver"s Travels og nýjasta mynd Clints Eastwood, Hereafter, verða frumsýndar hérlendis á morgun. The Tourist er endurgerð franska tryllisins Anthony Zimmer frá árinu 2005 sem lítið fór fyrir í kvikmyndahúsum. 6.1.2011 11:30 Árni og félagar heitir á lista BBC Bassaleikarinn Árni Hjörvar Árnason og félagar í bresku hljómsveitinni The Vaccines eru í þriðja sæti á lista breska ríkisútvarpsins BBC yfir heitustu hljómsveitir ársins 2011. BBC birtir ný nöfn á listanum vikulega, en aðeins annað og fyrsta sæti er eftir. 6.1.2011 10:00 Á bókaða fjóra fundi í Hollywood „Ég átti von á þeim fyrr en það kom eitthvað upp á hjá þeim úti. En jú, ég reikna með því að hitta þá þegar þeir koma,“ segir Gestur Valur Svansson leikstjóri. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Klovn-tvíeykið væntanlegt til Íslands í dag til að kynna kvikmynd sína Klovn: The Movie. Gesti Val og 6.1.2011 09:00 Airwaves fær fimm milljónir „Ég fagna því á þessum krepputímum að við skulum fá fimm milljónir inn í Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. 6.1.2011 08:00 Konur gera sjónvarpsþátt um konur „Við ætlum að fá til okkar konur sem þora að tjá sig,“ segir fjölmiðlakonan Björk Eiðsdóttir. Björk stýrir nýjum spjallþætti ásamt Nadíu Banine sem hefur göngu sína á Skjá einum 15. febrúar. 5.1.2011 20:30 Þórhallur MIÐILL með skyggnilýsingu Sambíóin ásamt Þórhalli miðli og Stöð 2 halda sérstaka fjáröflunarsýningu í Sambíóunum Egilshöll til styrktar Sjónarhóli – ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir. Miðaverð er 1.500 kr og rennur allur ágóði sýningarinnar til Sjónarhóls en hægt er að kaupa miða á heimasíðu Sambíóanna sem og miðasölu Sambíóanna um land allt. Herlegheitin hefjast klukkan 19:00 og mun Þórhallur miðill byrja kvöldið með skyggnilýsingu fyrir viðstadda en að henni lokinni verður nýjasta mynd Clint Eastwoods, Hereafter forsýnd. Til Sjónarhóls leita fjölskyldur með börn sín á ýmsum aldri og með margvísleg vandamál. Þar getur verið um að ræða vandamál tengd skóla, skort á stuðningsúrræðum, félagsleg vandamál og margt fleira. Þjónusta Sjónarhóls er fyrir allt landið og er mikil áhersla lögð á að hingað geti allir leitað. Þjónustan er endurgjaldslaus og ekki er þörf á tilvísun eða greiningu. Á Sjónarhóli starfa ráðgjafar með foreldrum á þeirra forsendum, með það að markmiði að leita lausna á vandamálunum og styðja við bakið á foreldrum á þeirri vegferð. Bíómyndin Hereafter - Sýnishorn 5.1.2011 17:44 Svona leggings eiga svoleiðis eftir að seljast í GÁMAVÍS Söngkonan Beyonce Knowles, 29 ára, brosti blítt þegar hún var mynduð í New York í gær. Eins og myndirnar sýna var hún með sólgleraugu á nefinu, klædd í leðurjakka og leggings sem hafa vakið athygli. Þá stóð skýrum stöfum framan á bolnum hennar: Love Is Everything eða Ástin er allt. 5.1.2011 08:13 Draumar breytast í martröð hjá Verzló og MR „Við vorum búin að ræða þetta leikrit löngu áður en við vissum af Verzlunarskólanum, en vorum samt ekki búin að taka neina endanlega ákvörðum,“ segir Björg Brjánsdóttir, formaður Herranætur, leiklistarfélags Menntaskólans í Reykjavík, en skólinn frumsýnir leikverk Shakespeares, 5.1.2011 11:00 Logi Geirs hefur störf í sjónvarpi „Logi [Geirsson] er meiddur og getur ekki verið með landsliðinu en mun í stað þess vera tengiliður milli landsliðsins og þjóðarinnar enda þekkir hann hvern krók og kima hjá því, öll leikkerfi og getur jafnvel lesið í andlitsdrætti leikmanna,“ segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson, umsjónarmaður HM-stofu 5.1.2011 10:00 Klovn-tvíeyki til landsins „Jú, þeir eru að koma, lenda á fimmtudaginn og verða væntanlega fram yfir helgi,“ segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Klovn-tvíeykið, Frank Hvam og Casper Christensen, ætlar að sækja Ísland heim í vikunni og kynna myndina sína Klovn: The Movie. 5.1.2011 10:00 Valdatafl í Kandílandi Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan frumsýndi á dögunum dansverkið Kandíland, sem byggir á konungaverkum Williams Shakespeare. 5.1.2011 12:00 100% hreinskilinn Ragnar ZSolberg Ragnar ZSolberg fer alla leið í hreinskilninni á nýrri sólóplötu. Hann býr nú í Svíþjóð ásamt unnustu sinni og er búinn að setja saman hljómsveit þar í landi. „Ég veit ekki hvort það hafi breyst mikið í gegnum tíðina, en mér finnst textar og tónlist ekki koma eins vel út ef það er ekki 100% hreinskilni á bakvið,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar ZSolberg. 5.1.2011 06:00 Spilar á frelsishátíð í Kosovo Rokksveitin Who Knew verður á faraldsfæti á næstu mánuðum og spilar meðal annars á tónlistarhátíðinni Freedom Festival í Pristina, höfuðborg Kosovo, í júní. 5.1.2011 06:00 Unnur Birna á von á barni í sumar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi alheimsfegurðardrottning, á von á sínu fyrsta barni í lok júní. 4.1.2011 11:00 Spennandi plötur á nýju ári Fjölmargar hljómsveitir og listamenn hafa þegar tilkynnt um plötur sem koma út á árinu. Atli Fannar Bjarkason skoðaði sex væntanlegar plötur sem eiga eftir að vekja eftirtekt. 4.1.2011 00:00 Strákarnir sem eiga hugi og hjörtu íslenskra ungmenna Alexander Briem, Atli Óskar Fjalarsson og Haraldur Ari Stefánsson eru heitustu drengirnir á Íslandi í dag. Atli Óskar og Haraldur Ari urðu miklir mátar þegar þeir fóru á kostum í unglingamyndinni Óróa sem naut mikilla vinsælda í sumar. Atli Óskar fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni Gauragangi sem frumsýnd var á annan í jólum og þar þykir Alexander Briem fara á kostum í hlutverki Orms Óðinssonar. 3.1.2011 00:00 Sigrún Lilja einn höfunda sjálfshjálparbókar Sigrún Lilja Guðjónsdóttir verður einn af höfundum bandarísku bókarinnar The Next Big Thing en þar fjalla frumkvöðlar, aðallega bandarískir, um hvernig þeir hafa komið hugmyndum sínum í framkvæmd. Sigrún Lilja er á forsíðu kápunnar og virðist aðalstjarna ritsins ef marka má hana. Sigrún Lilja er ekki eini Íslendingurinn sem skrifar í bókina því Jón Bjarnason viðskiptaþjálfi skrifar einnig kafla í bókina. 3.1.2011 00:00 Brim besta íslenska myndin Brim er besta innlenda mynd ársins 2010 samkvæmt álitsgjöfum Fréttablaðsins. Tæplega ellefu þúsund manns sáu hana í íslenskum kvikmyndahúsum á síðasta ári. 3.1.2011 00:00 Hollywoodstjarna í Pressu 2 Gísli Örn Garðarsson leikur stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu 2. Eins og nafnið gefur til kynna er þáttaröðin sjálfstætt framhald af Pressu sem sýnd var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Blaðið er enn sem fyrr miðpunktur sjónvarpsþáttanna og þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachmann munu endurtaka hlutverk sín. 3.1.2011 00:00 Samningur í jólagjöf Rokksveitin We Made God gefur út sína aðra plötu, It’s Getting Colder, á föstudaginn, 7. janúar, og sama dag heldur sveitin útgáfutónleika á Faktorý. Platan kemur út á vegum ítalska plötufyrirtækisins Avantgarde Music á heimsvísu 21. janúar. 3.1.2011 00:00 Axl Rose besti söngvari allra tíma Axl Rose, forsprakki rokksveitarinnar Guns N"Roses, hefur verið kjörinn besti hljómsveitasöngvari allra tíma í nýrri könnun. Næstir á eftir honum komu Freddie Mercury, söngvari Queen, og Robert Plant úr Led Zeppelin. 3.1.2011 00:00 Hvernig er það var ENGINN heima hjá sér yfir áramótin? Meðfylgjandi myndir voru teknar á gamlárskvöld í miðbæ Reykjavíkur á Nasa og Esju við Austurvöll. Þá var bærinn troðfullur af fólki í gærkvöldi, 1. janúar, sem fagnaði komu nýs árs á veitingahúsunum Hvíta Perlan, Hressó, Bankinn og Austur. Ljósmyndir Sveinbi/Superman.is. 2.1.2011 21:30 Nýársfagnaður á Borginni Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýársfagnaði sem fram fór á Hótel Borg í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum sá Hilmar Guðjónsson leikari til þess að prúðbúnum gestum leiddist ekki á meðan á borðhaldinu stóð. Söngkonan Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín og hljómsveitin Orphix Oxtra sáu um tónlistina. Þá var Magnús Schewing valinn best klæddi maður kvöldsins. 2.1.2011 13:18 Sjá næstu 50 fréttir
Ellefu íslenskar myndir frumsýndar á þessu ári Árið 2011 átti að vera eitt erfiðasta árið í íslenskri kvikmyndagerð og var jafnvel talað um kvikmyndavetur í bransanum. Hins vegar er nú allt útlit fyrir að veturinn verði ansi blíður. 7.1.2011 06:00
Engar ballöður á plötu Foo Fighters Upptökum á sjöundu hljóðversplötu Foo Fighters er lokið og að sögn forsprakkans, Daves Grohl, er útkoman verulega kraftmikil. Platan var tekin upp í bílskúrnum heima hjá Grohl og er væntanleg í vor. „Það eru ellefu lög á plötunni og þarna er ekki ein svefndrukkin ballaða,“ sagði Grohl. 7.1.2011 09:00
Hvernig er það skiptist þið endalaust á mökum þarna í Hollywood? Leikarinn Ryan Phillippe, 36 ára, og leikkonan Amanda Seyfried, 25 ára, eyddu rómantískum stundum í Mexikó á dögunum. Þau sáust saman á veitingastað þar sem þau kysstust yfir forréttinum, aðalréttinum og eftirréttinum ef marka má sjónarvotta. Árið 2008 tók Ryan sér tvo heila mánuði til að ná áttum eftir skilnaðinn við leikkonuna Reese Witherspoon sem hann á tvö börn með áður en hann byrjaði með leikkonunni Abbie Cornish sem lék á móti honum í kvikmyndinni Stop-Loss. Þá var Amanda á föstu með leikaranum, Dominic Cooper, sem lék á móti henni í ABBA kvikmyndinni Mamma Mia! 6.1.2011 16:35
Nei hættu nú ALVEG Því er haldið fram í nýjasta tölublaði tímaritsins OK! að leikkonan Sandra Bullock sem skildi við Jesse James á síðasta ári eftir að upp komst um framhjáhald hans og leikarinn Ryan Reynolds sem skildi við leikkonuna Scarlett Johansson í byrjun desember á síðasta ári eftir rúmlega tveggja ára hjónaband séu byrjuð saman. Reynolds var ófeiminn við að deila hjónabandsvandræðum hans og Scarlett með mótleikurum sínum en hann og Sandra fóru með aðalhlutverkin í myndinni The Proposal árið 2009. „Hann var mjög opinn um vandræði þeirra og sagði að hann og Scarlett væru að glíma við ýmis vandamál," er haft eftir heimildarmanni. 6.1.2011 12:03
Rapprisar með plötu Rapparinn Kanye West segir að ný plata með honum og Jay-Z, Watch The Throne, komi út eftir nokkra daga. West hélt þessu fram í partíi með Jay-Z á næturklúbbi í Las Vegas á gamlárskvöld. Í október síðastliðnum sagði West að það myndi ekki fara langur tími í gerð plötunnar. „Við ætlum til suðurhluta Frakklands í lok þessa mánaðar til að taka upp nokkrar hugmyndir. Við klárum plötuna örugglega á einum degi eða eitthvað svoleiðis,“ sagði hann. 6.1.2011 16:30
Skinner kveður The Streets Fimmta og síðasta plata The Streets, Computers and Blues, er væntanleg í næsta mánuði. Forsprakkinn Mike Skinner er orðinn þreyttur á bandinu og vill feta nýjar slóðir í lífinu. 6.1.2011 15:30
Mila Kunis á lausu Barnastjarnan fyrrverandi, Macaulay Culkin, og leikkonan Mila Kunis eru hætt saman eftir átta ára samband. Talsmaður parsins segir að sambandsslitin hafi þó átt sér stað fyrir nokkrum mánuðum en að þau hafi reynt að halda þeim leyndum á meðan Kunis kynnti nýjustu mynd sína, Black Swan, en myndin hefur hlotið mikið lof ytra. „Við hættum saman í góðu og ætlum að vera góðir vinir,“ hafði Kunis sjálf að segja um slitin. 6.1.2011 14:00
Tvær íslenskar tilnefningar Nýjustu plötur Jónsa og Ólafar Arnalds eru á meðal tólf platna sem hafa verið tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2010. Go með Jónsa og Innundir skinni með Ólöfu Arnalds eru á meðal tólf platna sem hafa verið tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2010. 6.1.2011 14:00
Gerry Rafferty látinn Skoski tónlistarmaðurinn Gerry Rafferty er látinn, 63 ára gamall, eftir langvarandi veikindi. Hann var þekktastur fyrir lögin Baker Street og Stuck in the Middle With You sem hljómaði í kvikmynd Quentins Tarantino, Reservoir Dogs, sem kom út 1992. 6.1.2011 13:00
Hljómsveitin Ég semur HM-lag fyrir landsliðið „Ég er búinn að semja lagið og það verður frumflutt í þættinum hans Loga Bergmanns á föstudagskvöldið,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, forsprakki hljómsveitarinnar Ég. Hann hefur samið nýtt lag fyrir íslenska landsliðið í handbolta sem á að blása strákunum okkar baráttuanda í brjóst þegar þeir leika fyrir hönd þjóðarinnar í Svíþjóð. 6.1.2011 13:00
Fann tilgang í lífinu Halle Berry segir að hún myndi gefa upp kvikmyndaleik fyrir dóttur sína. Óskarsverðlaunaleikkonan á tveggja ára dóttur með fyrrverandi kærasta, Gabriel Aubry, en hún segir að forgangsröðunin hafi breyst þegar hún varð móðir og að hún einbeiti sér ekki að ferlinum lengur. „Börn breyta forgangsröðuninni og núna hef ég tilgang í lífinu. Ég nýt þess að gera bíómyndir en ég myndi gefa það allt upp á bátinn til þess eins að vera með dóttur minni, ef til þess kæmi.“ 6.1.2011 12:00
Túristar, Gúllíver og miðilsgáfa Spennumyndin The Tourist, ævintýramyndin Gulliver"s Travels og nýjasta mynd Clints Eastwood, Hereafter, verða frumsýndar hérlendis á morgun. The Tourist er endurgerð franska tryllisins Anthony Zimmer frá árinu 2005 sem lítið fór fyrir í kvikmyndahúsum. 6.1.2011 11:30
Árni og félagar heitir á lista BBC Bassaleikarinn Árni Hjörvar Árnason og félagar í bresku hljómsveitinni The Vaccines eru í þriðja sæti á lista breska ríkisútvarpsins BBC yfir heitustu hljómsveitir ársins 2011. BBC birtir ný nöfn á listanum vikulega, en aðeins annað og fyrsta sæti er eftir. 6.1.2011 10:00
Á bókaða fjóra fundi í Hollywood „Ég átti von á þeim fyrr en það kom eitthvað upp á hjá þeim úti. En jú, ég reikna með því að hitta þá þegar þeir koma,“ segir Gestur Valur Svansson leikstjóri. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Klovn-tvíeykið væntanlegt til Íslands í dag til að kynna kvikmynd sína Klovn: The Movie. Gesti Val og 6.1.2011 09:00
Airwaves fær fimm milljónir „Ég fagna því á þessum krepputímum að við skulum fá fimm milljónir inn í Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. 6.1.2011 08:00
Konur gera sjónvarpsþátt um konur „Við ætlum að fá til okkar konur sem þora að tjá sig,“ segir fjölmiðlakonan Björk Eiðsdóttir. Björk stýrir nýjum spjallþætti ásamt Nadíu Banine sem hefur göngu sína á Skjá einum 15. febrúar. 5.1.2011 20:30
Þórhallur MIÐILL með skyggnilýsingu Sambíóin ásamt Þórhalli miðli og Stöð 2 halda sérstaka fjáröflunarsýningu í Sambíóunum Egilshöll til styrktar Sjónarhóli – ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir. Miðaverð er 1.500 kr og rennur allur ágóði sýningarinnar til Sjónarhóls en hægt er að kaupa miða á heimasíðu Sambíóanna sem og miðasölu Sambíóanna um land allt. Herlegheitin hefjast klukkan 19:00 og mun Þórhallur miðill byrja kvöldið með skyggnilýsingu fyrir viðstadda en að henni lokinni verður nýjasta mynd Clint Eastwoods, Hereafter forsýnd. Til Sjónarhóls leita fjölskyldur með börn sín á ýmsum aldri og með margvísleg vandamál. Þar getur verið um að ræða vandamál tengd skóla, skort á stuðningsúrræðum, félagsleg vandamál og margt fleira. Þjónusta Sjónarhóls er fyrir allt landið og er mikil áhersla lögð á að hingað geti allir leitað. Þjónustan er endurgjaldslaus og ekki er þörf á tilvísun eða greiningu. Á Sjónarhóli starfa ráðgjafar með foreldrum á þeirra forsendum, með það að markmiði að leita lausna á vandamálunum og styðja við bakið á foreldrum á þeirri vegferð. Bíómyndin Hereafter - Sýnishorn 5.1.2011 17:44
Svona leggings eiga svoleiðis eftir að seljast í GÁMAVÍS Söngkonan Beyonce Knowles, 29 ára, brosti blítt þegar hún var mynduð í New York í gær. Eins og myndirnar sýna var hún með sólgleraugu á nefinu, klædd í leðurjakka og leggings sem hafa vakið athygli. Þá stóð skýrum stöfum framan á bolnum hennar: Love Is Everything eða Ástin er allt. 5.1.2011 08:13
Draumar breytast í martröð hjá Verzló og MR „Við vorum búin að ræða þetta leikrit löngu áður en við vissum af Verzlunarskólanum, en vorum samt ekki búin að taka neina endanlega ákvörðum,“ segir Björg Brjánsdóttir, formaður Herranætur, leiklistarfélags Menntaskólans í Reykjavík, en skólinn frumsýnir leikverk Shakespeares, 5.1.2011 11:00
Logi Geirs hefur störf í sjónvarpi „Logi [Geirsson] er meiddur og getur ekki verið með landsliðinu en mun í stað þess vera tengiliður milli landsliðsins og þjóðarinnar enda þekkir hann hvern krók og kima hjá því, öll leikkerfi og getur jafnvel lesið í andlitsdrætti leikmanna,“ segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson, umsjónarmaður HM-stofu 5.1.2011 10:00
Klovn-tvíeyki til landsins „Jú, þeir eru að koma, lenda á fimmtudaginn og verða væntanlega fram yfir helgi,“ segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Klovn-tvíeykið, Frank Hvam og Casper Christensen, ætlar að sækja Ísland heim í vikunni og kynna myndina sína Klovn: The Movie. 5.1.2011 10:00
Valdatafl í Kandílandi Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan frumsýndi á dögunum dansverkið Kandíland, sem byggir á konungaverkum Williams Shakespeare. 5.1.2011 12:00
100% hreinskilinn Ragnar ZSolberg Ragnar ZSolberg fer alla leið í hreinskilninni á nýrri sólóplötu. Hann býr nú í Svíþjóð ásamt unnustu sinni og er búinn að setja saman hljómsveit þar í landi. „Ég veit ekki hvort það hafi breyst mikið í gegnum tíðina, en mér finnst textar og tónlist ekki koma eins vel út ef það er ekki 100% hreinskilni á bakvið,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar ZSolberg. 5.1.2011 06:00
Spilar á frelsishátíð í Kosovo Rokksveitin Who Knew verður á faraldsfæti á næstu mánuðum og spilar meðal annars á tónlistarhátíðinni Freedom Festival í Pristina, höfuðborg Kosovo, í júní. 5.1.2011 06:00
Unnur Birna á von á barni í sumar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi alheimsfegurðardrottning, á von á sínu fyrsta barni í lok júní. 4.1.2011 11:00
Spennandi plötur á nýju ári Fjölmargar hljómsveitir og listamenn hafa þegar tilkynnt um plötur sem koma út á árinu. Atli Fannar Bjarkason skoðaði sex væntanlegar plötur sem eiga eftir að vekja eftirtekt. 4.1.2011 00:00
Strákarnir sem eiga hugi og hjörtu íslenskra ungmenna Alexander Briem, Atli Óskar Fjalarsson og Haraldur Ari Stefánsson eru heitustu drengirnir á Íslandi í dag. Atli Óskar og Haraldur Ari urðu miklir mátar þegar þeir fóru á kostum í unglingamyndinni Óróa sem naut mikilla vinsælda í sumar. Atli Óskar fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni Gauragangi sem frumsýnd var á annan í jólum og þar þykir Alexander Briem fara á kostum í hlutverki Orms Óðinssonar. 3.1.2011 00:00
Sigrún Lilja einn höfunda sjálfshjálparbókar Sigrún Lilja Guðjónsdóttir verður einn af höfundum bandarísku bókarinnar The Next Big Thing en þar fjalla frumkvöðlar, aðallega bandarískir, um hvernig þeir hafa komið hugmyndum sínum í framkvæmd. Sigrún Lilja er á forsíðu kápunnar og virðist aðalstjarna ritsins ef marka má hana. Sigrún Lilja er ekki eini Íslendingurinn sem skrifar í bókina því Jón Bjarnason viðskiptaþjálfi skrifar einnig kafla í bókina. 3.1.2011 00:00
Brim besta íslenska myndin Brim er besta innlenda mynd ársins 2010 samkvæmt álitsgjöfum Fréttablaðsins. Tæplega ellefu þúsund manns sáu hana í íslenskum kvikmyndahúsum á síðasta ári. 3.1.2011 00:00
Hollywoodstjarna í Pressu 2 Gísli Örn Garðarsson leikur stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu 2. Eins og nafnið gefur til kynna er þáttaröðin sjálfstætt framhald af Pressu sem sýnd var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Blaðið er enn sem fyrr miðpunktur sjónvarpsþáttanna og þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachmann munu endurtaka hlutverk sín. 3.1.2011 00:00
Samningur í jólagjöf Rokksveitin We Made God gefur út sína aðra plötu, It’s Getting Colder, á föstudaginn, 7. janúar, og sama dag heldur sveitin útgáfutónleika á Faktorý. Platan kemur út á vegum ítalska plötufyrirtækisins Avantgarde Music á heimsvísu 21. janúar. 3.1.2011 00:00
Axl Rose besti söngvari allra tíma Axl Rose, forsprakki rokksveitarinnar Guns N"Roses, hefur verið kjörinn besti hljómsveitasöngvari allra tíma í nýrri könnun. Næstir á eftir honum komu Freddie Mercury, söngvari Queen, og Robert Plant úr Led Zeppelin. 3.1.2011 00:00
Hvernig er það var ENGINN heima hjá sér yfir áramótin? Meðfylgjandi myndir voru teknar á gamlárskvöld í miðbæ Reykjavíkur á Nasa og Esju við Austurvöll. Þá var bærinn troðfullur af fólki í gærkvöldi, 1. janúar, sem fagnaði komu nýs árs á veitingahúsunum Hvíta Perlan, Hressó, Bankinn og Austur. Ljósmyndir Sveinbi/Superman.is. 2.1.2011 21:30
Nýársfagnaður á Borginni Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýársfagnaði sem fram fór á Hótel Borg í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum sá Hilmar Guðjónsson leikari til þess að prúðbúnum gestum leiddist ekki á meðan á borðhaldinu stóð. Söngkonan Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín og hljómsveitin Orphix Oxtra sáu um tónlistina. Þá var Magnús Schewing valinn best klæddi maður kvöldsins. 2.1.2011 13:18