Fleiri fréttir

Buffett græðir vel

Milljarðamæringurinn Warren Buffett græddi að meðaltali 32,2 milljónir dala á dag eða 3,6 milljarða allt árið 2016, samkvæmt útreikningum Bloomberg.

Facebook textar myndbönd

Enn sem komið er stendur bandarískum like-síðum möguleikinn til boða en von er á því að allir notendur Facebook geti textað myndbönd sín á næstunni.

Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials

Seinkun á fjármögnun kísilversins á Grundartanga kemur einkafjárfestum á óvart. Keyptu 3,5 prósent í verksmiðjunni í ágúst 2015 en fjármögnuninni átti þá að ljúka um mitt síðasta ár.

Bjarni Þór til Deloitte

Bjarni Þór Bjarnason, lögmaður, hefur tekið við sem sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte.

Sushisamba verður að Sushi Social

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að veitingastaðurinn í Þingholtsstræti mætti ekki bera nafnið Sushisamba.

Airbnb útleiga meira en afhending lykla

Tveir félagar með reynslu úr ferðaþjónustunni hafa stofnað fyrirtæki sem býður viðskiptavinum upp á heildarumsjón Airbnb íbúða. Góðar ljósmyndir og lýsing geta skipt sköpum segir annar stofnandinn.

Segir riftunina ekki hafa áhrif á starfsemi Fáfnis

Norskt skipasmíðafyrirtæki hefur rift samningi sínum við íslenska fyrirtækið Polar Maritime sem er dótturfélag Fáfnis Offshore. Samningurinn var upphaflega gerður við Fáfni. Riftunin hefur ekki áhrif að sögn stjórnarformanns.

Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram

Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember.

253.000 tonn til Íslands

Gefnar hafa verið út reglugerðir um leyfilega heildarveiði á norsk-íslenskri síld og leyfilega upphafsveiði á kolmunna á árinu 2017.

Stefna forstjóra vegna sölu á Borgun

Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., Hauki Oddssyni, forstjóra Borgunar, BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. Tveir síðastnefndu aðilarnir eru hluthafar í Borgun.

Sækir fé til hagræðingar

Landsnet hefur gefið út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadollara – jafnvirði nær 23 milljarða króna. Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu útboði og munu ekki verða skráð í Kauphöll.

Volvo vinnur með Microsoft

Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur komist að samkomulagi við Microsoft um að innleiða viðskiptaútgáfu Skype í bíla sína.

Seldu nífalt fleiri hátalara um jólin

Amazon seldi nífalt fleiri Echo snjallhátalara fyrir þessi jól en jólin 2015. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Amazon. Þó er nákvæmra sölutalna ekki getið en því er haldið fram að milljónir hátalara hafi selst fyrir hátíðarnar.

Verður 2017 ár sýndarveruleikans?

Sýndarveruleikatækni hefur verið áberandi á árinu sem er að líða. Dósent í tölvunarfræði við HR segir að næsta ár verði mikilvægt fyrir framtíð tækninnar. Aðgengilegri hlutar hennar segir hann að verði sýnilegri á næsta ári.

Landsnet sækir 23 milljarða til alþjóðlegra fjárfesta

Landsnet hefur gefið út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 200 milljónir bandaríkjadollara sem svarar tæplega 23 milljörðum króna. Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu útboði og munu ekki verða skráð í Kauphöll.

Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur

Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum.

Laun endurspegla kynjaðan vinnumarkað út um allt land

Laun kvenna eru að meðaltali um tveir þriðju af launum karla. Mestur er launamunurinn á Austurlandi en þar eru greidd hæstu launin. Fjarðaál og sterk sjávarútvegsfyrirtæki borga vel. Konur eru líklegri til að vinna hlutastörf og við umön

Snókur kaupir JRJ verk

Verktakafyrirtækið Snókur sem er þjónustufyrirtæki á vinnuvélasviði hefur keypt allt hlutafé JRJ verks ehf.

Árið sem vídeótækið dó

Í ár hætti BlackBerry framleiðslu eigin síma, Apple losaði sig við heyrnatól sem tengd voru við símann og Galaxy Note 7 kvaddi eftir stutt stopp.

Sjá næstu 50 fréttir