Erlent

Fréttamynd

Á eina kryddpíu eftir

Hjartaknúsarinn Robbie Wiliams segist hafa sængað hjá fjórum af kryddpíunum sálugu en vill ekki gefa uppi hverjar þær eru. Robbie lýsti þessu yfir í sjónvarpsviðtali í Argentínu þar sem hann gortaði sig af því að eiga aðeins eftir að sænga hjá einni til þess að klára dæmið.

Lífið
Fréttamynd

Sprengjur finnast í Belfast

Sprengjusérfræðingar í breska hernum gerðu eldsprengju, sem fannst í verslun í miðborg Belfast, óvirka í gær. Sprengjufundurinn þykir benda til þess að IRA ætli sér að fremja ódæðisverk í jólaösinni. Starfsfólk verslunarinnar fann sprengjuna eftir lokun þegar það leitaði undir fatastæðum eftir ábendingar og viðvaranir lögreglu um aukna hættu á sprengjuárás.

Erlent
Fréttamynd

Bjóða friðarviðræður

Samkvæmt háttsettum talsmanni Sameinuðu þjóðanna er forseti Sýrlands, Bashar Assad, tilbúinn að hefja friðarviðræður við Ísrael án skilyrða.

Erlent
Fréttamynd

Óttast ofbeldi í Úkraínu

Javier Solana, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambansins, óttast að ofbeldi brjótist út í Úkraínu þar sem stór hluti almennings neitar að sætta sig við opinberar niðurstöður forsetakosninganna á sunnudaginn var. ÖSE, Öryggis- og samvinnustofun Evrópu, hefur lýst því yfir að svo virðist sem svik hafi verið í tafli við framkvæmd kosninganna.

Erlent
Fréttamynd

Tæpur sigur

Þremur vikum eftir forsetakosningarnar var George W. Bush lýstur sigurvegari kosninganna í Nýju Mexíkó. Samkvæmt endanlegum úrslitum sigraði hann með 5.988 atkvæðum. Þar með hlaut hann 49.8 prósent atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Dómurinn var dómsmorð

Arne Haugestad, verjandi norska stjórnarerindrekans Arne Treholt sem árið 1985 var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna, segir að dómurinn hafi verið dómsmorð. Hann hefur ekki tjáð sig um málið fyrr en nú að búið er að létta trúnaði af málsskjölunum.

Erlent
Fréttamynd

Brauðsneið seld á tvær milljónir

Tíu ára gömul ristuð brauðsneið var seld á tæpar tvær milljónir króna á uppboðsvefnum eBay. Það var spilavíti á netinu sem keypti brauðsneiðna á uppboðinu.

Erlent
Fréttamynd

Atkvæðagreiðslan verði endurtekin

Annar forsetaframbjóðendanna í Úkraínu, Viktor Yushchenko, segist samþykkur því að atkvæðagreiðsla fari fram að nýju í forsetakosningunum þar í landi gegn því að utanaðkomandi aðili hafi eftirlit með framkvæmd hennar.

Erlent
Fréttamynd

Janukovitsj lýstur sigurvegari

Mikil spenna ríkir í Úkraínu eftir að yfirkjörstjórn forsetakosninganna staðfesti að Viktor Janukovitsj hefði sigrað. Valdarán segja stuðningsmenn Viktors Júsjenko. Framkvæmdastjóri ESB harmar niðurstöðuna.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælin halda áfram

Mótmæli halda enn áfram í Úkraínu þar sem stór hluti almennings neitar að sætta sig við opinberar niðurstöður forsetakosninga á sunnudaginn var. Mótmælendum lenti saman við óeirðalögreglu í gær og umferð í Kænugarði stóð í stað.

Erlent
Fréttamynd

Fá að fylgjast með kosningunum

Stjórnvöld í Ísrael ætla að heimila alþjóðlegum eftirlitsmönnum að fara inn í Palestínu til að fylgjast með forsetakosningunum 9. janúar.

Erlent
Fréttamynd

Ætluðu að brenna kaupmanninn inni

Gerð var tilraun til að myrða kaupmann af asískum uppruna í verslun hans í Túnsbergi í Noregi í gærkvöldi. Árásarmennirnir, sem voru þrír, bundu kaupmanninn á höndum og fótum og kveiktu svo í versluninni en vegfarandi sá eldinn í tæka tíð og kallaði á björgunarlið sem náði kaupmanninum lifandi út.

Erlent
Fréttamynd

Ofbeldisfyllri og feitari börn

Tölvuleikir valda því að bandarísk börn eru ofbeldisfyllri, feitari og bera minni virðingu fyrir öðrum en ella, samkvæmt niðurstöður nýrrar rannsóknar National Institute on Media and the Family þar vestra. Þar segir meðal annars að í tölvuleikjum kynnist börn kynlífi og ofbeldi án þess að þau séu fær um að átta sig á því hvað þar er á ferð.

Erlent
Fréttamynd

Vilja kæra Blair

Breskir þingmenn hafa enn á ný sakað Tony Blair forsætisráðherra um að blekkja Breta til að fara í stríð í Írak. Nokkrir þingmenn vilja að hann verði kærður fyrir embættisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Chirac til Líbíu

Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, fer í opinbera heimsókn til Líbíu í næstu viku. Hann verður fyrsti franski stjórnmálaleiðtoginn til að heimsækja landið í 53 ár.

Erlent
Fréttamynd

Rather hættir á fréttastofu CBS

Dan Rather mun hætta störfum á fréttastofu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar í mars. Þetta var tilkynnt í fyrradag, ríflega tveimur mánuðum eftir að vinnubrögð hans í fréttaþættinum Sextíu mínútum tvö (60 Minutes II) voru gagnrýnd harðlega.

Erlent
Fréttamynd

Serbnesk stjórnvöld gagnrýnd

Carla Del Ponte, aðalsaksóknari Alþjóðadómstólsins í Haag, gagnrýndi serbnesk stjórnvöld harðlega á fundi með fulltrúum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Spengjuárás í Afganistan

Að minnsta kosti tveir bandarískir hermenn létust og einn særðist í sprengjuárás í Afganistan nú síðdegis. Árásin átti sér stað í Uruzgan-héraði í miðhluta landsins þar sem hermennirnir voru í eftirlitsför.

Erlent
Fréttamynd

Borgarastyrjöld gæti brotist út

Óttast er að borgarastyrjöld kunni að brjótast út í Úkraínu vegna ólgunnar sem þar er eftir forsetakosningarnar í landinu. Evrópusambandið telur að kosningasvik hafi verið framin í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Yanukovych lýstur sigurvegari

Yfirkjörstjórn í Úkraínu lýsti því yfir fyrir stundu að sigurvegari forsetakosninganna í landinu sé forsætisráðherrann Viktor Yanukovych. Yanukovych er sagður hafa fengið 49,46% atkvæða en mótframbjóðandi hans, Viktor Yushchenko, 46,61%.

Erlent
Fréttamynd

HIV-smituðum fjölgar nokkuð

Tæplega fjörutíu milljónir manna eru smitaðar af HIV-veirunni samkvæmt nýrri ársskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í morgun en alþjóðlegi alnæmisdagurinn er 1. desember næstkomandi. Smituðum hefur fjölgað nokkuð því fyrir tveimur árum var fjöldi HIV-smitaðra í heiminum tæplega 37 milljónir.

Erlent
Fréttamynd

Milljónir deyja vegna reykinga

Fimm milljónir manna létust í heiminum árið 2000 vegna reykinga samkvæmt rannsókn fræðimanna í Harvard í Bandaríkjunum og Háskólanum í Queensland í Ástralíu.

Erlent
Fréttamynd

Súkkulaði vinnur á hósta

Þeir sem þjást af þrálátum hósta yfir vetrartímann ættu að háma í sig súkkulaði því samkvæmt nýrri breskri rannsókn virðist súkkulaði lækna slíka kvilla betur en hefðbundin lyf. Það voru sérfræðingar við Imperial háskólann í Lundúnum sem gerðu rannsóknina en greint er frá niðurstöðum hennar í nýjasta hefti vísindaritsins <em>New Scientist</em>.

Erlent
Fréttamynd

ESB geri svartan lista

Evrópuríkin eiga að safna saman og deila með sér upplýsingum um fyrirtæki sem hafa orðið uppvís að því að beita mútum til að tryggja sér samninga, að mati Peter Eigen, forstjóra alþjóðlegrar stofnunar um gagnsæi í viðskiptum. Þetta kom fram á ráðstefnu í gær um leiðir til að sporna við spillingu.

Erlent
Fréttamynd

Rússi dæmdur fyrir njósnir

Rússneskur vísindamaður sem sakaður var um njósnir fyrir Kínverja var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Síberíu í dag. Hinn dæmdi, Valentin Danilov að nafni, var sakaður um að hafa selt kínverskum yfirvöldum viðkvæmar upplýsingar um rússneska herinn og vopn hans.

Erlent
Fréttamynd

Bjartsýnn á að friður náist

Forsætisráðherra Pakistans, Shaukat Aziz, kveðst bjartsýnn á að friður náist á milli Pakistans og Indlands í kjölfar fundar hans með forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, í dag.

Erlent
Fréttamynd

Dan Rather hættir

Dan Rather, einhver þekktasti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna og aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, mun láta af þeim starfa 9. mars næstkomandi, tuttugu og fjórum árum eftir að hann tók við starfanum af Walter Cronkite. Frá þessu var greint í gær.

Erlent
Fréttamynd

Smituðum konum fjölgar

Nýjar tölur sýna að nærri helmingur þeirra 37,2 milljóna fullorðinna sem sýktir eru af HIV-veirunni eru konur og hefur þeim fjölgað alls staðar í heiminum. Mest fjölgar konum sýktum af HIV í Austur-Evrópu og Austur- og Mið-Asíu. Á sumum þessum svæðum er hlutfall sýktra orðið hærra meðal kvenna en karla. 

Erlent
Fréttamynd

Neyðarfundur í Úkraínu

Nú stendur yfir neyðarfundur á úkraínska þinginu, sem boðað var til vegna forsetakosninganna sem fóru fram á sunnudaginn. Talsmaður þingsins sagði að það væri ósiðlegt af þingmönnum að láta eins og allt væri með felldu í landinu og sjálfstæðis þess vegna væri algerlega lífsnauðsynlegt að kryfja framkvæmd kosninganna til mergjar.

Erlent
Fréttamynd

Kafbátarnir úreltir

Yfirmaður danska herflotans harmar það að báðir kafbátar danska hersins skulu úreltir í hagræðingarskyni nú í vikunni. Danska þingið samþykkti í júní síðastliðnum að tvöfalda fjölda danskra hermanna sem geta tekið þátt í alþjóðlegum aðgerðum.

Erlent