Sport

Nolan, fyrirliði Newcastle: Leikmennirnir í sjokki

Kevin Nolan, fyrirliði Newcastle, segir að leikmenn liðsins séu í sjokki eftir að stjórinn Chris Hughton var rekinn frá félaginu í gær. Hughton þótti ekki nógu reynslumikill stjóri en hann hafði komið liðnu upp í úrvalsdeildina á ný og liðið er sem stendur í 12. sæti í henni.

Enski boltinn

NBA: Fimmti sigur Miami-liðsins í röð

Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram.

Körfubolti

Liverpool ætlar að stofna knattspyrnuskóla í Indónesíu

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool ætlar að koma sér inn á Asíu-markaðinn með því að stofna knattspyrnuskóla í Indónesíu á næsta ári. Ian Rush mun fara til Indónesíu í þessari viku til þess að ganga frá öllum málum. Fótbolti er mjög vinsæll í landinu þrátt fyrir slakan árangur landsliðsins en Indónesía er 25 sætum neðar en Ísland á heimslistanum.

Enski boltinn

Nettar afgreiðslur Nasri um helgina - myndband

Frakkinn Samir Nasri skoraði tvö af fallegustu mörkum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tryggði Arsenal 2-1 sigur á Fulham og um leið toppsætið í deildinni. Nasri hefur verið í frábæru formi á tímabilinu en hann hefur þegar skorað ellefu mörk fyrir Arsenal í öllum keppnum.

Enski boltinn

Verður HM í Katar haldið um vetur?

Keisarinn Franz Beckenbauer hefur viðurkennt að hann vilji að heimsmeistaramótið 2022 fari fram í janúar og febrúar. Í síðustu viku var tilkynnt að mótið það ár fer fram í Katar.

Fótbolti

Vettel valinn kappakstursökumaður ársins

Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina

Formúla 1

Fernando Torres að bíða eftir barni

Í þessum skrifuðu orðum er í gangi leikur Liverpool og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hófst klukkan 20:00. Fernando Torres er ekki með Liverpool í kvöld þar sem hann er mættur á fæðingardeildina ásamt eiginkonu sinni.

Enski boltinn

Þurftu að borga fyrirfram á Pizza Hut

Hópur hörundsdökkra leikmanna hjá enska 2. deildarliðinu Bournemouth var beðinn um að borga máltíð sína fyrirfram á veitingastaðnum Pizza Hut þar í bæ. „Það er útaf því hvernig þið lítið út," sagði starfsmaður staðarins.

Enski boltinn

Guti klessukeyrði bílinn sinn blindfullur

Jose Maria "Guti" Gutierrez, fyrrum leikmaður Real Madrid, er ekki í góðum málum í Tyrklandi eftir að hann klessukeyrði bílinn sinn í nótt og það sem meira var kappinn var blindfullur. Guti hefur verið ákærður fyrir að keyra undir áhrifum áfengis en sem betur fer hans vegna slasaðist enginn í árekstrinum.

Fótbolti

Birgir Leifur: „Gríðarlega vonsvikinn út í sjálfan mig"

„Ég er gríðarlega vonsvikinn út í sjálfan mig. Ég missti algjörlega trúna á því sem ég var búinn að gera á einu augnabliki,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir slæmu gengi hans á fyrstu tveimur keppnisdögunum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Golf

Hver verður næsti stjóri Newcastle?

Newcastle er nú í leit að sínum áttunda knattspyrnustjóra á sex ára tímabili. Chris Hughton var sparkað í dag og ræða menn ýmsar hugmyndir um hver taki við af honum. Við skulum líta á nokkra kosti.

Enski boltinn

Birgir Leifur bætti sig um 7 högg en staða hans er vonlítil

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG lék á 73 höggum í dag eða 3 höggum yfir pari á öðrum keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir bætti sig um 7 högg frá því á fyrsta hringnum þar sem hann lék á 80 höggum.

Golf

Vermaelen spilar ekkert fyrr en á næsta ári

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að belgíski miðvörðurinn Thomas Vermaelen muni ekkert spila með liðinu fyrr en á næsta ári. Vermaelen meiddist á hásin með belgíska landsliðinu á móti Tyrklandi í undankeppni EM í byrjun september og hefur verið frá síðan þá.

Enski boltinn

Avram Grant: West Ham liðið er á réttri leið

Avram Grant, stjóri West Ham, segist trúa því að hans menn komist fljótt af botni ensku úrvalsdeildarinnar. West Ham tapaði 0-1 á móti Sunderland í gær og er aðeins með 12 stig út úr fyrstu sextán leikjunum. Liðið er þremur stigum á eftir Fulham sem er í síðasta örugga sætinu.

Enski boltinn