Erlent Sekt fanganna er aukaatriði í augum Bandaríkjastjórnar Fátt bendir til að fangarnir í Guantánamo séu hættulegir hryðjuverkamenn. Breski rithöfundurinn David Rose telur að með búðunum séu bandarískir ráðamenn að kanna hversu langt þeir geta gengið í að hunsa alþjóðaskuldbindingar </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:06 800 þúsund þarfnast neyðarhjálpar Talið er að um átta hundruð þúsund manns þarfnist neyðarhjálpar í Filippseyjum eftir að fjórir fellibyljir, með tilheyrandi flóðum og aurskriðum, gengu yfir landið. Á annað þúsund manns létust eða er enn saknað og eyðileggingin er gríðarleg. Erlent 13.10.2005 15:06 Húsleit hjá poppgoði Rannsóknarlögreglumenn Sýslumannsembættis Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum gerðu húsleit á búgarði poppgoðsins Michaels Jackson á föstudag, en hann á að mæta fyrir rétt eftir nokkrar vikur sakaður um barnamisnotkun. Lífið 13.10.2005 15:06 Janúkovítsj tilkynnir þátttöku Forsætisráðherra Úkraínu, Viktor Janúkovítsj, hefur tilkynnt þátttöku sína í nýjum forsetakosningum í landinu og er sannfærður um að bera sigur af hólmi yfir leiðtoga stjórnarandstöðu landsins, Viktori Júsjenko. Erlent 13.10.2005 15:06 Öryggisgæsla aukin í Kabúl Öryggisgæsla friðargæslu NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistans, hefur verið aukin vegna innsetningar Hamid Karzais í forsetaembættið næstkomandi þriðjudag. Á meðal viðstaddra verður Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, auk þess sem búist er við að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verði á staðnum. Eins og kunnugt er eru íslenskir friðargæsluliðar starfandi í Kabúl. Erlent 13.10.2005 15:06 Börn meðal slasaðra Sex slösuðust í gríðarmikilli sprengingu sem varð vegna gasleka í íbúð á annarri hæð í tveggja hæða húsi í úthverfi Rómar á Ítalíu á laugardag. Meðal slasaðra voru þrjú börn, að sögn yfirvalda. Erlent 13.10.2005 15:06 Leitað á heimili Michaels Jacksons Lögreglan í Kaliforníu gerði húsleit á heimili söngvarans Michaels Jacksons, Neverland-búgarðinum, í gær. Tilgangurinn var að leita sönnunargagna í tengslum við ásakanir á hendur söngavaranum um kynferðislega misnotkun á börnum. Lífið 13.10.2005 15:06 Snúa aftur heim eftir flóðin Þúsundir Filippseyinga hafa snúið aftur til heimkynna sinna í dag eftir að fjórir fellibyljir með tilheyrandi flóðum og aurskriðum hafa gengið yfir landið undanfarnar tvær vikur. Rúmlega þúsund manns létust eða er enn saknað og eyðileggingin er gríðarleg. Erlent 13.10.2005 15:06 Föngum misþyrmt Blaðamaður alþjóðlegu fréttastofunnar AP fann ljósmyndir sem sýna bandaríska hermenn misþyrma föngum í Írak á vefsíðu þar sem ljósmyndir gagna kaupum og sölum. Konan sem rekur síðuna segir að eiginmaður hennar hafi komið með myndirnar frá Írak eftir herþjónustu. Erlent 13.10.2005 15:06 Tókst ekki að setja lög Úkraínska þinginu tókst ekki að setja lög í dag til að heimila að forsetakosningarnar í landinu verði endurteknar síðar í mánuðinum, eins og ráðgert hafði verið. Ætlunin var að afgreiða tvö frumvörp: annars vegar breytingu á kosningalögum til að koma í veg fyrir kosningasvik og hins vegar frumvarp um breytingu á stjórnarskránni til að minnka völd forsetans. Erlent 13.10.2005 15:06 25 Írakar hafa fallið í morgun Tuttugu og fimm Írakar féllu í árásum hryðjuverkamanna í morgun, þar af ellefu lögreglumenn. Sjálfmorðsárás var gerð á mosku sjíta í Bagdad við föstudagsbæn. Fyrr í morgun gerði hópur hryðjuverkamanna árás á lögreglustöð í suðvesturhluta borgarinnar. Erlent 13.10.2005 15:06 Kveikt á jólatré Hvíta hússins Það styttist óðum í jólin og jólaandinn er farinn að svífa yfir vötnum víða um heim. Það er hefð fyrir því að Bandaríkjaforseti kveiki á jólatréi fyrir utan Hvíta húsið og í gærkvöldi tendraði George Bush jólaljósin á þjóðarjólatréinu með aðstoð tveggja skátastúlkna. Erlent 13.10.2005 15:06 Slá skjaldborg um Annan Bretar, Þjóðverjar, Frakkar, Rússar og Kínverjar hafa slegið skjaldborg um Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að bandarískir íhaldsmenn hófu aðför að honum og kröfðust afsagnar hans. Bush Bandaríkjaforseti lýsti hins vegar ekki yfir stuðningi við Annan þegar forvitnast var um afstöðu hans í gær. Erlent 13.10.2005 15:06 Spennan í Úkraínu fer vaxandi Óvissa ríkir enn í Úkraínu um niðurstöðu Hæstaréttar sem fjallar um ásakanir um kosningasvik. Spennan í landinu fer vaxandi og óttast margir að óeirðir brjótist út. Erlent 13.10.2005 15:06 Nýr forsætisráðherra valinn Það að Ramush Haradinaj kunni að verða ákærður fyrir stríðsglæpi kom ekki í veg fyrir að þingmenn á þingi Kosovo kusu hann forsætisráðherra. Erlent 13.10.2005 15:06 Kosningarnar verði endurteknar Hæstiréttur Úkraínu ógilti síðdegis úrslit forsetakosninganna í landinu. Endurtaka verður kosningarnar innan þriggja vikna. Erlent 13.10.2005 15:06 Fimm sprengjur sprungu í Madríd Fimm sprengjur sprungu við bensínstöðvar í Madríd á Spáni fyrir stundu að sögn spænskra útvarpsstöðva og hefur lögreglan í Madríd staðfest tíðindin. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, hringdu til dagblaðs þar í landi áður en sprengjurnar sprungu og lýstu tilræðinu á hendur sér. Erlent 13.10.2005 15:06 Gangast við eiturefnaslysinu Dow Chemical Company hefur gengist við því að bera fulla ábyrgð á eiturefnaslysinu í Bhopal á Indlandi sem kostaði þúsundir lífið árið 1984. Fyrirtækið mun greiða um tólf milljarða dollara, eða sem nemur um 770 milljörðum króna, í skaðabætur. Erlent 13.10.2005 15:06 Þúsund manns látnir eða saknað Yfir þúsund manns hafa látist eða er saknað eftir að flóð og aurskriður á Filippseyjum. Í morgun gekk fellibylur yfir landið en austurhluti landsins hafði þegar orðið illa úti í tveimur stormum sem riðu þar yfir fyrr í vikunni. Yfir 160 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín í gær sökum hættu sem stafaði af fellibylnum. Erlent 13.10.2005 15:06 Vísa ábyrgðinni á Kongóstjórn Utanríkisráðherra Rúanda, sagði það verða á ábyrgð stjórnvalda í Kongó ef stríð brýst út milli ríkjanna tveggja. Hann staðfesti að rúandískir hermenn væru komnir til Kongó til að berjast við rúandíska uppreisnarmenn sem hafast þar við og tóku þátt í þjóðernishreinsununum í Rúanda 1994. Erlent 13.10.2005 15:06 Atkvæðagreiðslan endurtekin Hæstiréttur Úkraínu úrskurðaði fyrir stundu að önnur umferð forsetakosninganna í landinu, sem fram fór fyrir tæpum tveimur vikum, sé ógild. Í úrskurðinum segir jafnframt að atkvæðagreiðslan skuli endurtekin þann 26. desember næstkomandi, eða á annan í jólum. Erlent 13.10.2005 15:06 Ellefu lögreglumenn drepnir Vopnaðir uppreisnarmenn réðust inn á lögreglustöð í vesturhluta Bagdad í Írak í morgun. Þeir kveiktu í fimm lögreglubílum og að sögn sjónvarvotta létust ellefu lögreglumenn í árásinni. Lögreglustöðin er við þjóðveg í útjaðri Bagdad en fara þarf um hann þegar farið er á alþjóðaflugvöllinn í Bagdad. Erlent 13.10.2005 15:06 Ætluðu að ráða Allawi af dögum Þýska lögreglan handtók í morgun þrjá Íraka vegna gruns um að þeir hafi ætlað að ráða Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, af dögum. Írakarnir er búsettir í Þýskalandi en Allawi kom til landsins í dag í opinbera heimsókn. Erlent 13.10.2005 15:06 Olíuverð lækkar enn Olíuverð heldur áfram að lækka hratt á heimsmarkaði. Það hefur lækkað um 12% á tveimur sólarhringum í Bandaríkjunum og kostar tunnan þar rúma 43 dollara. Þar hefur olíuverð ekki verið lægra síðan í september. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:06 Lögreglustjóri eftirmaður Ridge Bush Bandaríkjaforseti hefur valið eftirmann Tom Ridge heimavarnaráðherra sem sagði nýlega af sér. Fyrir valinu varð Bernard Kerik sem var lögreglustjóri í New York borg og hlaut mikið lof fyrir framgöngu sína í kringum árásirnar 11. september 2001. Erlent 13.10.2005 15:06 Önnur umferð verði endurtekin Vaxandi fylgi virðist vera við það, í röðum ýmissa stjórnmálahreyfinga í Úkraínu, að endurtaka aðra umferð forsetakosninganna í landinu. Þá eru líka uppi hugmyndir um að endurtaka allt kosningaferlið aftur. Erlent 13.10.2005 15:06 Norðmaður skaut vinkonu sína Maður á sextugsaldri skaut vinkonu sína til bana fyrir utan Hótel Alstor í Stavangri í Noregi í nótt. Áður en lögregla kom á vettvang framdi hann sjálfsmorð. Lögregla telur líklegt að blind afbrýðisemi hafi ráðið gjörðum mannsins. Erlent 13.10.2005 15:06 Úkraínsku kosningarnar ógiltar Kjósa verður aftur milli Viktors Janúkovitsj forsætisráðherra og Viktors Júsjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, um hvor þeirra verður næsti forseti Úkraínu. Þetta eru fyrirmæli hæstaréttar Úkraínu sem ógilti í gær forsetakosningarnar sem fóru fram 21. nóvember. Erlent 13.10.2005 15:06 Örasta olíuverðlækkun í 13 ár Bensínverð var lækkað hér á landi í dag. Undanfarna sólarhringa hefur olíuverð lækkað svo ört á heimsmarkaði að leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna sambærileg dæmi. Olía og dollar eru í frjálsu falli og því hugsanlegt að verðið geti lækkað enn frekar. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:06 Heilbrigð sál með fallegt andlit Heilbrigð sál í hraustum líkama með fallegt andlit virðist vera íbúum hinna norrænu ríkjanna efst í huga þegar þeir óska sér jólagjafar í ár. Þetta er niðurstaða sænsks fyrirtækis sem gerir markaðsrannsóknir fyrir jólin í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Erlent 13.10.2005 15:06 « ‹ ›
Sekt fanganna er aukaatriði í augum Bandaríkjastjórnar Fátt bendir til að fangarnir í Guantánamo séu hættulegir hryðjuverkamenn. Breski rithöfundurinn David Rose telur að með búðunum séu bandarískir ráðamenn að kanna hversu langt þeir geta gengið í að hunsa alþjóðaskuldbindingar </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:06
800 þúsund þarfnast neyðarhjálpar Talið er að um átta hundruð þúsund manns þarfnist neyðarhjálpar í Filippseyjum eftir að fjórir fellibyljir, með tilheyrandi flóðum og aurskriðum, gengu yfir landið. Á annað þúsund manns létust eða er enn saknað og eyðileggingin er gríðarleg. Erlent 13.10.2005 15:06
Húsleit hjá poppgoði Rannsóknarlögreglumenn Sýslumannsembættis Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum gerðu húsleit á búgarði poppgoðsins Michaels Jackson á föstudag, en hann á að mæta fyrir rétt eftir nokkrar vikur sakaður um barnamisnotkun. Lífið 13.10.2005 15:06
Janúkovítsj tilkynnir þátttöku Forsætisráðherra Úkraínu, Viktor Janúkovítsj, hefur tilkynnt þátttöku sína í nýjum forsetakosningum í landinu og er sannfærður um að bera sigur af hólmi yfir leiðtoga stjórnarandstöðu landsins, Viktori Júsjenko. Erlent 13.10.2005 15:06
Öryggisgæsla aukin í Kabúl Öryggisgæsla friðargæslu NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistans, hefur verið aukin vegna innsetningar Hamid Karzais í forsetaembættið næstkomandi þriðjudag. Á meðal viðstaddra verður Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, auk þess sem búist er við að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verði á staðnum. Eins og kunnugt er eru íslenskir friðargæsluliðar starfandi í Kabúl. Erlent 13.10.2005 15:06
Börn meðal slasaðra Sex slösuðust í gríðarmikilli sprengingu sem varð vegna gasleka í íbúð á annarri hæð í tveggja hæða húsi í úthverfi Rómar á Ítalíu á laugardag. Meðal slasaðra voru þrjú börn, að sögn yfirvalda. Erlent 13.10.2005 15:06
Leitað á heimili Michaels Jacksons Lögreglan í Kaliforníu gerði húsleit á heimili söngvarans Michaels Jacksons, Neverland-búgarðinum, í gær. Tilgangurinn var að leita sönnunargagna í tengslum við ásakanir á hendur söngavaranum um kynferðislega misnotkun á börnum. Lífið 13.10.2005 15:06
Snúa aftur heim eftir flóðin Þúsundir Filippseyinga hafa snúið aftur til heimkynna sinna í dag eftir að fjórir fellibyljir með tilheyrandi flóðum og aurskriðum hafa gengið yfir landið undanfarnar tvær vikur. Rúmlega þúsund manns létust eða er enn saknað og eyðileggingin er gríðarleg. Erlent 13.10.2005 15:06
Föngum misþyrmt Blaðamaður alþjóðlegu fréttastofunnar AP fann ljósmyndir sem sýna bandaríska hermenn misþyrma föngum í Írak á vefsíðu þar sem ljósmyndir gagna kaupum og sölum. Konan sem rekur síðuna segir að eiginmaður hennar hafi komið með myndirnar frá Írak eftir herþjónustu. Erlent 13.10.2005 15:06
Tókst ekki að setja lög Úkraínska þinginu tókst ekki að setja lög í dag til að heimila að forsetakosningarnar í landinu verði endurteknar síðar í mánuðinum, eins og ráðgert hafði verið. Ætlunin var að afgreiða tvö frumvörp: annars vegar breytingu á kosningalögum til að koma í veg fyrir kosningasvik og hins vegar frumvarp um breytingu á stjórnarskránni til að minnka völd forsetans. Erlent 13.10.2005 15:06
25 Írakar hafa fallið í morgun Tuttugu og fimm Írakar féllu í árásum hryðjuverkamanna í morgun, þar af ellefu lögreglumenn. Sjálfmorðsárás var gerð á mosku sjíta í Bagdad við föstudagsbæn. Fyrr í morgun gerði hópur hryðjuverkamanna árás á lögreglustöð í suðvesturhluta borgarinnar. Erlent 13.10.2005 15:06
Kveikt á jólatré Hvíta hússins Það styttist óðum í jólin og jólaandinn er farinn að svífa yfir vötnum víða um heim. Það er hefð fyrir því að Bandaríkjaforseti kveiki á jólatréi fyrir utan Hvíta húsið og í gærkvöldi tendraði George Bush jólaljósin á þjóðarjólatréinu með aðstoð tveggja skátastúlkna. Erlent 13.10.2005 15:06
Slá skjaldborg um Annan Bretar, Þjóðverjar, Frakkar, Rússar og Kínverjar hafa slegið skjaldborg um Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að bandarískir íhaldsmenn hófu aðför að honum og kröfðust afsagnar hans. Bush Bandaríkjaforseti lýsti hins vegar ekki yfir stuðningi við Annan þegar forvitnast var um afstöðu hans í gær. Erlent 13.10.2005 15:06
Spennan í Úkraínu fer vaxandi Óvissa ríkir enn í Úkraínu um niðurstöðu Hæstaréttar sem fjallar um ásakanir um kosningasvik. Spennan í landinu fer vaxandi og óttast margir að óeirðir brjótist út. Erlent 13.10.2005 15:06
Nýr forsætisráðherra valinn Það að Ramush Haradinaj kunni að verða ákærður fyrir stríðsglæpi kom ekki í veg fyrir að þingmenn á þingi Kosovo kusu hann forsætisráðherra. Erlent 13.10.2005 15:06
Kosningarnar verði endurteknar Hæstiréttur Úkraínu ógilti síðdegis úrslit forsetakosninganna í landinu. Endurtaka verður kosningarnar innan þriggja vikna. Erlent 13.10.2005 15:06
Fimm sprengjur sprungu í Madríd Fimm sprengjur sprungu við bensínstöðvar í Madríd á Spáni fyrir stundu að sögn spænskra útvarpsstöðva og hefur lögreglan í Madríd staðfest tíðindin. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, hringdu til dagblaðs þar í landi áður en sprengjurnar sprungu og lýstu tilræðinu á hendur sér. Erlent 13.10.2005 15:06
Gangast við eiturefnaslysinu Dow Chemical Company hefur gengist við því að bera fulla ábyrgð á eiturefnaslysinu í Bhopal á Indlandi sem kostaði þúsundir lífið árið 1984. Fyrirtækið mun greiða um tólf milljarða dollara, eða sem nemur um 770 milljörðum króna, í skaðabætur. Erlent 13.10.2005 15:06
Þúsund manns látnir eða saknað Yfir þúsund manns hafa látist eða er saknað eftir að flóð og aurskriður á Filippseyjum. Í morgun gekk fellibylur yfir landið en austurhluti landsins hafði þegar orðið illa úti í tveimur stormum sem riðu þar yfir fyrr í vikunni. Yfir 160 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín í gær sökum hættu sem stafaði af fellibylnum. Erlent 13.10.2005 15:06
Vísa ábyrgðinni á Kongóstjórn Utanríkisráðherra Rúanda, sagði það verða á ábyrgð stjórnvalda í Kongó ef stríð brýst út milli ríkjanna tveggja. Hann staðfesti að rúandískir hermenn væru komnir til Kongó til að berjast við rúandíska uppreisnarmenn sem hafast þar við og tóku þátt í þjóðernishreinsununum í Rúanda 1994. Erlent 13.10.2005 15:06
Atkvæðagreiðslan endurtekin Hæstiréttur Úkraínu úrskurðaði fyrir stundu að önnur umferð forsetakosninganna í landinu, sem fram fór fyrir tæpum tveimur vikum, sé ógild. Í úrskurðinum segir jafnframt að atkvæðagreiðslan skuli endurtekin þann 26. desember næstkomandi, eða á annan í jólum. Erlent 13.10.2005 15:06
Ellefu lögreglumenn drepnir Vopnaðir uppreisnarmenn réðust inn á lögreglustöð í vesturhluta Bagdad í Írak í morgun. Þeir kveiktu í fimm lögreglubílum og að sögn sjónvarvotta létust ellefu lögreglumenn í árásinni. Lögreglustöðin er við þjóðveg í útjaðri Bagdad en fara þarf um hann þegar farið er á alþjóðaflugvöllinn í Bagdad. Erlent 13.10.2005 15:06
Ætluðu að ráða Allawi af dögum Þýska lögreglan handtók í morgun þrjá Íraka vegna gruns um að þeir hafi ætlað að ráða Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, af dögum. Írakarnir er búsettir í Þýskalandi en Allawi kom til landsins í dag í opinbera heimsókn. Erlent 13.10.2005 15:06
Olíuverð lækkar enn Olíuverð heldur áfram að lækka hratt á heimsmarkaði. Það hefur lækkað um 12% á tveimur sólarhringum í Bandaríkjunum og kostar tunnan þar rúma 43 dollara. Þar hefur olíuverð ekki verið lægra síðan í september. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:06
Lögreglustjóri eftirmaður Ridge Bush Bandaríkjaforseti hefur valið eftirmann Tom Ridge heimavarnaráðherra sem sagði nýlega af sér. Fyrir valinu varð Bernard Kerik sem var lögreglustjóri í New York borg og hlaut mikið lof fyrir framgöngu sína í kringum árásirnar 11. september 2001. Erlent 13.10.2005 15:06
Önnur umferð verði endurtekin Vaxandi fylgi virðist vera við það, í röðum ýmissa stjórnmálahreyfinga í Úkraínu, að endurtaka aðra umferð forsetakosninganna í landinu. Þá eru líka uppi hugmyndir um að endurtaka allt kosningaferlið aftur. Erlent 13.10.2005 15:06
Norðmaður skaut vinkonu sína Maður á sextugsaldri skaut vinkonu sína til bana fyrir utan Hótel Alstor í Stavangri í Noregi í nótt. Áður en lögregla kom á vettvang framdi hann sjálfsmorð. Lögregla telur líklegt að blind afbrýðisemi hafi ráðið gjörðum mannsins. Erlent 13.10.2005 15:06
Úkraínsku kosningarnar ógiltar Kjósa verður aftur milli Viktors Janúkovitsj forsætisráðherra og Viktors Júsjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, um hvor þeirra verður næsti forseti Úkraínu. Þetta eru fyrirmæli hæstaréttar Úkraínu sem ógilti í gær forsetakosningarnar sem fóru fram 21. nóvember. Erlent 13.10.2005 15:06
Örasta olíuverðlækkun í 13 ár Bensínverð var lækkað hér á landi í dag. Undanfarna sólarhringa hefur olíuverð lækkað svo ört á heimsmarkaði að leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna sambærileg dæmi. Olía og dollar eru í frjálsu falli og því hugsanlegt að verðið geti lækkað enn frekar. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:06
Heilbrigð sál með fallegt andlit Heilbrigð sál í hraustum líkama með fallegt andlit virðist vera íbúum hinna norrænu ríkjanna efst í huga þegar þeir óska sér jólagjafar í ár. Þetta er niðurstaða sænsks fyrirtækis sem gerir markaðsrannsóknir fyrir jólin í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Erlent 13.10.2005 15:06