Fleiri fréttir

Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag.

Varað við stormi víða um land

Vaxandi austanátt verður á landinu í dag með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, fyrst sunnan til á landinu.

Ársverk sjálfboðaliða í að vinna gegn lúpínum

Allt að tvö þúsund stundir sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar eru nýttar til að eyða og fjarlægja lúpínu. Upplýsingafulltrúi Skógræktar ríkisins telur heppilegra að nýta sjálfboðaliða í annað en að eyða gróðri á tímum loftsla

Ellefu raðhús rísa á Húsavík

Byggðarráð Norðurþings hefur samþykkt samkomulag við PCC á Bakka um að úthluta fyrirtækinu lóðir fyrir ellefu parhús í Holtahverfi á Húsavík.

Hópuppsögn á Húsavík

Reykfiskur, fyrirtæki í eigu Samherja, hefur sagt upp öllu starfsfólki á Húsavík og hættir 1. maí næstkomandi.

Lögreglustjóri hættir störfum

Páll Björnsson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og mun nýr lögreglustjóri taka við af honum 1. apríl næstkomandi.

Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið.

Enn stál í stál í verkfalli sjómanna

Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember.

Óttast að síðustu fréttir skaði ímynd Grænlands

Grænlendingar sem og Íslendingar búsettir á Grænlandi hafa verulegar áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga á alþjóðavettvangi og óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák.

Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna.

Ómar Ragnarsson: „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga'“

Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson.

220 brautskráðir frá HR

Alls voru 220 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Flestir luku námi frá tækni- og verkfræðideild líkt og fyrri ár, eða 84 nemendur.

Sjá næstu 50 fréttir