Fleiri fréttir

Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Mannskæð skotárás í Gautaborg

Að minnsta kosti tveir eru látnir og allt að fimmtán eru særðir eftir skotárás á veitingastað í Hisingen í Gautaborg í Svíþjóð. Lögregla segir að líklegt sé að tala látinna eigi eftir að hækka. Árásin var gerð um hálfellefu að staðartíma í gærkvöldi á veitingastað í hverfinu.

Þýskir þingmenn telja rétt að borga

Grískir ráðamenn hafa krafist nýrra stríðsskaðabóta frá Þjóðverjum og vonast til að bæta þannig fjárhagsstöðu gríska ríkisins. Þýska stjórnin hefur talið þær kröfur fráleitar, en nú taka stjórnarandstæðingar á þýska þinginu undir með Grikkjum.

Brjóstamjólkin gerir gæfumuninn

Langtíma rannsókn sem gerð var í Brasilíu bendir til þess að tengsl séu á milli gáfnafars og hvort viðkomandi hafi fengið brjóstamjólk í bernsku. Fylgst var með afkomu 3500 barna af öllum stéttum í landinu og í ljó kom að þeir sem voru lengur á brjósti en meðaltalið mældust að jafnaði hærri í greindarprófum þegar komið var á fullorðinsár.

Netanjahú fór með sigur af hólmi

Líkúd bandalagið, flokkur Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels, sigraði þingkosningarnar sem fram fóru þar í landi í gær. Eftir að búið er að telja flest atkvæðin og virðist sem Líkúd hafi fengið 29 þingsæti á meðan helsti keppninauturinn, Síónista sambandið, hafi fengið 24 sæti. Jitsjak Hersog, formaður Síónista sambandsins viðurkenndi í morgun ósigur sinn.

Sakar Bandaríkin um Úkraínustríðið

Pútín Rússlandsforseti steig fram í sviðsljósið í gær eftir tíu daga fjarveru og sagðist hafa gaman af kjaftasögunum. Í nýrri heimildarmynd lýsir hann aðdraganda innlimunar Krímskaga og viðurkennir fúslega að hafa gegnt þar lykilhlutverki.

Svona slást kóalabirnir

Karlkyns kóalar eru þekktir fyrir árásargirni sína en það er sjaldgæft að sjá tvo slíka berjast.

Sjá næstu 50 fréttir