Erlent Blóðugur dagur í Bagdad Hryðjuverkamenn myrtu nær þrjátíu manns þegar þeir létu til skarar skríða með tveimur árásum í Bagdad. Abu Musab al-Zarqawi, sem Bandaríkjamenn og Írakar freistuðu að ná með árásinni á Falluja, lýsti árásunum á hendur sér. Erlent 13.10.2005 15:06 BBC lét gabba sig Breska ríkisútvarpið BBC lét í morgun gabba sig og birti viðtal við meintan talsmann Dow Chemical Company sem sagði fyrirtækið bera fulla ábyrgð á eiturefnaslysi í Bhopal á Indlandi árið 1984. Sagði hann fyrirtækið ætla að greiða um tólf milljarða dollara, eða sem nemur um 770 milljörðum króna, í skaðabætur. Erlent 13.10.2005 15:06 Berst fyrir pólitísku lífi sínu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að hafa rekið fjölmarga ráðherra úr stjórn sinni í gær. Hann segist nú tilneyddur að reyna myndun samsteypustjórnar með Verkamannaflokknum. Erlent 13.10.2005 15:06 Höfuðpaurinn yfirheyrður Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar hefur handtekið ellefu menn vegna gruns um stórfelld fjársvik í tengslum við píramídafyrirtækið The Five Percent Community, sem meðal annars hefur svikið fé af tugum Íslendinga. Höfuðpaur fyritækisins var yfirheyrður í Ósló í morgun. Erlent 13.10.2005 15:06 Kútsma og Pútín funda Fráfarandi forseti Úkraínu, Leonid Kuchma mun funda með Vladimir Pútín, Rússlandsforseta í dag vegna stöðunnar sem upp er komin í Úkraínu. Rússar eiga mikilla hagsmuna að gæta og hefur Vladimir Pútín stutt Janúkovits, yfirlýstan sigurvegara kosninganna í baráttunni gegn Júsjenkó, sem nýtur stuðnings ríkja vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 15:06 Í eina sæng með verkamannaflokknum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ætlar að reyna myndun samsteypustjórnar með Verkamannaflokknum. Sharon rak ráðherra Shinui-flokksins úr stjórn sinni í gær, vegna andstöðu þingmanna flokksins við fjárlagafrumvarp stjórnarinnar. Fyrir vikið er um fátt annað að velja fyrir Sharon en að ræða við Verkamannaflokkinn eða hætta á nýjar þingkosningar. Erlent 13.10.2005 15:06 Fjölga hermönnum um tólf þúsund Bandaríkjastjórn ætlar að fjölga hermönnum í Írak um tólf þúsund fyrir kosningarnar sem áætlaðar eru 30. janúar. Hermennirnir eru 138 þúsund í dag en verða 150 þúsund þegar kosningarnar fara fram og hafa ekki verið fleiri síðan George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að meiriháttar átökum væri lokið. Erlent 13.10.2005 15:06 Vilja fá aðgang að herstöðvum Eftirlitsmenn á vegum alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar vilja fá aðgang að tveimur leynilegum herstöðvum í Íran þar sem grunur leikur á að Íranar vinni þar að þróun kjarnorkuvopna. Íranar halda því statt og stöðugt fram að kjarnorkuáætlun landsins sé einungis til þess ætluð að framleiða rafmagn, en grunur hefur um hríð leikið á því hið raunverulega markmið væri þróun vopna. Erlent 13.10.2005 15:06 1500 í viðbót til Írak Bandaríkjamenn munu senda 1500 hermenn til viðbótar til Írak til að auka öryggi í aðdraganda kosninga sem fara eiga fram í janúar. Þá verður 10 þúsund hermönnum til viðbótar gert að framlengja dvöl sína í landinu stríðshrjáða. Þar með verða bandarískir hermenn í Írak í kringum 150 þúsund talsins þegar kosið verður. Erlent 13.10.2005 15:06 Stjórnarkreppa í vændum? Stjórnarkreppa blasir við í Ísrael takist Ariel Sharon ekki að mynda þjóðstjórn hið fyrsta. Sharon rak í gærkvöldi fjölda ráðherra úr stjórninni. Erlent 13.10.2005 15:06 Óvissa fyrir botni Miðjarðarhafs Mikil óvissa ríkir um framtíðina í Mið-Austurlöndum. Framboð Marwan Barghuti hefur gjörbreytt landslaginu í palestínsku forsetakosningunum og Ariel Sharon rær lífróður að því að mynda nýja ríkisstjórn í stað þeirrar sem rann út í sandinn vegna deilna um fjárlögin. Erlent 13.10.2005 15:06 Annar stormur á leiðinni Íbúar á austurhluta Filipseyja búa sig nú undir að enn annar hitabeltisstormurinn gangi yfir landið. Miklir vindar og rigning hafa hamlað björgunarstarfi sem enn er í fullum gangi eftir tvo fyrri storma. Yfir fjögur hundruð manns hafa látist í óveðrunum og 177 manns er saknað. Miklar skriður og flóð urðu í kjölfar stormanna. Erlent 13.10.2005 15:06 Lífstíðardómur staðfestur Hæstiréttur í Svíþjóð staðfesti í morgun lífstíðardóm yfir morðingja Önnu Lindh, sem var utanríkisráðherra Svíþjóðar. Mihajlo Mihajlovich fór fram á að fá vægari dóm á grundvelli þess að hann sé ósakhæfur, en hann heldur því fram að raddir hafi talað til sín og að það sé þeim að kenna að hann framdi morðið. Erlent 13.10.2005 15:05 Vill afplána dóminn í Serbíu Hæstiréttur í Svíþjóð staðfesti í morgun lífstíðardóm yfir morðingja Önnu Lindh, sem var utanríkisráðherra Svíþjóðar. Talið er að hann vilji afplána dóminn í Serbíu. Erlent 13.10.2005 15:06 Nýjar kosningar engin lausn Nýjar kosningar í Úkraínu eða endurtekning eru engin lausn, að mati Pútíns Rússlandsforseta, sem virðist ákveðinn í að halda nánu sambandi við Úkraínu. Engin lausn hefur enn fundist á deilum um forsetakosningarnar í landinu. Erlent 13.10.2005 15:06 Atvinnuleysi eykst í Þýskalandi Atvinnuleysi hefur aukist í Þýskalandi 10. mánuðinn í röð. Nú eru tæplega 4,5 milljónir manna án atvinnu í Þýskalandi, eða hartnmær 11% vinnuaflans. Efnahagskerfið þýska hefur verið í mikilli lægð undanfarið, þó að ákveðin batamerki séu nú sjáanleg. Verst er ástandið í austurhluta Þýskalands, þar sem atvinnuleysið slagar hátt í 19 prósent. Erlent 13.10.2005 15:06 Morðingi Lindh er ekki geðveikur Morðingi Önnu Lindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, verður að sitja af sér lífstíðarfangelsisdóm samkvæmt dómi Hæstaréttar Svíþjóðar. Þar með sneri Hæstiréttur við dómi undirréttar sem hafði dæmt hinn 25 ára Mijailo Mijailovic ósakhæfan og því bæri að vista hann á geðsjúkrahúsi en ekki í fangelsi. Erlent 13.10.2005 15:06 Umsátri um byggingar lokið Stjórnarandstæðingar hafa hætt umsátri um opinberar byggingar í Kænugarði, í Úkraínu. Viktor Júsenkó, leiðtogi þeirra, skrifaði í gær undir samkomulag þess efnis. Samkvæmt því áttu hann og fylgismenn hans tafarlaust að létta umsátrinu um opinberar byggingar, en vegna þeirra hefur stjórnsýsla í landinu verið lömuð í tíu daga. Erlent 13.10.2005 15:05 Vilja Annan burt Krafist er afsagnar Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Bandarískir íhaldsmenn segja hann bera ábyrgð á hneykslismálum vegna áætlunar samtakanna um olíu fyrir matvæli í Írak, og nauðsynlegt sé að hann víki svo að unnt sé að hreinsa til í óreiðunni. Erlent 13.10.2005 15:06 Efast um endurtekningu kosninga Vladimír Pútín, Rússlandsforseti er fullur efasemda um réttmæti þess að endurtaka forsetakosningarnar í Úkraínu. Pútín, sem nú fundar með Leonid Kútsma, fráfarandi forseta Úkraínu, segir það ekki ganga að kosningarnar verði endurteknar tvisvar, þrisvar eða jafnvel 25 sinnum, uns loks fáist fram þau úrslit sem annar frambjóðandinn óski eftir. Erlent 13.10.2005 15:06 Í fangelsi fyrir að fljúga fullur Flugmaður finnska flugfyrirtækisins Finnair hefur verið dæmdur í 6 mánaða fengelsi fyrir að fljúga ölvaður flugvél fullri af farþegum. Hann er sá fyrsti sem verður fyrir barðinu á nýjum áfengislögum í Finnlandi, sem kveða á um að fangelsa megi flugstarfsfólk sem flýgur undir áhrifum áfengis. Erlent 13.10.2005 15:06 Vilja að Annan segi af sér Róttækar hugmyndir um uppstokkun innan Sameinuðu þjóðanna hafa verið kynntar. Bandarískir íhaldsmenn gera aðför að Kofi Annan og krefjast þess að hann segi af sér. Erlent 13.10.2005 15:06 Vill ekki nýjar kosningar Vladimir Pútín segist andvígur því að forsetakosningarnar í Úkraínu verði endurteknar. Fari hins vegar svo að slíkt verði ofan á, skuli hefja allt kosningaferlið á nýjan leik og því ekki kosið á ný fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Erlent 13.10.2005 15:06 160 þúsund yfirgefa heimili sín Fleiri en 160 þúsund manns urðu að yfirgefa heimili sín þegar öflugur fellibylur gekk yfir Filippseyjar í gær. Hundrað og tuttugu manns fórust og nærri hundrað og áttatíu er saknað. Þetta er annar fellibylurinn sem gengur yfir eyjarnar á nokkrum dögum. Erlent 13.10.2005 15:06 Ætla að hunsa kosningarnar Forystumenn Hamas-samtakanna ætla að sniðganga forsetakosningarnar í Palestínu 9. janúar og hvetja stuðningsmenn sína til að gera slíkt hið sama. Þessu lýstu þeir yfir í gær, nokkrum klukkutímum áður en frestur til að tilkynna framboð rann út. Erlent 13.10.2005 15:05 Ákvörðun þingsins ólögleg Viktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti því yfir fyrir stundu að hann myndi ekki sætta sig við það að ríkisstjórn hans hafi verið vikið frá völdum af úkraínska þinginu í morgun því frávikningin væri ólögleg. Erlent 13.10.2005 15:05 Janúkovítsj óskar eftir ógildingu Deilan um úrslit forsetakosninganna í Úkraínu tók óvænta stefnu í dag þegar Viktor Janúkovítsj forsætisráðherra óskaði eftir því við hæstarétt landsins að úrslitin yrðu ógilt. Áður hafði Viktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kært kosningarnar til hæstaréttar og Janúkovítsj hafnað því að láta kjósa á nýjan leik þar sem hann væri lýstur sigurvegari. Erlent 13.10.2005 15:05 Barghouthi býður sig fram Palestínuleiðtoginn Marwan Barghouthi, sem þessi misserin situr í fangelsi í Ísrael, hefur ákveðið að bjóða sig fram í kosningunum um forseta heimastjórnar Palestínu sem fram eiga að fara 9. janúar næstkomandi. Þetta var haft eftir palestínskum ráðamanni nú síðdegis en Barghouthi hafði áður lýst því yfir að hann hygðist ekki bjóða sig fram. Erlent 13.10.2005 15:05 40 milljónir smitaðar af alnæmi Fjörutíu milljónir manna um allan heim eru smitaðar af alnæmisveirunni. Viðhorf til kvenna og samkynhneigðra er víða þrándur í götu forvarna. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag. Erlent 13.10.2005 15:05 Vissu af misþyrmingum fyrir ári Háttsettir herforingjar í Bandaríkjaher voru varaðir við því fyrir ári síðan að sérsveitarmenn og leyniþjónustumenn misþyrmdu föngum í Írak. Viðvaranirnar birtust í leynilegri skýrslu en þrátt fyrir hana hefur yfirstjórn Bandaríkjahers haldið því fram að henni hafi fyrst orðið kunnugt um misþyrmingarnar í byrjun þessa árs. Erlent 13.10.2005 15:05 « ‹ ›
Blóðugur dagur í Bagdad Hryðjuverkamenn myrtu nær þrjátíu manns þegar þeir létu til skarar skríða með tveimur árásum í Bagdad. Abu Musab al-Zarqawi, sem Bandaríkjamenn og Írakar freistuðu að ná með árásinni á Falluja, lýsti árásunum á hendur sér. Erlent 13.10.2005 15:06
BBC lét gabba sig Breska ríkisútvarpið BBC lét í morgun gabba sig og birti viðtal við meintan talsmann Dow Chemical Company sem sagði fyrirtækið bera fulla ábyrgð á eiturefnaslysi í Bhopal á Indlandi árið 1984. Sagði hann fyrirtækið ætla að greiða um tólf milljarða dollara, eða sem nemur um 770 milljörðum króna, í skaðabætur. Erlent 13.10.2005 15:06
Berst fyrir pólitísku lífi sínu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að hafa rekið fjölmarga ráðherra úr stjórn sinni í gær. Hann segist nú tilneyddur að reyna myndun samsteypustjórnar með Verkamannaflokknum. Erlent 13.10.2005 15:06
Höfuðpaurinn yfirheyrður Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar hefur handtekið ellefu menn vegna gruns um stórfelld fjársvik í tengslum við píramídafyrirtækið The Five Percent Community, sem meðal annars hefur svikið fé af tugum Íslendinga. Höfuðpaur fyritækisins var yfirheyrður í Ósló í morgun. Erlent 13.10.2005 15:06
Kútsma og Pútín funda Fráfarandi forseti Úkraínu, Leonid Kuchma mun funda með Vladimir Pútín, Rússlandsforseta í dag vegna stöðunnar sem upp er komin í Úkraínu. Rússar eiga mikilla hagsmuna að gæta og hefur Vladimir Pútín stutt Janúkovits, yfirlýstan sigurvegara kosninganna í baráttunni gegn Júsjenkó, sem nýtur stuðnings ríkja vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 15:06
Í eina sæng með verkamannaflokknum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ætlar að reyna myndun samsteypustjórnar með Verkamannaflokknum. Sharon rak ráðherra Shinui-flokksins úr stjórn sinni í gær, vegna andstöðu þingmanna flokksins við fjárlagafrumvarp stjórnarinnar. Fyrir vikið er um fátt annað að velja fyrir Sharon en að ræða við Verkamannaflokkinn eða hætta á nýjar þingkosningar. Erlent 13.10.2005 15:06
Fjölga hermönnum um tólf þúsund Bandaríkjastjórn ætlar að fjölga hermönnum í Írak um tólf þúsund fyrir kosningarnar sem áætlaðar eru 30. janúar. Hermennirnir eru 138 þúsund í dag en verða 150 þúsund þegar kosningarnar fara fram og hafa ekki verið fleiri síðan George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að meiriháttar átökum væri lokið. Erlent 13.10.2005 15:06
Vilja fá aðgang að herstöðvum Eftirlitsmenn á vegum alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar vilja fá aðgang að tveimur leynilegum herstöðvum í Íran þar sem grunur leikur á að Íranar vinni þar að þróun kjarnorkuvopna. Íranar halda því statt og stöðugt fram að kjarnorkuáætlun landsins sé einungis til þess ætluð að framleiða rafmagn, en grunur hefur um hríð leikið á því hið raunverulega markmið væri þróun vopna. Erlent 13.10.2005 15:06
1500 í viðbót til Írak Bandaríkjamenn munu senda 1500 hermenn til viðbótar til Írak til að auka öryggi í aðdraganda kosninga sem fara eiga fram í janúar. Þá verður 10 þúsund hermönnum til viðbótar gert að framlengja dvöl sína í landinu stríðshrjáða. Þar með verða bandarískir hermenn í Írak í kringum 150 þúsund talsins þegar kosið verður. Erlent 13.10.2005 15:06
Stjórnarkreppa í vændum? Stjórnarkreppa blasir við í Ísrael takist Ariel Sharon ekki að mynda þjóðstjórn hið fyrsta. Sharon rak í gærkvöldi fjölda ráðherra úr stjórninni. Erlent 13.10.2005 15:06
Óvissa fyrir botni Miðjarðarhafs Mikil óvissa ríkir um framtíðina í Mið-Austurlöndum. Framboð Marwan Barghuti hefur gjörbreytt landslaginu í palestínsku forsetakosningunum og Ariel Sharon rær lífróður að því að mynda nýja ríkisstjórn í stað þeirrar sem rann út í sandinn vegna deilna um fjárlögin. Erlent 13.10.2005 15:06
Annar stormur á leiðinni Íbúar á austurhluta Filipseyja búa sig nú undir að enn annar hitabeltisstormurinn gangi yfir landið. Miklir vindar og rigning hafa hamlað björgunarstarfi sem enn er í fullum gangi eftir tvo fyrri storma. Yfir fjögur hundruð manns hafa látist í óveðrunum og 177 manns er saknað. Miklar skriður og flóð urðu í kjölfar stormanna. Erlent 13.10.2005 15:06
Lífstíðardómur staðfestur Hæstiréttur í Svíþjóð staðfesti í morgun lífstíðardóm yfir morðingja Önnu Lindh, sem var utanríkisráðherra Svíþjóðar. Mihajlo Mihajlovich fór fram á að fá vægari dóm á grundvelli þess að hann sé ósakhæfur, en hann heldur því fram að raddir hafi talað til sín og að það sé þeim að kenna að hann framdi morðið. Erlent 13.10.2005 15:05
Vill afplána dóminn í Serbíu Hæstiréttur í Svíþjóð staðfesti í morgun lífstíðardóm yfir morðingja Önnu Lindh, sem var utanríkisráðherra Svíþjóðar. Talið er að hann vilji afplána dóminn í Serbíu. Erlent 13.10.2005 15:06
Nýjar kosningar engin lausn Nýjar kosningar í Úkraínu eða endurtekning eru engin lausn, að mati Pútíns Rússlandsforseta, sem virðist ákveðinn í að halda nánu sambandi við Úkraínu. Engin lausn hefur enn fundist á deilum um forsetakosningarnar í landinu. Erlent 13.10.2005 15:06
Atvinnuleysi eykst í Þýskalandi Atvinnuleysi hefur aukist í Þýskalandi 10. mánuðinn í röð. Nú eru tæplega 4,5 milljónir manna án atvinnu í Þýskalandi, eða hartnmær 11% vinnuaflans. Efnahagskerfið þýska hefur verið í mikilli lægð undanfarið, þó að ákveðin batamerki séu nú sjáanleg. Verst er ástandið í austurhluta Þýskalands, þar sem atvinnuleysið slagar hátt í 19 prósent. Erlent 13.10.2005 15:06
Morðingi Lindh er ekki geðveikur Morðingi Önnu Lindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, verður að sitja af sér lífstíðarfangelsisdóm samkvæmt dómi Hæstaréttar Svíþjóðar. Þar með sneri Hæstiréttur við dómi undirréttar sem hafði dæmt hinn 25 ára Mijailo Mijailovic ósakhæfan og því bæri að vista hann á geðsjúkrahúsi en ekki í fangelsi. Erlent 13.10.2005 15:06
Umsátri um byggingar lokið Stjórnarandstæðingar hafa hætt umsátri um opinberar byggingar í Kænugarði, í Úkraínu. Viktor Júsenkó, leiðtogi þeirra, skrifaði í gær undir samkomulag þess efnis. Samkvæmt því áttu hann og fylgismenn hans tafarlaust að létta umsátrinu um opinberar byggingar, en vegna þeirra hefur stjórnsýsla í landinu verið lömuð í tíu daga. Erlent 13.10.2005 15:05
Vilja Annan burt Krafist er afsagnar Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Bandarískir íhaldsmenn segja hann bera ábyrgð á hneykslismálum vegna áætlunar samtakanna um olíu fyrir matvæli í Írak, og nauðsynlegt sé að hann víki svo að unnt sé að hreinsa til í óreiðunni. Erlent 13.10.2005 15:06
Efast um endurtekningu kosninga Vladimír Pútín, Rússlandsforseti er fullur efasemda um réttmæti þess að endurtaka forsetakosningarnar í Úkraínu. Pútín, sem nú fundar með Leonid Kútsma, fráfarandi forseta Úkraínu, segir það ekki ganga að kosningarnar verði endurteknar tvisvar, þrisvar eða jafnvel 25 sinnum, uns loks fáist fram þau úrslit sem annar frambjóðandinn óski eftir. Erlent 13.10.2005 15:06
Í fangelsi fyrir að fljúga fullur Flugmaður finnska flugfyrirtækisins Finnair hefur verið dæmdur í 6 mánaða fengelsi fyrir að fljúga ölvaður flugvél fullri af farþegum. Hann er sá fyrsti sem verður fyrir barðinu á nýjum áfengislögum í Finnlandi, sem kveða á um að fangelsa megi flugstarfsfólk sem flýgur undir áhrifum áfengis. Erlent 13.10.2005 15:06
Vilja að Annan segi af sér Róttækar hugmyndir um uppstokkun innan Sameinuðu þjóðanna hafa verið kynntar. Bandarískir íhaldsmenn gera aðför að Kofi Annan og krefjast þess að hann segi af sér. Erlent 13.10.2005 15:06
Vill ekki nýjar kosningar Vladimir Pútín segist andvígur því að forsetakosningarnar í Úkraínu verði endurteknar. Fari hins vegar svo að slíkt verði ofan á, skuli hefja allt kosningaferlið á nýjan leik og því ekki kosið á ný fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Erlent 13.10.2005 15:06
160 þúsund yfirgefa heimili sín Fleiri en 160 þúsund manns urðu að yfirgefa heimili sín þegar öflugur fellibylur gekk yfir Filippseyjar í gær. Hundrað og tuttugu manns fórust og nærri hundrað og áttatíu er saknað. Þetta er annar fellibylurinn sem gengur yfir eyjarnar á nokkrum dögum. Erlent 13.10.2005 15:06
Ætla að hunsa kosningarnar Forystumenn Hamas-samtakanna ætla að sniðganga forsetakosningarnar í Palestínu 9. janúar og hvetja stuðningsmenn sína til að gera slíkt hið sama. Þessu lýstu þeir yfir í gær, nokkrum klukkutímum áður en frestur til að tilkynna framboð rann út. Erlent 13.10.2005 15:05
Ákvörðun þingsins ólögleg Viktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti því yfir fyrir stundu að hann myndi ekki sætta sig við það að ríkisstjórn hans hafi verið vikið frá völdum af úkraínska þinginu í morgun því frávikningin væri ólögleg. Erlent 13.10.2005 15:05
Janúkovítsj óskar eftir ógildingu Deilan um úrslit forsetakosninganna í Úkraínu tók óvænta stefnu í dag þegar Viktor Janúkovítsj forsætisráðherra óskaði eftir því við hæstarétt landsins að úrslitin yrðu ógilt. Áður hafði Viktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kært kosningarnar til hæstaréttar og Janúkovítsj hafnað því að láta kjósa á nýjan leik þar sem hann væri lýstur sigurvegari. Erlent 13.10.2005 15:05
Barghouthi býður sig fram Palestínuleiðtoginn Marwan Barghouthi, sem þessi misserin situr í fangelsi í Ísrael, hefur ákveðið að bjóða sig fram í kosningunum um forseta heimastjórnar Palestínu sem fram eiga að fara 9. janúar næstkomandi. Þetta var haft eftir palestínskum ráðamanni nú síðdegis en Barghouthi hafði áður lýst því yfir að hann hygðist ekki bjóða sig fram. Erlent 13.10.2005 15:05
40 milljónir smitaðar af alnæmi Fjörutíu milljónir manna um allan heim eru smitaðar af alnæmisveirunni. Viðhorf til kvenna og samkynhneigðra er víða þrándur í götu forvarna. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag. Erlent 13.10.2005 15:05
Vissu af misþyrmingum fyrir ári Háttsettir herforingjar í Bandaríkjaher voru varaðir við því fyrir ári síðan að sérsveitarmenn og leyniþjónustumenn misþyrmdu föngum í Írak. Viðvaranirnar birtust í leynilegri skýrslu en þrátt fyrir hana hefur yfirstjórn Bandaríkjahers haldið því fram að henni hafi fyrst orðið kunnugt um misþyrmingarnar í byrjun þessa árs. Erlent 13.10.2005 15:05